27 maí Skipulagsnefnd – Fundur nr. 240 – 25. maí 2022
Fundargerð skipulagsnefndar UTU – 240. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 25. maí 2022 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Björn Kristinn Pálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson og Davíð Sigurðsson.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur:
- Áskot L165263; Deiliskipulag – 2204011
Lögð er fram tillaga er varðar nýtt deiliskipulag innan jarðar Áskots í Ásahreppi eftir Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda sem taka m.a. til vélaskemmu, reiðhallar og hesthúss, viðbyggingar við núverandi skemmu og reitar fyrir gistihús og tækjaskúr. Engar athugasemdir bárust við kynningu tillögunnar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um lagfærð gögn og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins.
Bláskógabyggð:
- Reykholt; Fljótsholt 5-8; Sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205062
Lögð er fram umsókn frá Gufuhlíð ehf. er varðar heimild til deiliskipulagsbreytingar á lóðunum Fljótsholti 5-8 í Reykholti. Óskað er eftir því að breyta þessum fjórum einbýlishúsalóðum í tvær lóðir fyrir raðhús. Raðhúsin yrðu á tveimur hæðum, hugmyndir um 5 litlar íbúðir á neðri hæð (um 28 m2) ásamt hjólageymslu og 3 íbúðum á efri hæð (um 60 m2). Gert er ráð fyrir að neðri hæðin gangi inn í brekkuna sunnan til í byggingarreitnum. Gera þarf breytingu á uppdrætti deiliskipulagsins ásamt skilmálabreytingum í greinargerð, þ.e. breyta lóðunum úr einbýlishúsalóðum á einni hæð í raðhúsalóðir á tveimur hæðum. Meðfylgjandi er klippa úr deiliskipulaginu sem sýnir staðsetningu þessara lóða.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
- Böðmóðsstaðir 4 L167628; Böðmóðsstaðir 1 L167625; Böðmóðsstaðir 2 L167629; Stækkun lands – 2205085
Lagðar eru fram umsóknir Auðuns Árnasonar og Huldu K. Harðardóttur um stofnun 373.612 fm (37,36 ha) lands í þeim tilgangi að sameina við Böðmóðsstaði 4 L167628. Landið er í 5 hlutum. Spildur 1-4 (heildarstærð 373.266 fm) koma úr jörðinni Böðmóðsstaðir 1 L167625 og spilda 5 (346 fm utan um núverandi gróðurhús) kemur úr jörðinni Böðmóðsstaðir 2 L167629. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsetningu á meðfylgjandi mæliblaði.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeigna og sameiningu skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
- Böðmóðsstaðir 4 L167628; Hagaósspilda; Stofnun lóðar – 2205086
Fyrir liggur umsókn Auðuns Árnasonar og Mariu C. Wang um stofnun 20.787 fm landeignar úr jörðinni Böðmóðsstaðir 4 L167628. Óskað er eftir að landið fái staðfangið Hagaósspilda.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeignar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið.
- Traustatún 1 (L214870); Gatnagerð; Framkvæmdarleyfi – 2205099
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar við Traustatún á Laugarvatni í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags.
- Hverabraut 2 L167858; Botnlangi; Framkvæmdarleyfi – 2205100
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar við Hverbraut 2 á Laugarvatni í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags.
- Brautarhóll land L189999; Gatnagerð; Framkvæmdarleyfi – 2205101
Lögð er fram umsókn frá Bláskógabyggð er varðar framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á götum Tungurima og Borgarrima í Reykholti í samræmi við framlögð gögn.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli gildandi deiliskipulags.
