Skipulagsauglýsing birt 27. febrúar 2025

AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL

Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:

  1. Stóra-Ármót L166274; Stækkun íbúðarbyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2408030

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar 2025 að auglýsa aðalskipulagsbreytingu vegna aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029. Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Stóra-Ármóts L166274. Áætlað er að stækka 9 ha íbúðarbyggð um 4 ha og fjölga lóðum úr 7 í 10, um 1,3 ha hver lóð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi. Landbúnaðarland minnkar sem nemur breytingunni. Nýtt deiliskipulag er auglýst samhliða breytingu aðalskipulags.

GREINARGERÐ

  1. Böðmóðsstaðir; Bjarkarhöfði L167731; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2405092

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025, breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Bjarkarhöfða til auglýsingar. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist í landbúnaðarsvæði í takt við skráningu landsins í lögbýlaskrá.

GREINARGERÐ

  1. Holtamannaafréttur; Búðarháls; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2405016

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2025 að auglýsa breytingu aðalskipulags sem tekur til efnistökusvæðis á austanverðum Búðarhálsi, milli Tungnaár og vegarins að Sporðöldustíflu. Efnistökusvæðið er á gildandi deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar, merkt E8. Stærð námu verði 2,3 ha og heimiluð efnistaka allt að 49.000 m3.

GREINARGERÐ

  1. Reykir L166491; Breytt landnotkun, skógrækt í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2311057

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 breytingar á aðalskipulagi er varðar hluta skógræktarsvæðis í landi Reykja L166491 til auglýsingar. Í breytingunni felst að um 6 ha hluti skógræktarsvæðis breytist í frístundasvæði. Skipulagsstofnun lagði fram ábendingar og athugasemdir við tillöguna sem eru lagðar fram samhliða auglýsingu tillögunnar.

GREINARGERÐ

  1. Minna-Mosfell L168262; Breytt landnotkun; Náma; Aðalskipulagsbreyting – 2410017

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 að auglýsa tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Minna-Mosfells.  Með breytingunni er skilgreint efnistökusvæði innan lands Minna-Mosfells vegna efnistöku til eigin nota innan jarðarinnar, allt að 49.900 rúmmetra.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

  1. Lindarbær 2 L176386; Íbúðarhús, gestahús og skemma-útihús; Deiliskipulag – 2501082

Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. febrúar 2025, að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Lindarbæjar 2 L176386 í Ásahreppi. Jörðin hefur verið í eyði um árabil og engar byggingar eru á henni. Markmið eigenda jarðarinnar er að byggja íbúðarhús, útihús og gestahús, vera með fasta búsetu og nýta jörðina. Í deiliskipulaginu felst að heimilt er að byggja upp til fastrar búsetu, vera með landbúnaðarstarfsemi og mannvirki fyrir minniháttar ferðaþjónustu. Deiliskipulagið nær yfir 1 ha af jörðinni.

UPPDRÁTTUR

GREINARGERÐ

  1. Stóra-Ármót L166274; Ármótsflöt 10, 12 og 14; Íbúðarhúsalóðir; Deiliskipulag – 2412031

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar auglýsingu deiliskipulags sem tekur til um 4,5 ha landspildu úr landi Stóra-Ármóts L166274 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru þrjár nýjar íbúðarlóðir og byggingarreitir innan þeirra, Ármótsflöt 10, Ármótsflöt 12 og Ármótsflöt 14. Á lóðunum er heimilt að byggja íbúðarhús og hesthús/skemmu. Aðkoma að nýju lóðunum er af Hallandavegi 2 og um nýja aðkomuvegi. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi.

UPPDRÁTTUR

  1. Reykir L166491; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2411063

Sveitarfélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 að auglýsa nýtt deiliskipulag sem tekur til Reykja L166491 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar verða fjórar frístundalóðir austast í landinu sem liggja að Sandlæk. Aðalskipulagsbreyting er lögð fram samhliða deiliskipulagstillögunni.

UPPDRÁTTUR

  1. Minna-Mosfell L168262; Efnistökusvæði og landbúnaðarlóðir; Deiliskipulag – 2412016

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Minna-Mosfells L168262. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda fyrir uppbyggingu á tveimur landbúnaðarlóðum auk þess sem efnistökusvæði er skilgreint í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða deiliskipulagi þessu.

UPPDRÁTTUR

  1. Minna-Mosfell L168262; Öldusteinstún – frístundabyggð; Deiliskipulag – 2410081

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. febrúar 2025 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til Minna-Mosfells, hluta frístundasvæðis F82. Um er að ræða 1. áfanga af fjórum innan skipulagssvæðisins. Gert er ráð fyrir skilgreiningu á 21 lóð í fyrsta áfanga á bilinu 7.234 – 15.797 fm að stærð. Innan hverrar lóðar er gert ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi auk þess sem heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingareits og hámarksnýtingarhlutfalls 0,03.

UPPDRÁTTUR

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna https://www.asahreppur.is/, https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.gogg.is/ , https://www.floahreppur.is/ , https://www.skeidgnup.is/ .

Öll mál innan auglýsingar er skipulagsmál í auglýsingu frá 27. febrúar 2025 með athugasemdarfresti til og með 11. apríl 2025.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.

Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita