07 jan Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 11. nóvember 2015
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-18. fundur
haldinn Laugarvatn, 11. nóvember 2015
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson Byggingarfulltrúi, Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi, Davíð Sigurðsson , Rúnar Guðmundsson og Guðmundur Þórisson
Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Hrunamannahreppur
Mýrarstígur 3: Umsókn um byggingarleyfi: Garðávaxtageymsla – 1509077 |
|
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, garðávaxtageymsla 350 ferm og 1.898,8 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
2. | Mýrarstígur 3: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1507019 | |
Sótt er um að byggja starfsmannahús úr timbri 96,1 ferm og 333,2 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á túlkun skipulagsnefndar á byggingarskilmálum. | ||
3. | Mýrarstígur 5: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1511022 | |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir sumarhús 43 ferm. Húsið verður flutt frá Kiðjabergi 3, Grímsnes- og Grafningshreppi og sett á steyptar undirstöður. | ||
Samþykkt stöðuleyfi til 30. okt. 2016. Óheimilt er að taka húsið til notkunar nema byggingarleyfi liggi fyrir. | ||
4. | Reykjaból lóð 13 167011: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506020 | |
Sótt er um að byggja sumarhús úr timbri stærð 81,6 ferm og 275,3 rúmm og rífa niður það sem fyrir er, byggt árið 1975 47,4 ferm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Grenndarkynningu er lokið, engar athugasemdir bárust. | ||
5. |
Grímsnes- og Grafningshreppur
Lyngbrekka 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1511021 |
|
Sótt er um að flytja sumarhús frá (Gjábakkalandi 5), Bláskógabyggð að Lyngbrekku 2. Húsið er byggt 1968 og er 52,3 ferm sem síðan verður byggt við 53,3 ferm. Heildarstærð verður 105,6 ferm og 364,9 rúmm. | ||
Frestað í samræmi við athugasemdir sem sendar eru hönnuði. | ||
6. | Skyggnisbraut 2B: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1511018 | |
Granni 20131048-5020. Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 175,5 ferm og 501,2 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 295,5 ferm og 831,2 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Vísað er í bókun skipulagsnefndar frá 31.10.2013. | ||
7. |
Bláskógabyggð
Geldingafell við Bláfellsháls: Stöðuleyfi: Endurnýjun – 1506064 |
|
Sótt er um endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gallageymslu og aðstöðu fyrir starfsmenn. | ||
Samþykkt stöðuleyfi í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 25.06.2015. Stöðuleyfi er veitt til 30. okt. 2016 | ||
8. | Bæjarholtsbrekka 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1511020 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús á tveimur hæðum 232,5 ferm og 754,9 rúmm. Sökkull, kjallari og milliplata eru úr járnbentri steinsteypu og aðalhæð úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
9. | Efsti-Dalur lóð 37: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1511016 | |
Granni 20140564-5441. Viðbygging 49,1 ferm við áður byggt sumarhús, samþykkt byggingaráform 28/05 2014, heildarstærð 87,4 ferm. Breyting á máli, heildarstærð eftir stækkun verði 94,6 ferm og 326,8 rúmm. Stækkun um 7,2 ferm og 24,9 rúmm. | ||
Umsókn um breytingu á byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. | ||
10. | Lækjarbraut 9: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús-viðbygging – 1506076 | |
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús í þremur áföngum, 1 áfangi verður byggður 2015 og áfangi 2 og 3 eru áætlaðir árið 2016 og 2017. Heildarstærð eftir stækkun er 153,4 ferm og 492 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Grenndarkynningu er lokið og bárust engar athugasemdir. | ||
11. |
Flóahreppur
Egilsstaðir 1: Stöðuleyfi: Gámar – 1511023 |
|
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo 20 feta gáma til notkunar sem starfsaðstöðu fyrir starfsmenn og ferðamenn. | ||
Samþykkt stöðuleyfi til 30. okt. 2016 í samræmi við umsókn umsækjanda. | ||
12. | Ferjunes 2 land 2: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – viðbygging – 1508046 | |
Sótt er um að byggja við geymslu 51,5 ferm og 153,2 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 147,5 ferm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Grenndarkynningu er lokið og bárust engar athugaemdir. | ||
13. | Lækur 166266: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús – 1509076 | |
Sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð úr timbri 210 ferm og 816,6 rúmm í stað húss sem hefur verið rifið. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Fyrir liggur staðfesting sveitarstjórnar á að fallið skuli frá grenndakynningu. | ||
14. |
Umsagnir um rekstrarleyfi
Herrukot: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1511019 |
|
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II, gististaður – íbúðir | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir gististað í fl. II. Bent er á að umrætt hús er íbúðarhús en ekki sumarhús eins og fram kemur í umsagnarbeiðni. | ||
15. | Sólheimar 168279: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1510023 | |
Umsögn um endurnýjun rekstrarleyfis í flokki II – veitingarstaður í Vigdísarhúsi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í Vigdísarhúsi. | ||
16. | Sólheimar Sunna 177189: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1510024 | |
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II, veitingarstaður – kaffihús í Sólheimum Sunna 177189, mhl.03 | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir vetingastað í fl. II, kaffihúsið Græna Kannan á Sólheimum Sunna 177189 | ||
17. | Upphæðir 2: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun og breyting – 1510025 | |
Umsögn um endurnýjun/breyting á rekstrarleyfi í flokki II, gististaður – gistiheimili, Sesseljuhús. | ||
Afgreiðslu frestað, óskað er eftir nánari upplýsingum í hverju breyting leyfisins felst og í hvaða fasteignum starfsemin er rekin | ||
18. | Háholt 1: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1509086 | |
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II – veitingarstaður Gallerý Laugarvatn. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir veitingastað í fl. II. | ||
19. | Vörðás 9: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1504012 | |
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi,gististaður í flokk II – sumarhús. Óskað hefur verið eftir að byggingarfulltrúi endurskoði fyrri umsögn sína. | ||
Að mati byggingarfulltrúa er fyrirhuguð starfsemi húsnæðisins ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag en húsnæðið stendur á skipulögðu frístundasvæði. Var umsækjanda um það kunnugt þá er byggingarleyfi var gefið út og getur þessi fyrirhugaða notkun sem leitað er umsagnar um ekki samrýmst útgefnu byggingarleyfi. Vísast í því sambandi m.a. til dóma Hæstaréttar frá 19. desember 2012 í máli nr. 222/2012 og frá 6. nóvember 2014 í máli nr. 82/2014. Byggingarfulltrúi telur því ekki ástæðu til að breyta eða endurskoða fyrri umsögn sína. | ||
20. | Merkurhraun 11: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1509083 | |
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II, gististaður – sumarhús | ||
Frestað þar sem lokaúttekt hefur ekki farið fram á húsinu. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30
___________________________