16 jan Skipulagsnefndarfundur nr. 294. dags. 15. janúar 2025
Fundargerð skipulagsnefndar UTU fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 15. janúar 2025 og hófst hann kl. 8:30
Fundinn sátu: Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Ísleifur Jónasson, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi og Elísabet D. Erlingsdóttir aðstoðarmaður skipulagsfulltrúa.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur: | ||
1. | Holtamannaafréttur; Búðarháls; Skilgreining efnistökusvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2405016 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, er varðar skilgreiningu efnistökusvæðis á austanverðum Búðarhálsi, milli Tungnaár og vegarins að Sporðöldustíflu. Efnistökusvæðið er á gildandi deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar, merkt E8. Stærð námu verði 2,3 ha og heimiluð efnistaka allt að 49.000 m3. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna efnistökusvæðis á Búðarhálsi verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. | ||
2. | Sauðholt 2 L193421; Skilgreining tveggja frístundalóða, Slot og Hof; Deiliskipulag – 2412067 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Sauðholts 2 L193421 í Ásahreppi. Í deiliskipulaginu felst skilgreining tveggja frístundalóða í landi Sauðholts 2. Á hvorri lóð er heimilt að byggja sumarhús, gestahús og geymslu/áhaldahús. Aðkoma að lóðunum er um nýjan slóða af heimreið að Sauðholti 2. Gert er ráð fyrir að lóðirnar fái staðvísana Slot og Hof. | ||
Á grundvelli stefnumörkunar aðalskipulags Ásahrepps er varðar að á hverri jörð, sem er 20 ha eða stærri sé heimilt að byggja allt að þrjú stök frístundahús mælist skipulagsnefnd UTU til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan verði sérstaklega kynnt eigendum aðliggjandi landeigna. | ||
3. | Holtamannaafréttur L221893, Vatnsfellsskurður; Dýpkun Vatnsfellsskurðar ofan lokuvirkis; Framkvæmdarleyfi – 2412050 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til dýpkunar á Vatnsfellsskurði ofan lokuvirkis. Markmið framkvæmdarinnar er að tryggja flutningsgetu skurðarins með því að fjarlægja efni sem safnast hefur í skurðinn og viðhalda þannig hannaðri botnhæð 551 m h.y.s. Helstu verkþættir framkvæmdarinnar eru gerð bráðabirgðastíflu, vatnstæming skurðar, gröftur á seti úr skurði, mótvægisaðgerðir við stöð 1000 og fjarlæging bráðabirgðastíflu. Áætlaður verktími er frá mars 2025 til loka maí 2025. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar rúmast framkvæmdin innan heimilda og stefnumörkunar aðal- og deiliskipulagsáætlana sveitarfélagsins. | ||
4. | Holtamannaafréttur L221893; Athafnasvæði við Sigöldustöð; Framkvæmdarleyfi – 2412066 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til athafnasvæðis við Sigöldustöð vegna fyrirhugaðrar stækkunar stöðvarinnar. Vinnubúðir verða annars vegar aðstaða verktaka og hins vegar fyrir starfsmenn Landsvirkjunar til eftirlits. Gert er ráð fyrir vinnuaðstöðu vegna uppbyggingar virkjunar og dvalaraðstöðu starfsfólks, mötuneyti o.fl. Þar að auki verður svæði fyrir sprengiefnageymslu, steypustöð, skemmur/verkstæði og haugsvæði fyrir mögulega efnislosun. Áætlað er að um 140 starfsmenn verði í vinnubúðunum þegar mest lætur. Vinnubúðir verða annars vegar á vegum verktaka, um 120 starfsmenn, og hins vegar á vegum Landsvirkjunar, um 20 starfsmenn. Gert er ráð fyrir tímabundinni nýtingu svæðisins meðan framkvæmdir við stækkun Sigöldustöðvar standa yfir. Reiknað er með að framkvæmdatíminn verði allt að 4 ár (um 42 mánuðir) og að búðirnar verði fjarlægðar og gengið frá athafnasvæðinu eins vel og verða má, innan þriggja ára eftir að framkvæmdum lýkur. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati nefndarinnar rúmast framkvæmdin innan heimilda og stefnumörkunar aðal- og deiliskipulagsáætlana sveitarfélagsins. | ||
