Skipulagsnefnd – Fundur nr. 241 – 8. júní 2022

Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 241. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni miðvikudaginn 8. júní 2022 og hófst hann kl. 09:30

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Björn Kristinn Pálmarsson, Jón Bjarnason, Walter Fannar Kristjánsson, Haraldur Þór Jónsson, Nanna Jónsdóttir, Bjarni Hlynur Ásbjörnsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundargerð var send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.

Dagskrá:

 

1.  

Bláskógabyggð:

Laugarás; Þéttbýli; Endurskoðun deiliskipulags – 2108094

Lögð er fram tillaga að endurskoðun deiliskipulags að Laugarási eftir kynningu. Stefna eldra deiliskipulags er yfirfarin og uppfærð. Fyrirkomulag nýrrar íbúðarbyggðar er endurskoðað og leitast er við að setja fram stefnu sem styrkir atvinnu og ný atvinnutækifæri. Byggð er þétt á nokkrum stöðum þar sem því verður við komið. Skilmálar fyrir lóðir eru yfirfarnir og eftir atvikum breytt. Götur eru í einhverjum tilfellum breikkaðar og breytt til að bæta umferðaröryggi og tekið frá svæði fyrir gangstéttar meðfram götum. Tekið er frá svæði fyrir nýja brú yfir Hvítá og veg að henni. Skipulagssvæðið er um 169 ha að stærð. Samhliða gerð deiliskipulagsins er gerð breyting á aðalskipulagi Laugaráss í Bláskógabyggð 2015-2027. Deiliskipulagið er í samræmi við breytt aðalskipulag. Einnig er unnið nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggðina F51 sem er vestan Laugaráss. Samhliða er lögð fram húsakönnun. Umsagnir og athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt samantekt á andsvörum sem starfshópur vegna deiliskipulagsvinnu vann.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til Laugaráss.
2.   Laugarás; Aðalskipulagsbreyting – 2110095
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 eftir kynningu. Breytingin tekur til þéttbýlisins í Laugarási og frístundabyggðar sem liggur að þéttbýlinu. Gert er grein fyrir helstu breytingum innan greinargerðar skipulagsbreytingar. Umsagnir bárust á kynningartíma skipulagstillögunnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu hennar.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Laugaráss verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
3.   Laugarás; Frístundabyggð vestan þéttbýlis; Deiliskipulag – 2203003
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag frístundabyggðar vestan þéttbýlisins að Laugarási eftir kynningu. Deiliskipulag fyrir frístundasvæðið var áður hluti af deiliskipulagi fyrir þéttbýlið. Markmið með gerð deiliskipulagsins er að yfirfara og uppfæra byggingarskilmála frístundasvæðisins í samræmi við gildandi aðalskipulag. Frístundabyggðin er afmörkuð þannig að hún haldist samfelld, gerð verður grein fyrir uppbyggingu á lóðum innan svæðisins og settir skilmálar um landnotkun, byggingar og vernd náttúru- og menningarminja. Hugað er sérstaklega að yfirbragði byggðar svo nýjar byggingar falli vel og snyrtilega inn í umhverfið og að byggðinni sem nú þegar er til staðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til Laugaráss.
4. Skálholt L167166; Úr landbúnaðarsvæði í skógræktarsvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2104083
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar eftir auglýsingu. Í umsókninni felst breytt landnotkun á landbúnaðarlandi í skógrækt innan Skálholtsjarðarinnar. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við framlögðum umsögnum með fullnægjandi hætti innan tillögu aðalskipulagsbreytingar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Einiholt 1 land 1 L217088; Úr landbúnaðarsvæði í verslun- og þjónustu; Aðalskipulagsbreyting – 2110061
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Einiholts 1 land 1 L217088 eftir kynningu. Í breytingunni felst breytt landnotkun landbúnaðarsvæðis í verslunar- og þjónustusvæði. Málið var afgreitt til auglýsingar á 237. fundi skipulagsnefndar og bárust athugasemdir frá Skipulagsstofnun vegna kynningar málsins og er það því tekið fyrir á ný ásamt uppfærðum gögnum fyrir auglýsingu.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Einiholts 1 land 1 verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögn Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti innan tillögunnarog mælist til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga.
6. Austurbyggð 26 (L167406); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2205155
Fyrir liggur umsókn Ingunnar H. Hafstað fyrir hönd Haraldar A. Haraldssonar, móttekin 30.05.2022, um byggingarheimild fyrir 36,5 m2 gestahúsi á íbúðarhúsalóðinni Austurbyggð 26 L167406 í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 

 

 

7.  

