Skipulagsnefnd – Fundur nr. 246 – 27. september 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 246. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn þriðjudaginn 27. september 2022 og hófst hann kl. 08:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Nanna Jónsdóttir, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð var send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

 

Dagskrá:

 

 

1.  

Bláskógabyggð:

Úthlíð L167514; VÞ15 Breyttar heimildir; Aðalskipulagsbreyting – 2209074

Lögð er fram umsókn frá ferðaþjónustu Úthlíðar ehf. er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 ásamt skipulagslýsingu. Svæðið sem lýsingin tekur til nær yfir hluta jarðarinnar Úthlíð, norðvestan Laugarvatnsvegar (37) og beggja vegna vegar að Úthlíð. Í Úthlíð er verslunar- og þjónustusvæðið VÞ15. Þar er verslun, veitingastaður, sundlaug, tjaldsvæði, eldsneytissala, orlofshús, starfsmannahús, hestaleiga og afþreyingarferðir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu ferðaþjónustu s.s. byggingu gistiheimilis/hótels fyrir allt að 180 gesti og stækkun sundlaugarsvæðis. Stærð svæðis er um 21 ha. Með breytingunni stækkar svæðið í u.þ.b. 25 ha, yfir svæði sem í dag er landbúnaðarsvæði. Hluta verslunar- og þjónustusvæðisins VÞ15 verður breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði þar sem heimild verður fyrir hjólhýsasvæði og tjaldsvæði. Stærð þess svæðis er u.þ.b. 5 ha. Í Úthlíð er mikil frístundabyggð og einnig ýmiss konar þjónustustarfsemi tengd henni. Markmiðið með breytingunni er að efla þjónustu á staðnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
2. Bergsstaðir L167060; Kringlubraut 1 og 3; Skilgreining lóða; Deiliskipulag – 2201066
Lögð er fram að nýju umsókn frá Einari E Sæmundsen er varðar nýtt deiliskipulag í landi Bergsstaða L167060 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda á lóðum Kringlubraut 1 og 3.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
3.   Eyjarland L167649; Seiðaeldi; Deiliskipulag – 2204070
Lögð er fram umsókn frá Veiðifélagi Eystri-Rangár er varðar nýtt deiliskipulag á lóð Eyjarlands L167649 eftir auglýsingu. Markmið deiliskipulagsins er að stuðla að frekari uppbyggingu fiskeldis og ákvarða byggingarmagn, hæðir húsa, nýtingarhlutfall, aðkomu og frárennsli fyrir starfsemina. Skilgreina byggingarreiti fyrir eldistjarnir, settjarnir og starfsmannaaðstöðu. Ráðgert er að bæta aðstöðu og aðbúnað á svæðinu bæði fyrir seiði og starfsfólk. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðri skipulagstillögu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláksógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
4. Laugarvatn; Bjarkarbraut 2 og 4; Niðurrif húsa og skilmálabreytingar; Fyrirspurn – 2209077
Lögð er fram fyrirspurn frá Efstadal 2 ehf er varðar niðurrif og breytingar á skipulagsskilmálum innan lóðar Bjarkarbrautar 2 og 4 á Laugarvatni.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við framlagða fyrirspurn og samþykki að unnin verði viðeigandi breyting á deiliskipulagi sem tekur til lóða Bjarkarbrautar 2 og 4. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að breytingin verði unnin í samráði við hönnuð skipulagsins og Minjastofnun Íslands. Breyttir skipulagsskilmálar miði að því að halda í og styrkja núverandi byggðarmynstur.
 

 

 

5.  

Flóahreppur:

Flóaskóli og Þjórsárver; Skólasvæði og félagsheimili; Deiliskipulag – 2204025

Lögð er fram að nýju tillaga nýs deiliskipulags vegna Flóaskóla og Þjórsársvers eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu eru skilgreindar heimildir fyrir framtíðaruppbyggingu innan svæðisins. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Að mati nefndarinnar er ekki ástæða til að bregðast við ábendingum Vegagerðarinnar innan deiliskipulagsins að svo komnu máli. Nefndin mælist þó til þess að innan gagnanna verði gert ráð fyrir því að syðri tenging inn á svæðið verði víkjandi til framtíðar. Jafnframt mælist nefndin til þess að í lið 3.7 er varðar aðkomu og bílastæði verði gert ráð fyrir að til framtíðar verði hámarkshraði á svæðinu lækkaður auk þess sem ný úrlausn vegna tenginga inn á svæðið verði unnin í tengslum við aðrar vegaframkvæmdir í kringum skipulagssvæðið í samráði við Vegagerðina. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
 

 

 

6.  

