Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 190 – 30. ágúst 2023

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-190. fundur  haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 30. ágúst 2023 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál

1.   Syðri-Hamrar 3 (L200445); byggingarheimild; vélaskemma – 2306064
Erindi sett að nýju fyrir, skipulagsnefnd hefur tekið það til umfjöllunar. Fyrir liggur umsókn Helgu B. Helgadóttur, móttekin 15.06.2023 um byggingarheimild fyrir 227 m2 vélaskemmu á jörðinni Syðri-Hamrar 3 (L200445) í Ásahreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Hrunamannahreppur – Almenn mál

2.    Birkibyggð 12 (L227463); byggingarheimild; sumarbústaður og geymsla – 2306015
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin 11.07.2023 ný aðalteikning. Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Rítu K. Ásmundsdóttur og Kjartan Norðdahl um byggingarheimild fyrir 18 m2 geymslu, áður var samþykkt 96,3 m2 sumarbústaður á sumarbústaðalandinu Birkibyggð 12 (L227463) í Hrunamannahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
 
3.    Melakvísl 2 (L210669); umsókn um byggingarleyfi; parhús – breyting – 2308070
Fyrir liggur aðalteikning dags. 22.08.2023 frá Helga Kjartanssyni. Til stendur að skipta parhúsi í tvo matshluta 58,6 m2, Melakvísl 2a á 788,2 m2 lóð og Melakvísl 2b á 479,5 m2 lóð í Hrunamannahrepp.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
 
4.    Högnastígur 16 (L228735); byggingarleyfi; íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr – 2308061
Fyrir liggur umsókn Árnýjar Þórarinsdóttur fyrir hönd Slaki eignir ehf., móttekin 16.08.2023 um byggingarleyfi fyrir (214,4 m2) íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Högnastígur 16 (L228735) í Hrunamannahrepp.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
5.    Fannborgartangi 10-12 (L236081); byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2308067
Fyrir liggur umsókn Jónasar H. Jónssonar fyrir hönd Gunnars K. Haraldssonar og Haralds S. Gunnarssonar, móttekin 21.08.2023 um byggingarleyfi fyrir 302,2 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Fannborgartangi 10-12 (L236081) í Hrunamannahrepp.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
 
6.    Fannborgartangi 17 – 21 (L236083); byggingarleyfi; raðhús með innbyggðum bílskúrum – 2308075
Fyrir liggur umsókn Vals Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Stólinn undir stiganum ehf., móttekin 22.08.2023 um byggingarleyfi fyrir 3ja íbúða raðhúsi (440,7 m2) með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Fannborgartangi 17 (L236083) í Hrunamannahrepp.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
7.    Fannborgartangi 23 – 27 (L236086); byggingarleyfi; raðhús með innbyggðum bílskúrum – 2308076
Fyrir liggur umsókn Vals Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Reykjamelur ehf., móttekin 22.08.2023 um byggingarleyfi fyrir 3ja íbúða raðhúsi (440,7 m2) með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Fannborgartangi 23 – 27 (L236086) í Hrunamannahrepp.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
8.   Sléttuvegur 6 (L219023); byggingarheimild; geymsla – 2308084
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Lárusar Arnar Óskarssonar, móttekin 28.08.2023 um byggingarheimild fyrir 27,8 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Sléttuvegur 6 (L219023) í Hrunamannahrepp.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál

9.   Villingavatn (L170971); byggingarheimild; gestahús – 2302022
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Ásgerðar Þ. Bergset Ásgeirsdóttur, Bjargar Óskarsdóttur og Óskars Arnar Ásgeirssonar, móttekin 13.02.2023 um byggingarheimild fyrir 51,7 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Villingavatni (L170971) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
10.   Bakkavík 9 (L216389); byggingarheimild; sumarbústaður – 2305017
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar nýjar aðalteikningar 20.08.2023. Fyrir liggur umsókn Stefáns Þ. Ingólfssonar fyrir hönd Báru E. Garðarsdóttur um byggingarheimild að flytja 47,6 m2 sumarbústað frá Kiðjabergi í sama sveitarfélagi á sumarbústaðalandið Bakkavík 9 (L216389) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrri samþykkt ógild.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
 