- Geysir; Hverasvæðið; Breytt stígakerfi og stækkunar friðlands; Deiliskipulagsbreyting – 2205102
Lögð er fram umsókn vegna breytingar á deiliskipulagi Geysissvæðisins í Haukadal. Í breytingunni felst breyting á stígakerfi innan deiliskipulagssvæðisins sem og stækkun friðlands Geysissvæðisins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
- Engjagil 9 L216094; Fyrirspurn – 2205061
Lögð er fram fyrirspurn frá Hirti Þór Haukssyni og Felix Hjálmarssyni fh. sumarhúsafélags Helludals er varðar breytingar á byggingarskilmálum gildandi
deiliskipulags svæðisins. Í beiðninni felst að heimilt verði að byggja auka hús á lóð að 40 fm innan nýtingarhlutfalls 0,03 í stað 20 fm.
Skipulagnsnefnd UTU gerir ekki athugasemdir við framlagða fyrirspurn og mælist til þess að lögð verði fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem tekur til heimilda er varðar auka hús á lóð.
- Aphóll 10 (L167657); umsókn um byggingarheimild; gestahús – 2205057
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Sigrúnar B. Ásmundardóttur, móttekin 10.05.2022 um byggingarheimild fyrir 27,7 m2 gestahúsi á sumarhúsalóðinni Aphól (L167657) í Bláskógabyggð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um
niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
- Austurey 1 og 3; Eyrargata 9 og Illósvegur 6; Deiliskipulagsbreyting – 2202048
Lögð er fram tillaga er varðar breytingu á deiliskipulagi fyrir Austurey I og III eftir kynningu. Í breytingunni felst að lóð Eyrargötu 9 er skilgreind sem lóð fyrir gistihús í stað frístundahúss auk þess sem breyting er gerð á legu lóðar og byggingarreitar Illólsvegar 6 og skilgreindar byggingarheimildir. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar. Athugasemd barst á kynningartíma deiliskipulagsbreytingar og er hún lögð fram við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess að afgreiðslu deiliskipulagtillögu verði frestað eftir kynningu og verði tekin fyrir samhliða tillögu aðalskipulagsbreytingar eftir að kynningu hennar er lokið. Nefndin telur að framlagaðar breytingar á deiliskipulagi sem taka til minnkaðs byggingarmagns á lóð Illólsvegar 6 og uppbyggingar á aðstöðu innan lóðarinnar sé til bóta innan svæðisins og styðji við nýtingu svæðisins til útivistar. Leitað verði umsagnar viðeigandi aðila við auglýsingu deiliskipulagsbreytingar.
Flóahreppur:
- Syðri-Gróf 1 L166372; Syðri-Gróf 3; Syðri-Gróf Rimi L166419; Stofnun og stækkun lóða – 2205042
Lögð er fram umsókn Bjarna Pálssonar um stofnun landeigna. Óskað er eftir að stofna 24.662 fm landeign, Syðri-Gróf 3, úr jörðinni Syðri-Gróf 1 L166372. Jafnframt er óskað eftir að stofna 19.603 fm lóð úr jörðinni í þeim tilgangi að sameina við Syðri-Gróf Rimi L166419 sem stækkar úr 2.500 fm í 22.103 fm. Aðkoma að Syðri-Gróf 3 er eins og sýnd er á uppdrætti.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun landeigna skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki erindið
- Hraungerði L166237; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2202093
Lögð er fram umsókn er varðar breytingu á deiliskipulagi að Hraungerði L166237 eftir kynningu. Í breytingunni felst að lóð umhverfis íbúðarhús stækkar úr 2.509 fm í 8.178 fm. Skipulagsskilmálar eru óbreyttir að öðru leyti. Athugasemd barst við kynningu málsins og eru hún lögð fram við afgreiðslu þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að afgreiðslu málsins verði frestað. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við málsaðila og Biskupsstofu um úrlausn málsins.
- Gafl lóð (L191894); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður og fjarlægja mhl 01 sumarbústað og mhl 02 geymslu – 2205072
Fyrir liggur umsókn Baldurs Þ. Halldórssonar með umboð landeiganda, móttekin 05.2022 um byggingarheimild að fjarlægja 23 m2 sumarbústað mhl 01, byggingarár 2009 og 3 m2 geymslu mhl 02, byggingarár 2009 og byggja 48,3m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Gafl lóð (L191894) í Flóahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem engir aðrir
hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
- Skyggnir L197781; Skilgreining lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2205052
Lögð er fram umsókn frá Helga Eyjólfssyni er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi Skyggnir (landnr. 1977819 Í Flóahreppi. Breytingin felur í sér að skilgreind er 1,25 ha lóð fyrir byggingarreit BR1. Land Skyggnis minnkar sem því nemur og verður 18,13 ha að stærð. Byggingarreitur er minnkaður til samræmis við lóðarmörk en byggingarheimild innan reits er óbreytt, þ.e. einbýlishús ásamt bílskúr, allt að 250 m2 að stærð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
Grímsnes- og Grafningshreppur:
- Vaðnes; Frístundabyggð; 3. áfangi; Deiliskipulagsbreyting – 2204055
Lögð er fram umsókn frá Páli Helga Kjartanssyni er varðar stækkun frístundabyggðar að Vaðnesi. Málið er lagt fram til kynningar, óskað er eftir samráði við skipulagsnefnd og sveitarstjórn um uppsetningu tillögu og málsmeðferð málsins.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlögð stækkun á viðkomandi frístundasvæði verði unnin sem nýtt deiliskipulag. Að mati nefndarinnar getur svo umfangsmikil stækkun frístundasvæðisins ekki talist breyting á gildandi deiliskipulagi svæðisins.
- Álfabrekka; Skógrækt; Framkvæmdaleyfi – 2205032
Lögð er fram umsókn frá Skógálfum ehf. er varðar framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt á landi Álfhóls. Heildar flatarmál svæðisins sem tekur til umsóknarinnar er 100 ha í samræmi við framlögð fylgiskjöl.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skógræktaráformin verði grenndarkynnt eigendum aðliggjandi jarðar.
- Hestur lóð 105 L168611; Fyrirspurn – 2205051
Lögð er fram fyrirspurn frá Helgu Gunnlaugsdóttur er varðar byggingarheimildir innan lóðar Hests lóð 105. Í heimildinni felst að heimilt verði að nýta landhalla á lóðinni og hafa steyptan kjallara undir öllu húsinu.
Skipulagsnefnd UTU telur eðlilegt að heimiluð sé gerð kjallara undir húsum þar sem landhalli býður upp á slíkt innan skipulagsskilmála deiliskipulags. Að mati nefndarinnar þyrfti slík heimild að taka til svæðisins í heild og taka til þess að heimilað væri að hafa steyptan kjallara undir húsum á svæðinu að hluta eða öllu leiti þar sem landhalli og aðstæður leyfa. Mælist nefndin til þess að fyrirspyrjandi hafi samráð við sumarhúsafélag svæðisins um að annast umsókn um breytingu á deiliskipulagi sem taki til slíkra heimilda.
- Öndverðarnes Kambshverfi; Hlíðarhólsbraut 10 og 12; Stækkun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2205071
Lögð er fram umsókn frá Öndverðarnes ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Kambshverfis í Öndverðarnesi.Í breytingunni fellst stækkun lóða Hlíðarhólsbrautar 10 og 12.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
- Kiðjaberg lóð 110 L198885; Stækkun lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 2205073
Lögð er fram umsókn frá Gesti Jónssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar Kiðjaberg 110. Í breytingunni felst að lóðin stækkar til vestur um 1000 fm og verður 6000 fm að breytingu lokinni. Fyrir liggur samþykki Kiðjabergsfélagsins um stækkun lóðarinnar úr upprunalandi Kiðjabergs.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem málið varðar enga aðrir hagsmunaaðila en umsækjanda og landeiganda upprunalands er ekki talin þörf á grenndarkynningu.
