Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 30. september 2015

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-15. fundur  

haldinn Laugarvatn, 30. september 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

Davíð Sigurðsson,

Rúnar Guðmundsson

 

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Ásahreppur:

Skógarás: umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1509081

Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 62,3 ferm og 194,9 rúmm, það verður flutt tilbúið á staðinn.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
 

2.  

Hrunamannahreppur:

Ásgarður (223398): Umsókn um byggingarleyfi: Hótel – 1502061

Granni 20141164-5741. Leyfi til að byggja hótel á tveimur hæðum með kjallara, skipt upp í þjónustuálmu og gistiálmu með 40 herb. Heildarstærð 1.869 ferm og 6.327 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
3.   Ásgarður 166712: Umsókn um byggingarleyfi: Valdimarsskáli – stækkun – 1509082
Sótt er um leyfi til að byggja við Valdimarsskála 10,4 ferm og 35 rúmm úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 44 ferm og 99 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
4.   Syðra-Langholt 6: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús, gesthús og geymslu – 1509075
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús 131,5 ferm, ásamt gestahúsi og geymslu 58,1 ferm. Heildarstærð er 189,6 ferm og 604,7 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. Grenndarkynningur er lokið með áritun nágranna.
 
5.   Mýrarstígur 3: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1509077
Sótt er um leyfi til að byggja grænmetisgeymslu, stálgrindarhús 350 ferm og 1.898,8 rúmm.
Frestað vegna aths við teikningu.
 
6.   Mýrarstígur 3: Umsókn um byggingarleyfi: Starfsmannahús – 1507019
Sótt er um að byggja starfsmannahús úr timbri 96,1 ferm og 333,2 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar vegna túlkunar á skilmálum.
 
 

7.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Kiðjaberg lóð 78: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1506074

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús úr einingum, stærð 173 ferm og 616,7 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
8.   Klausturhólar lóð 55: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús-viðbygging – 1506077
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 66 ferm og 205,3 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun er 124,2 ferm og 360,3 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
9.   Langamýri 6: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1509073
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 151,7 ferm með svefnlofti og geymslu 24,8 ferm úr timbri. Heildarstærð er 176,5 ferm og 589,6 rúmm.
Frestað vegna athugasemda
 
10.   Mánabakki 1: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509064
Granni 20140784-5513. Samþykkt byggingaráform 13/08 2014. Sótt er um að minnka húsið um 11,4 frá fyrri samþykkt. Tæknirými undir húsi fellur út.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
 

11.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Gunnbjarnarholt 166549: Umsókn um byggingarleyfi: Fjós – 1507022

Sótt er um leyfi til að byggja fjós og sameina eldra haughúsi við nýja haughúsið. Gefið var leyfi fyrir greftri 24/11 2014, sjá mál í granna nr. 2014036-5282
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
 

12.  

Bláskógabyggð:

Brú 167070: Umsókn um byggingarleyfi: Hesthús – 1506022

Sótt er um leyfi til að byggja hesthús á eldri haugkjallara. stærð hesthúss er 263,7 ferm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
13.   Koðrabúðir lóð 3: Stöðuleyfi: Hjólhýsi – 1509063
Sótt er um stöðuleyfi fyrir hjólhýsi við Koðrabúðir lóð 3 meðan á framkvæmdum við sumarhús stendur.
Umsókn um stöðuleyfi er samþykkt. Veitt til 30. sept 2016.
 
14.   Skálabrekkugata 8: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun (breyting) – 1509080
One 15-09-043. Breyting á fyrra máli í One/Granna, stækkun um 2,8 ferm. Salerni er bætt við nýbyggingu auk útisturtu og opið skýli.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
15.   Skálholtsvegur spennistöð: Umsókn um byggingarleyfi: Spennistöð – 1509078
Sótt er um leyfi til að byggja spennistöð 8,8 ferm og 18,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
16.   Syðri-Reykir lóð 167449: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla – 1505041
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu úr timbri, stærð 15,3 ferm og 36,8 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
 
 

17.  

Flóahreppur:

Glóra 166231: Stöðuleyfi: Vinnuskúr/vélageymsla – 1510001

Sótt er um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr/vélageymslu 70 ferm sem verður flutt frá Langholti 2. Verið er að útbúa lóð úr Glóru þar sem húsið mun standa í framtíðinni.
Umsókn um stöðuleyfi er samþykkt. Veitt til 23. júlí 2016.
 
 

 

 

 

 

 

 

18.  

 

 

 

 

 

 

Umsagnir um rekstrarleyfi:

Efra-Sel 203095: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1509087

Umsögn um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II, gistiheimili.
Bent skal á að umrætt húsnæði er samþykkt sem íbúðarhúsnæði og til að hægt sé að veita jákvæða umsögn um leyfið þarf að óska eftir leyfi til breyttrar notkunar á húsinu fyrst.
 
19.   Árborg verslun 166627: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1509084
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II, veitingarstaður – Verslunin Árborg.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun á rekstrarleyfinu.
 
20.   Haukadalur 4 167101: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1509085
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II, veitingarstaður Kantína Geysir shops.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu reksrarleyfis í mannvirkinu. Lokaúttekt hefur farið fram.
 
21.   Miðdalskot 167643: Umsögn um rekstrarleyfi: Nýtt leyfi – 1509014
Umsögn um nýtt rekstrarleyfi í flokki II – gististaður/gistiskáli.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt verði rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki í tvö í íbúð í austurhluta hússins sem er fullbúin og hefur verið tekin út. Íbúð í vesturhluta er ófullgerð.
 

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00