Skipulagsnefnd – Fundur nr. 250 – 23. nóvember 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU 250. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 23. nóvember 2022 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Nanna Jónsdóttir, Vigfús Þór Hróbjartsson og Davíð Sigurðsson

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundargerð var send til nefndarmanna til rafrænnar undirritunar.

Dagskrá: 

  Ásahreppur:
   
1.   Berustaðir land L194087; Þjóðólfshagi 31C; Stofnun lóðar – 2211023
Lögð er fram umsókn frá Söru Pálsdóttir er varðar stofnun lóðar Þjóðólfshaga 31C.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki erindið. Nefndin mælist til þess að leitað verði samþykkis landeigenda Berustaða 194087 vegna viðkomandi lóðastofnunar.
2.   Gásagustur í Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2203063
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Gásagustar á Holtamannaafrétt. Í deiliskipulaginu er afmörkuð ein lóð fyrir mannvirki. Heimilt er að byggja 3 hús og getur heildar byggingarmagn verið allt að 300 m2. Gert er ráð fyrir gistingu í 2-3 skálum og að heimilt sé að vera með aðstöðu fyrir landvörð, upplýsingar og fræðslu um Friðland Þjórsárvera. Gisting getur verið fyrir 30 gesti. Heimilt er að nýta mannvirki allt árið. Núverandi mannvirki verða fjarlægð. Skipulagssvæðið er um 3,7 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
3.   Versalir (Stóraver L165351) á Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211042
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Versala á Holtamannaafrétt. Með deiliskipulaginu er staðfesta núverandi landnotkun svæðisins. Í Versölum eru þrír skálar, tveir gistiskálar og hesthús með hestagerði. Annar gistiskálinn og hesthúsið er í eigu Ásahrepps og Rangárþings ytra, hinn gistiskálinn er í einkaeigu. Gisting getur verið fyrir allt að 45 gesti. Skipulagssvæðið er um 5,6 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
4.   Hvanngiljahöll á Holtamannaafrétti; Fjallasel, Deiliskipulag – 2211043
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Hvanngiljahallar á Holtamannaafrétt. Með deiliskipulaginu er staðfesta núverandi landnotkun svæðisins, auk þess sem gert er ráð fyrir byggingu nýrra skála í stað þeirra sem fyrir eru. Gisting getur
verið fyrir allt að 30 gesti. Skipulagssvæðið er um 4,9 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
5.   Hald á Holtamannaafrétti; Fjallasel; Deiliskipulag – 2211044
Lögð er fram tillaga deiliskipulags sem tekur til fjallaselsins Halds á Holtamannaafrétt. Með deiliskipulaginu er staðfesta núverandi landnotkun svæðisins, auk þess sem gert er ráð fyrir byggingutveggja nýrra skála. Annar er ætlaður fyrir gistingu og hinn getur verið skemma/hesthús. Gisting getur verið fyrir allt að 40 gesti. Skipulagssvæðið er um 3,9 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Bláskógabyggð:
6.   Laugarás – tækjahús (L176855); umsókn um byggingarheimild; fjarskiptamastur – 2112028
Fyrir liggur umsókn Jóns G. Magnússonar fyrir hönd Mílu ehf., móttekin 10.12.2021, um byggingarheimild til að reisa 20 m stálmastur á viðskipta- og þjónustulóðinni Laugarás tækjahús L176855 í Bláskógabyggð. Lagðar eru fram athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu málsins ásamt andsvörum umsækjanda.
Skipulagsnefnd UTU tekur undir andsvör umsækjenda vegna framlagðar athugasemda sem bárust vegna málsins og mælist til þess við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu byggingarheimildar fyrir uppsetningu umsótts fjarskiptamasturs. Byggingarfulltrúa verði falin afgreiðsla málsins.
7.   Myrkholt lóð 4 (L174177); umsókn um byggingarleyfi; breyta notkun á gistiskála í íbúðarhús – 2205106
Fyrir liggur umsókn Vilborgar Guðmundsdóttur fyrir hönd Gljásteinn ehf., móttekin 10.05.2022 um byggingarleyfi til að breyta notkun á 74 m2 gistiskála mhl 01, byggingarár 2013 í íbúðarhús á sumarbústaðalandinu Myrkholt lóð 4 (L174177) í Bláskógabyggð. Húsið er staðsett á landbúnaðarlandi samkvæmt aðalskipulagi Bláskógabyggðar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við breytta notkun hússins á grundvelli landnotkunar aðalskipulags. Standist húsið kröfur byggingarreglugerðar er varðar íbúðarhús gerir nefndin því ekki athugasemdir við breytta notkun þess.