 

 

 

Vestur-Meðalholt L165513; Skilgr. íbúðasvæðis; Aðalskipulag – 2209034

Lögð er fram umsókn frá EFLU verkfræðistofu fh. Magnúsar Erlendssonar landeiganda er varðar beiðni um heimild til gerðar deiliskipulags í landi Vestra-Meðalholts L165513 í Flóahreppi og að gerð verði breyting á aðalskipulagi sveitarfélagsins og skilgreint íbúðasvæði. Samhliða er óskað eftir heimild til að leggja fram deiliskipulag fyrir allt svæðið.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við gerð skipulagslýsingar sem tekur til breytinga á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi. Töluverð uppbygging hefur átt sér stað innan núverandi deiliskipulagssvæðis og að mati nefndarinnnar er skynsamlegt að skipuleggja og beina frekari uppbyggingu að aðliggjandi svæði. Við gerð skipulagslýsingar mælist nefndin til þess að horft verði sérstaklega til þess hvort núverandi veitukerfi anni frekari uppbyggingu á svæðinu auk þess sem breytingin verði sérstaklega metin í samhengi við önnur ný íbúðarsvæði sem samþykkt hafa verið til auglýsingar og kynningar hjá sveitarfélaginu undanfarna mánuði.
 
7.   Yrpuholt L166352; Óveruleg deiliskipulagsbreyting – 2209065
Lögð er fram umsókn frá Yrpuholti ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin tekur til breyttrar legu aðkomuvegar auk þess sem heimild er veitt fyrir lóð umhverfis íbúðarhús. Skipulagsmörk eru færð til suðurs vegna nýrrar lóðar. Auk þess breytist leiðbeinandi staðsetning bygginga á uppdrætti. Að öðru leyti gilda skilmálar gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
 
8. Dalsmynni (L166326); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðum bílskúr – 2209031
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Telmu Halldórsdóttur og Ágústs Hjálmarssonar, móttekin 08.09.2022, um byggingarleyfi fyrir 250 m2 íbúðarhúsi með sambyggðum bílskúr á jörðinni Dalsmynni L166326 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Málið verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna, þ.e. Hurðarbaki, Hurðarbaki 1 og Hurðarbaki 2. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

 

9.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Gamla-Borg þinghús L169144; Stækkun bygg.reits; Fyrirspurn – 2208053

Lögð er fram fyrirspurn frá Vigfúsi Halldórssyni er varðar stækkun byggingarreits umhverfis Gömlu-Borg þinghús L169144 á grundvelli framlagðra gagna.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að beiðni vegna stækkunar á byggingarreit verði synjað. Nýtt deiliskipulag fyrir þéttbýlið á Borg var samþykkt 8.3.2022 eftir umtalsvert auglýsinga- og samráðsferli. Mælist nefndin því til þess að fyrirspyrjandi fari að gildandi skilmálum deiliskipulags vegna uppbyggingar innan lóðar.
 
10.  Kringla 9 L232038; Árvegsbotnar 42-56; Stofnun lóða; Deiliskipulag – 2202091
Lögð er fram að nýju umsókn frá Ingibjörgu Guðrúnu Geirsdóttur er varðar nýtt deiliskipulag í landi Kringlu 9 eftir auglýsingu. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir frístundabyggð. Umsagnir sem bárust vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðri tillögu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
11. Ásgarður; Ferjubakki 1 L232538 og 3 L232540; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2209044
Lögð er fram umsókn frá Sverri Sverrissyni ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi lóða við Ferjubakka 1 og 3 í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar.
Skipulagsnefnd UTU telur að framlögð breyting á deiliskipulagi samræmist ekki stefnu aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps, hvorki gildandi né nýs aðalskipulags þar sem segir að almennt sé óheimilt að skipta upp eða sameina frístundalóðir í þegar byggðum frístundahverfum, nema í tengslum við heildarendurskoðun eða gerð nýs deiliskipulags. Að mati skipulagsnefndar liggur ekki fyrir fullnægjandi rökstuðningur fyrir sameiningu lóðanna. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málinu verði synjað.
 
