Skipulagsnefndarfundur nr. 297. dags. 26. febrúar 2025

 

Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 26. febrúar 2025 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Dagskrá: 

       Ásahreppur:
1.   Ás 1 L165257; Ás 1 spilda 1 L220759; Sameining landeigna og breytt stærð – 2502063
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 02.02.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar sameiningu landeigna. Óskað er eftir að sameina Ás 1 spildu 1 L220759 við jörðina Ás 1 L165257 sem verður 41,9 ha eftir sameiningu skv. meðfylgjandi merkjalýsingu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðanna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki erindið.
Bláskógabyggð:
 2.   Kolgrafarhólsvegur 11 (L167664); byggingarheimild; sumarhús – 2501083
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Móttekin var umsókn þann 30.01.2025 um byggingarheimild fyrir 59 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Kolgrafarhólsvegur 11 L167664 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
3.   Kvistalundur 8 L170459; Kvistalundur 10 L208476; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2502061
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Veiðilundar, frístundabyggðar í landi Miðfells. Í breytingunni felst að lóðirnar Kvistalundur 8 L170459 og Kvistalundur 10 L208476 verða sameinaðar í eina lóð að stærð 4.400 m2. Byggingarreitir lóðanna verða sameinaðir og samanlagt nýtingarhlutfall lóðanna helst óbreytt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem fyrir liggur samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða fyrir breytingunni er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
4.   Laugarvatn L167638; Traustatún og Guststún; Deiliskipulagsbreyting – 2502062
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þéttbýlisins að Laugarvatni, nánar tiltekið lóðir við Traustatún, Herutún, Fáfnistún og Guststún. Komið hefur í ljós að vegna jarðvegsaðstæðna á hluta svæðisins þá eru lóðir ekki byggingarhæfar. Lóðir við Guststún og Fáfnistún eru því felldar út og gerð breyting á nokkrum lóðum við Traustatún og Herutún til að nýta landið undir byggingar, eftir því sem hægt er. Lóð við Garðstún 2 er stækkuð lítillega. Stærð skipulagssvæðis er 3,1 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
5.   Skálholtsvegur 1, L167389; Borun eftir köldu vatni; Framkvæmdarleyfi – 2502084
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til borunar eftir köldu vatni á lóð Skálholtsvegar 1 í tengslum við uppbyggingu Árbaðanna í Laugarási. Í framkvæmdinni felst borun á allt að þremur holum innan lóðar. Vatnið er ætlað til uppblöndunar á heitu vatni við inndælingu í baðlónið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins sem framkvæmdin tekur til en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
6.   Lækjartún 1 L237691; Aukið nýtingarhlutfall; Deiliskipulagsbreyting – 2502048
Lögð er fram umsókn um óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Lækjartúns 1 innan þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst að óskað eftir að auka leyfilegt nýtingarhlutfall úr 0,35 í 0,38. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða beiðni um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
7.   Vaðnesvegur 8E (L169734); byggingarheimild; sumarhús – 2502020
Móttekin var umsókn þann 07.02.2025 um byggingarheimild fyrir nýju 106 m2 sumarhúsi í staðinn fyrir sumarhús mhl 01, 70 m2 sem verður rifið á sumarbústaðalandinu Vaðnesvegur 8E L169734, fasteignanúmer 2208332 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis þar sem segir að sveitarstjórn sé heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Fyrir er hús á staðnum sem verður rifið og telur nefndin því ljóst að grenndaráhrif vegna framkvæmdarinar séu ekki til staðar. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
8.   Hestur lóð 17 (L168530); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2502031
Móttekin var umsókn þann 06.02.2025 um byggingarheimild fyrir 20 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 17 L168530 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 63,5 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
9.   Kerið 1 L172724; Skilmálabreytingar, lóðabreytingar og breytt byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2502055
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Kersins 1 L172724 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að lóð nr. 2 er felld niður og stærð og staðsetning lóða nr. 1 og 3 breytist. Einnig breytist og stækkar byggingarreitur á lóð nr. 1. Byggingamagn á lóð nr. 1 eykst um 250 m2, úr 1.000 m2 í 1.250 m2. Hámarkshæð byggingar hækkar úr 6 m í 8,5 m.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
10.   Krókur land L219678; Breytt landnotkun; Fyrirspurn – 2502054
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Krók land L219678 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir óverulegri breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Eigandi Króks lands L219678 hyggst sækja um stofnun lögbýlis á jörð sinni en við skoðun á skipulagsáætlun sem gilda um landið og skráningu þess hjá HMS hefur hins vegar komið í ljós ósamræmi í skráðri landnotkun. Óskað er eftir því að þessu verði breytt þannig að landið verði skilgreint að öllu leyti sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi.