8.   Holtakot lóð (L176853); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2211014
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Hjaltasonar og Rannveigar Einarsdóttur, móttekin 02.11.2022 um byggingarheimild fyrir 129 m2 sumarbústað á lóðinni Holtakot lóð (L176853) í Bláskógabyggð. Landnoktun landsins samkvæmt aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði og frístundasvæði. Lóðin er skráð sem ræktað land. Fyrir á lóðinni er 42,9 fm sumarhús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina sem tekur til byggingarheimilda innan hennar.
9.   Efsti-Dalur 2 L167631; Fjölgun lóða og stækkun byggingarreita; Deiliskipulagsbreyting – 2210093
Lögð er fram umsókn frá Efstadalskoti ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi að Efsta-Dal 2. Í breytingunni felst fjölgun lóða og stækkun byggingarreita auk þess sem breytingar eru gerðar á núverandi skipulagsskilmálum innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breytinga á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi
10.   Efsti-Dalur lóð 11 L167747; Stækkun byggingarreits og auknar byggingarheimildir; Deiliskipulagsbreyting – 2211003
Lögð er fram umsókn frá Friðriki Friðrikssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efsta-Dals. Í breytingunni felst beiðni um breytingu á byggingarreit og byggingarskilmálum innan lóðar Efsta-Dals lóð 11, L167747.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að umsókn um breytingar sem varðar byggingarskilmála á einstaka lóð innan deiliskipulagssvæðis verði synjað. Nefndin gerir hins vegar ekki athugasemdir við skilgreiningu byggingarreits á lóð Efsta-Dals lóð 11. Mælist nefndin til þess að umsókn um breytingar á byggingarskilmálum innan hverfisins taki til skipulagssvæðisins í heild. Sé vilji til að einskorða umsókn við skilgreiningu byggingarreits á lóðinni mælist nefndin til þess að uppfærðum gögnum verði skilað inn til embættis UTU.
11.   Brattholt; Stækkun lóðar og byggingarreits og aukið byggingarmagn; Deiliskipulagsbreyting – 2211046
Lögð er fram umsókn frá Ferðaþjónustu Gullfossi ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi að Brattholti. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits og aukning á byggingarheimildum. Gert er ráð fyrir að gistiheimilið geti stækkað um 3000 fm og geti orðið allt að 4500 fm. Leyfilegt verði að byggja 1-2 hæða viðbyggingu við núverandi hús.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlagðri beiðni um breytingu á deiliskipulagi verði synjað og sveitarfélagið fari fram á gerð nýs deiliskipulags sem tekur til uppbyggingar á lóðinni og stækkunar á henni. Að mati nefndarinnar er svo umfangsmikil aukning á byggingarheimildum innan lóðarinnar ekki þess eðlis að unnt sé að veita heimild fyrir slíkri uppbyggingu með breytingu á núverandi deiliskipulagi. Viðkomandi lóð og byggingarheimildir innan hennar voru upphaflega skilgreindar með breytingu á deiliskipulagi svæðisins árið 2006. Upphaflegt deiliskipulag er frá 1998. Með nýju deiliskipulagi verði með ítarlegri hætti m.a. gert grein fyrir auknum gestafjölda, vatns- og fráveitu, ásýnd, fjölda bílastæða, umhverfisáhrifa og minjaskráningar. Samhliða verði unnin óverulega breyting á gildandi deiliskipulagi þar sem svæðið verði fellt út úr gildandi skipulagsáætlun taki það ekki til heildar endurskoðunar skipulagssvæðisins í heild.
12.   Stekkatún; Stækkun lóðar og breytt staðföng; Deiliskipulag – 2211051
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Stekkatúns. Í breytingunni felst stækkun lóðar og breytt staðföng innan svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
13.   Tjörn L167174, deiliskipulagsbreyting – 2211039
Lögð er fram beiðni frá Reykjavík Peace festival ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Svartaskógar í landi Tjarnar. í breytingunni felst ný skilgreining á lóð innan skipulagsins, minnkun á byggingarreit og breyttri aðkomu auk þess breytingar er gerðar á skipulagsskilmálum sem taka til fráveitu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagða breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
14.   Traustatún 2 L234168; Fyrirspurn – 2211062
Lögð er fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar umsóknar um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á lóð Traustatúns 2.
Að mati skipulagsnefndar er gert ráð fyrir því innan deiliskipulags fyrir Laugarvatn að á umræddum lóðum verði byggð hús sem nýti sér landhalla innan lóðar og verðir á einni og hálfri til tveimur hæðum þ.e. með niðurgröfnum kjallara. Mælist nefndin til þess að hús á lóðinni verði í takt við þau markmið deiliskipulagsins.