12.   Kaldárhöfði lóð L168933; Breytt afmörkun og stærð lóðar – 2209042
Lögð er fram umsókn frá Jarðeignum ríkisins er varðar breytta afmörkun og stærð lóðar Kaldárhöfða L168933.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við afmörkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um lagfærð gögn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
 
13. Syðri-Brú; Lyngbrekka 10 L207036; Stækkun byggingarreits og staðsetning bílastæða; Deiliskipulagsbreyting – 2209062
Lögð er fram umsókn frá Ómari Guðmundssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi lóðar við Lyngbrekku 10 L207036 í landi Syðri-Brúar. Í breytingunni felst breytt skilgreining á byggingarreit innan lóðarinnar auk þess sem skilgreind bílastæði eru færð inn á lóðina.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði kynnt eigendum aðliggjandi lóða, þ.e. Lyngbrekku 6, 8 og 12.
 
14.   Hallkelshólar lóð 54 (L219440); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður með geymslulofti að hluta – 2208009
Fyrir liggur umsókn Alberts Óskarssonar og Kolbrúnar A. Hjartardóttur, móttekin 08.08.2022, um byggingarheimild fyrir 95,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Hallkelshólar lóð 54 L219440 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Lóðarhöfum allra aðliggjandi lóða skal kynnt málið. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
15.  Öndverðarnes 2 lóð (L170111); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2208095
Fyrir liggur umsókn Arnar Jóhannessonar fyrir hönd Þórðar Friðrikssonar og Sólborgar A. Pétursdóttur, móttekin 29.08.2022, um byggingarheimild fyrir 15,5 m2 viðbyggingu við sumarbústað á sumarbústaðalóðinni Öndverðarnes 2 lóð L170111 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 55,5 m2. Með umsókninni fylgir reyndarteikning af sumarhúsi sem upphaflega var byggt 1973.
Umsótt viðbygging hefur þegar verið byggð og er því um umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmdar að ræða. Samkvæmt framlagðri afstöðumynd er byggingin staðsett í um 5 metra fjarlægð frá lóðarmörkum aðliggjandi lóða og samræmast því ekki skilmálum skipulagsreglugerðar 5.3.2.12 er varðar frístundasvæði og takmarkanir vegna fjarlægðar byggingarreita frá lóðarmörkum. Þar sem viðkomandi hús er byggt 1973 fyrir gildistöku núverandi skipulagslaga- og reglugerðar þá er ekki vitað á hvaða tímapunkti stærð hússins breyttist eða hvort að stærð þess var rangt skráð í upphafi. Mælist nefndin til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 
16. Farbraut 15 (L169478); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og garðskáli – 2209014
Fyrir liggur umsókn Heimis Þ. Gíslasonar og Hrefnu H. Guðnadóttur, móttekin 05.09.2022, um byggingarheimild til að byggja 16,1 m2 viðbyggingu við sumarbústað (mhl 01) og 30,7 m2 garðskála (mhl 03) á sumarbústaðalóðinni Farbraut 15 L169478 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 38,8 m2.
Umsóttar byggingar sem um ræðir hafa þegar verið byggðar og er því um umsókn um byggingarleyfi vegna óleyfisframkvæmdar að ræða. Samkvæmt framlagðri afstöðumynd eru byggingar staðsettar þétt upp að lóðarmörkum aðliggjandi lóða og samræmast því ekki skilmálum skipulagsreglugerðar 5.3.2.12 er varðar frístundasvæði og takmarkanir vegna fjarlægðar byggingarreita frá lóðarmörkum. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að umsókn um byggingarleyfi verði synjað. Umsækjanda verði bent á að óska eftir undaþágu frá ákvæðum skipulagslaga- og reglugerðar til innviðaráðuneytis á grundvelli 12. mgr. 45. gr. skipulagslaga.
 
17.   Álfaskeið L233749; Skógrækt; Framkvæmdarleyfi – 2208056
Lögð er fram að nýju umsókn frá Skógarálfum ehf. er varðar framkvæmdaleyfi í landi Álfaskeiðs L233749. Gerð er breyting á fyrri umsókn þar sem óskað er eftir því að umsótt framkvæmdaleyfi vegna skógræktar taki til 75 ha lands í stað 141,5 ha að svo komnu máli. Samhliða er óskað eftir því við sveitarfélagið að unnin verði að breytingu aðalskipulagi þar sem að landnotkun svæðisins verði skilgreind sem skógræktarsvæði í stað landbúnaðarsvæðis.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi landeigna. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að unnin verði skipulagslýsing sem tekur til skilgreiningar á skógræktarsvæði á því svæði sem um ræðir og aðliggjandi svæðum. Verkefnið verði unnið í samráði við landeigendur og sveitarfélagið. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
 
