01 des Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 28. október 2015
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-17. fundur
haldinn Laugarvatn, 28. október 2015
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi
Davíð Sigurðsson
Rúnar Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Hrunamannahreppur:
Árbær 209355: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma – 1510058 |
|
Sótt er leyfi til að byggja skemmu 150,2 ferm og 634,2 rúmm. Húsið verður stálgrindarhús, klætt með bárustáli, bæði á þaki og veggjum, einangrað með steinull. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
2. | Gata 166750: Umsókn um byggingarleyfi: Gróðurhús – 1502026 | |
Sótt er um að byggja gróðurhús sambyggt eldra gróðurhúsi (mhl. 18). Stærð 1.152 ferm. og 5.932,8 rúm. úr stáli og gleri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
3. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Hvítárbraut 19c: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1503010 |
|
Granni 20131061-5038. Samþykkt byggingaráform 24/10 2013, sumarhús 562,8 ferm á tveimur hæðum og gestahús 40 ferm. Breyting á máli, sótt er um að byggja 655,8 ferm og 1.675,9 rúmm sumarhús á tveimur hæðum úr steypu. | ||
Frestað vegna misræmis milli skráningartöflu og teikninga. | ||
4. | Miðengi lóð 169076: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1510030 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 141,6 ferm og 453,4 rúmm úr timbri. Sumarhúsið byggt 1976 sem fyrir er á lóð fái að standa meðan að nýtt hús er í byggingu en verði síðan rifið í framhaldi. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
5. |
Bláskógabyggð:
Fellsendi land: Stöðuleyfi: Gámahús og vegtenging – 1510051 |
|
Sótt er um stöðuleyfi fyrir 6 20 feta gámahúsum sem mynda 3 einingar á tveimur hæðum. Tilgangur stöðuleyfisins er að skapa aðstöðu fyrir hundasleðaferðir sem landeigandi starfrækir. Einnig er óskað að fá að gera vegtengingu við Þingvallarveg. | ||
Óskað er eftir umsögn skipulagsnefndar fyrir veitingu stöðuleyfis. Beiðni um vegtengingu vísað til skipulagsnefndar. | ||
6. | Hrísholt 11: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – stækkun – 1510042 | |
Sótt er um leyfi til að byggja við íbúðarhús, bílskúr 70,3 ferm og 273,5 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
7. | Hverabraut 1: Stöðuleyfi: Gámur – 1510052 | |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám til bráðabirgða. Verður staðsettur austan við húsnæðið og sunnan megin við sorpgeymslusvæðið. | ||
Samþykkt stöðuleyfi til 28.10.2016. Skilyrði að gengið verði frá gám í sambærilegum lit og húsið. | ||
8. | Mjóanes lóð 11: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla/bátaskýli – 1510053 | |
Granni 20140553-5436. Sótt er leyfi til að byggja geymslu/bátaskýli 27,8 ferm og 75,7 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
9. |
Flóahreppur:
Neistastaðir 166369: Umsókn um byggingarleyfi: Reiðskemma/geymsla – 1509052 |
|
Umsókn um byggingarleyfi fyrir reiðskemmu/geymslu á Neistastöðum, stærð 387,4 ferm og 1.530 rúmm. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
|
||
10. |
Umsagnir um rekstrarleyfi:
Iða lóð 11: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1510026 |
|
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki I, gististaður – heimagisting | ||
Afgreiðslu umsagnar er frestað þar sem skráning húss er ekki í samræmi við samþykktar teikningar frá 2006. | ||