- Grímkelsstaðir 8 L170859; Krókur L170822; Stækkun lóðar – 2205084
Lögð er fram umsókn Jóns Hauks Edwald um stækkun lóðarinnar Grímkelsstaðir 8 L170859. Lóðin er í dag skráð 2.500 fm en verður 3.500 fm eftir stækkun skv. meðfylgjandi afsali og mæliblaði. Stækkunin kemur úr jörðinni Krókur L170822. Fyrir liggur samþykki eigenda aðliggjandi landeigna fyrir hnitsettri afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið.
- Hraunbraut 43 L233711; Borg; Breytt mænisstefna; Deiliskipulagsbreyting – 2205035
Lögð er fram umsókn Baldurs Sigurðssonar og Sveinbjargar Guðnadóttur um breytingu á mænisstefnu lóðarinnar Hraunbraut 43, miðað við núverandi skipulag fyrir Borg, vegna lögunar á byggingarreit og að um er að ræða hornlóð. Stofnun lóðarinnar í ferli.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að unnin verði breyting á deiliskipulagi svæðisins í takt við framlagða umsókn. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
- Borgarleynir 35 L199088; Fyrirspurn – 2205034
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggingarreitur lóðar Borgarleynis 35 verði dreginn í 10 metra frá vegi í stað 20 metra.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn og mælist til þess að sótt verði formlega um breytingu á deiliskipulagi svæðisins á grundvelli framlagðrar fyrirspurnar.
- Neðan-Sogsvegar 61 L169338, Norðurkot, Skipting lóðar, Deiliskipulagsbreyting – 2010091
Lögð er fram umsókn um deiliskipulagsbreytingu lóða Neðan-Sogsvegar 61, 61A og 61B. Í breytingunni felst ný skilgreining lóða og byggingarreita innan svæðisins auk byggingarheimilda. Samhliða er lögð fram undanþága Innviðaráðuneytis vegna takmarkanna er varðar fjarlægð frá vegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breytinga á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi.
- Kiðjaberg lóð 90 L168955; Stækkun byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2201021
Lögð er fram tillaga breytingar á deiliskipulagi frístundasvæðis að Kiðjabergi eftir grenndarkynningu. Í umsóttri breytingu felst breytt lega byggingarreits innan lóðar Kiðjabergs lóð 90. Stærð reitsins helst óbreytt og engar breytingar eru gerðar á skipulagsskilmálum svæðisins. Ábendingar bárust við grenndarkynningu og er því málið lagt fram að nýju eftir kynningu.
Skipulagsnefnd UTU telur ekki þörf á að bregðast við framlagðri athugasemd/ábendingu við afgreiðslu málsins þar sem breytingin tekur ekki til breytinga á núverandi bílastæðum samkvæmt skipulagi. Skipulagsnefnd UTU mælist því til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að framlögð deiliskipulagsbreyting verði samþykkt eftir grenndarkynningu. Mælist nefndin til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda og verði send Skipulagsstofnunar til varðveislu í samræmi við 2. mgr. 43.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Hrunamannahreppur:
- Þverlág 16 L201193; Færsla á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting – 2205040
Lögð er fram umsókn um breytingu á deiliskipulag sem tekur til lóðar Þverlág 16, Í breytingunni felst færsla á byggingarreit nær aðkomuvegi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum.
- Ásabyggð 32-42; Deiliskipulagsbreyting – 2111051
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar Ásabyggð í Hrunamannahreppi eftir kynningu. Breytingin nær til lóða nr. 32-42 ásamt nýrri göngu- og hjólaleið við suðurenda skipulagsreitsins sem nýtist jafnframt sem flóttaleið. Svæðið er um 5,0 ha að stærð. Öll hús innan þessa svæðis eru í eigu Kennarasambands Íslands (KÍ) og eru þau leigð út sem orlofshús til félagsmanna. Markmið breytingarinnar er að leiðrétta staðsetningu þegar byggðra húsa sem eru ekki öll innan byggingareits ásamt því að fjölga um 3 orlofshús og byggja eitt hús sem sinnir umsýslu og viðhaldi á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir frekari sameiningu lóða. Jafnframt er gert ráð fyrir heimild fyrir lagningu vegar að nýjum orlofshúsum. Athugasemdir bárust við kynningu málsins og eru þær lagðar fram ásamt uppfærðum skipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að viðkomandi breytinga á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemdum sem bárust við kynningu málsins með fullnægjandi hætti.