Landið sem um ræðir er um 19,4 ha að stærð og lendir að mestu innan óbyggðs svæðis samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps, hluti landsins fellur þó innan landbúnaðarsvæðis auk þess sem hluti þess lendir innan deiliskipulags upprunajarðarinnar L170822. Innan deiliskipulags er landið að hluta til skilgreint sem golfvöllur auk þess sem skilgreindar virðast heimildir fyrir frístundalóðum á svæðinu sem skarast inn á viðkomandi landeign. Núverandi landeigandi virðist eignast landið árið 2021 og gerir skipulagsnefnd ráð fyrir því að við kaupin á landinu hafi viðkomandi kynnt sér skipulagslega stöðu landsins. Hins vegar telur nefndin ljóst að við heildarendurskoðun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps hafi mátt vera eðlilegt að horfa til skráningar lóðarinnar innan skráningarkerfa HMS þar sem lóðin er skráð íbúðarhúsalóð og innan hennar íbúðarhús. Að mati nefndarinnar hefði verið æskilegt að landið væri innan landnotkunarflokks landbúnaðarlands, eða að öðrum kosti væri það skilgreint sem íþróttasvæði í ljósi þess að samkvæmt deiliskipulagi er það að mestu skilgreint sem golfvöllur. Á grundvelli framlagðrar beiðni er þó ljóst að landeigandi hefur ekki í hug að byggja upp golfvöll innan svæðisins. Beinir skipulagsnefnd því til sveitarstjórnar að meta hvort æskilegt sé að sveitarfélagið annist gerð aðalskipulagsbreytingar í takt við framlagða fyrirspurn og hvort skilgreining landnotkunar landsins hafi verið rangt skilgreint innan heildarendurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins. Nefndin vísar því jafnframt til málsaðila að hafa samráð við landeigenda upprunalands varðandi deiliskipulag frístundabyggðar og golfvallar á svæðinu m.t.t. breytingar á deiliskipulagi í takt við raunverulega notkun og væntingar um notkun svæðisins.
11.   Brúnavegur 4 L168343 í landi Ásgarðs; Gisting flokkur I og II; Deiliskipulagsbreyting – 2412006
Lögð er fram, eftir auglýsingu, umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins. Athugasemdir bárust á auglýsingartíma og verða þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Á grundvelli þeirra andmæla sem bárust við kynningu deiliskipulagsbreytingar mælist skipulagsnefnd UTU til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að tillögunni verði synjað eftir kynningu.
