Skipulagsauglýsing birt 27. júní 2024

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi skipulagslýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi:

1. Ásgarður frístundasvæði; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2403091

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. júní 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2020-2032 er varðar skilgreiningu á verslunar- og þjónustusvæði í landi Ásgarðs. Tilefni breytingarinnar eru áform landeiganda um uppbyggingu ferðaþjónustu á staðnum. Annars vegar er um að ræða hótel með veitingastað og hins vegar frístundahús til útleigu.

SKIPULAGSLÝSING

2. Ljósafossskóli L168468; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2403043

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. júní 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi við Ljósafossskóla L168468. Samkvæmt lýsingu felst í breytingunni heimild fyrir aukinni gististarfsemi og uppbyggingu á svæðinu. Samkvæmt núverandi skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 30 manns á svæðinu. Innan breytingar er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 100 manns.

SKIPULAGSLÝSING

3. Búrfellshólmi, Búrfell; Nýtt efnistökusvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2406006

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 19. júní 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til skilgreiningar á nýju efnistökusvæði á Búrfellshólmum austan Búrfells, svæðið er í beinu framhaldi af núverandi efnistökusvæði E33. Áætluð efnistaka er allt að 4,5 milljón m3 og að efnisnám nemi um 80.000-300.000 m3 á ári í 10-15 ár. Stærð svæðis er 189 ha. Um er að ræða vikurnámu og er vikurinn einkum unninn til útflutnings. Starfsemi á nýju efnistökusvæði verður að öllum líkindum unnin á sambærilegan hátt og áður hefur verið á Búrfellshólmum og gengið verði frá því svæði þar sem efnistöku er lokið jafnóðum. Unnið er að umhverfismati fyrir efnistökusvæðið.

SKIPULAGSLÝSING

Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:

4. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum; Frá Haki að Leirum; Deiliskipulag – 1904036

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. júní 2024 að kynna tillögu að nýju deiliskipulagi ásamt óverulegri breytingu á núverandi deiliskipulagi sem tekur til Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Deiliskipulagið felur í sér að skilgreina fyrirkomulag vega, bílastæða, útivistar- og almenningssvæða, göngustíga og gangstétta ásamt mögulegri uppbyggingu svæðisins til framtíðar. Þá er gerð grein fyrir lóðarmörkum, byggingarreitum, nýtingarhlutfalli og öðrum þeim ákvæðum sem ástæða er til að skilgreina í deiliskipulagi. Helstu markmið skipulagsins er að tryggja vernd einstakrar náttúru og menningarminja Þingvalla og bæta aðgengi að og um vesturhluta þjóðgarðsins og auka þjónustu við gesti hans. Samhliða vinnu við deiliskipulag er gerð breyting á gildandi deiliskipulagi sem felst í því að sá hluti deiliskipulagsins sem nær til svæðis austan við Þingvallaveg ásamt svæði sem nær til bílastæða á bökkum Hrútagilslækjar vestan Þingvallavegar er felldur úr gildi auk deiliskipulags sem tekur til Valhallar- og Þingplans. Niðurfelling þessara hluta skipulagsáætlana svæðisins er gerð samhliða samþykkt þessa deiliskipulags en þeir skilmálar sem við eiga eru nýttir innan nýs deiliskipulags.

GREINARGERÐ

UPPDRÁTTUR (1/3)

UPPDRÁTTUR (2/3)

UPPDRÁTTUR (3/3)

UPPDRÁTTUR (DSK.)

UPPDRÁTTUR (DSKBR.)

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:

5. Suðurkot L168285; Frístundasvæði; Deiliskipulag – 2405054

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. júní 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags á jörð Suðurkots L168285. Um er að ræða skipulag sem tekur til skilgreiningar á stökum byggingarreit fyrir frístundahús innan jarðarinnar.

UPPDRÁTTUR

6. Stórholt L167650; Byggingarreitir; Deiliskipulag – 2405109

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. júní 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Stórholts í Bláskógabyggð úr landi Úteyjar 1. Stærð Stórholts og skipulagssvæðisins eru 9 hektarar. Innan svæðisins eru skilgreindir byggingarreitir og byggingarheimildir fyrir m.a. gróðurhús, skemmu, frístundahús, íbúðarhús og gestahús.

UPPDRÁTTUR

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is/, www.gogg.is , www.skeidgnup.is.

Mál 1 – 4 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 27. júní 2024 með athugasemdafresti til og með 19. júlí 2024.

Mál 5 – 6 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 27. júní 2024 með athugasemdafrest til og með 9. ágúst 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU