Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 29. ágúst 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 85

haldinn  að Laugarvatni, 29. ágúst 2018

og hófst hann kl. 13:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir Embættismaður og Guðmundur G. Þórisson Áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

Hrunamannahreppur – Almenn mál

1. Foss (L166746): Umsókn um byggingarleyfi: Vélaskemma – 1808033
Lögð er fram umsókn Hjörleifs Ólafssonar og Sigríðar Jónsdóttur dags. 24.07.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja vélageymslu 287,2 m2 á jörðinni Foss (L166746) í Hrunamannahreppi.

Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

2. Syðra-Langholt 1 land: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1609066
Móttekin er ný umsókn dags. 09.08.2018 frá Rafni Jónssyni þar sem sótt er um minniháttar breytingar á þegar samþykktum byggingaráformum. Sótt er um leyfi til að breyta gluggum og byggja sumarhús 78,7m2 úr límtrés-einingum að Syðra-Langholti 1 (L197479) í Hrunamannahreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012

3. Garðastígur 8B (L227202): Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1808057
Móttekin er umsókn GO fjárfesting ehf. dags. 09.07.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja starfsmannahús 86,2m2 á lóðinni Garðastígur 8B (L227202) í Hrunamannahreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012

 

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

4. Arnarhólsbraut 11 (169922): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1804032
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús.

Umsókn er synjað. Ekki hafa borist teikningar sem uppfylla kröfur byggingarreglugerðar.

5. Öldubyggð 8: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1706013
Lögð er fram ný umsókn Stefaníu Maríu Arnardóttur dags. 21.06.2018 móttekin 20.07.2018 nú sem byggingarleyfi til að byggja gestahús sem verður samtals 15,3 m2 á lóðinni Öldubyggð 8 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Umsókn er synjað þar sem vantar snyrti- og baðaðstöðu í húsið.

6. Þrastahólar 15 (L205946): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1808026
Lögð er fram umsókn Balázs András Györy og Péter Gergely Györy dags. 07.08.2018 móttekin 16.08.2018 um byggingarleyfi til að byggja timburhús utan um tvo 40 feta gáma og gera sumarhús á Þrastahólum 15 í Grímsnes- og Grafningshrepp

Umsókn er synjað, gögn samræmast ekki skipulagi.

7. Kiðjaberg lóð 18 (L168949): Umsókn um byggingarleyfi: Bílskúr og opin geymsla – 1808027
Lögð er fram umsókn Gunnars Þorlákssonar dags. 16.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja bílskúr og opna geymslu á sumarhúsalóðinni Kiðjaberg lóð 18 (L168949) í Grímsnes-og Grafningshr. Bílskúr 43,8m2 og opin geymsla 28,7m2.

Umsókn er synjað. Aðeins er heimilt að byggja 40 m2 aukahús á lóðinni.

 

8. Björk 2 (L201555): Umsókn um byggingarleyfi: Reiðskemma – 1808043
Móttekin er umsókn Ingibjörgu Harðardóttur og Björns Snorrasonar dags, 22.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja reiðskemmu 480,0m2 á jörðinni Björk 2 (L201555) í Grímnes- og Grafningshreppi.

Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

9. Stapi lóð 5 (203840): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1804065
Erindið sett að nýju fyrir fund með óverulegum breytingum. Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 162,4m2 á sumarhúsalóðinni Stapi lóð 5 í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012

 

10. Laugarimi 19 (L193525): Umsókn um takmarkað byggingarleyfi: Graftarleyfi – 1808059
Móttekin er umsókn Ágústs Jónasar Elíassonar dags. 27.08.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi til að hefja jarðvinnu á lóðinni Laugarima 19 (L193525) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

11. Sléttaból lóð 1: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma – 1801078
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarskemmu 164,3 fm2 og 747,5 m3

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

12. Búrfellsvirkjun (L166701): Tilkynningarskyld framkvæmd: Spennistöð – 1808042
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 22.08.2018 móttekin sama dag fyrir endurnýjun á spennustöð/rofahús um 14m2 á jörðinni Búrfellsvirkjun (L166701) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.