5. | Kálfholt L1.b L208177; Skipting lóðar í 6 búgarða; Deiliskipulag – 2309073 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags fyrir jörðina Kálfholt L1.b L208177 í Ásahreppi eftir auglýsingu. Gert er ráð fyrir að skipta upprunajörðinni upp í sex búgarða, 10 – 13 ha að stærð. Á hverjum búgarði verði heimild til að byggja íbúðar- og útihús. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum við þeim og uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem aðkoma að landinu er færð til í takt við umsögn Vegagerðarinnar auk þess sem byggingarreitir eru minnkaðir með það að markmiði að koma til móts við umsögn Náttúrufræðistofnunar. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
6. | Holtamannaafréttur L221893; Sigöldustöð; Efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2405114 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2020-2032, eftir auglýsingu. Með breytingunni felst að skilgreint verði nýtt efnistökusvæði við aðrennslisskurð Sigöldustöðvar. Efni hefur verið tekið af svæðinu við framkvæmdir tengdar virkjunum og vatnsmiðlun, en náman er ekki á skipulagi. Efni úr námunni verður einkum nýtt við framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stækkun Sigöldustöðvar. Stærð efnistökusvæðis verður um 1 ha og heimilt verður að vinna allt að 49.000 m3 af efni. Umsagnir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess eftir auglýsingu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við hreppsnefnd að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
Bláskógabyggð: | ||
7. | Syðri-Reykir lóð (L167450); byggingarheimild; sumarhús mhl 02 – 2412051 | |
Móttekin var umsókn, þann 17.12.2024, um byggingarheimild fyrir 52 m2 sumarhús (mhl 02) á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð L167450 í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Nefndin beinir því til lóðarhafa að samhliða væri eðlilegt að vinna merkjalýsingu sem tekur til hnitsetningar lóðarinnar. | ||
8. | Úthlíð; Miðbrún 2-3; Deiliskipulagsbreyting – 2411033 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar, eftir grenndarkynningu, sem tekur til Miðbrúna 2-3 í Úthlíð. Stærð lóða og byggingarreita breytast og aðkomum er breytt. Umsögn barst við grenndarkynningu og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir grenndarkynningu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
9. | Haukadalur 4 L167101; Útfærsla á bílastæðum; Deiliskipulagsbreyting – 2412065 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Haukadals 4 L167101 og Hótel Geysis. Í breytingunni felst breytt útfærsla bílastæða í þeim tilgangi að skapa betra flæði umferðar og fækka þeim stöðum sem gangandi vegfarendur þurfa að þvera akstursleiðir. Fjöldi bílastæða helst óbreyttur og byggingarmagn breytist ekki. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. | ||
10. | Lækjarhvammur L167642; Bakkabraut 12, 14 og 16; Frístundahúsasvæði; Deiliskipulagsbreyting – 2501022 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til þriggja lóða við Bakkabraut í landi Lækjarhvamms innan frístundasvæðis F20. Í deiliskipulagsbreytingunni felst skilgreining á lóð Bakkabraut 16 sem bætist við núverandi deiliskipulagsuppdrátt. Skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir að öðru leyti. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt lóðarhöfum innan deiliskipulagssvæðisins og landeiganda upprunalands. | ||
Flóahreppur: | ||
11. | Hraunhólar L199351; Breyting á aðalskipulagi; Fyrirspurn – 2412008 | |
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Hraunhóla L199351 í Flóahreppi. Í fyrirspurninni felst beiðni um breytingu á aðalskipulagi í landi Hraunhóla þannig að austasti hluti landsins verði skilgreindur sem íbúðarbyggð. | ||
Skipulagsnefnd vísar fyrirspurninni til yfirferðar og umræðu í sveitarstjórn Flóahrepps í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
12. | Stóra-Ármót L166274; Stækkun íbúðarbyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2408030 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar, eftir kynningu, vegna aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029 í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svæðið sem breytingin nær til er úr landi Stóra-Ármóts L166274. Áætlað er að stækka 9 ha íbúðarbyggð um 4 ha og fjölga lóðum úr 7 í 10, um 1,3 ha hver lóð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi. Landbúnaðarland minnkar sem nemur breytingunni. Nýtt deiliskipulag er lagt fram til samþykktar samhliða breytingu aðalskipulags. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Stóra-Ármóts verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. | ||