- Birkihlíð 2-4 (L232269); umsókn um byggingarleyfi; parhús með þremur íbúðum – 2205056
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Iðjuverk ehf., móttekin 3.05.2022 um byggingarleyfi fyrir (436,1 m2) parhús með þremur íbúðum og tvær bílageymslur fylgja íbúðum á jarðhæð á íbúðarlóðinni Birkihlíð 2-4 (L232269) í Hrunamannahreppi. Í deiliskipulagi kemur fram að lóðin er parhúsalóð með heimild fyrir 2-3 íbúðum.
Að mati skipulagsnefndar er stefna deiliskipulags sú að innan viðkomandi lóða megi byggja allt að þrjár íbúðir á parhúsalóð. Eðli málsins samkvæmt getur þriggja íbúða hús ekki talist parhús. Mælist nefndin því til þess við sveitarstjórn að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem skilgreining bygginga verði parhús/ fjöleignahús á þeim lóðum sem við á. þar sem sú breyting hefur engin áhrif á stefnumörkun skipulagsins er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að byggingarfulltrúa verði falin útgáfa byggingarleyfis á grunni framlagðra uppdrátta og gildandi deiliskipulags.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
- Brjánsstaðir lóð 4 L213014; Skipting lóðar; Fyrirspurn – 2205078
Lögð er fram fyrirspurn Davíðs Arnar Ingvasonar um skiptingu lóðarinnar Brjánsstaðir lóð 4 L213014 í þrjár lóðir, tvær þeirra til að byggja íbúðarhús á. Lóðin er skráð sem 10.000 fm íbúðarhúsalóð sem samþykkt var til stofnunar í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2007. Meðfylgjandi er afstöðumynd með fyrirhugaðri skiptingu til skýringar.
Samkvæmt stefnumörkun aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps er varðar byggingar á landbúnaðarlandi skal skilgreina viðeigandi landnotkunarflokk séu 4 eða
fleiri lóðir undir 2 ha samliggjandi á sama svæði. Samliggjandi Brjánsstöðum lóð 4 er lóðin Brjánsstaðir 2 sem er einnig íbúðarlóð. Verði Brjánsstaðir lóð 4 að þremur
íbúðarlóðum verða því 4 samliggjandi lóðir á svæðinu og skal þá skilgreina svæðið sem íbúðarsvæði í takt við stefnumörkun aðalskipulags.
- Löngudælaholt frístundasvæði; Breyting og samræming deiliskipulags – 2104081
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Löngudælaholts eftir yfirferð Skipulagsstofnunar. Gerðar voru athugasemdir við gildistöku deiliskipulagsins að hálfu Skipulagsstofnunar m.a. vegna misræmis við skilmála aðalskipulags er varðar hámarks byggingarmagn á lóðum og fjarlægð frá vegum og ám. Brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar með fullnægjandi hætti að mati nefndarinnar. Undanþágu er varðar fjarlægðar takmarkanir liggur fyrir frá Innviðaráðuneyti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan framlagðra gagna. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
- Stóra-Hof L203207; Deiliskipulagsbreyting – 2205041
Lögð er fram umsókn frá Magnúsi Sigurði Alfreðssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Stóra-Hofi. Gerðar eru breytingar á uppdrætti og greinargerð
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að viðkomandi breytinga á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi
Öll sveitarfélög:
- Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 22-164 – 2205002F
Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 22-164 lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00