22 jan Skipulagsnefnd fundur nr. 103 – 21. janúar 2016
Skipulagsnefnd – 103. fundur
haldinn Laugarvatn, 21. janúar 2016
og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Árni Eiríksson Aðalmaður, Björgvin Skafti Bjarnason Aðalmaður, Gunnar Þorgeirsson Formaður, Helgi Kjartansson Aðalmaður, Nanna Jónsdóttir Aðalmaður, Ragnar Magnússon Varaformaður, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
1. | Ásahreppur
Ásborg lnr. 220762, Ás 1 spilda 2 lnr. 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232: Deiliskipulag – 1508060 |
|
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 60 ha svæðis og þriggja spildna (Ásborg 220760, Ás 1 spilda 2 220760 og Ás 1 land 1 lnr. 175232). Á hverri spildu er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir íbúðarhús, bílskúr/gestahús og skemmu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Tillagan var kynnt frá 7. til 18. janúar 2016 og hafa engar athugasemdir eða ábendingar borist utan umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Óskað var eftir umsögnum frá Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands en þær hafa ekki borist. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. | ||
2. |
Grímsnes- og Grafningshreppur
Réttarháls 7: Nesjar: deiliskipulagsbreyting – 1601031 |
|
Lögð fram tillag að breytingu á deiliskipulagi Nesjaskógs í landi Nesja sem nær til lóðarinnar Réttarháls 7. Samkvæmt tillögunni er afmörkuð og hnitsett 5.000 fm lóð. Lóðin er í dag til í fasteignaskrá en er ekki inn á deiliskipulagi svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslsaga nr. 123/2010. | ||
3. | Rimahverfi: Frístundasvæði: Klausturhólar: Deiliskipulag – 1504035 | |
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. desember 2015 varðandi deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Rimahverfi úr landi Klausturhóla. Er þar bent á að setja þurfi skilmála um hámarksbyggingarmagn á stóru lóðunum í stað nýtingarhlutfalls auk þes sem setja þurfi skilmála um hámarkshæð aukahúsa. Að öðrum leyti er ekki gerð athugasemd við að auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins verði birt í B-deild stjórnartíðinda. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að gera þá breytingu á skilmálum að auk nýtingarhlutfalls verði gert ráð fyrir að hámarksstærð frístundahúsa verði 600 fm. Einnig að hámarkshæð aukahúsa megi vera sú sama og frístundahúsa. | ||
4. | Álfabyggð: Miðengi: Deiliskipulag – 1512045 | |
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Miðengis. Svæðið er um 48 ha að stærð og er í aðalskipulagi merkt F21a og að hluta 21b, með aðkomu frá Bústjórabraut. Í deiliskipulaginu er afmarkaðar 56 lóðir á bilinu 5.611 fm til 11.350 fm. Fyrir liggur umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. júní 2014 auk þess sem nú liggur fyrir úttekt Fornleifastofnunar á svæðinu. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsnefndar 7. janúar þar til umsögn Minjastofnunar lægi fyrir. Sú umsögn hefur nú borist og er þar ekki gerð athugasemd við deiliskipulagið. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
5. | Þóroddsstaðir lóð 4: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1601006 | |
Sótt hefur verið um leyfi fyrir 23,9 fm gestahús úr timbri og verður húsið flutt á staðinn. Gildandi skilmálar svæðisins gera þó eingöngu ráð fyrir að heimilt sé að vera með 10 fm geymslu. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að skilmálum hverfisins verði breytt til samræmis við önnur hverfi í sveitarfélaginu, þ.e. að nýtingarhlutfall verði 0.03 og að stærð aukahúsi megi vera allt að 40 fm. | ||
6. | Úlfljótsvatn: Deiliskipulag – 1601022 | |
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulags fyrir Úlfljótsvatn sem er í eigu Skógræktarinnar og Skáta. Í gildi er deiliskipulag sem nær til um 2,5 ha svæðis við Útilífsmiðstöð Skáta og fellur það úr gildi með gildistöku nýs skipulags. | ||