Flóahreppur:

Hraungerði L166237; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2202093

Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi að Hraungerði L166237 eftir kynningu. Í breytingunni felst að lóð umhverfis íbúðarhús stækkar úr 2.509 fm í 8.202 fm. Skipulagsskilmálar eru óbreyttir að öðru leyti. Athugasemd barst við kynningu málsins og er hún lögð fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja framlagða deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemd sem barst vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða málsins verði sérstaklega kynnt þeim sem athugasemir gerðu við tillöguna á auglýsingatíma hennar.
Walter vék af fundi við afgreiðslu málsins.
8. Þingdalur land (L203005); umsókn um byggingarheimild; aðstöðuhús – 2205133
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Sveins Sigurmundssonar, móttekin 23.05.2022, um byggingarheimild fyrir tveim aðstöðuhúsum 15,8 m2 og 13 m2 á landinu, Þingdalur land L203005 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
9. Þingdalur (L166405); umsókn um byggingarleyfi og niðurrif; íbúðarhús og niðurrif á eldra íbúðarhúsi mhl 02 – 2205152
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Maack fyrir hönd Árna G. N. Eyþórssonar og Erlu Guðmundsdóttur, móttekin 27.05.2022, um byggingarheimild fyrir íbúðarhúsi 211,1 m2 og niðurrif á eldra íbúðarhúsi mhl 02 á jörðinni Þingdalur L166405 í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Leitað verði umsagnar Minjastofnunar vegna málsins. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
10. Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2029; Íbúðasvæði; Arnarstaðakot-Skálmholt; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2110027
Lögð er fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017-2029 eftir kynningu. Breytingin snýr að skilmálum aðalskipulagsins er varðar íbúðarsvæði í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að breyta skilmálum á þann hátt að heimila ný íbúðarsvæði í dreifbýli vegna sýnds áhuga landeigenda og eftirspurnar eftir slíkum lóðum. Breytingin nær til þriggja nýrra íbúðarsvæða, Arnarstaðakots L166219 þar sem fyrirhugað er uppbygging búgarðabyggðar, í landi Skálmholts land L186111 þar sem núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreint sem íbúðarsvæði og innan jarðarinnar Glóru á um 30 ha svæði. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsbreytinganna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna nýrra íbúðarsvæða verði samþykkt í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum innan tillögunnar með fullnægjandi hætti. Mælist nefndin til þess að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar.
 

 

 

11.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Klausturhólar L168258; Bæjartorfa; Deiliskipulag – 2201053

Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til bæjartorfunnar að Klausturhólum L168258 eftir auglýsingu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 7 lóðum og 8 byggingarreitum. Innan svæðisins er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsa, skemma og hesthúss. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðri skipulagstillögu.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12.   Miðengi lóð 17a L199066; Bátaskýli; Fyrirspurn – 2205107
Lögð er fram fyrirspurn frá Sigyn Eiríksdóttur og Friðriki Degi Arnarssyni er varðar endurbyggingu á bátaskýli innan lóðar Miðengis lóð 17a í takt við framlagða samantekt vegna málsins.
Að mati skipulagsnefndar er endurbygging hússins ekki æskileg á sama stað vegna flóðahættu líkt og fram kemur í framlögðum gögnum vegna málsins. Skýlið er auk þess ekki innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi svæðisins.
13.   Hamrar 3 L224192; Lón; Stofnun lóðar – 2205119
Lögð er fram umsókn frá Þorsteini Garðarssyni er varðar stofnun 2.54 ha lóðar úr landi Hamra 3 L224192. Lóðin fái staðfangið Lón.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
14.   Vatnsbrekka 1 L199296; Skipting lóðar; Deiliskipulag – 2201076
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til Vatnsbrekku 1 L199296. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að landinu verði skipt upp í fjórar jafnstórar lóðir sem verða um 21.750 fm hver. Ein lóðanna er þegar byggð og á henni er sumarbústaður (93,3 fm) byggður 2007 og geymsla (12,4 fm) byggð 2007. Heimilt er að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús innan byggingarreits, þó ekki stærri en 40 fm. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess ásamt uppfærðum skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
15. Krókur L170822; Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi; Skilgreining iðnaðarsvæðis; Deiliskipulag – 2010071
Lögð er fram tillaga deiliskipulags vegna Gufuaflsvirkjunar á Folaldahálsi í landi Króks L170822 eftir auglýsingu og yfirferð Skipulagsstofnunar. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir þremur borholum ásamt gufuskilju, gufuháf ásamt gufulögnum og öðrum búnaði gufuaflsvirkjunar auk stöðvarhúss og kæliturna. Gert er ráð fyrir því að 11 kV jarðstrengur verði lagður um 7 km leið að bænum Króki. Raforkuframleiðsla er áætluð allt að 3,9 MW. Umsagnir bárust á auglýsingatíma deiliskipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum og athugasemdum sem bárust við tillöguna með fullnægjandi hætti. Nefndin mælist því til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð og afgreiðslu Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
16.  Búrfellsvegur (351); Frá Klausturhólum að Búrfelli; Framkvæmdaleyfi – 2205140
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni er varðar endurbyggingu Búrfellsvegar (351).
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis.
17. Gíslabraut 1 L194306 og 3 L169841; Breytt afmörkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205141
Lögð er fram umsókn frá Ólafi Þór Þorsteinssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Gíslabrautar 1 og 3. Í breytingunni felst að lóðamörk á milli lóðanna breytast.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
18.   Nesjavallavirkjun L170925; Gasháfur; Framkvæmdarleyfi – 2206001
Lögð er fram umsókn frá Orku náttúrunnar ohf. er varðar framkvæmdaleyfi við Nesjavallavirkjun. Í framkvæmdinni felst uppsetning á nýjum gasháf á Nesjavöllum með það að markmiði að draga úr hættu af völdum jarðhitagasa sem innihalda brennisteinsvetni en það er eitruð lofttegund. Um er að ræða nýjan stað fyrir mögulega útsleppingu á jarðhitagasi frá virkjuninni þegar aðstæður valda því að núverandi útsleppingarstaðir henta ekki, t.d. vegna vindátta. Ekki er um að ræða neina breytingu á magni jarðhitagasa sem sleppt er út.
Að mati nefndarinnar telst umsóknin vera háð útgáfu byggingarleyfis en ekki framkvæmdaleyfis.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu leyfis á grundvelli deiliskipulags svæðisins. Að mati nefndarinnar er þörf á að vinna að heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir svæðið sem var upphaflega unnið árið 2001 m.s.br.
19.   Björk 1 L211337; Færsla vegtengingar; Framkvæmdarleyfi – 2206004
Lögð er umsókn frá Grímsnes- og Grafningshrepp er varðar framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst færsla á vegtengingu að vatnsbóli. Núverandi vegtenging verður fjarlægð ásamt ristarhliði og ný 4 metra breið vegtenging sett norðar á Bjarkarvegi og sett ristarhlið. Ný tenging nær að núverandi vatnsveituvegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags.
 

 

 

20.  