11.    Grímkelsstaðir lóð 26 (L193704); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2308055
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Halldóru Jónsdóttur, móttekin 14.08.2023 um 15,5 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Grímkelsstaðir lóð 26 (L193704) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 87,5 m2.
Málinu er vísað í grenndarkynningu.
Ákvörðun byggingarfulltrúa byggir á heimild í 93. og 94. gr. sveitarstjórnarlaga 138/2011 um fullnaðarafgreiðslu mála og samþykkt fyrir byggðasamlagið Umhverfis og tæknisvið uppsveita bs. 35/2022 og samþykkt um stjórn og fundarsköp Grímsnes- og Grafningshrepps nr. 757/2013.
 
12.   Baulurimi 5 (L179269); byggingarheimild; sumarbústaður – 2308049
Fyrir liggur umsókn Róberts Svavarssonar fyrir hönd Jóns T. Ásmundssonar og Ingu L. Sædal, móttekin 15.08.2023 um byggingarheimild fyrir 92,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Baulurimi 5 (L179269) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
13.   Þrastahólar 23 (L205703); byggingarheimild; sumarbústaður – 2308069
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Axel D. Guðmundssonar og Heiðu B. Fossberg Óladóttur, móttekin 23.08.2023 um byggingarheimild fyrir 102,6 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Þrastahólar 23 (L205703) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
14.    Ytrihlíð 2 (L216412); byggingarheimild; sumarbústaður með rislofti að hluta – 2308074
Fyrir liggur umsókn Eggert Guðmundssonar fyrir hönd Tjema ehf., móttekin 30.06.2023 um byggingarheimild fyrir 124,2 m2 sumarbústað með rislofti að hluta á sumarbústaðalandinu Ytrihlíð 2 (L216412) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 
15.    Hestur lóð 33 (L168542); byggingarheimild; sumarbústaður og aðstöðuhús – 2308048
Fyrir liggur umsókn Sæmundar Eiríkssonar fyrir hönd Herberts Eiríkssonar og Soffíu Björnsdóttur, móttekin 16.08.2023 um byggingarheimild fyrir 149,6 m2 sumarbústað og 40 m2 aðstöðuhús á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 33 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
16.   Kiðjaberg 19 Hlíð (L229556); byggingarheimild; sumarbústaður – 2306110
Fyrir liggur umsókn Brynjars Daníelssonar fyrir hönd Heimdallur ehf., móttekin 27.06.2023 um byggingarheimild fyrir 192,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg 19 Hlíð (L229556) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
17.   Oddsholt 3 (L198837); byggingarheimild; sumarbústaður – 2308080
Fyrir liggur umsókn Friðriks Ólafssonar fyrir hönd Titas Ivanauskas, móttekin 28.08.2023 um byggingarheimild fyrir 68,3 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Oddsholt 3 (L198837) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulagsskilmálar liggja ekki fyrir.
 
18.    Neðan-Sogsvegar 61B (L231661); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og gestahús – breyting, sameina í einn matshluta – 2210066
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekið 17.08.2023 ný aðalteikning frá hönnuði. Sótt er um byggingarheimild að sameina mhl 01 sumarbústað 151 m2 og mhl 02 gestahús 25,9 m2 í einn matshluta á sumarbústaðalandinu Neðan Sogsvegar 61B (L231661) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir sameiningu matshluta verður 176,2 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
 
19.    Hraunsveigur 1 (L212471); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting, viðbygging sólskáli – 2205156
Erindi sett að nýju fyrir fund, 17.08.2023 var móttekin ný aðalteikning. Fyrir liggur umsókn Guðlaugs I. Maríassonar fyrir hönd BMB-Verk ehf, um byggingarheimild fyrir 18,7 m2 sólskála við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hraunsveigur 1 (L212471) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 69,6 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
 
