03 maí Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 184 – 3. maí 2023
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 23-184. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 3. maí 2023 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál | ||
1. | Fremstatunga (L225243); byggingarleyfi; starfsmannahús – breyta notkun í hótel og gistihús – 2304062 | |
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Hálendið ehf., móttekin 26.04.2023 um byggingarleyfi að breyta notkun á starfsmannahúsum í hótel og gistihús á viðskipta- og þjónustulóðinni Fremstatunga (L226243) í Ásahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
2. | Skollagróf (L166828); umsókn um byggingarheimild; fjós mhl 16 – 2208030 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sigurðar H. Jónssonar og Fjólu Helgadóttur, móttekin 11.08.2022 um byggingarheimild fyrir 1.171,3 m2 fjós mhl 16 á jörðinni Skollagróf (L166828) í Hrunamannahrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
3. | Langholtsvegur (L166894); byggingarheimild; skóli – þak – 2304059 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Hrunamannahrepp, móttekin 25.04.2023 um byggingarheimild að breyta þaki og skipulagi á 2. hæð á skóla á viðskipta- og þjónustulóðinni Langholtsvegur (L166894) í Hrunamannahrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
4. | Hestur lóð 105 (L168611); byggingarheimild; sumarbústaður með kjallara – 2302009 | |
Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Helgu Gunnlaugsdóttur, móttekin 03.02.2022 um byggingarheimild fyrir 202,9 m2 sumarbústað með kjallara á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 105 (L168611) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
5. | Hvítuborgir (L218057) ; byggingarheimild; tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi – 2102039 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ögmundar Gíslasonar, móttekin 11.02.2021 um byggingarheimild til að reisa tjaldhýsi fyrir atvinnustarfsemi 60,7 m2 á lóðinni Hvítuborgir (L218057) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
6. | Garðarsbraut 18 (L175394); byggingarheimild; geymsla – 2304053 | |
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Jóels Svanbergssonar og Pálínu Árnadóttur, móttekin 25.04.2023 um byggingarheimild fyrir 40 m2 geymslu á sumarbústaðalóðinni Garðarsbraut 18 (L175394) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
7. | Skipasund 12 (L168799); byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2304063 | |
Fyrir liggur umsókn Sigursteins Sigurðssonar fyrir hönd Sigríðar K. Árnadóttur og Eysteins Marvinssonar, móttekin 26.04.2023 um byggingarheimild fyrir 24,7 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Skipasund 12 (L168799) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 73 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
8. | Álfsstaðir II (L215788); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2211050 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Sigmundar Þorsteinssonar og Vigdísar H. Sigurðardóttur, móttekin 20.11.2022 um byggingarleyfi fyrir 92,2 m2 íbúðarhús á jörðinni Álfsstaðir II (L215788) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
9. | Kílhraunsvegur 40 (L230778); byggingarheimild; sumarbústaður – 2304064 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hreinssonar fyrir hönd Haralds P. Hilmarssonar og Örnu S. Viðarsdóttur, móttekin 26.04.2023 um byggingarheimild fyrir 56,2 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Kílhraunsvegur 40 (L230778) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
10. | Áshildarvegur 2 (L228713); umsókn um byggingarheimild; gestahús – breyting – 2209064 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, stækkun um 26 m2 frá fyrri samþykkt. Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Víðis Sigurðssonar, móttekin 11.04.2023 um byggingarheimild fyrir 70 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Áshildarvegur 2 (L228713) í Skeiða- og Gnúpverjahrepp. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
11. | Hlemmiskeið 5 (L166468); rekstrarleyfi; gisting – 2304018 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 12.04.2023 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II (C) minna gistiheimili, rýmisnúmer 02 0101 einbýlishús á jörðinni Hlemmiskeið 5 (F220 1902) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 4 manns. | ||
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
12. | Skálarimi (L201304); rekstrarleyfi; gisting – 2304061 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.03.2023 frá fulltrúa sýslumanns þar sem óskað er eftir umsögn um rekstraleyfi í fl. II (D) gistiskáli , rýmisnúmer 01 0101 einbýli frá Margréti Ormsdóttur fyrir hönd Hótel Vatnsholt ehf., kt. 630493 – 2349 á lóðinni Skálarimi (L231 6679) í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 14 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45