Flóahreppur:
15.   Arnarstaðakot; Búgarðabyggð; Deiliskipulag – 2201058
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags íbúðarbyggðar í landi Arnarstaðarkots eftir kynningu. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 23 íbúðarhúsalóðum að stærðinni frá 6.124 fm til 11.920 fm. Á þeim er heimilt að byggja íbúðarhús með geymslu/bílageymslu og eitt útihús, sem (sbr. aðalskipulag) getur haft mismunandi hlutverk s.s. fyrir búfé, gróður, heilsutengda þjónustu og ferðaþjónustu. Allt dýrahald er leyfilegt innan skipulagsins en skal vera afgirt innan lóðar/spildu eða í taumi utan lóðar/spildu. Deiliskipulagið er í takt við tillögu aðalskipulagsbreytingar sem er í vinnslu og tekur til skilgreiningu nýrra íbúðarsvæða innan aðalskipulags Flóahrepps. Athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi sveitarstjórnar þann 12.5.2022.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
16.   Þingborg íbúðarbyggð; Endurskoðað deiliskipulag – 2204026
Lögð er fram tillaga er varðar heildarendurskoðun deiliskipulags íbúðarsvæðis við Þingborg eftir auglýsingu. Deiliskipulagið nær til um 8 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Umsögn Skipulagsstofnunar vegna afgreiðslu málsins lögð fram.
Innan umsagnar Skipulagsstofnunar er tiltekið að framlögð endurskoðun á deiliskipulagi svæðisins samræmist ekki aðalskipulagi Flóahrepps á þeim forsendum að ekki sé gert ráð fyrir skilgreiningu 61-82 íbúðarlóða innan svæðisins innan greinargerðar aðalskipulags. Innan aðalskipulags Flóahrepps er tiltekið að á svæðinu sé í gildi deiliskipulag fyrir 26 lóðir á 8 ha svæði. Ekkert er tiltekið um fjölda íbúða innan svæðisins. Innan greinargerðar heildar endurskoðunar deiliskipulags svæðisins er tiltekið að innan svæðisins séu 24 lóðir en heimild er veitt fyrir uppbyggingu par- og raðhúsa innan svæðisins. Innan núverandi skilmála gildandi deiliskipulags er jafnframt gert ráð fyrir því að innan svæðisins sé heimilt að byggja parhús í stað einbýlishúsa, það skipulagi gerir því á sama hátt ráð fyrir því að fleiri íbúðir geti verið byggðar innan svæðisins en eru skilgreindar lóðir. Að mati nefndarinnar er tillagan því í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins þar sem ekki er gert ráð fyrir fjölgun lóða innan svæðisins þótt svo að sannarlega sé gert ráð fyrir fjölgun íbúða innan þess. Greinargerð deiliskipulagsins hefur verið uppfærð í takt við athugasemdir Skipulagsstofnunar er varðar ofangreint atriði. Að mati nefndarinnar er ekki ástæða til að bregðast við athugasemdum skipulagsstofnunar er varðar hreinsun fráveitu innan svæðisins, engar athugasemdir koma fram frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands eða Umhverfisstofnun er varðar hreinsun fráveitu eða mengunarvarnir. Innan deiliskipulags er tilgreint að notast eigi við þriggja þrepa hreinsun fráveitu innan svæðisins sem teljast fullnægjandi kröfur til ítarlegrar hreinsunar að mati nefndarinnar. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði sent Skipulagsstofnun til varðveislu.
17.   Eystri-Loftsstaðir 7 og 11; Brimhólar L227156 og Brimhólar 2 L227152; Deiliskipulag – 2210086
Lögð er fram umsókn frá Svanbjörgu Vilbergsdóttir er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til lóðar Eystri-Lofsstaða 7 og 11, Brimhóla og Brimhóla 2. Hvor lóð fyrir sig er 5.300m² en þær eru aðskildar af Eystri-Loftsstöðum 9. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og útihúss á Brimhólum og ferðaþjónustu.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemdir við framlagaða notkun og uppbyggingu sem tilgreind er á lóð Eystri-Loftstaða 11, L227156. Að mati nefndarinnar er sú starfsemi sem tilgreind er á lóð Eystri-Loftstaða 7 þess eðlis að landnotkun svæðisins þyrfti að vera skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að málinu verði frestað og skipulagsfulltrúa verði falin samskipti við umsækjanda um stöðu málsins og næstu skref.