 

13. Hólabraut 5: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús og hesthús – 1708048
Lögð er fram ný umsókn með minniháttar breytingu á þegar samþykktum byggingaráformum (20.09.2017) frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur 22.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja hesthús 137,9 m2 og íbúð á tveimur hæðum ásamt sólstofu 125,7m2 að Hólabraut 5 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð verður 263,6m2

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

14. Eystra-Geldingaholt I (L166546): Umsókn um byggingarleyfi : Geymsla – 1806058
Lögð er fram ný umsókn Sigurðar Stefánssonar dags. 21.08.2018 móttekin 23.08.2018 um byggingarleyfi til að byggja skemmu 33m2 á jörðinni Eystra-Geldingaholt (L166546) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012

Bláskógabyggð – Almenn mál

15. Skólabraut 4 (L218984): Umsókn um byggingarleyfi: Veitingahús – breyting – 1808018
Lögð er fram umsókn Mika ehf. dags. 02.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta eldhúsi og steypa 84 m2 verönd á lóðinni Skólabraut 4 (L218984) í Bláskógabyggð

Samþykkt.

 

16. Brúarvirkjun stöðvarhús (L226637): Umsókn um byggingarleyfi: Stöðvarhús – breyting – 1808021
Lögð er fram umsókn HS Orku hf. dags. 11.07.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta samþykktum aðalteikningum á byggingu stöðvarhús, afgreiðslufundur 16.05.2018. Breytingin felst í að lækka húsið og stytta auk þess sem tilfærslan fer að hluta fyrir utan byggingarreit.

Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu.

 

17. Brattholt lóð (193452): Umsókn um byggingarleyfi: Þjónustuhús 3. áfangi – breyting – 1807027

Lögð er fram umsókn Svavars Njarðarssonar dags. 05.07.2018 móttekin 09.07.2018 um byggingarleyfi. Nú er sótt um breytingu á áður samþykktum byggingaráformum á 3. áfanga á þjónustuhúsi (samþykkt 19.07.2017), stiga er bætt við sem tilheyrir 2. áfanga, kjallari verður settur undir hluta á 3. áfanga og þaki er breytt á öllum áföngum 1,2 og 3, einnig er sótt um að setja sorpgerði og geymslur á jörðinni Brattholt lóð (193452) í Bláskógabyggð.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

18. Þrastarstekkur 5 (L170638): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1808035
Móttekin er umsókn Þorsteins Einarssonar dags. 01.08.2018 móttekin 09.08.2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með svefnlofti 76,4m2 á lóðinni Þrastarstekkur 5 í Bláskógabyggð.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

19. Heiðarbær lóð 222397: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla/gestahús – 1703033
Ný umsókn dags. 21.08.2018 frá Haraldi Erni Jónssyni þar sem sótt er um minniháttar breytingu á fyrri samþykkt. Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 100m2 í stað 96m2 og geymsla/gestahús 30m2 (óbreytt frá fyrri samþykkt) á lóðinni Heiðarbær lóð (222397) í Bláskógabyggð

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

Flóahreppur – Almenn mál

20. Skálmholt land C (L219650): Umsókn um byggingarleyfi: Skemma – 1808037
Móttekin er umsókn Friðriks J. Klausen og Aðalheiðar G. Guðmundsdóttur dags. 20.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja skemmu 144m2 á lóðinni Skálmholt land C (L219650) í Flóahreppi.

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

21. Mosató 3 hótel (L226133): Stöðuleyfi: Geymslugáma – 1808058
Móttekin er umsókn 360 gráður ehf. dags. 22.08.2018 móttekin sama dag um stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta geymslugáma á lóðinni Mosató 3 hótel (L225133) í Flóahreppi.

Umsókn um stöðuleyfi er synjað.

