Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 10. maí 2017

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 17 – 54. fundur

haldinn Laugarvatn, 10. maí 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kambsbraut 1: Stöðuleyfi: Gámur – 1705025

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. janúar 2018.
 
2.   Sel lóð: Tilkynningarskyld framkvæmd: Gestahús og sauna – 1702026
Tilkynnt er bygging gestahús og sauna 27,8 ferm og 74,6 rúmm úr timbri.
Afgreiðslu frestað, þar til gerð hefur verið breyting á deiliskipulagi.
 
3.    

Baulurimi 15: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús með geymslukjallara – 1705003

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri 128 ferm og 432 rúmm á einni hæð með geymslukjallara að hluta.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
4.   Álfasteinssund 21: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1705006
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 123 ferm og 430,2 rúmm úr timbri.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
5.   Tjarnarvegur 9: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1705011
Sótt er um leyfi til að byggja við gestahús/sumarhús, heildarstærð eftir stækkun er 29,6 ferm úr timbri
Samþykkt.
 
6.   Nesjar (170882): Tilkynningarskyld framkvæmd: Gróðurhús – 1705012
Tilkynnt er bygging gróðurhús 40 ferm að Nesjum landnúmer 170882. Byggingarefni er rör og plast.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
 

7.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Vesturkot: Umsókn um byggingarleyfi: Hlaða – viðbygging – 1704052

Sótt er um leyfi til að byggja við hlöðu. Til stendur að setja niður tvo gáma, þak og veggir verða klæddir með samlokueiningum.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
 

8.  

Bláskógabyggð:

E-Gata 2: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús-viðbygging – 1704054

Tilkynnt er 12,6 ferm stækkun á sumarhúsi í E-Götu 2. Heildarstærð eftir stækkun er 51,6 ferm.
Samþykkt.
 
9.    

Guðjónsgata 1: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1705017

Tilkynnt er viðbygging á sumarhúsi um 28,5 ferm á Guðjónsgötu 1. Heildarstærð eftir stækkun er 82,5 ferm.
Samþykkt.
 
10.    

Efsti-Dalur lóð 32: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1704041

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi í Efsta-Dal lóð 32 um 24,6 ferm. Heildarstærð eftir stækkun er 77 ferm.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
 
11.   Seljaland 3: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymslu – 1704019
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 78,6 ferm og geymslu 7,1 ferm
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

 

 

 
 

12.  

 

Flóahreppur:

Bitra Þjónustumiðstöð: Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Grafrarleyfi – 1705002

Sótt er um takmarkað byggingarleyfi þar sem óskað eftir að fá að byrja á jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar byggingu á Þjónustumiðstöð.
Samþykkt að gefa út takmarkað byggingarleyfi vegna jarðvinnu við þjónustumiðstöð.
 
13.   Mosató 3 hótel: Stöðuleyfi: Salernishús – 1705004
Sótt er um stöðuleyfi fyrir salernishús ca. 3,6 ferm
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 10. maí 2018.
 
14.   Mosató 3 hótel: Stöðuleyfi: Gámur – 1705005
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 20 feta gám.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15.október 2017.
 
 

15.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Snorrastaðir lóð 168053: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1607031

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við nýtt rekstrarleyfi vegna gistingar í flokki II. Fjöldi í gistingu allt að 6 manns. Gisting ekki heimil á geymslulofti.
 
16.   Torfastaðakot 5: Umsögn um rekstrarleyfi – 1705023
Umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – frístundahús
Umsókninni er hafnað, þar sem hún samræmist ekki reglugerð 1277/2016. Samkvæmt reglugerð er ekki heimilt að veita rekstrarleyfi í fl.II, í sumarhúsum.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

 

 

___________________________                       ___________________________