13. | Stóra-Ármót L166274; Ármótsflöt 10, 12 og 14; Íbúðarhúsalóðir; Deiliskipulag – 2412031 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til um 4,5 ha landspildu úr landi Stóra-Ármóts L166274 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst að skilgreindar eru þrjár nýjar íbúðarlóðir og byggingarreitir innan þeirra, Ármótsflöt 10, Ármótsflöt 12 og Ármótsflöt 14. Á lóðunum er heimilt að byggja íbúðarhús og hesthús/skemmu. Aðkoma að nýju lóðunum er af Hallandavegi 2 og um nýja aðkomuvegi. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu aðalskipulagsbreytingar. | ||
14. | Sólbrekka L213875 (áður Hnaus land 4); 2 lögbýlislóðir; Deiliskipulag – 2501006 | |
Lögð er fram beiðni er varðar heimild til gerðar deiliskipulags í landi Sólbrekku L213875 í Flóahreppi ásamt frumdrögum af deiliskipulagstillögu fyrir svæðið. Heildarstærð landsins er um 50 ha en deiliskipulagið nær til um 20 ha. Fyrirhugað deiliskipulag er í samræmi við aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029, þ.e. landbúnaðarland. Innan landsins er fyrirhugað að stofna tvær lóðir og hver þeirra yrði um 7-8 ha að stærð. Eigendur vilja m.a. reisa íbúðarhús, eiga sitt lögheimili og búa á staðnum. Samhliða er lagt fram samkomulag landeigenda á svæðinu um aðkomu að landinu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerð athugasemd við að unnið verði deiliskipulag sem tekur til lands Sólbrekku L213875. | ||
15. | Vestur-Meðalholt L165513; Veglagning í íbúðabyggð; Framkvæmdarleyfi – 2412062 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til veglagningar í nýrri íbúðarbyggð Súlna í landi Vestur-Meðalholts L165513. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á grundvelli samþykkts deiliskipulags sem tekur til svæðisins. | ||
16. | Tildra L235690; Tildruslóð 1-7; Stofnun lóða – 2412055 | |
Lögð er fram umsókn er varðar nýjan staðvísi fyrir 7 nýjar frístundalóðir úr landi Tildru L235690. Óskað er eftir að aðkomuvegurinn að lóðunum fái staðvísinn Tildruslóð. Umsókn um stofnun lóðanna er í samræmi við deiliskipulag samþykkt í sveitarstjórn þ. 04.06.2024 en ekki var gert ráð fyrir staðföngum lóðanna í skipulaginu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að ekki verði gerðar athugasemdir við staðvísinn Tildruslóð innan lands Tildru L235690. | ||
17. | Uppsalir L166283; Uppsalir dæluhús; Stofnun lóðar – 2501018 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 16.12.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 300 fm lóð, Uppsalir dæluhús, úr landi Uppsala L166283. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið. | ||
18. | Akurholt L205691; Breytt afmörkun og fjölgun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2412059 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til spildu í landi Akurholts (áður Gegnishólaparts). Með breytingunni er gert ráð fyrir 6 nýjum lóðum auk þess sem breytingar eru gerðar á afmörkun allra lóða sem fyrir eru til staðar á grundvelli gildandi deiliskipulags. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um að staðföng og númering lóða innan tillögunnar verði teknar til skoðunar í takt við reglugerð um skráningu staðfanga. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt næstu landeigendum og hagsmunaaðilum. Mælist nefndin til þess að við endurskoðun aðalskipulags verði skilgreining svæðisins uppfærð í takt við breytt deiliskipulag. Skipulagsnefnd UTU bendir á að allar skilgreindar lóðir innan svæðisins eru í innan við 50 metra fjarlægð frá þeim vegi sem skilgreindur er innan deiliskipulagsins í samræmi við gr. 5.3.2.5 skipulagsreglugerðar. Viðkomandi vegir innan svæðisins geti því ekki talist til héraðsvega. |
||