22. Krákumýri (224829): Umsókn um byggingarleyfi: Vélaskemma og hestaskýli – 1808014
Lögð er fram umsókn Ægis Sigurðssonar og Írisar Grétarsdóttur dags. 10.07.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja vélageymslu 57,3 m2 og hestaskýli 57,3 á lóðinni Krákumýri (L224829) í Flóahreppi

Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Ásahreppur – Umsagnir og vísanir

 

Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir

24. Garður (L166748): Umsögn um rekstrarleyfi – 1806082
Móttekinn var tölvupóstur þann 13.06.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Gamla Laugin ehf. kt. 670709 – 2130, fasteignanúmer F2203206, til sölu veitinga – Veitingastofa og greiðasala (C) í landi Garðs (L166748) í Hrunamannahreppi.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi til veitingusölu í fl. II, fjöldi gesta allt að 60 manns.

 

Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir

25. Selmýrarvegur 9 (L168407): Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1807018
Móttekinn var tölvupóstur þann 13.07.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga frá Rent ehf., kt. 260158 – 6199, fasteignanúmer F2343738, frístundahús ( G) – Selmýrarvegur 9, L168407 í Grímsnes- og Grafningshreppi

Byggingarfulltrúi synjar umsókn um rektrarleyfi í fl. II. í sumarhúsabyggð.

26. Stapi lóð 10 (L203845): Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1807020
Móttekinn var tölvupóstur þann 16.07.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Minnismerki ehf. kt. 590706-0430, fasteignanúmer F231676, gististaður án veitinga – frístundahús (G) í landi Efri-Brúar, Stapar lóð 10 (L203845) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingarfulltrúi synjar umsókn um rekstrarleyfi í fl. II. í sumarhúsabyggð.

27. Freyjustígur 14 (L206425): Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1807021
Móttekinn var tölvupóstur þann 16.07.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II frá Ásvöllum ehf. kt.630503-3020, fasteignanúmer F2315306, gististaður án veitinga – frístundahús (G) í landi Ásgarðs, Freyjustígur 14(L206425) í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Byggingarfulltrúi synjar umsókn um rektrarleyfi í fl. II. í sumarhúsabyggð.

Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir

23. Árbakki: Umsögn um rekstrarleyfi – 1710031
Móttekinn var tölvupóstur þann 12.10.2017 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. III, gististaður með veitingum – stærra gistiheimili (B)

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verði út rekstrarleyfi í fl. III. Gisting fyrir allt að 16 manns.

28. Bjarkarbraut 1 (L224443): Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1807017
Móttekinn var tölvupóstur þann 13.07.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá EMMA fasteignir ehf. kt.680414 – 0840, fasteignanúmer F2360086, gististaður án veitinga – Stærra gistiheimili(B) í landi Bjarkarbrautar 1, L224443 að Laugarvatni í Bláskógabyggð

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verð út rektrarleyfi í fl. II. Gisting fyrir allt að 18 manns.

29. Eiríksbraut 5 (L2238579: Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1807019
Móttekinn var tölvupóstur þann 13.07.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Stök gulrót ehf., kt. 440907 – 0910, fasteignanúmer F2357667, gististaður án veitinga – frístundahús (G) í landi Eiríksbrautar 5 (L223857) í Bláskógabyggð

Byggingarfulltrúi synjar umsókn um rekstrarleyfi í fl. II. í sumarhúsabyggð.

30. Skólabraut 4 (L218984): Umsögn um rekstrarleyfi – 1806085
Móttekinn var tölvupóstur þann 14.06.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II frá Mika ehf. kt. 471003 – 2390, fasteignanúmer F2321001, veitingahús (A) – Skólabraut 4, L1218984 í Bláskógabyggð

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að gefið verð út rekstrarleyfi til veitingu veitinga í fl. II, fjöldi gesta allt að 120 manns.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Davíð Sigurðsson
Rúnar Guðmundsson
Lilja Ómarsdóttir
Guðmundur G. Þórisson