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál

20.    Flatir lóð 9 (L208461); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2308072
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Múr og mynstur ehf., móttekin 23.08.2023 um byggingarheimild fyrir 60 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Flatir lóð 9 (L208461) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 179,6 m2.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
Bláskógabyggð – Almenn mál

21.   Hvammur (L235703); byggingarheimild; sumarbústaður – 2306050
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Kristjáns Andréssonar fyrir hönd Kristjáns Guðnasonar, móttekin 12.06.2023 um byggingarheimild fyrir 42 m2 sumarbústað á landinu Hvammur (L235703) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
22.   Magnúsarbraut 3 (L232997); byggingarheimild; sumarbústaður – 2308047
Fyrir liggur umsókn Davíðs Árnasonar fyrir hönd Stefáns A. Ástvaldssonar og Pálínu V. Sigtryggsdóttur, móttekin 15.08.2023 um byggingarheimild fyrir 47,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Magnúsarbraut 3 (L232997) í Bláskógabyggð.
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.
Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt.
Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:
– Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Leyfisgjöld þurfa að vera greidd.
 
23.   Friðheimar (L167088); tilkynningarskyld framkvæmd; hleðslustöð – 2308065
Fyrir liggur umsókn InstaVolt Iceland ehf., með umboð landeiganda, móttekið 25.08.2023 um tilkynningarskylda framkvæmd fyrir hleðslustöð á jörðinni Friðheimar (L167088) í Bláskógabyggð.
Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.6 byggingarreglugerðar 112/2012, tilkynningarskyld framkvæmd, og samræmast skipulagsáætlunum.
 
Flóahreppur – Almenn mál

24.   Kisa 2 (L235960); byggingarleyfi; íbúðarhús – 2308050
Fyrir liggur umsókn Guðmundar G. Guðnasonar fyrir hönd Elínar Holts, móttekin 17.08.2023 um byggingarleyfi fyrir 90,5 m2 íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Kisa 2 (L235960) í Flóahrepp.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012.
Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir.
-Undirritaðir aðaluppdrættir skulu vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda.
– Byggingarstjóri skal staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.
– Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal skilað inn.
– Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða.
– Byggingarleyfisgjöld skulu vera greidd.
 
25.   Heiðargerði 5 (L188574); stöðuleyfi; gámar – 2308073
Fyrir liggur umsókn Ólafs Wernerssonar fyrir hönd Orkugerðin ehf., móttekin 15.08.2023 um stöðuleyfi fyrir gáma á viðskipta- og þjónustulóðinni Heiðargerði 5 (L188574) í Flóahreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 30.08.2024.
 
26.   Grilla (L227145); stöðuleyfi; sumarbústaður í smíðum – 2308077
Fyrir liggur umsókn Mahran M. B. Shweiki, móttekin 26.08.2023 um stöðuleyfi fyrir frístundahús í smíðum á íbúðahúsalóðinni Grilla (L227145) í Flóahrepp.
Umsókn er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir þeim byggingum sem á að byggja á lóðinni sem uppfylla kröfur byggingarreglugerðar 112/2012. Lóðin er skilgreind sem íbúðarhúsalóð skv. deiliskipulagi svæðisins.

 
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir

27.    Ásborgir 1-3-5-7-9-15-17-19-21-23-2-40-42-48(L199043);umsögn um rekstrarleyfi; hótel – 2307034
Móttekinn var tölvupóstur þann 13.07.2023 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV (A) hótel, rýmisnúmer 01 0101 hótelstarfsemi, hótel og veitingahús á viðskipta- og þjónustulóðinni Ásborgir 1-3-5-7-9-15-17-19-21-23-32-40-42 og 48 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV.
 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00