Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 159 – 16. febrúar 2022

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-159. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 16. febrúar 2022 og hófst hann kl. 10:30

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa,

Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Þórarinn Magnússon áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál

1.    Ás 3 land II-2land (L204643); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús og bílskúr – breyting – 2105021
Erindi sett að nýju fyrir fund, breyttir aðaluppdrættir. Fyrir liggur umsókn Sverris Sigurðssonar og Berthu Karlsdóttur, mótteknir 03.02.2022 um byggingarleyfi til að byggja 99,7 m2 íbúðarhús og 33,7 m2 bílskúr í Ás 3 II-2land (L204643) í Ásahreppi. Heildarstærð á húsi eftir breytingu verður 133,4 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
– Aðaluppdrættir hafi verið skilað undirritaðir af hönnuði.
– Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd og hann skilað inn starfsábyrgðartryggingu á framkvæmdina
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri hafi lagt fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld hafi verið greidd.
 
Hrunamannahreppur – Almenn mál

2.    Holtabyggð lóð 308 (L200527); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting á innra skipulagi og opið bílskýli – 2202023
Fyrir liggur umsókn Gunnars B. Borgarssonar fyrir hönd Magnúsar Pálssonar, móttekin 08.02.2022 um byggingarheimild að breyta hluta á sumarbústaði sem var áður skilgreint sem geymsla í íverurými, einnig er sótt um leyfi til að byggja 36 m2 opið bílskýli á sumarbústaðalandinu Holtabyggð lóð 308 (L200257) í Hrunamannahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
3.   Brekkukot (L166925); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2202033
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Ólafsdóttur fyrir hönd Halldóru D. Gunnarsdóttur og Hreins V. Hreinssonar, móttekin 11.02.2022 um byggingarheimild til að byggja 24,3 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Brekkukot (L166925) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

4.    Óðinsstígur 6 (L205280); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2201073
Fyrir liggur umsókn Yngva R. Kristjánssonar fyrir hönd Kristjáns B. Kröyer eiganda á VG Verk og bygg ehf., móttekin 27.01.2022 um byggingarheimild til að byggja 106,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Óðinsstígur 6 (L205280) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
5.    Lyngbrekka 5 (L208556); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting, með svefnlofti að hluta – 1608042
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Bjarka M. Sveinssonar fyrir hönd Lina Kleinaityté um byggingarheimild til að byggja 148,2 m2 sumarbústað með svefnlofti að hluta á sumarbústaðalandinu Lyngbrekka 5 (L208556) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
6.    Illagil 17 (L209154); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og baðhús – 2201064
Erindi sett að nýju fyrir fund, Fyrir liggur umsókn Sveinbjarnar Jónssonar fyrir hönd Ágústs S. Egilssonar og Soffíu G. Jónasdóttur, móttekin 19.01.2022 um byggingarheimild til að byggja 153,7 m2 sumarbústað og 30 m2 baðhús á sumarbústaðalandinu Illagil 17 (L209154) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samkvæmt útreikningi hönnuðar eru útveggir hússins ekki að uppfylla ákvæði um leyfilegt hámark U-gildis, sbr. 13.2.2 gr. og 13.3.2.gr. byggingareglugerðar 112/2012.
Umsókn er því synjað
 
7.    Hlíðarhólsbraut 1 (L231500); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með bílgeymslu á neðri hæð – 2202028
Fyrir liggur umsókn Brynjars Einarssonar og Steinunnar B. Ingvarsdóttur, móttekin 08.02.2022 um byggingarheimild að byggja 149,1 m2 sumarbústað með bílgeymslu á neðri hæð á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 13 (L231500) í Grímsnes- og Grafningshreppur.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
8.    Hraunvellir 3 (L212409); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með rishæð að hluta og geymsla – 2202038
Fyrir liggur umsókn Sveins Valdimarssonar fyrir hönd Guðmundar S. Tómassonar og Sigríðar Ó. Zoega Sigurðardóttur, móttekin 11.02.2022 um byggingarheimild að byggja 78,7 m2 sumarbústað með rishæð að hluta og 15,1 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hraunvellir 3 (L212409) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
9.    Tjarnholtsmýri 1 (L202954); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2202039
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Andréssonar fyrir hönd Kvíslartungu 66 ehf., móttekin 13.02.2022 um byggingarheimild fyrir 95,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Tjarnholtsmýri 1 (L202954) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

10.    Hlauptunga (L229945); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2110021
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Jónu B. Gestsdóttur, móttekin 06.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 199,3 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr á landinu Hlauptunga (L229945) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
– Aðaluppdrættir hafi verið skilað undirritaðir af hönnuði.
– Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd og hann skilað inn starfsábyrgðartryggingu á framkvæmdina
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara hafi verið skilað inn.
– Hönnunarstjóri hafi lagt fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld hafi verið greidd.
 
11.    Furustekkur 2 (170559); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting – 2103028
Erindi sett að nýju fyrir fund, nýr aðaluppdráttur móttekinn. Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd Guðna B. Sigurðssonar og Hjördísar B. Ásgeirsdóttur, móttekin 03.02.2022 um byggingarheimild til að byggja 85,1 m2 sumarbústað í stað 98,3 m2 á sumarbústaðalandinu Furustekkur 2 (L170559) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
12.    Lyngbraut 5 (L190167); umsókn um byggingarheimild; gróðurhús – viðbygging, geymsla – 2202024
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Jarðarberjaland ehf, móttekin 08.02.2022 um byggingarheimild til að byggja 153,6 m2 geymslu við gróðurhús á iðnaðar- og athafnalóðinni Lyngbraut 5 (L190167) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á gróðurhúsi með geymslu verður 2.592,6 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld hafa verið greidd.
 
13.    Minna-Fljót (L232804); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr – 2202037
Fyrir liggur umsókn Bent L.Fróðasonar fyrir hönd Þórðar J. Halldórssonar og Einars Þ. Einarssonar, móttekin 11.02.2022 um byggingarleyfi að byggja 232,2 m2 íbúðarhús með bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Minna-Fljót (L232804) í Bláskógabyggð.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 
14.    Syðri-Reykir lóð (L167461); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – vinnustofa – 2202041
Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Magnúsar D. Ingólfssonar, móttekin 14.02.2022 um byggingarheimild að byggja 42 m2 við sumarbústað og byggja 28,8 m2 geymslu/vinnustofu á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð (L167461) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 105 m2.
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.
 
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir

15.   Lindarbraut 4 (L227714); umsögn um rekstrarleyfi; hótel – 2201023
Móttekinn var tölvupóstur þann 11.01.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, hótel (A) frá Þórhalli Erni Hinrikssyni fyrir hönd Laugarvatn Gisting ehf., kt. 420321-1630, séreign 02-0101 skóli á viðskipta- og þjónustulóðinni Lindarbraut 4 (F250 3135) í Bláskógabyggð. Umsögn gildir einungis fyrir hluta af húsnæði skólans.
Byggingarfulltrúi leggst gegn útgáfu rekstrarleyfis þar sem umrætt húsnæði uppfyllir ekki núgildandi kröfur byggingarreglugerðar um aðgengi fyrir alla eins og fram kemur í greinagerð byggingarfulltrúa dags. 31.janúar 2022.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00