Auglýsing sem birtist 22. október 2015

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:

1. Breyting á aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015, Flóahreppi, á Galtastaða (lnr. 198977). Móttökustöð ISAVIA og frístundabyggð.

Lýsing skipulagsverkefnis vegna breytingar á aðalskipulagi sem nær til hluta lands Galtastaða (lnr. 198977) í Flóahreppi. Landið er í eigu Isavia og er fyrirhugað að setja upp varamóttökuloftnet vegna flugfjarskipta flugumferðar auk þess sem einnig verður gert ráð fyrir byggingu 1-3 frístundahúsa. Landið, sem í heild er um 80 ha að stærð, er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði en með breytingu verður gert ráð fyrir 0,35 ha iðnaðarsvæði og 4,6 ha sem frístundabyggð.

(Skipulagslýsing)

2. Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016. Iðnaðarsvæði sunnan við Árnes.

Lýsing skipulagsverkefnis vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepp á svæði sunnan við Árnes. Svæðið sem breytingin nær til er 39 ha að stærð og er í skilgreint sem blanda íbúðar- og landbúnaðarsvæðis (smábýli) en fyrirhugað er að breyta landnotkun í iðnaðarsvæði. Er þetta gert til samræmis við tillögu að breytingu að deiliskipulagi svæðisins sem er í vinnslu.

(Skipulagslýsing)

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

3. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku, Bláskógabyggð. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.

Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felur í sér að um 7 ha svæði í landi brekku sem afmarkast af Vallá, Kóngsvegi og landamörkum við Efri-Reyki breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð.

(Skiplagsuppdráttur)

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:

4. Breyting á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps 2000-2012, Bláskógabyggð, á spildu úr landi Einiholts. Verslun- og þjónusta í stað landbúnaðarsvæðis/efnistökusvæðis.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar sem felur í sér að gert er ráð fyrir svæði fyrir verslun- og þjónustu á spildu úr landi Einiholts á svæði milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan við bæjartorfu Einiholts. Fyrirhugað er að byggja upp gistiþjónustu fyrir ferðamenn. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingunni.

(Upppdráttur)

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:

5. Deiliskipulag sem nær til lögbýlisins Ásborg í Ásahreppi auk tveggja spildna úr landi Áss 1.

Lögð fram til kynningar lýsing deiliskipulags sem nær til hluta lands lögbýlsins Ásborg auk tveggja spildna úr landi Áss 1. Skipulagssvæðið er samtals um 60 ha að stærð og skiptist í þrjú aðskilin svæði sunnan og norðan við Ásveg nr. 275. Á hverri spildu verður heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr/gestahús og skemmu/útihús. Í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði enda gert ráð fyrir landbúnaðartengdri starfsemi á spildunum.

(Skipulagslýsing)

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

6. Deiliskipulag frístundahúsalóðar á spildu úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn, Grímsnes- og Grafningshreppi.

Tillaga að deiliskipulagi 5.000 fm frístundahúsalóðar úr landi Tjarnarvíkur sem er um 37 spilda úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn þar sem heimilt verði að byggja frístundahús og aukahús. Hámarksnýtingarhlutfall er 0.03 (150 fm), þar af má aukahús að hámarki vera 40 fm.

(Skipulagsuppdráttur)

7. Deiliskipulag verslunar- og þjónustulóðar á spildu úr landi Einiholts 1, Bláskógabyggð.

Lagt fram tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1 sem liggur milli Einiholtslækjar og Einiholtsvegar, suðvestan bæjartorfu Einiholts. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja 10 allt að 60 fm gistihús auk allt að 160 fm þjónustubyggingar. Breyting á aðalskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

(Skipulagsuppdráttur)

8. Deiliskipulag fyrir Geysissvæðið í Haukadal, Bláskógabyggð. Hverasvæði og nánast umhverfi.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Geysissvæðisins sem byggir á vinningstillögu í „Hugmyndasamkeppni um skipulag og hönnun Geyssisvæðisins í Haukadal“ sem haldin var 2013-2014. Megin svæði deiliskipulagsins verður hverasvæðið í kringum Geysi og Strokk en áhrifasvæði tillögunnar nær þó aðeins út yfir aðliggjandi svæði.