Ekki er gerð athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og er mælt með að sveitarstjórn samþykki að kynna hana skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
7. |
Flóahreppur
Egilsstaðir I: Ferðaþjónustusvæði: Deiliskipulag – 1504017 |
|
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. janúar 2016 varðandi deiliskipulag sem nær til jarðarinnar Egilsstaðir 1. Gerð er athugasemd við að ekki sé gerð grein fyrir hámarksstærð og hámarkshæð allra fyrirhugaðra bygginga, að gera þurfi grein fyrir núverandi byggingum og að gera þurfi grein fyrir umhverfisháhrifum deiliskipulagsins. Fyrir liggur lagfærður uppdráttur þar sem gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið að nýju með breytingum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. | ||
8. | Egilsstaðir lóð 196512: Aðalskipulagsbreyting – 1511084 | |
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi á spildu úr landi Egilsstaða. Í breytingunni felst að um 10 ha svæði breytist úr frístundabyggð í landbúnaðarsvæði þar sem fyrirhugað er að stofna nýtt lögbýli á spildunni þar sem byggt verður íbúðarhús auk . Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt 7. – 18. janúar og hafa engar athugasemdir borist. | ||
Skipulagsnefnd mælir með aðalskipulagsbreytingin verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með fyrirvara um umsögn Skipulagsstofnunar. | ||
9. | Laugardælur: Golfvöllur Selfoss við Svarfhólsvöll: Aðalskipulagsbreyting – 1601028 | |
Lagt fram bréf Ástu Stefánsdóttur f.h. Sveitarfélagsins Árborgar þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Flóahrepps á því svæði sem ætlað er til að nota fyrir golfvöll við Svarfhól. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins og mælir með að útbúin verði lýsing í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í samráði við Sveitarfélagið Árborg og Golfklúbb Selfoss. | ||
10. | Hrafnshagi: Arabær: Deiliskipulag – 1601030 | |
Lagt fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir lögbýlið Hrafnshaga úr landi Arabæjar. Deiliskipulagið var auglýst árið 2014 en ekki náðist að koma því í gildi innan árs frá því að athugasemdafrestur rann út og því þarf að auglýsa deiliskipulagið að nýju. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagið að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
11. | Hnaus II: Gistiskálar fyrir ferðaþjónustu: Deiliskipulag – 1601033 | |
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 1,38 ha svæðis á jörðinni Hnaus 2 þar sem fyrirhugað er að reisa allt að sjö 65 fm gistiskála fyrir ferðaþjónustu. Svæðið er í aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarsvæði. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagið verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að kynna lýsingu skv. 3. mgr. 40. gr. laganna þar sem uppbyggingin er í samræmi við forsendur og ákvæði aðalskipulags um landbúnarsvæði. | ||
12. |
Bláskógabyggð
Hverabraut 1: Laugarvatn: Deiliskipulagsbreyting – 1504049 |
|
Lögð fram að lokinni kynningu lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem kynnt var 3. september 2015. Tvær athugasemdir bárust á kynningartíma og var óskað eftir viðbrögðum umsækjenda áður en haldið yrði áfram með málið. Nú liggja fyrir svör Odds Hermannssonar f.h. Fontana. Að auki liggja fyrir umsagnir Umhverfisstofnunar og Skipulagsstofnunar. | ||
Skipulagsnefnd telur að áður en hægt er að taka afstöðu til þess hvort að færa eigi göngustíg frá vatni þurfi umsækjandi að leggja fram þær hugmyndir sem eru um uppbyggingu á lóðinni sem fela það í sér að ekki er æskilegt að vera með umferð gangandi meðfram vatnsbakkanum. Einnig þarf að sýna fram á hvernig útfærsla verður á göngustíg ofan við Fontana. | ||
13. | Einiholt 1 lnr. 167081: Sumarhús og bílskýli: Fyrirspurn – 1601020 | |
