Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 218 – 8. janúar 2025

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 25-218. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 8. janúar 2025 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnafulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Hrunamannahreppur – Almenn mál

1.   Túnsberg 5 (L226909); byggingarheimild; reiðskemma – 2410066
Erindi sett að nýju fyrir fund. Móttekin var umsókn þann 15.10.2024 um byggingarheimild fyrir 1.212,8 m2 reiðskemmu mhl 02 sem er viðbygging við hesthús á landinu Túnsberg 5 (L226909) í Hrunamannahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
2.    Lóubraut 7 (L197823); byggingarheimild; sumarhús og gestahús – viðbyggingar – 2501005
Móttekin var umsókn þann 30.12.2024 um byggingarheimild fyrir 25,6 m2 viðbyggingu við sumarhús og 6,2 m2 viðbyggingu við gestahús á sumarbústaðalandinu Lóubraut 7 (L197823) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á sumarhúsi verður 102,8 m2 og gestahús verður 24 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.

 
3.    Kriki 1 (L229568); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með geymslu og verkstæði – 2003012
Erindið sett að nýju fyrir fund, ný aðalteikning móttekin þann 03.01.2025, breyting frá fyrri samþykkt um notkun á rýmum en stærð óbreytt. Nú íbúðarhús með geymslu og verkstæði á íbúðarhúsalóðinni Kriki 1 (L229568) í Hrunamannahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

4.    Giljabakki (L169227); byggingarheimild; gistihús mhl 02, mhl 03 og mhl 04 – 2410090
Móttekin var umsókn þann 25.10.2024 um byggingarheimild fyrir 51,6 m2 gistihúsum mhl 02, mhl 03 og mhl 04 á landinu Giljabakki (L169227) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
5.    Hallkelshólar 17 (L228423); byggingarheimild; sumarhús og bílageymsla – 2411081
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Móttekin var umsókn þann 25.11.2024 um byggingarheimild fyrir 152,8 m2 sumarhúsi með risi og 50 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 17 (L228423) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
6.   Minni-Borg 13 (L232393); byggingarheimild; gistihús – 2412043
Erindi sett að nýju fyrir fund, hönnuður hefur skilað inn lagfærðum gögnum. Móttekin var umsókn þann 13.12.2024 um byggingarheimild fyrir 69,9 m2 gistihúsi með svefnlofti á viðskipta- og þjónustulóðinni Minni-Borg 13 (L232393) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
7.   Minni-Borg 16 (L232396); byggingarheimild; gistihús – 2501016
Móttekin var umsókn þann 07.01.2025 um byggingarheimild fyrir 69,9 m2 gistihúsi með svefnlofti á viðskipta- og þjónustulóðinni Minni-Borg 16 (L232396) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarheimild ekki verið gefin út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
8.   Mosaskyggnir 2 (L187467); byggingarheimild; sumarhús – 2501003
Móttekin var umsókn þann 20.12.2024 um byggingarheimild fyrir

137,3 m2 sumarhús á sumarbústaðalandinu Mosaskyggnir 2 (L187467)

í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

9.   Stóra-Hof lóð 3 (L223248); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2106041
Erindi sett að nýju fyrir fund, ný aðalteikning frá Hallgrími I. Jónssyni, 29,1 m2 viðbygging við gestahús á sumarbústaðalandið Stóra-Hof lóð 3 (L223248) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Heildarstærð eftir stækkun verður 54,3 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

10.    Kjóastaðir lóð 1 (L167375); byggingarheimild; sumarhús – viðbygging – 2501010
Móttekin var umsókn þann 05.01.2025 um byggingarheimild fyrir 22,2 m2 viðbyggingu við sumarhús á sumarbústaðalandinu Kjóastaðir lóð 1 (L167375)

í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 65 m2.

Málinu er vísað í grenndarkynningu
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar nr. 280/2022
 
11.   Tjörn 1 (L179043); byggingarheimild; íbúðarhús – viðbygging – 2412057
Móttekin var umsókn þann 19.12.2024 um 42,9 m2 viðbyggingu við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Tjörn 1 (L179043) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun verður 95,9 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar nr. 280/2022
 
Flóahreppur – Almenn mál

12.   Maríuhólar 2 (L236578); byggingarleyfi; einbýlishús með bílskúr – 2501004
Móttekin var umsókn þann 20.12.2024 um byggingarleyfi fyrir 121,5 m2 einbýlishús með bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Maríuhólar 2 (L236578) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi hafi byggingarleyfi ekki verið gefið út innan tveggja ára frá samþykkt þeirra.
 
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir

13.   Birkilundur 6 (L170373); Umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2501008
Móttekinn var tölvupóstur þann 02.01.2025 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (H) frístundahús, rýmisnúmer 01 0101 sumarbústaður frá Bjarklindi Þ. Hjörvarsdóttur f.h. Orkuheimar ehf. kt. 611016 – 0850 á sumarbústaðalandinu Birkilundur 6 (F220 9085) í Bláskógabyggð.
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis á grundvelli laga nr. 85/2007 í flokki II að Birkilundur 6 (F220 9085) á þeim grundvelli að leyfisveiting samræmist ekki stefnu gildandi skipulags.
 
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir

14.   Kolsholt 1 land (L166359); Umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2412047
Móttekinn var tölvupóstur þann 16.12.2024 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (G) íbúðir, rýmisnúmer 01 0101 einbýlishús frá Sigmari Erni Aðalsteinssyni fyrir hönd Kolsholt ehf. kt. 510615 – 0420 á íbúðarhúsalóðinni Kolsholt 1 land (F220 1369) í Flóahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00