19. | Hjálmholt L166235; Breytt lega frístundasvæði F22; Óveruleg aðalskipulagsbreyting – 2406056 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst skilgreining á breyttri legu frístundasvæðis F22, Hvítárbyggð L238531 sem áður var hluti jarðarinnar Hjálmholt. Breytingin tekur eingöngu til legu svæðisins, engar breytingar eru gerðar sem taka til skilmála. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Niðurstaða sveitarfélagsins verði auglýst og málið sent Skipulagsstofnun til samþykktar. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur: | ||
20. | Lónsjökull (hluti Langjökuls) í Grímsnes- og Grafningshreppi; Stofnun þjóðlendu – 2412028 | |
Lögð er fram umsókn Regínu Sigurðardóttur, f.h. forsætisráðuneytisins, um stofnun þjóðlendu. Um er að ræða 41 km2 landsvæði, Lónsjökull (hluti Langjökuls) innan marka Grímsnes- og Grafningshrepps, skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2014, dags. 11.10.2016. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta nr. 58/1998 með síðari breytingum. Landeigandi er íslenska ríkið skv. 2. gr. laga nr. 58/1998. Afmörkun þjóðlendunnar er sýnd á meðfylgjandi mæliblaði dags. 21.11.2024. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerðar athugasemdir við stofnun viðkomandi þjóðlendu í takt við umsókn. | ||
21. | Torfastaðir 1 (L170828); byggingarleyfi; útihús – breyta notkun í gistihús – 2412035 | |
Móttekin var umsókn, þann 09.12 2024, um byggingarleyfi að breyta útihúsum í gistihús á jörðinni Torfastaðir 1 L170828 í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps er heimilt þar sem er föst búseta að stunda annan minniháttar atvinnurekstur, ótengdan landbúnaði, s.s. ferðaþjónustu. Stærð bygginga í slíkri starfsemi getur verið allt að 800 fm. Umsóknin tekur til 748 fm húsnæðis þar sem núverandi útihúsum innan jarðarinnar hefur verið breytt í gistihús. Að mati skipulagsnefndar er ljóst að meginstarfsemi jarðarinnar er orðin verslunar- og þjónusta og er það því að mati nefndarinnar að eðlilegt sé að skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði sem tekur til starfseminnar. Eftir atvikum getur sú breyting talist óveruleg á grundvelli fyrrgreindra heimilda aðalskipulags er varðar uppbyggingu á slíkri starfsemi á landbúnaðarlandi ef önnur skilyrði eru uppfyllt. Nefndin mælist þó til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerðar athugasemdir við breytta notkun húsanna í takt við framlögð gögn, með fyrirvara um að umsókn berist sem tekur til breytinga á aðalskipulagi þar sem skilgreint verði verslunar- og þjónustusvæði innan jarðarinnar. | ||
22. | Seyðishólar frístundabyggð; Klausturhólar C-Gata 4a L169050 og 2c L208242; Breytt afmörkun, stærð lóða og byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2412032 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til lóðanna Klausturhólar C-gata 4A L169050 og Klausturhólar C-gata 2C L208242 sem tilheyra frístundabyggðinni Seyðishólum í landi Klausturhóla. Afmörkun og stærðir lóða og byggingarreita breytast frá gildandi deiliskipulagi og leikvöllur á svæðinu er felldur út. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
23. | Syðri-Brú L169607; Álit um átöppunarverksmiðju neysluvatns; Fyrirspurn – 2412060 | |
Lögð er fram fyrirspurn er varðar Syðri-Brú L169607. Í fyrirspurninni felst að óskað er eftir breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem gert er ráð fyrir athafnasvæði með möguleika á uppsetningu og rekstri átöppunarverksmiðju ferskvatns. Umrætt svæði er skilgreint sem landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi. Einnig er gert ráð fyrir að breyta deiliskipulagi á svæðinu þannig að felldar verði í burtu lóðir í nágrenni við umrætt svæði. | ||
Að mati skipulagsnefndar er forsenda framlagðra áforma að svæðið verði slitið alfarið frá núverandi frístundabyggð út frá aðkomu og hugsanlegum grenndaráhrifum sökum aukinnar þungaumferðar um svæðið vegna flutninga. Að sama skapi tekur nefndin undir það sem fram kemur í fyrirspurninni er varðar nauðsyn þess að allur frágangur og hönnun slíkrar starfsemi falli vel að landi og leitast yrði við að skapa sem minnst neikvæð grenndaráhrif gagnvart ásýnd svæðisins að teknu tilliti til núverandi landnotkunar. Jafnframt bendir nefndin á að í nágrenni svæðisins er í dag stunduð efnistaka innan svæðis E13. Nefndin setur fyrirvara á um að sú starfsemi falli að slíkum áætlunum. Að öðru leyti tekur nefndin jákvætt í framlagðar fyrirætlanir og fagnar uppbyggingu hreinlegrar fjölbreyttrar atvinnustarfsemi innan aðildarsvæðis UTU. Nefndin vísar málinu til umræðu innan sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps. | ||