Hrunamannahreppur:

Ásgarður; Kerlingarfjöll; Deiliskipulag – 2110077

Lagt er fram deiliskipulag fyrir reit Fannborgar ehf. innan Kerlingarfjalla eftir auglýsingu og athugun Skipulagsstofnunar. Í gildi er deiliskipulag, svæði Fannborgar, Ásgarði Kerlingarfjöllum, sem tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 24.03.2014. Unnið er nýtt deiliskipulag á grunni gildandi skipulags af svæðinu. Meginmarkmið nýs deiliskipulags er að sníða ramma utan um ferðaþjónustu Fannborgar í Kerlingarfjöllum og tryggja þróun hennar til framtíðar í sátt við einstaka náttúru. Markmiðin eru þau sömu og markmið gildandi deiliskipulags en útfærð nánar fyrir svæði Fannborgar. Í þeim felst að bæta þjónustu við ferðamenn og auðvelda þeim sem sækja svæðið að njóta útivistar og náttúrufars án þess að valda röskun eða tjóni á lífríki svæðisins. Að hugað verði sérstaklega að gönguleiðum innan svæðisins og þær tengdar við leiðir sem liggja fyrir utan skipulagsmörkin. Að bæta gistiaðstöðu og bjóða fjölbreytta gistingu til að koma til móts við ólíkar óskir ferðalanga. Að nýta og gera heilsteyptara það svæði sem þegar hefur verið tekið til ráðstöfunar. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar er varðar matsskyldu verkefnisins og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins. Málið var samþykkt til gildistöku á 238. fundi skipulagsnefndar með fyrirvara um samþykki Skipulagsstofnunar fyrir birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Athugasemdir komu fram frá Skipulagsstofnun við gildistöku málsins og eru þær athugasemdir lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan skipulagsgagna og með óverulegri breytingu á núgildandi skipulagi þar sem svæði hins nýja deiliskipulags er fellt út úr skipulagi. Nefndin tekur ekki undir athugasemdir Skipulagsstofnunar er varðar takmarkanir frá ám og vötnum. Að mati nefndarinnar er skýrt innan framlagðra gagna að ekki verði veitt leyfi fyrir útgáfu byggingar- og/eða framkvæmdaleyfis innan fyrrgreindra takmarkana nema undanþága ráðuneytis liggi fyrir. Að mati skipulagsnefndar er engin ástæða til að tefja gildistöku málsins á meðan óskað er undanþágu eða fella viðkomandi byggingarreit alfarið út úr skipulagi eingöngu til að taka skipulagið upp aftur þegar og ef undanþágan liggur fyrir. Verði undanþágan ekki veitt er eftir sem áður skýrt innan heimilda deiliskipulagsins að óheimilt er að gefa út byggingar- og/eða framkvæmdaleyfi innan fyrrgreinds byggingarreits. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnun til varðveislu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
21.  Hrunamannaafréttur L223267; Kerlingarfjöll; Landvarðaskáli, Deiliskipulag – 2110001
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem tekur til skilgreiningar lóðar fyrir landvarðarskála í Kerlingarfjöllum. Innan lóðar verður heimilt að byggja allt að 150 fm skálahús á einni til tveimur hæðum. Samhliða gildistöku þessa skipulags verður svæði fellt úr gildandi skipulagi svæðisins frá 2014. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands er varðar athugasemdir og umsagnir sem bárust vegna málsins.
22.   Ásatúnsvallarland L218490; Deiliskipulag – 2206005
Lögð er fram umsókn frá Ólafi Birni Blöndal er varðar deiliskipulag sem tekur til Ásatúnsvallarlands L218490. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda innan landsins sem er skilgreint sem landbúnaðarland innan aðalskipulags Hrunamannahrepps.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin mælist til þess að heimildir vegna uppbyggingar á íbúðarhúsi á byggingarreit 1 verði almenns eðlis fremur en að vísað sé til þess að núverandi hús verði íbúðarhús.
23.  Ásatúnsvallarland (L218490); umsókn um byggingaheimild; sumarbústaður – 2205092
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Hallgrímssonar fyrir hönd Ólafs B. Blöndal, móttekin 13.05.2022, um byggingarheimild fyrir 30,2 m2 sumarbústað og breyta notkun á golfskála í sumarhús á landinu Ásatúnsvallarland L218490 í Hrunamannahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að breyttri skráningu hússins og byggingu nýs hús verði synjað þar til nýtt deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi.
24. Hvammur 1C (L225286); umsókn um byggingarleyfi; breytt notun garðávaxtageymsla í íbúðarhúsnæðii – 2205150
Fyrir liggur umsókn Bláhvers ehf., móttekin 27.05.2022, um byggingarleyfi fyrir að breyta notkun á garðávaxtageymslu mhl 01 í íbúð með bílgeymslu 186 m2 og tækjageymslu 354 m2 á lóðinni Hvammur 1C L225286 í Hrunamannahreppi. Heildarstærð bygginga er samtals 540 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
25. Hlíð spilda 1 L221538; Landbúnaðarsvæði í skógræktar- og landgræðslusvæði og stækkun frístundasvæðis; Aðalskipulagsbreyting – 2109065
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar sem tekur til Hlíðar spildu 1 í Hrunamannahreppi eftir auglýsingu. Á landinu Hlíð spilda 1 er um 13 ha frístundabyggð F1, það svæði verður stækkað og verður eftir stækkun um 23 ha. Einnig verður afmarkað allt að 65 ha skógræktar- og landgræðslusvæði. Í dag er landið skilgreint sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi og telst ekki til úrvals ræktunarlands. Athugasemdir og umsagnir bárust við kynningu og auglýsingu málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. Að mati nefndarinnar hefur verið brugðist við athugasemdum með fullnægjandi hætti innan tillögu aðalskipulagsbreytingar þar sem við á. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
26. Ásgarður Kerlingafjöllum L223398; Breytt mörk; Óveruleg deiliskipulagsbreyting – 2206014
Lögð er fram umsókn frá Fannborg ehf. er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi sem afgreidd er samhliða nýju deiliskipulagi vegna reits Fannborgar í Kerlingarfjöllum. Í breytingunni felst að svæði sem tekur til nýs deiliskipulags er fellt út úr gildandi skipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu og mælist nefndin til þess að skipulagsbreytingin takið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda, samhliða verði hún send Skipulagsstofnun til varðveislu.
 