(Skipulagsuppdráttur 1:1.000)

(Yfirlitsuppdráttur 1:2.000)

(Greinargerð)

9. Breyting á deiliskipulagi Reykholts í Bláskógabyggð. Breyting á tengingu Lyngbrautar við þjóðveg

Í breytingunni felst að hluti Lyngbrautar verði botnlangi út frá Biskupstungnabraut sem mun ná inn fyrir núverandi aðkomu að lóðinni Lyngbraut 5. Aðkoma að lóðunum Lyngbraut 1, 2, 3 og 5 verða frá þessum botnlanga, en ekki verður lengur hægt að aka um Lyngbraut að öðrum lóðum innan þéttbýlisins. Þá er einnig gert ráð fyrir að aðkoma að lóðinni Lyngbraut 5 frá Bjarkarbraut verði felld niður. Breytingin er gerð til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sama svæðis sem nýlega tók gildi.

(Skipulagsuppdráttur)

10. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Mýrarkots í Grímsnes- og Grafningshreppi. Lækjarmýri, Álftamýri, Starmýri, Langamýri, Kringlumýri, Tjarnarmýri og Langholt.

Tillaga sem felur í sér að stærð aukahúsa á frístundahúsalóðum Lækjarmýri, Álftamýri, Starmýri, Langamýri, Kringlumýri, Tjarnarmýri og Langholt í landi Mýrarkots megi vera allt að 40 fm í stað 25 fm eins og núverandi skilmálar deiliskipulagsins kveða á um.

(Skilmálabreyting)

11. Deiliskipulag fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi ásamt umhverfisskýrslu.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ásamt umhverfisskýrslu. Í tillögunni er gert ráð fyrir framkvæmdum við stækkun virkjunarinnar auk þess sem verið er að setja ramma utan um þau mannvirki sem þegar eru til staðar á svæðinu. Skipulagssvæðið er um 1.500 ha og nær yfir núverandi stöðvarhús, starfsmanna- og þjónustuhús, hesthús, golfvöll, tengivirki og Bjarnalón, sem er miðlunarlón virkjunarinnar. Skilgreindar eru námur og haugsvæði, núverandi og nýir vegir, byggingareitir fyrir vinnubúðir,veitu og stöðvarmannvirki. Einnig er gert ráð fyrir lóð fyrir léttan iðnað, t.d. verkstæði, smiðju eða gagnaver en sú framkvæmd er ekki háð stækkun virkjunar. Gert er ráð fyrir að vatn verði tekið úr inntakslóni Búrfellsvirkjunar og leitt um aðrennslisskurð fram á brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki. Þaðan verða göng að neðanjarðarstöðvarhúsi og frárennslisgöng og frárennslisskurður frá stöðvarhúsi út í Fossá.

(Yfirlitsuppdráttur)

(Skipulagsuppdráttur 1:5.000)

(Skipulagsuppdráttur 1:2.500

(Greinargerð)

12. Deiliskipulag fyrir 22,7 ha spildu sem kallast Hrútur 2 úr landi Hrútshaga í Ásahreppi.

Lögð fram tillaga deiliskipulags fyrir 22,7 ha spildu úr landi Hrútshaga og liggur upp að Bugavegi. Ný spilda kallast Hrútur 2 og er fyrirhugað að byggja þar íbúðarhús, gestahús og útihús á tveimur afmörkuðum byggingarreitum.

(Skipulagsuppdráttur) 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1 – 3 og nr. 5 eru í kynningu frá 23. október til 4. nóvember 2015 en tillögur nr. 4 og nr. 6 – 12 frá 23. október til 4. desember 2015. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1 – 3 og nr. 5 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 4. nóvember 2015 en 4. desember fyrir tillögur nr. 4 og nr. 6 – 12. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

 

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is