24. | Giljatunga 27 L233419; Útleiga í flokk II í frístundabyggð Ásgarðs; Deiliskipulagsbreyting – 2501012 | |
Lögð er fram umsókn sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags frístundabyggðar í landi Ásgarðs í Grímsnesi (Giljatunga og Borgarbrún). Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu í flokki II innan svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt öllum hlutaðeigandi lóðarhöfum innan skipulagssvæðisins. | ||
25. | Selholt L205326; Stækkun byggingarrreits; Deiliskipulagsbreyting – 2501013 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Selholts L205326 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Í breytingunni felst að suðurhluti byggingarreits stækkar um 4 m til austurs þannig að stærð nýs byggingarreits verður um 1.025 m2. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. | ||
26. | Villingavatn L170831; Nytjaskógrækt og landgræðsla; Framkvæmdarleyfi – 2412061 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til skógræktar og landgræðslu í landi Villingavatns L170831 í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu fornleifaskráningar fyrir svæðið og að leitað verði umsagna Náttúruverndarstofnunar og Lands og Skógar. Framkvæmdaleyfið verði auk þess grenndarkynnt eigendum aðliggjandi jarða. Unnið er að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til ítarlegri leiðbeininga um skógræktaráform á landbúnaðarsvæðum, að mati nefndarinnar fellur framlögð umsókn ágætlega að þeirri breytingu. |
||
27. | Kerhraun 40 L168915; Tilfærsla vegar; Framkvæmdarleyfi – 2412063 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til færslu á vegi til að bæta aðgengi að Kerhrauni 40 L168915 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Núverandi vegur liggur í gegnum lóðir 38 og 39 en fyrirhugað er að færa veginn út fyrir lóðir 38 og 39 og inn á miðsvæði og þaðan inn á lóð 40. Færsla vegarins er í takt við deiliskipulag svæðisins þar sem gert er ráð fyrir því að vegurinn sé staðsettur utan viðkomandi lóða. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsnefndar er umsótt framkvæmd í takt við heimildir deiliskipulags, þar sem vegir eru skilgreindir utan lóðarmarka og því að mati nefndarinnar ekki þörf á að kynna framkvæmdina sérstaklega innan svæðisins. Mælist nefndin þó til þess við umsækjanda að leita samráðs við næstu nágranna um útfærslu framkvæmdarinnar á staðnum. | ||
28. | Lyngdalur L168232; Skógrækt 2. áfangi; Framkvæmdarleyfi – 2412064 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi sem tekur til 2. áfanga skógræktar á jörðinni Lyngdalur L168232. Í framkvæmdinni felst skógrækt á um 100 ha svæði í takt við framlagða umsókn. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu fornleifaskráningar fyrir svæðið og að leitað verði umsagna Náttúruverndarstofnunar og Lands og Skógar. Framkvæmdaleyfið verði auk þess grenndarkynnt eigendum aðliggjandi jarða. Unnið er að aðalskipulagsbreytingu sem tekur til ítarlegri leiðbeininga um skógræktaráform á landbúnaðarsvæðum, að mati nefndarinnar fellur framlögð umsókn ágætlega að þeirri breytingu. |
||
29. | Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032. Svæðið sem breytingin nær til er við Ljósafossskóla L168468. Með breytingunni felst heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns. | ||
Að mati skipulagsnefndar telst framlögð breyting ekki til óverulegrar breytingar á aðalskipulagi líkt og fram kemur í greinargerð breytingarinnar. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað. | ||