 

 

 

27.  

 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og Skarð 2; Deiliskipulag – 2202036

Lögð er fram umsókn frá Stóru-Laxárdeild Veiðifélags Árness er varðar nýtt deiliskipulag sem tekur til lóðar Strengs veiðihúss L166685 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst að heimilt verði að byggja veiðhús allt að 400 m² á einni hæð. Auk þess er heimilt viðhald og stækkun núverandi húss um allt að 30 m². Mænishæð húsa skal ekki yfirstíga 6.0 m frá gólfplötu. Nýtingarhlutfall lóðar verði mest 0.2. Ekki skal byggja nær lóðamörkum en í tveggja metra fjarlægð. Gólfkóti húsa skal taka mið af flóðahættu vegna nálægðar við Stóru-Laxá og skal ákveðinn í samráði við byggingarfulltrúa. Samhliða er unnið að óverulegri breytingu á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða gildistöku óverulegrar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
28. Strengur veiðihús L166685; Skarð 1 og 2 við Stóru-Laxá (svæði AF4); Aðalskipulagsbreyting – 2206009
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Í breytingunni felst leiðrétting á skráningu svæðisins AF4 innan greinargerðar aðalskipulags auk þess sem heimilaður fjöldi gistirýma innan svæðisins er aukinn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar áður en niðurstaða sveitarstjórnar verður kynnt.
29. Bæjarás veiðihús L233313; Laxárdalur við Stóru-Laxá (svæði AF2); Aðalskipulagsbreyting – 2206010
Lögð er fram skipulagslýsing sem tekur til breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar veiðihús í landi Laxárdals. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á afþreyingar- og ferðamannasvæðinu Stóra-Laxá, veiðihús (svæði AF2) í landi Laxárdals. Með breytingunni verður AF2 tvískipt svæði þar sem gert er ráð fyrir nýju veiðihúsi að lóðinni Bæjarás veiðihús L233313. Breyting verður gerð á greinargerð aðalskipulags og skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja skipulagslýsingu til kynningar og umsagna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

30.  

Öll sveitarfélög:

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-165 – 2205005F

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-165.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45