18.   Hróarsholt spilda F1; L197221; Íbúðarhús, gestahús, útihús; Deiliskipulag – 2210092
Lögð er fram umsókn frá Tæki og tól ehf er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til spildu Hróarsholts spildu F1, L197221. Í skipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss innan tveggja byggingarreita.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
19.   Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Íbúðasvæði; Arnarstaðakot-Skálmholt-Glóra; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2110027
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 eftir auglýsingu. Breytingin snýr að skilmálum aðalskipulagsins er varðar íbúðarsvæði í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að breyta skilmálum á þann hátt að heimila ný íbúðarsvæði í dreifbýli vegna sýnds áhuga landeigenda og eftirspurnar eftir slíkum lóðum. Breytingin nær til þriggja nýrra íbúðarsvæða, Arnarstaðakots L166219 þar sem fyrirhugað er uppbygging búgarðabyggðar, í landi Skálmholts land L186111 þar sem núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreint sem íbúðarsvæði og innan jarðarinnar Glóru á um 30 ha svæði. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytinganna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að tekið verði undir athugasemdir sem bárust er varðar skilgreindar heimildir innan Glóru. Mælist nefndin til þess að uppfærð tillaga verði lögð fram til samþykktar á fundi sveitarstjórnar. Nefndin telur að öðru leiti að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti innan tillögunnar en leggur áherslu á að við deiliskipulagningu viðkomandi svæða sé fjallað nánar um vistgerðir, fuglalíf og hraunmyndanir auk þess sem unnar verði minjaskráningar þar sem við þá. Með ofangreindum fyrirvörum mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að breyting á aðalskipulagi verði samþykkt eftir auglýsingu. Óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
20.   Minni-Borg 2 L226996; Stofnun lóðar – 2211040
Lögð er fram umsókn frá Þresti Sigurjónssyni er varðar stofnun lóðar úr landi Minni-Borgar 2.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið. Nefndin leggur áherslu á að skilgreind aðkoma að landinu sé í samræmi við gildandi deiliskipulagáætlun aðliggjandi lands. Komi til beiðni um breytingu á landnotkun viðkomandi lands verði aðkoma að svæðinu metin að nýja innan ofangreindra skipulagsáætlana og hugsanlegs framtíðar skipulags fyrir svæðið.
21.   Kiðjaberg (L168257); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2211022
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Gunnlaugssonar fyrir hönd Kiðjaberg ehf., móttekin 06.11.2022 um byggingarheimild fyrir 39,7 m2 gestahús á jörðinni Kiðjaberg lóð (L168257) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um byggingarleyfi verði samþykkt með fyrirvara um að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi við Kiðjaberg þar sem verði gert grein fyrir uppbyggingu viðkomandi starfsmannahúss. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga.
22.   Athafnasvæði við Sólheimaveg; Deiliskipulag – 2204019
Lögð er fram tillaga nýs deiliskipulags sem tekur til athafnasvæðis við Sólheimaveg eftir auglýsingu. Skipulagssvæðið skiptist upp í 52 lóðir og gilda sérskilmálar fyrir hverja lóð. Gert er ráð fyrir heimild fyrir hreinlegan léttan iðnað og athafnastarfsemi á svæðinu. Skipulagssvæðinu mun verða skipt upp í framkvæmdaráfanga til að stuðla að hagkvæmni og heildstæðu yfirbragði byggðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu á 15 lóðum, 11 í öðrum áfanga, 13 í þriðja og 12 í fjórða. Lóðir er á bilinu 1.575 m2 til 2.400 m2. Umsangir og athugsemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að unnin verði skráning fornleifa fyrir svæðið í takt við umsögn Minjastofnunar. Nefndin mælist jafnframt til þess að skilgreind verði aðkoma að landi Minni-Borgar 2 í takt við athugasemd þess efnis. Mælist nefndin til þess að aðkoman verði skilgrein um veg sem skilgreindur nyrst á skipulagssvæðinu fram hjá lóð fyrir grenndargáma. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að málinu verði frestað þar til minjaskráning hefur farið fram.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
23.   Álftröð (L222125); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr og auka íbúð – 2211001
Fyrir liggur umsókn Ómars Péturssonar fyrir hönd B. Guðjónsdóttur ehf., móttekin 01.11.2022 um byggingarleyfi fyrir 244,6 m2 íbúðarhús með sambyggðum bílskúr og auka íbúð á landinu Álftröð (L222125) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að útgáfa byggingarleyfis verði samþykkt á grundvelli 3.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar segir að við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfis geti sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá kröfum 2. mgr. um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
24.   Grandi; Votadæl L166643, Lóð 5 og lóð 7, Fjölgun lóða; Dsk.br. – 2211025
Lögð er fram umsókn frá Hrafnhildi Loftsdóttir er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar Granda, L166643 úr jörð Sandlækjar. Í breytingunni felst fjölgun lóða og byggingarreita innan svæðisins. Eftir breytingu er gert ráð fyrir 4 frístundalóðum á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa frístundahús auk auka húss á lóð að 40 fm innan heildar nýtingarhlutfalls 0,03.
Skipulagsnefnd UTU telur framlagða umsókn ekki vera í samræmi við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi. Skilmálar aðalskipulags er varðar byggingar á landbúnaðarsvæðum segja að þar sem 4 eða fleiri lóðir eru samliggjandi, án þess að tengjast rekstri viðkomandi jarðar, skuli afmarka landnotkun sérstaklega.
Öll sveitarfélög:
25.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-174 – 2211002F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-174.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00