30. | Minna-Mosfell L168262; Öldusteinstún – frístundabyggð; Deiliskipulag – 2410081 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags, eftir kynningu, sem tekur til hluta frístundasvæðis F82 í landi Minna-Mosfells. Um er að ræða 1. áfanga af fjórum innan skipulagssvæðisins. Gert er ráð fyrir skilgreiningu á 21 lóð í fyrsta áfanga á bilinu 7.234 – 15.797 fm að stærð. Innan hverrar lóðar er gert ráð fyrir heimild fyrir frístundahúsi auk þess sem heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingareits og hámarksnýtingarhlutfalls 0,03. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málinu verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við málsaðila er varðar þær athugasemdir sem bárust við kynningu málsins. | ||
Hrunamannahreppur: | ||
31. | Hrafnkelsstaðir 3 L166764; Skilgreining lóðar og byggingarreits; Deiliskipulag – 2409030 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags, eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofunar, sem nær yfir hluta af landi Hrafnkelsstaða 3 L166764. Merkjalýsing þar sem viðkomandi skika er skipt úr landi Hrafnskelsstaða 3 var samþykkt samhliða kynningu skipulagsins. Skipulagsmörkin ná yfir hluta af því svæði sem fær nýtt landnúmer (Hrafnkelsstaðir 5A) og staðföng auk Hrafnkelsstaðar 5B (áður 3 lóð) L190288. Engin mannvirki eru til staðar innan skipulagsmarka en gert er ráð fyrir byggingarreit á einni nýrri íbúðarlóð og á sumarhúsalóð sem fyrir var á svæðinu, L190288. Áfram er gert ráð fyrir að landið sé flokkað sem landbúnaðarland. Breytingar voru gerðar á tillögunni á auglýsingatíma í takt við athugasemd sem barst vegna málsins þar sem fyrrgreind afmörkun lóðar L190288 er einnig skilgreind á deiliskipulaginu. Athugasemdir bárust við gildistöku málsins af hálfu Skipulagsstofnunar og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum gögnum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu og afgreiðslu Skipulagsstofnunar. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögn sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan uppfærðra deiliskipulagsgagna þar sem byggingarrreitur á lóð 190288 er skilgreindur og málsettur í 50 m fjarlægð frá á. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Gögnin verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
32. | Kópsvatn 2 L166793; Breytt skilgreining námu E28; Aðalskipulagsbreyting – 2408034 | |
Lögð er fram, eftir kynningu, tillaga aðalskipulagsbreytingar fyrir breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Með breytingunni verður efnistökusvæðið E28 á Kópsvatni stækkað úr 1,5 ha í um 24 ha. Svæðið sem um ræðir er landbúnaðarland í gildandi skipulagi. Heimilt verður að vinna allt að 300.000 m3 af efni. Mikil þörf er fyrir góðar efnisnámur í uppsveitum Árnessýslu vegna byggingar íbúða og gatnagerðar, einkum á Flúðum og í Reykholti. Náman er með framkvæmdaleyfi fyrir vinnslu á 50.000 m3 af efni. Að mati Skipulagsstofnunar eru framkvæmdir á grundvelli skipulagsbreytingarinnar ekki háðar matsskyldu. Umsagnir bárust á kynningartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Kópsvatns verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. | ||
33. | Brekkubær L166909; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð lóðar – 2412068 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 02.12.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun lóðarinnar Brekkubær L166909 sem ekki hefur legið fyrir áður. Lóðin er í dag skráð með stærðina 2.500 fm en mælist 28.619 fm skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu lóðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. | ||
34. | Miðbær L166801; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð jarðar – 2411062 | |
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 10.12.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðarinnar Miðbær L166801 sem ekki hefur legið fyrir áður. Jörðin er í dag skráð 71,8 ha en heildarstærð hennar mælist 43.590 fm skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. Miðbær á eignarhlutdeild í óskiptu landi Miðfells 1 ásamt öðrum jörðum en stærð þess lands er ekki skráð og afmörkun óuppmæld. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta stærð jarðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. | ||
35. | Dalbær 2 L166737; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð jarðar – 2411061 | |
