14 nóv Skipulagsauglýsing birt 14. nóvember 2024
AUGLÝSINGAR UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Flóahreppur og Grímsnes- og Grafningshreppur
Samkvæmt 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga aðalskipulagsbreytingar og skipulagslýsing vegna deiliskipulagsáætlunar:
- Stóra-Ármót L166274; Stækkun íbúðarbyggðar; Aðalskipulagsbreyting – 2408030
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. nóvember 2024 að kynna breytingu á aðalskipulagi sem nær til lands úr Stóra-Ármóti L166274. Áætlað er að stækka 9 ha íbúðarbyggð um 4 ha og fjölga lóðum úr 7 í 10, um 1,3 ha hver lóð. Svæðið er skilgreint sem íbúðarbyggðarsvæði ÍB4 í gildandi aðalskipulagi. Landbúnaðarland minnkar sem nemur breytingunni. Deiliskipulag svæðis verður breytt samhliða breytingu aðalskipulags.
- Vesturhlíð L192153; Bíldsfell í Grafningi; Frístundabyggð F16 og verslunar- og þjónustusvæði VÞ5; Deiliskipulag – 2410072
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 6. nóvember 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til nýs deiliskipulags á frístundasvæði F16 og verslunar- og þjónustusvæðis VÞ5 sem eru staðsett innan lands Vesturhlíðar L192153.
Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt niðurstaða sveitarstjórnar vegna eftirfarandi máls:
- Skálmholt land L186111; Breyttir skilmálar; Aðalskipulagsbreyting – 2405029
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. september 2024 óverulegar breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps er varða íbúðarsvæði í Skálmholti. Að mati Skipulagsstofnunar þurfti að gera með ítarlegri hætti grein fyrir heimildum breytinganna og er því lögð fram uppfærð tillaga. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu á aukahúsum tengdum uppbyggingu á íbúðarhúsalóðum.
Niðurstaða sveitarstjórnar tilkynnist hér með.
Samkvæmt 41 og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar auk deiliskipulagsbreytingar:
- Útey 1 L167647; 2 skipulagsáætlanir sameinaðar; Deiliskipulag – 2405119
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 30. október 2024 að auglýsa tillögu deiliskipulags sem tekur til frístundabyggðar í landi Úteyjar 1. Tillagan tekur til frístundasvæðis F32 innan aðalskipulags Bláskógabyggðar. Innan flákans eru í dag tvær deiliskipulagsáætlanir sem taka til sama svæðisins. Við gildistöku nýs skipulags sem tekur til svæðisins í heild er gert ráð fyrir að eldri tillögur falli úr gildi.
- Suðurbakki 3 L232548; Rekstrarleyfi; Deiliskipulagsbreyting – 2409012
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. september 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi sem tekur til frístundabyggðar í landi Ásgarðs, hluti III (Búrfellsvegur að Sogi). Í breytingunni felst að heimilt verði að stunda rekstrarleyfisskylda útleigu sumarhúsa innan deiliskipulagssvæðisins í takt við heimildir aðalskipulags.
Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst útgáfa framkvæmdaleyfis vegna lagningar jarðstrengs í stað Selfosslínu 1.
- Flóahreppur og Árborg; SE1 jarðstrengur í stað Selfosslínu 1; Framkvæmdaleyfi – 2409033
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 1. október 2024 útgáfu framkvæmdaleyfis sem staðsett er innan markar Árborgar og Flóahrepps.
Um er að ræða lagningu 66/132kV jarðstrengs í stað Selfosslínu 1, sem er 66 kV loftlína austan við Selfoss, vegna vegagerðar fyrir nýja Ölfusárbrú. Jarðstrengurinn í Selfosslínu 1 mun liggja til austurs, (sunnan Austurvegar) frá tengivirkinu á Selfossi og þvera Gaulverjabæjarveg sunnan hringtorgs og Suðurlandsveg og austan þess. Strengurinn er innan sveitarfélagamarka Flóahrepps frá hringtorginu. Leiðin liggur meðfram lóðarmörkum norðan Suðurlandsvegar og síðan samhliða nýja veginum að vestanverðu. Áður en komið er að Laugardælavegi er vegstæði nýja vegarins þverað við stofnlagnir hitaveitu, en er svo þveraður austan við þann stað þar sem hann fer í undirgöngum undir nýja veginn. Nýja veginum er svo fylgt að austanverðu um Moshólshaga að golfvellinum og mastri 114 í Selfosslínu 1. Framkvæmdaleyfi þetta má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar um útgáfu leyfisins.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is, www.floahreppur.is og www.gogg.is.
Mál 1 og 2 innan auglýsingar eru mál í kynningu frá 14. nóvember með athugasemdafresti til og með 6. desember.
Mál 3 innan auglýsingar er tilkynning um niðurstöðu sveitarstjórnar.
Mál 4 og 5 innan auglýsingar eru mál í auglýsingu frá 14. nóvember með athugasemdafrest til og með 27. desember.
Mál 6 innan auglýsingar er tilkynning um útgáfu framkvæmdaleyfis. Ákvörðun sveitarstjórnar um samþykkt framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur 1 mánuður frá því að auglýsingu um útgáfu framkvæmdaleyfisins birtist í Lögbirtingablaði. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.uua.is
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir viðeigandi máli. Einnig má koma á framfæri athugasemdum og ábendingum skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is.
Fyrirspurnir má senda á netfang UTU skipulag@utu.is.
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og Tæknisviðs Uppsveita