12.   Hæðarendi lóð L168825; Athafnasvæði; Deiliskipulag – 2409031
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags, eftir auglýsingu, sem tekur til iðnaðarsvæðis I11 í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi. Á svæðinu fer fram vinnsla á kolsýru/koltvísýring úr vatni sem dælt er upp úr borholum í nágrenninu. Skipulagssvæðið tekur til lóðar með staðfang og landeignarnúmer samkvæmt fasteignaskrá: Hæðarendi lóð L168825. Stærð lóðar/skipulagssvæðis er 5.010 m². Aðkoma er til staðar af Búrfellsvegi (351). Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum. Einnig eru lagðar fram niðurstöður sýnatöku úr affalsvatni sem framkvæmd var í desember sl.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og samantektar andsvara frá umsækjanda. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
13.   Villingavatn bátaskýli L237203; Bátaskýli; Deiliskipulag – 2408067
Lögð er fram, eftir auglýsingu, tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til skilgreiningar á byggingarheimildum fyrir geymsluhúsnæði/skemmu á lóð Villingavatns bátaskýli L237203. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Þar sem eigendaskipti áttu sér stað á jörðinni Villingavatni eftir að skipulagið fór í auglýsingu er að mati skipulagsnefndar UTU eðlilegt að leitað verði umsagna til nýs eigenda jarðarinnar um framlagt deiliskipulag. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað og leitað verði umsagnar nýs landeiganda Villingavatns L170831 við skipulagstillöguna fyrir gildistöku hennar.
14.   Vaðholt 2 L219744; Skilgreining landsvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2502068
Lögð er fram tillaga em tekur til misræmis á milli skilmála gildandi deiliskipulags fyrir Vaðholt 2 L219744 og skilgreindrar landnotkunar samkv. aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps. Samkvæmt breytingu á deiliskipulagi sem gerð var 2014 er gert ráð fyrir að lóðin sé landbúnaðarlóð þar sem ráðgert er að heimilt verði að stofna lögbýli. Samhliða var unnin óveruleg breyting á aðalskipulagi þar sem viðkomandi svæði var breytt úr frístundasvæði í landbúnaðarland. Við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins lendir lóðin aftur innan frístundasvæðis þrátt fyrir viðkomandi breytingar og gildandi deiliskipulag.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar.
15.   Hraunbraut 1 L213339 og Skólabraut 8 L194470; Breytt skilgreining, stækkun lóðar og aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2502069
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Hraunbrautar 1 og Skólabrautar 8 innan þéttbýlisins að Borg. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits umhverfis Skólabraut 8 og að lóð Hraunbrautar 1 er breytt úr lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir raðhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
16.  Brjánsstaðir land 1 L200776; Fjölgun lóða og þjónustulóð; Deiliskipulagsbreyting – 2411045
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Brjánsstaða lands 1 L200776. Málinu var frestað á 292. fundi skipulagsnefndar og er nú lagt fram að nýju með uppfærðum gögnum. Í tillögunni felst að lóðum verði fjölgað um tvær innan deiliskipulagssvæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
  17.     Efri-Brú Kvíanes lóð 1 (Kvíaból) L198858; Kvíanes og Kvíar; Stofnun lóða og breytt heiti – 2502067
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 19.02.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar skiptingu landeignar í 3 landeignir. Óskað er eftir að stofna annars vegar 26.414,2 fm lóð, Kvíanes, og hins vegar 27.952,7 fm lóð, Kvíar, úr landi Efri-Brú Kvíanes lóð 1 sem verður 29.633,1 fm eftir skiptingu. Jafnframt er óskað eftir að upprunalandið fá heitið Kvíaból í stað Efri-Brú Kvíanes lóð 1.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun landeigna skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
Hrunamannahreppur:
18.   Iðjuslóð að Flúðum; Iðnaðar- og athafnasvæði AT2; Deiliskipulagsbreyting – 2502083
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til iðnaðar- og athafnasvæðis AT2 innan þéttbýlisins á Flúðum. Breytingin felur í sér breyttar lóðarstærðir, fyrirkomulag bílastæða, fækkun lóða og stækkun beygjuradíusa í götum v/langra ökutækja með tengivagn. Stærð heildarsvæðisins helst óbreytt.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
 19.   Klettar L166589; Klettar 4; Stofnun lóðar – 2502018
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 01.02.2025, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 10.632,53 fm landeign, Klettar 4, úr landi Kletta L166589. Innan lóðarinnar er gistihús, starfsmannaíbúð og geymsla.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins.