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 10.12.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðarinnar Dalbær 2 L166737 sem ekki hefur legið fyrir áður. Jörðin, sem samanstendur af tveimur aðskildum skikum, er í dag skráð 2,3 ha en heildarstærð hennar mælist 32.525 fm skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta stærð jarðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið. | ||
36. | Efra-Langholt land 2 L219044; Tamningastöð og reiðskóli, 4 gestahús; Nýbýli, Fagurhólsbrekka; Deiliskipulag – 2501021 | |
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til Efra-Langholts lands 2 L219044. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að landið fái staðfangið Fagurhólsbrekka. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu á nýju býli til ábúðar þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsi ásamt tamningarstöð og reiðskóla. Auk þess er gert ráð fyrir heimild sem tekur til uppbyggingar á allt að fjórum gestahúsum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. Tillagan verði jafnframt kynnt landeigendum aðliggjandi jarða. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: | ||
37. | Reykir L166491; Murneyrar; Stofnun lóðar – 2412053 | |
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 01.12.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar stofnun nýrrar landeignar. Óskað er eftir að stofna 75.861,29 fm landeign, Murneyrar, úr landi Reykja L166491 sem verður 374,4 ha eftir skiptingu. Staðvísirinn Murneyrar er örnefni á svæðinu skv. upplýsingum umsækjanda. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun og afmörkun landsins skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. Skipulagsnefnd UTU bendir á að framkvæmdir innan lóðar eru að jafnaði háðar gerð deiliskipulags sem tekur til svæðisins. | ||
38. | Húsatóftir 1A L166474 og Húsatóftir 1B L220253; Sameining lóða – 2412052 | |
Lögð er fram umsókn ásamt merkjalýsingu dags. 20.12.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar sameiningu landeigna. Óskað er eftir að sameina Húsatóftir 1B L220253 við íbúðarhúsalóðina Húsatóftir 1A L166474 sem verður 9.446,5 fm eftir sameiningu. Ekkert deiliskipulag er á umræddu svæði. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við sameiningu lóðanna og breytta stærð skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. | ||
39. | Skriðufell L166597; Fjölgun og breyttar stærðir lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2412058 | |
Lögð er fram tillaga óverulegrar deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Selhöfða úr landi Skriðufells L166597 í Þjórsárdal. Í breytingunni felst að lóð undir smáhýsi er skipt í 2 lóðir, Selhöfða 4 og 6. Byggingarreitur B helst óbreyttur sem og byggingarheimildir. Lóð kringum tjaldsvæði er einnig skipt í tvennt, Selhöfða 3 og 5, og stærð breytist lítillega vegna aðlögunar að Selhöfðum 1. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagða breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
40. | Hlemmiskeið 1 L166464; Staðfesting á afmörkun og breytt stærð jarðar – 2501015 | |
Lögð er fram umsókn ásamt undirritaðri merkjalýsingu dags. 12.12.2024, skv. reglugerð um merki fasteigna 160/2024, er varðar staðfestingu á hnitsettri afmörkun jarðarinnar Hlemmiskeið 1 L166464 sem ekki hefur legið fyrir áður. Jörðin, sem samanstendur af tveimur aðskildum skikum, er í dag skráð 115 ha en heildarstærð hennar mælist 114,3 ha skv. meðfylgjandi merkjalýsingu. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun og breytta skráningu jarðarinnar skv. framlagðri merkjalýsingu. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. | ||
41. | Nautavað 3 L233469; Íbúðarhúsalóð í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2501007 | |
Lögð er fram umsókn um aðalskipulagsbreytingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029 en svæðið sem breytingin nær til er Nautavað 3 L233469. Í gildandi aðalskipulagi er lóðin skilgreind sem landbúnaðarsvæði en með breytingunni er lóðinni breytt í verslunar- og þjónustusvæði. | ||
