Auglýsing sem birtist 14. apríl 2016

Aðalskipulagsmál

 Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

1. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, innan þéttbýlisins Laugarás. Stækkun verslunar- og þjónustusvæðis á lóð Iðufells. (Skipulagstillaga)

Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felst í að svæði fyrir verslun- og þjónustu á lóð Iðufells í Laugarási stækkar á kostnað íbúðarsvæðis. Ástæða breytingar er að fyrirhugað er að reisa nýtt hótel á svæðinu þar sem í gildandi skipulagi eru gert ráð fyrir íbúðarhúsalóðum.

 

Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar varðandi eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

2. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.

Á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar 7. apríl 2016 var samþykkt tillaga að breytingu á aðalskipulagi á um 7 ha svæði í landi Brekku. Tillagan var auglýst 7. janúar 2016 með athugasemdafresti til 19. febrúar. Athugasemd barst en að mati sveitarstjórnar gaf hún ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur aðalskipulagsbreytingin nú verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

3. Breyting á deiliskipulagi Norðurkots í Grímsnes- og Grafningshreppi sem nær til lóðarinnar Neðan-Sogsvegar 45. (Skipulagstillaga)

Í tillögunni felst að lóðin Neðan-Sogsvegar 45 skiptist í tvær lóðir sitt hvoru megin vegar sem fer í gegnum lóðina að lóðum 41 og 42. Eftir breytingu verður lóð 45 5.719 fm og lóð 45 a 5.887 fm. Afmarkaðir eru byggingarreitir á lóðunum en ekki eru gerðar breytingar á skilmálum svæðisins.

4. Deiliskipulag fyrir baðaðstöðu/náttúrulaug á jörðinni Hæðarendi í Grímsnes- og Grafningshreppi.  (Skipulagstillaga)

Í tillögunni felst að útbúa baðaðstöðu/náttúrulaug á svæði umhverfis núverandi fjárhús og hlöðu á jörðinni Hæðarendi, sunnan frístundabyggðar við Selhól.Gert er ráð fyrir að breyta núverandi húsum í þjónustubyggingu í tengslum við starfsemina auk þess sem heimilt verð að byggja allt að 900 fm til viðbótar. Aðgengi að svæðinu verður um núverandi veg frá Búrfellsvegi.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillaga nr. 1 er í kynningu frá 14. til 21. apríl 2016 en tillögur nr. 3 – 4 frá 14. apríl til 27. maí. Athugasemdir og ábendingar við tillögu nr. 1 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 21. apríl 2014 en 27. maí fyrir tillögur nr. 3 – 4. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is