Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 3. febrúar 2016

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-23. fundur  

haldinn Laugarvatn, 3. febrúar 2016

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi, Davíð Sigurðsson Embættismaður og Guðmundur Þórisson Áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

 

 

1.  

Hrunamannahreppur:

Garður 166748: Umsókn um byggingarleyfi: Búningsklefar/sundlaugarhús – stækkun – 1601013

Sótt er um leyfi til að byggja við sundlaugarskýli 277,2 ferm og 862,5 rúmm úr timbri á steinsteypta sökkla sem fyrir eru. Heildarstærð eftir stækkun er 514,8 ferm og 1.599 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
2.   Grund 166895: Umsókn um byggingarleyfi: Gistiheimili – 1602006
Sótt er um leyfi til að byggja gistiheimili með 6 herb. úr timbri 181 ferm og 695,5 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
 

3.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Klausturhólar 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1602005

Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús á tveimur hæðum úr timbri, 79,6 ferm og 118 rúmm. Heildarstærð verður 131,4 ferm og 258 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag af svæðinu.
 
4.   Grjóthólsbraut 16: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1601019
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 136 ferm og 335,9 rúmm úr steinsteypu.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

 

 

 
5.   Grímkelsstaðir 170865: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1510009
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 82,2 ferm og 311,5 rúmm úr timbri.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
 

6.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Búrfellsvirkjun 166701: Umsókn um byggingarleyfi: Vinnubúðir – 1602001

Sótt er um leyfi til að byggja vinnubúðir.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Umsókn er samþykkt með fyrirvara um að gögn tengd brunavörnum verði uppfyllt.
 
 

7.  

Bláskógabyggð:

Dynjandisvegur 26: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – breyting – 1602002

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 126 ferm og 403,2 rúmm úr timbri.
Frestað vegna athugasemda við teikningar.
 
8.   Sandá: Skrifstofu-, WC- og ljósavélagámar: Stöðuleyfi – 1601035
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 4 gáma.
Samþykkt að veita stöðuleyfi í samræmi við óskir umsækjanda til 1. maí 2016. Handhafi stöðuleyfis er ábyrgur fyrir því að gámaeiningarnar uppfylli öll ákvæði gildandi reglugerða er varða öryggi og hollustuhætti.
 
9.   Útey 1 lóð 58: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1601015
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
10.   Iða lóð 11: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging og geymsla – 1601017
Sótt er um leyfi fyrir þegar byggðri tengibyggingu og geymslu, stærð 98,9 ferm og 368,1 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 166,4 ferm og 588,1 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Það athugist að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Ekki er vitað um skráningu ábyrgðaraðila né verktryggingar á verkið. Framkvæmdin er öll á ábyrgð eiganda, sbr. 15. gr. mannvirkjalaga.
 
11.   Miðbrún 4: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1511075
Sótt er um leyfi til að byggja gesthús úr timbri, 38,7 ferm og 108,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
12.   Óbyggðir og afréttir: Almennt mál: Athugasemdir um umgengni – 1510057
Bréf frá Valtýri Valtýrssyni sveitarstjóra með bókun Byggðaráðs Bláskógabyggðar, dags. 21. september sl. þar sem bréf Þórðar Sigurjónssonar sumarhúsaeiganda á Skálabrekku 2 óskar eftir úrbótum á umgengni í óbyggðum og afréttum Bláskógabyggðar. Niðurstaða þeirra fundar var að senda umhverfisnefnd Bláskógabyggðar og byggingarfulltrúa Uppsveitanna til upplýsinga.
Byggingarfulltrúi hefur móttekið umrætt bréf Þórðar Sigurjónssonar.
 
 

13.  

Umsagnir um rekstarleyfi:

Félagslundur 165473: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1512035

Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II – gististaður og flokki III – veitingarstaður í Félagslundi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði endurnýjað rekstrarleyfi í fl. II-gististaður og fl. III-veitingastaður í Félagslundi.
 
14.   Þingborg 166286: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1512036
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II – gististaður og í flokki III – veitingarstaður í Þingborg.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði endurnýjað rekstrarleyfi í flokki II – gististaður og í flokki III – veitingarstaður í Þingborg.
 
15.   Þjórsárver 166407: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1512034
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki III – veitingarstaður í Félagsheimilinu Þjórsárveri.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði endurnýjað rekstrarleyfi í fl.III – veitingarstaður í Þjórsárveri.
 
16.   Miðdalskot 167643: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1509014
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II – gististaður/gistiskáli.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði veitt nýtt rekstrarleyfi vegna gistingar í flokki II -gististaður/gistiskáli, í Miðdalskoti.
 
17.   Laugarvatn, Menntaskóli 167844: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1602009
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi i fl. V, gististaður – hótel og í fl. III – veitingarhús í ML, Flugleiðahótel ehf.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði endurnýjað rekstrarleyfi í fl. V, gististaður-hótel og í fl.III-veitingahús, í Menntaskólanum á Laugarvatni.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00