08 jún Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 1. júni 2016
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-31. fundur
haldinn Laugarvatn, 1. júní 2016
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson og Rúnar Guðmundsson .
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Hrunamannahreppur:
Bjarg 166731: Stöðuleyfi: Starfsmannahús – 1605026 |
|
Sótt er um stöðuleyfi fyrir starfsmannahús sem verður staðsett á bæjarhlaðinu á Bjargi 166731. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs , þ.e. til 1. júní 2017. | ||
2. | Ljónastígur 8: Stöðuleyfi: Frystigámur – 1605053 | |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir frystigám. | ||
Gámurinn að Ljónastíg 8, var settur niður án leyfis fyrir þó nokkru síðan og hefur valdi truflun í íbúðarhverfi. Vísað er í 56. gr. mannvirkjalaga nr.160/2010. Vísað er til gr. 2.6.1. og 2.6.2 í byggingarreglugerð 112/2010. Ekki liggur fyrir að viðeigandi lausn umsækjanda um úrbætur á hávaða skili úrbótum sem aðilar máls geti sætt sig við. Þá er ekki æskilegt að gámur með kælipressu sé í gangi inni í miðri íbúabyggð. Umsókn um stöðuleyfi fyrir kælipressugám að Ljónastíg 8, er hafnað. | ||
3. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Kothólsbraut 19: Umsókn um byggingarleyfi: nýtt sumarhús. – 1502066 |
|
Granni 20130986-4966. Sótt var um leyfi til að byggja sumarhús 157 ferm og 615,9 rúmm úr timbri. Samþykkt byggingaráform 28. nóvember 2013. Sótt er um endurnýjun á leyfi. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. | ||
4. | Lerkigerði 2: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1605052 | |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús tímabundið. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi í samræmi við óskir umsækjanda til 1. júní 2017. | ||
5. | Vaðholt 2: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1605032 | |
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 51,3 ferm og 168,3 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. | ||
6. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Ásólfsstaðir 2 lóð 3: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1605065 |
|
Leyfi til að byggja sumarhús 44,5 ferm og 104,4 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. | ||
7. | Þrándarholt 166618: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma og fjárhús – 1604011 | |
Sótt er um leyfi til að byggja skemmu og fjárhús | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Auk þess eru gerðar aths við uppdrætti sem sendar eru hönnuði. | ||
8. |
Bláskógabyggð:
Hamarsvegur 2: Byggingarleyfi: Gestahús – 1603011 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 14,86 ferm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. | ||
9. | Gufuhlíð 167096: Stöðuleyfi: Starfsmannahús – 1605041 | |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir starfsmannahús. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi í samræmi við óskir umsækjanda til 1. júní 2017. | ||
10. | Rjúpnavegur 5: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – stækkun – 1605063 | |
Tilkynnt hefur verið viðbygging, 12 ferm á sumarhúsi á Rjúpnavegi 5. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 og samræmast skipulagsáætlunum. | ||
11. | Merkurhraun 18: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1605062 | |
Raunteikning á stækkun sumarhús, 35 ferm og 117,9 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 78,5 ferm og 253,9 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
12. |
Umsagnir um rekstrarleyfi:
Kiðjaberg lóð 118: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1603046 |
|
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í fl. II. að Kiðjabergi 118. | ||
13. | Lambastaðir: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1604018 | |
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gististað í fl. II. Gistirými fyrir allt að 22 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30