Skipulagsnefnd fundur nr. 94 – 10. ágúst 2015

Skipulagsnefnd – 94. fundur  

haldinn Laugarvatn, 10. ágúst 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

 

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

 

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Grímsnes- og Grafningshreppur

Ásgarður 168229: Ásgarður vegsvæði: Stofnun lóðar – 1507030

Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 20. júlí 2015 um stofnun lóðar sem nær til svæðis úr landi Ásgarðs (lnr. 168229) sem fer undir hluta Búrfells vegar. Nær svæðið til þess hluta þar sem vegurinn er færður frá núverandi legu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
2.   Suðurbakki 8: Ásgarður: Deiliskipulagsbreyting – 1508004
Lögð fram umsókn eigenda lóðarinnar Suðurbakki 8 í landi Ásgarðs dags. 9. júlí 2015 þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæðum deiliskipulags um mænisstefnu. Meðfylgjandi eru uppdrættir sem sýna fyrirhugaða legu hússins.
Að mati skipulagsnefndar er um svo óverulegt frávik frá skilmálum deiliskipulagsins að ræða að hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga er því ekki talin þörf á að gera breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
3.   Frístundabyggð Hagavík reitur B: Deiliskipulag – 1501004
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. júlí 2015 varðandi deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Hagavíkur, reit B. Þá er einnig lagt fram bréf skipulagsráðgjafa um hvernig koma megi til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með breytingum til að koma til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Stærð gestahúss minnkar úr 60 fm í 40 fm og uppdráttur er lagfærður.
4.   Tjarnarvík lnr. 222808: Íbúðarhús: Deiliskipulag – 1508010
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem nær til Tjarnarvíkur (lnr. 222808) úr landi Hagavíkur við Þingvallavatn. Landið er um 37 ha að stærð en skipulagið gerir ráð fyrir einum 2.000 fm byggingarreit um 100 m frá vatnsbakka þar sem byggja má 300 fm íbúðarhús og 40 fm útihús.
Að mati skipulagsnefndar er ekki mælt með að á þessu svæði verði samþykkt að byggja íbúðarhús heldur eingöngu frístundahús. Ef gera á ráð fyrir byggingu frístundahúss að þá er mælt með að afmörkuð verði minni lóð utan um húsið í stað þess að gera ráð fyrir að allt svæðið verði skráð sem frístundahúsalóð.
5.   Kiðjaberg: Frístundabyggð: Endurskoðað deiliskipulag – 1504002
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 4. ágúst 2015 við endurskoðun deiliskipulags Kiðjabergs. Þá er einnig lagður fram tölvupóstur skipulagsráðgjafa dags. 10. ágúst þar sem fram koma viðbrögð við athugasemdum og ábendingum Skipulagsstofnunar.
Afgreiðslu málsins frestað þar til fyrir liggur greinargerð frá umsækjendum um hvernig bregðast skuli við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
 

6.  