18. Kerhraun C 88 L197677; Bílastæði; Byggingareitur; Deiliskipulagsbreyting – 2206111
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðar Kerhrauns C88 L197677 eftir grenndarkynningu. Í breytingunni felst breyting á aðkomu og byggingarreit lóðarinnar. Athugasemdir bárust á kynningartíma málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt andsvörum lóðarhafa.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að tekið verði tillit til athugasemda nágranna sem taka til breyttrar aðkomu að lóðinni. Þótt svo að við afgreiðslu byggingarleyfis hafi byggingafulltrúi eða starfsmenn hans ekki gert athugasemdir við misræmi í hönnunargögnum gagnvart skipulagi bendir nefndin á að hönnuðir og umsækjendur um byggingarmál skulu kynna sér skilmála gildandi deiliskipulags með fullnægjandi hætti áður en umsókn um byggingarleyfi er lögð fram. Að mati nefndarinnar skerðast hagsmunir nágranna að engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn umfram núverandi heimildir skipulags, þótt svo að byggingarreitur verði skilgreindur í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í takt við gr. 5.3.2.12 skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 er varðar frístundabyggð og takmarkanir er varðar fjarlægð byggingarreita frá lóðarmörkum. Mælist nefndin því til þess að sá hluti breytingarinnar verði samþykktur eftir auglýsingu.
 

 

 

19.  

Hrunamannahreppur:

Hólakot L166762; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2209063

Lögð er fram umsókn frá Ísborg verslanir ehf. ásamt skipulagslýsingu er varðar breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032. Í breytingunni felst að landnotkun skika úr landi Hólakots verði breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða mælist nefndin til þess að RML meti landið nánar m.t.t. flokkunar landbúnaðarlands. Nefndin bendir á að starfsemi sem tekur til útleigu frístundahúsa geti hugsanlega talist til landnotkunar verslunar- og þjónustustarfsemis fremur en frístundasvæðis.
 
20. Jata (L166988); umsókn um byggingarheimild; aðstöðu- og gistihús – 2206006
Lögð er fram uppfærð beiðni frá reglu Jötusystkina er varðar uppbyggingu á jörð Jötu L166988. Skipulagsnefnd afgreiddi málið á fundi sínum þann 22.6.2022 þar sem mælst var til þess að umsókn um byggingarheimild yrði synjað og farið væri fram á gerð deiliskipulags. Í uppfærði umsókn er gert ráð fyrir að umsókn taki til frístundahúss en ekki aðstöðu- og gisthúss. Auk þess er gert grein fyrir áætlunum um niðurrif og fækkun húsa á svæðinu og minnkuðu umfangi bygginga og annarra innviða á svæðinu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki verði gerð krafa um grenndarkynningu vegna málsins þar sem um svo óveruleg frávik sé að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

 

21.  

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Flatir Réttarholt; Stækkun frístundasvæðis F27; Deiliskipulagsbreyting – 2005080

Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði F27 á Flötum, í landi Réttarholts, eftir auglýsingu. Í breytingunni felst stækkun skipulagssvæðis og fjölgun lóða innan þess. Staðsetning á leik- og opnu svæði er breytt og gönguleið skilgreind. Skilmálar skipulagsins eru uppfærðir í heild sinni eftir breytingu þar sem m.a. er skilgreint nýtingarhlutfall lóða og byggingarheimildir. Umsagnir og athugasemdir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum uppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúperjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin mælist til þess að innkeyrslan B-gata á deiliskipulagi verði færð á milli óbyggðra lóða 12 og 14 og 3 og 5 til að bregðast við framlögðum athugasemdum. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að uppfærð gögn berist fyrir afgreiðslu sveitarstjórnar vegna málsins.
 
22.  Löngudælaholt frístundasvæði; Breyting og samræming deiliskipulags – 2104081
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu og samræmingu deiliskipulags að Löngudælaholti úr landi Réttarholts. Markmiðið er að skilgreina betur núverandi frístundabyggð út frá staðbetri grunngögnum. Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytis vegna fjarlægða frá vegum, ám og vötnum. Málið hefur áður hlotið afgreiðslu en kemur nú aftur fyrir nefndina þar sem meira en ár er liðið síðan athugasemdafrest við tillöguna lauk.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur fyrir gerð deiliskipulagstillögunnar liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
 

 

 
 

23.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-170 – 2209002F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-170 til kynningar.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00