Skipulagsnefnd UTU bendir á að unnið er að heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir íbúðarsvæðið í og við Árnes. Þau gögn hafa ekki komið til afgreiðslu skipulagsnefndar enn sem komið er. Nýverið var unnin breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna landntokunar í og við Árnes, innan þeirrar breytingar var ekki gert ráð fyrir skilgreiningu nýs verslunar- og þjónustusvæðis. Mælist nefndin til þess að horft verði til heildarstefnumörkunar um uppbyggingu á verslunar- og þjónustutengdri starfsemi í og við þéttbýlið í Árnesi við úrvinnslu umsóknar. Beiðni vísað til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps til yfirferðar og umræðu í tengslum við úrvinnslu endurskoðunar deiliskipulags fyrir þéttbýlið í Árnesi. | ||
42. | Minni-Ólafsvellir L166482; Breytt landnotkun; Deiliskipulagsbreyting – 2501019 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur til Minni-Ólafsvalla L166482. Í breytingunni felst aukning á heimildum fyrir uppbyggingu á svæðinu í takt við breytingu á aðalskipulagi þar sem skilgreint var verslunar- og þjónustusvæði og íbúðarbyggð. Innan byggingarreita A1, A3 og A4 er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 10 gestahús, íbúðarhús auk bygginga tengdum hestamennsku. Hámarksbyggingarmagn er 1.200 fm. Á reit A2 er gert ráð fyrir allt að þremur íbúðum, sambyggðum eða stakstæðum. Hámarksbyggingarmagn er 600 fm. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi | ||
43. | Áshildarmýri; Vatnsból og Vatnsverndarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2406076 | |
Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til nýs vatnsverndarsvæðis í Áshildarmýri. Vatnsbólið sem vatnsverndarsvæðið tekur til er í Flóahreppi og er lögð fram sambærileg tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar á vatnsbóli innan Flóahrepps. Umsagnir bárust á auglýsingartíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og telur nefndin ekki ástæðu til að bregðast sérstaklega við þeim umsögnum sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
44. | Markhóll L230917; Deiliskipulag – 2501020 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til landspildunnar Markhóls L230917. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarreit og byggingarheimildum innan spildunnar þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir íbúðarhúsi, bílskúr, skemmu auk tveggja gestahúsa. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
45. | Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Stækkun á Búðanámu; Aðalskipulagsbreyting – 2411052 | |
Lögð er fram tillaga breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Breytingin felur í sér stækkun á Búðanámu vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Búðafossvegi. Stærð námunnar er 1 ha og heimiluð efnistaka er 50.000 m3. Náman verður stækkuð í 4,5 ha og efnismagn sem heimilt verður að taka er hækkað í 60.000 m3. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja tillögu aðalskipulagsbreytingar til kynningar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
46. | Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps; Minni-Ólafsvellir; Aðalskipulagsbreyting – 2310031 | |
Lögð er fram, eftir auglýsingu, breytingartillaga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Aðalskipulagsbreytingin nær yfir hluta Minni-Ólafsvalla L166482. Gert er ráð fyrir að hluta landbúnaðarsvæðis er breytt í íbúðarbyggð og verslunar- og þjónustusvæði. Heimilt er að vera með íbúðarhús og gestahús með gistingu fyrir allt að 70 gesti. Einnig er heimilt að vera með ýmiss konar afþreyingu, einkum tengda hestum. Fyrir er á Minni-Ólafsvöllum íbúðarhús, skemma og geymsluhúsnæði og verður áfram heimiluð föst búseta. Umsagnir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Ekki er talin ástæða til að bregðast sérstaklega við þeim umsögnum sem bárust við breytinguna. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
47. |
Öll sveitarfélög:
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-218 – 2501001F |
|
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 25-218 | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00