Bláskógabyggð

Stíflisdalur lóð 170789: Afmörkun og stærð lóðar – 1508003

Lögð fram umsókn dags. 15. júní 2015 ásamt lóðablaði sem nær til landsins Stíflisdalur lóð lnr. 170789. Í dag er lóðin án stærðar en skv. hnitsetningu lóðablaðs er hún 2,7 ha. Á lóðinni er sumarhús byggt 1965.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar eins og hún er sýnd á lóðablaði, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands.
7.   Efsti-Dalur 2 lnr. 167631: Efsti-Dalur 2 land 1: Stofnun lóðar – 1508005
Lögð fram umsókn dags. 21. júlí 2015 þar sem óskað er eftir að stofnuð verði ný 143,9 ha spilda úr landi Efsta-Dals 2 lnr. 167631. Spildan liggur upp að Brúará sunnan þjóðvegar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins þar til fyrir liggur samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamarka.
8.   Einiholt 1 land 1: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1502087
Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Biskupstungnahrepps á spildu úr landi Einiholts. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustusvæði á spildu milli Einiholtslækjar og þjóðvegar, sunnan bæjartorfu Einiholts þar sem fyrirhugað er að byggja upp gistiþjónustu. Tillaga var kynnt með auglýsingu sem birtist 25. júní 2015. Athugasemd hefur borist frá eigendum Einiholts 1 og 2 og Kjarnholta 1 auk þess sem fyrir liggja umsagnir Vegagerðarinnar og Minjastofnunar Íslands við deiliskipulagstillögu svæðisins sem kynnt var samhliða.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða deiliskipulagi svæðisins.
9.   Einiholt 1 land 1: Deiliskipulag – 1505030
Lagt fram tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja 10 allt að 60 fm gistihús auk allt að 160 fm þjónustubyggingar. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa deiliskipulagið skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Leita þarf umsagnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
10.   Fljótsholt: Reykholt: Fyrirspurn – 1502075
Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á deiliskipulagi Reykholts sem nær til lóðarinnar Sólbraut 8 (Fljótsholt). Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að reisa 12 íbúðarhús á bilinu 50-70 fm og 4 íbúðarhús sem geta verið 70-90 fm. Athugasemdafrestur rann út 7. ágúst 2015 og bárust tvær athugasemdir.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa er falið að óskað eftir viðbrögðum umsækjenda deiliskipulags við þeim atriðum sem fram koma í athugasemdum.
11.   Skálabrekka lnr. 170163: Austur-, mið- og vesturhluti: Stofnun lóða – 1508015
Lagt fram erindi dags. 23. júlí 2015 þar sem óskað er eftir umsagnar um skiptasamningi fyrir jörðina Skálabrekku í Bláskógabyggð. Varða skiptin eingöngu eystri hluta jarðarinnar. Á fundi skipulagsnefndar 26. maí 2011 var sambærilegt erindi lagt fyrir, þ.e. skipti á eystri hluta jarðarinnar, og var það samþykkt með fyrirvara um samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu landamerkja.
Skipulsgsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun landsins með fyrirvara um samþykki aðliggjandi eigenda á hnitsetningu landamerkja og að útbúinn sé sérstakur lóðauppdráttur þar sem eingöngu er fjallað um þessi landsskipti. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
12.   Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Árnes sunnan við þjóðveg: Landnotkun breytt í iðnaðarsvæði: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1508009

Lögð fram lýsing skipulagsverkefnis vegna breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepp á svæði sunnan við Árnes. Svæðið sem breytingin nær til er 39 ha að stærð og er í skilgreint sem blanda íbúðar- og landbúnaðarsvæðis (smábýli) en fyrirhugað er að breyta landnotkun í iðnaðarsvæði. Er þetta gert til samræmis við tillögu að breytingu að deiliskipulagi svæðisins sem er í vinnslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda skipulagslýsingu og mælir með að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og leita umsagnar Skipulagsstofnunar.
13.   Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079
Lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ásamt umhverfisskýrslu. Í tillögunni er gert ráð fyrir framkvæmdum við stækkun virkjunarinnar auk þess sem verið er að setja ramma utan um þau mannvirki sem þegar eru til staðar á svæðinu. Lýsing deiliskipulagsins var í kynningu frá 25. júní til 7. ágúst 2015 og var hún einnig send til umsagnar. Fyrir liggja umsagnir Skipulagsstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðarinnar, Rangárþingi Ytra og Skógræktar ríkisins.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að sveitarstjórn feli skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar með lagfæringum til að koma til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.
 

14.  

Flóahreppur

Vatnsendi: Alifuglabú: Deiliskipulag – 1508012

Lögð fram umsókn eigenda Vatnsenda í Flóahreppi dags. 27. júlí 2015 þar sem óskað er eftir að meðfylgjandi tillaga að lýsingu deiliskipulags vegna stækkunar alifuglabús jarðarinnar. Fyrirhugað er að byggja allt að 6 hús fyrir eldi alifugla á svæði norðan Villingaholtsvegar nr. 305 fyrir allt að 80.000 kjúklinga.
Skipulagsnefnd bendir á að í lýsingu þarf að koma fram að fyrirhugað alifuglabú fellur undir ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, lið 10.1 í 1. viðauka laganna og fellur deiliskipulagið því undir ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Nefndin gerir ekki athugasemd við að lýsing deiliskipulagsins verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga þegar matslýsingu hefur verið bætt við.
 