20.   Vorhús L233199; Skilgreining lands, íbúðarhús, skemma og gestahús; Lögbýli; Deiliskipulag – 2502050
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til jarðarinnar Vorhús L233199 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jörðin er 2,8 ha að stærð og á svæðinu eru engin mannvirki. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að reisa þar íbúðarhús, skemmu/geymslu og gestahús. Í deiliskipulaginu eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarheimildir innan þeirra.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahreps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Eigendum aðliggjandi landeigna verði kynnt tillagan sérstaklega.
21.   Malarbraut 4 L234683 og 6 L234684, Brautarholti; Sameina byggingarreiti; Deiliskipulag – 2502065
Lögð er fram beiðni um deiliskipulagsbreytingu sem tekur til Malarbrautar 4-6 í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að lóðirnar Malarbraut 4 og 6 eru sameinaðar í eina lóð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að ekki verði gerð athugasemd við beiðni um breytt skipulag í formi sameiningar lóða Malarbrautar 4-6 í Brautarholti og samhliða að einn byggingarreitur taki til lóðarinnar í heild. Mælist nefndin til þess að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
22.   Hvammsvirkjun; Efnistökusvæði E26, aukin heimild; Aðalskipulagsbreyting – 2501068
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar auknar heimildir fyrir efnistöku úr námu E26 á aðal- og deiliskipulagsáætlana. Samkvæmt núverandi stefnumörkun er gert ráð fyrir allt að 500.000 m3 efnistöku sem verður 950.000 m3 eftir breytingu. Efnið verður fengið innan framkvæmdasvæðis Hvammsvirkjunar sem styttir efnisflutninga verulega og minni akstur eykur umferðaröryggi. Efnið verður jafnframt tekið af svæði sem búið er að heimila að raska með því að sökkva því undir inntakslón Hvammsvirkjunar. Efnistökusvæðin verða því lítt sýnileg að framkvæmdum loknum svo engin breyting verður á ásýndaráhrifum frá því sem búið er að heimila. Framkvæmdaraðili telur ólíklegt að finna aðra valkosti í nágrenninu sem bjóða upp á sama efnismagn með minni umhverfisáhrif. Aðgengi að efnistökusvæðunum er gott og eru skipulagðir vegir eða vinnuvegir að þeim. Efnistökusvæðin munu leggjast af eftir að Hvammslón verður tekið í notkun. Samhliða eru mörk á milli sveitarfélaga samræmd.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
23.  Árnes, Hamragerði 10, 12 og 14; einbýli í raðhús; Deiliskipulagsbreyting – 2502071
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóða Hamragerðis 10, 12 og 14 í Árnesi. Í breytingunni felst að notkun lóðanna er breytt úr einbýlishúsalóðum í raðhúsalóðir, nýtingarhlutfall par- og raðhúsalóða við Hamragerði verður 0,4, bílastæðum fjölgar, göngustígur milli Hamragerðis 10 og 12 fellur út og lóð Hamragerðis 10 stækkar örlítið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum við Hamragerði og Heiðargerði.
24.  Kílhraunsvegur 1-56; Frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting – 2403054
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Kílhraunsvegar 1-56 eftir kynningu. Í breytingunni felst að skilgreindu frístundasvæði er breytt í íbúðarsvæði. Samhliða er unnin breyting á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi og verði auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu sem tekur til svæðisins.
25.   Réttarholt L166586 Árnesi; Stækkun skólalóðar og byggingarreits og afmörkun fyrir rofahús; Deiliskipulagsbreyting – 2502070
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur lóðar Skólabrautar 2, Þjórsárskóla. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits umhverfis skóla og íþróttahús. Jafnframt er skilgreind lóð fyrir rofahús rafveitu sunnan skólalóðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
 

26.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-221 – 2502004F

Lögð er fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-221.

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45