Efnistökusvæði í Grímsnes- og Grafningshreppi

Nýverið sendi skipulagsfulltrúi UTU dreifibréf til landeigenda í Grímsnes- og Grafningshreppi sem hafa með námuréttindi að gera samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags sveitarfélagsins. Í dreifibréfinu eru landeigendur hvattir til að sækja um framkvæmdaleyfi til UTU fyrir efnistöku sé hún til staðar og eftir atvikum að vinna tilkynningu vegna hugsanlegs umhverfismats á efnistöku til Skipulagsstofnunar.

Sótt er um framkvæmdarleyfi í gegnum þjónustugátt UTU, sjá nánar hér:

https://www.utu.is/thjonustugatt-utu/

Nánari upplýsingar um umhverfismat framkvæmda má nálgast hér:

https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/um-umhverfismat-framkvaemda/

Sé frekari upplýsinga óskað um næstu skref er hægt að senda fyrirspurn til skipulagsfulltrúa á netfangið skipulag@utu.is eða í síma 480-5550.

Unnin var skýrsla fyrir Grímsnes- og Grafningshrepp 2022 þar sem úttekt var gerð á öllum núverandi námum innan sveitarfélagsins. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér:

Verkis-2022-Grimsnes_og_Grafningshreppur_Efnistokusvaedi

 

-NJ