15.  

Hrunamannahreppur

Hvammsvegur: Hrunamannahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1505018

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps. Í breytingunni felst færsla Hvammsvegar á um 500 m kafla milli Högnastaða og Hvamms. Tillagan var kynning með auglýsingu sem birtist 25. júní 2015 og hafa engar ábendingar eða athugasemdir borist.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga.
16.   Birtingaholt 1 lnr. 166725: Birtingaholt 6: Stofnun lóðar – 1508013
Lagt fram lóðablað sem sýnir afmörkun 90.000 fm lóðar úr landi Birtingaholts 1 lnr. 166725. Aðkoma að landinu er um land Birtingaholts 1 en í framtíðinni er gert ráð fyrir aðkomu um veg að Birtingaholti 3 og liggur fyrir samþykki þar um. Ný lóð mun heita Birtingaholt 6 er ráðgert að reisa þar íbúðarhús og aukahús í framtíðinni.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Ragnar Magnússon vék af fundi við afgreiðslu málsins.
17.   Kluftir lnr. 166791: Árdalir: Stofnun lóðar – 1508014
Lagt fram erindi eigenda Klufta lnr. 166791 dags. 8. júní 2015 um uppskipti á landi lögbýlisins. Fram kemur að núverandi lögbýlisréttur skuli fylgja eystri hluta jarðarinnar sem skv. lóðablaði er 563 ha. Þá er einnig sótt um lögbýlisrétt á vestari hluta jarðarinnar (ný lóð) sem fá mun nafnið Árdalir og er 522 ha. Fram kemur að ytri mörk jarðarinnar eru eins og þeim er lýst í landamerkjabréfi nr. 65 frá 12. maí 1885.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landsskiptin með vísun í 48. gr. skipulagslaga og 13. gr. jarðalaga. Ekki er heldur gerð athugasemd við stofnun nýs lögbýlis á vestari hluta jarðarinnar.
18.   Haukholt 1 lnr. 166757: Haukholt 1A: Stofnun lóðar – 1508011
Lögð fram umsókn dags. 4. ágúst 2015 um stofnun 2.327,4 fm lóðar undir íbúðarhús og útihús úr jörðinni Haukholt 1 lnr. 166757. Meðfyljandi er lóðablað sem sýnir hnitsetta afmörkun lóðarinnar. Fyrir liggur samþykki eigenda Haukholta 1 og 2 á hnitsetningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að á lóðablaði komi fram kvöð um aðkomu að lóðinni um land Haukholta 1.
 

19.  

Ásahreppur

Ás 1-3 land lnr. 176490: Ás 1-3 land B og C: Stofnun lóða – 1508008

Lögð fram umsókn dags. 4. ágúst 2015 þar sem óskað er eftir að spildunni Ás 1-3 land (lnr. 176490) sem er 15,4 ha að stæði verði skipt í þrjár minni spildur. Fyrir liggur samþykki aðliggjandi landeigenda á hnitsetningu spildunnar. Þá kemur fram í viðbótargögnum að fyrirhugað er að sameina lóðirnar tvær sem verða til við aðliggjandi spildur.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun ofangreindra lóða og gerir ekki athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
20.   Hrútur 2: Hrútshagi: Deiliskipulag – 1505032
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi 22,7 ha spildu sem kallast Hrútur 2 úr landi Hrútshaga í Ásahreppi. Lýsing deiliskipulagsins var í kynningu til 7. ágúst. Engar athugasemdir bárust utan umsagnar Skipulagsstofnunar dags. 1. júlí 2015.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að deiliskipulagið verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Leita þarf umsagnar Vegagerðarinnar og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
21.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-11 – 1507002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2015.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45