Lögð fram fyrirspurn dags. 13. janúar 2016 um hvort að heimilt verði að reisa hús og bílskýli á jörðinni Einiholt 1 í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt. | ||
Að mati skipulagsnefndar samræmist bygging íbúðarhúss á þessum stað aðalskipulagi sveitarfélagsins en telur að deiliskipulag sé forsenda útgáfu byggingarleyfis. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sem byggir á fyrirliggjandi gögnum. | ||
14. | Einiholt 1 lnr. 167081: Ný 1,26 ha lóð: Stofnun lóðar – 1601029 | |
Lögð fram umsókn um stofnun 1,26 ha spildu úr landi Einiholts 1 lnr. 167081. Innan spildunnar er 135,3 fm fjárhús. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu lóðarmarka. | ||
15. | Sandá: Skrifstofu-, WC- og ljósavélagámar: Stöðuleyfi – 1601035 | |
Lögð fram umsókn Skálpa ehf. Mountaineers of iceland um stöðuleyfi fyrir 3 skrifstofugámum, 1 klósettgám og 1 gám fyrir ljósavél við gangnamannahúsið við Sandá. Óskað er eftir leyfi til 1. apríl 2016. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi veiti stöðuleyfi í samræmi við ofangreinda umsókn. | ||
16. | Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Réttarholt (A) lnr. 166587: Breyting á notkun húsnæðis í íbúðarhús: Fyrirspurn – 1601021 |
|
Lögð fram fyrirspurn dags. 14. janúar 2016 um hvort að heimilt verði að breyta núverandi útihúsi á landinu Réttarholt A lnr. 166587 í íbúðarhús. Landið liggur upp að þéttbýlinu Árnes. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að húsinu verði breytt í íbúðarhús með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar til samræmis við kröfur byggingarreglugerðar um íbúðarhús. | ||
17. | Búrfellsvirkjun: Stækkun virkjunar: Framkvæmdaleyfi – 1601024 | |
Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 14. janúar 2016 um framkvæmdaleyfi fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar ásamt fylgigögnum m.a. virkjanleyfi Orkustofnunar, heimild Forsætisráðuneytisins til nýtingar lands innan þjóðlenda, drög að efnistökuáætlun ásamt deiliskipulagi eins og það var samþykkt af sveitarstjórn. | ||
Þar sem umsókn um framkvæmdaleyfi er í samræmi við samþykkt deiliskipulag svæðisins gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir stækkun Búrfellsvirkjunar í samræmi við fyrirliggjandi umsókn, með fyrirvara um formlega gildistöku deiliskipulagsins. Áður en framkvæmdaleyfið er formlega gefið út þarf að liggja fyrir samkomulag milli framkvæmdaraðila og sveitarfélagsins hvernig staðið verði að eftirliti með framkvæmdum. | ||
18. | Hraunvellir: Ólafsvellir: Aðalskipulagsbreyting – 1508074 | |
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir verslun- og þjónustu á lögbýlinu Hraunvellir þar sem fyrirhuguð er uppbygging gistiþjónustu fyrir ferðamenn. | ||
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
19. |
Hrunamannahreppur
Holtabyggð: Syðra-Langholt IV: Deiliskipulagsbreyting – 1601023 |
|
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Holtabyggð úr landi Syðra-Langholts 4. Breytingin nær til lóða 501-503, 220-222, 401-406 og 301-302. Almennt er verið að stækka byggingarreiti auk þess sem verið er að skipta upp lóðum 501, 502 og 503 og lagfæra önnur lóðarmörk. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að óskað verði eftir undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar vegna fjarlægðar frá tengivegi á lóð 501 B. | ||
20. |
Öll sveitarfélög
Alifugla-, svína- og loðdýrabú: Fjarlægð bygginga að lóðamörkum – 1512039 |
|
Rætt um hvaða kröfur gera þurfi til deiliskipulags fyrir starfsemi sem fylgja kvaðir um fjarlægðarmörk. | ||
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna að gátlista um þau atriði sem fjalla þarf um í deiliskipulagi fyrir slíka starfsemi í samráði við Skipulagsstofnun. | ||
21. | Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 16-22 – 1601005F | |
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 13. janúar 2016. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12