15 sep Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 3. september 2015
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-13. fundur
haldinn Laugarvatn, 3. september 2015
og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi
Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi
Davíð Sigurðsson, starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Kerhraun 14: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsluhús – 1501071 |
|
Granni 20140979-5661. Sótt er um leyfi fyrir geymsluhúsnæði sem búið er að byggja samtengt sumarhúsi. | ||
Aðaluppdrættir samþykktir. | ||
2. | Vaðholt 2: Stöðuleyfi: Sumarhús – 1507001 | |
Sótt er um stöðuleyfi fyrir fullbyggt timburhúsi 26 ferm sem verður flutt á staðinn. | ||
Þar sem erindið samræmist ekki skilmálum deiliskipulags svæðisins er ekki unnt að verða við beiðni um stöðuleyfi. Umsókninni er því hafnað. | ||
3. | Þerneyjarsund 9: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – reyndarteikningar – 1509006 | |
Sótt er um leyfi fyrir þegar gerðum breytingum á sumarhúsi.Breyting á stærð 5,6 ferm og 22,1 rúmm. | ||
Samþykktar reyndarteikningar af húsinu. | ||
4. |
Bláskógabyggð:
Brekkugerði 167406: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – breyting – 1509004 |
|
Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi húsnæðis til að hægt sé að leigja það út til heimagistingar fyrir allt að 16 manns. | ||
Frestað vegna aths við teikningar. Ath gr. 9.1.4 varðandi gestafjölda og brunavarnir. | ||
5. | Friðheimar b spennist: Umsókn um byggingarleyfi: Spennistöð – 1508070 | |
Sótt er um leyfi til að byggja spennistöð – Magnum 550, 12,1 ferm og 36 rúmm úr timbri. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
6. | Heiðarbær lóð 170211: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509007 | |
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 98,2 ferm og 301,6 rúmm úr timbri. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
7. | Heiði lóð 10: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509010 | |
Sótt er um leyfi til að flytja á lóðina sumarhús úr timbri 44,2 ferm. Húsið verður flutt úr Botnsdal. | ||
Vísað til skipulagsnefndar vegna ósamræmis við deiliskipulag svæðisins. | ||
8. | Koðrabúðir lóð 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun – 1509009 | |
Sótt er um að byggja við sumarhúsið 34,6 ferm og 110,7 rúmm úr timbri. Heildarstærð er 96,4 ferm og 320,7 rúmm. | ||
Umsókninni er hafnað þar sem stærð hússins verður meiri en heimil er skv. deiliskipulagsskilmálum svæðisins, en þar segir að hámarksstærð húsa sé 80 fermetrar. | ||
9. | Mosaskyggnir 24: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1509008 | |
Sótt er um að flytja sumarhús úr timbri frá Brekku, húsið stóð áður á Skyggnisvegi 22 í Úthlíð. Húsið verður stækkað eftir flutning. Heildarstærð 42,4 ferm og 138,5 rúmm | ||
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi er gefið út að uppfylltum skilyrðum er fram koma í gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð. | ||
10. | Þingvellir, Bratti 170796: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – 1504004 | |
Leyfi til að flytja hús á staðin í stað eldri fjallaskála sem stóð á staðnum og hefur verið fjarlægður. Húsið er 71 ferm, 207,7 rúmm úr timbri. Eldra hús var 22 ferm. | ||
Vísað til skipulagsnefndar. | ||
11. |
Til umsagnar:
Miðhús 1 166579: Umsögn um rekstrarleyfi: Endurnýjun – 1508069 |
|
Umsögn um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II – gististaður. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gististað í fl. II, íbúðarleiga. Óskað er eftir að afrit af leyfi sé sent til viðkomandi sveitarfélags þegar það er gefið út. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00