Skipulagsauglýsing birt 23. maí 2024

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Flóahreppur og Hrunamannahreppur

 

Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar eftirfarandi skipulagslýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi auk tillögu aðalskipulagsbreytingar:

1. Fell L177478; Landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2404070

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. maí 2024 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á landi Engjaholts L177478. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarlands í verslun- og þjónustu.

SKIPULAGSLÝSING

2. Efra-Sel golfvöllur; Breyttur byggingarreitur og hótel; Aðalskipulagsbreyting – 2404066

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. maí 2024 að kynna skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Efra-Sels í Hrunamannahreppi. Viðfangsefni aðalskipulagsbreytingarinnar er að fjölga herbergjum hótels/gistiheimilis á reit VÞ5. Aðalskipulagsbreytingin er forsenda fyrir breytingu á gildandi deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis við Efra-Sel. Innan gildandi aðalskipulags Hrunamannahrepps er gert ráð fyrir allt að 80 gistirúmum á allt að 5 ha svæði. Eftir breytingu verður gert ráð fyrir allt að 170 gistirúmum og allt að 5 ha svæði.

SKIPULAGSLÝSING

3. Þjórsárbraut 2, Stórholt; Landbúnaðarsvæði í verslun og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2401034

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. maí 2024 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 vegna lóðarinnar Þjórsárbrautar 2 í landi Stórholts. Samkvæmt núverandi staðfestu aðalskipulagi Flóahrepps er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Er það ósk landeigenda að aðal- og deiliskipulagi svæðisins verði breytt þannig að hluti lóðarinnar Þjórsárbraut 2 (3,21 ha), verði ætlað undir verslun- og þjónustu. Innan reitsins verði heimilt að reisa um 350 fm þjónustuhús þar sem jafnframt er heimilt að hafa 4 – 5 gistirými fyrir samtals um 20 gesti og um 30 – 40 gestahús til útleigu, sem eru um 30 fm hvert fyrir samtals um 60 – 80 gesti. Ennfremur er heimilt að reisa um 200 fm íbúðarhús/starfsmannahús og um 200 fm aukahús s.s gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu.

GREINARGERÐ

UPPDRÁTTUR

Samkvæmt 41. gr. og  43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana og breytinga:

4. Hnaus lóð L178933; Skilgreining lóðar; Deiliskipulag – 2404067

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. maí 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til lóðar Hnaus lóð L178933. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, tveggja gestahúsa og útihúss/gróðurhúss.

 UPPDRÁTTUR

5. Grímsskjól L236179; Stofnun 6 smábýlalóða og landskipti; Deiliskipulag – 2403039

Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. maí 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til landsskikans Grímsskjól L236179 úr landi Hallanda í Flóahreppi. Svæðið skiptist í tvo hluta um Engjalæk sem þverar skikann. Á syðri skikanum eru afmarkaðar sex smábýlalóðir þar sem heimilt verður að stofna lögbýli, byggja upp bæjartorfur og stunda hvern þann búskap sem heimilt er á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 UPPDRÁTTUR

6. Íshellir á Langjökli; Manngerður hellir; Deiliskipulag – 2311073

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. maí 2024 að auglýsa tillögu nýs deiliskipulags sem tekur til manngerðs íshellis á Langjökli. Deiliskipulagið nær yfir um 5 ha svæði þar sem afmörkuð verður lóð, byggingarreitur og aðkoma að svæðinu auk skilmála. Samhliða hefur verið auglýst tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til skilgreiningar á afþreyingar og ferðamannasvæði á jöklinum.

GREINARGERÐ

UPPDRÁTTUR

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Hverabraut 6, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni www.utu.is og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna www.blaskogabyggd.is, https://www.floahreppur.is/ ,   https://www.fludir.is/

Mál 1 – 3 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 23. maí 2024 með athugasemdafresti til og með 13. júní 2024.

Mál 4 – 6 innan auglýsingar eru skipulagsmál í auglýsingu frá 23. maí 2024 með athugasemdafrest til og með 5. júlí 2024.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Hverabraut 6, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið skipulag@utu.is. Bendum jafnframt á að málin eru aðgengileg á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is/.

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU