Skipulagsnefnd fundur nr. 89 – 13. maí 2015

Skipulagsnefnd – 89. fundur  

haldinn  Laugarvatni, 13. maí 2015 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson, Aðalmaður

Björgvin Skafti Bjarnason, Aðalmaður

Gunnar Þorgeirsson, Formaður

Helgi Kjartansson, Aðalmaður

Nanna Jónsdóttir, Aðalmaður

Ragnar Magnússon, Varaformaður

Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson, Skipulagsfulltrúi

 

Dagskrá:

1.   Nesjavallavirkjun: Prófun á holu HK-20 á Mosfellsheiði: Framkvæmdaleyfi – 1504022
Lagt fram að nýju erindi Orku Náttúrunnar þar sem óskað er eftir heimild til að gera tilraun með að farga upphituðu grunnvatni í 176 m tilraunaborholu HK-20 sem er staðsett austan til á Hellisheiði rétt við veginn sem liggur meðfram Nesjavallaæðinni. Er markmið tilraunarinnar að minnka förgun á á heitu vatni á yfirborði í nágrenni Nesjavallavirkjunar. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi nefndarinnar 22. apríl sl. Bjarni Már Júlíusson frá Orku Náttúrunnar kom inn á fund og fór yfir helstu forsendur framkvæmdaleyfisins. Þá liggur fyrir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þar sem ekki er gerð athugasemd við framkvæmdina.
Skipulagsnefnd samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir ofangreindri tilraun við að farga upphituðu grunnvatni til ársloka 2016. Nefndin fer fram á að fá afrit af öllum niðurstöðum rannsókna sem gerðar verða í tengslum við tilraunina.
2.   Nesjavallavirkjun: Prófun á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal: Framkvæmdaleyfi – 1504019
Lögð fram að nýju umsókn Orku Náttúrunnar dags. 25. mars 2015 um framkvæmdaleyfi vegna prófunar á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 í Kýrdal á Nesjavöllum. Í framkvæmdum felst að lögð verði lögn frá Nesjavallaæð þar sem hún liggur um Kýrdal að umræddum holum innar í dalnum og losa þar umfram upphitað grunnvatn yfir sumarmánuðina og losna við að losa það á yfirborði eins og nú er gert. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsnefndar 22. apríl sl. Bjarni Már Júlíusson frá Orku Náttúrunnar og Einar Gunnlaugsson frá Orkuveitunni fóru yfir helstu forsendur framkvæmdaleyfisins.
Skipulagsnefnd samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir prófun á niðurrennslisholum NJ-17 og NJ-26 til loka árs 2016.
3.   Lambhagi: Ölfusvatn: Deiliskipulag – 1502099
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggðina Lambhagi úr landi Ölfusvatns við Þingvallavatn, Grímsnes- og Grafningshreppi. Tillagan var auglýst 2. október 2014 með athugasemdafrest til 14. nóvember. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Tillagan er nú lögð fram með minniháttar breytingum til að koma til móts við umsagnir, þ.e. fornminjar hafa verið merktar inn og nánar er fjallað um kröfur til fráveitu í greinargerð.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagið með breytingum til að koma til móts fyrirliggjandi umsagnir, m.a. að merkja þarf inn öll vatnsból innan svæðisins ásamt vatnsverndarsvæðum.
4.   Vaðholt 2 og 2a: Ormsstaðir: Deiliskipulagsbreyting – 1505025
Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vaðholts úr landi Ormsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin nær til lóðanna Vaðholt 2 og 2a og felst í að þær eru sameinaðar og breytt í lögbýli þar sem reisa má allt að 300 fm íbúðarhús og allt að 400 fm útihús. Tillagan var auglýst 2. október 2014 með athugasemdafrest til 14. nóvember. Engar athugasemdir bárust. Tillagan er nú lögð fram með þeirri breytingu að byggingarreitur íbúðarhúss verði 5 m frá lóðarmörkum en ekki 10 m eins og í auglýstri tillögu auk þess sem upplýsingar um þegar byggt hús (gróðurhús) hafa verið lagfærðar í greinargerð.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki tillöguna með ofangreindum breytingum.
5.   Sturluholt: Fyrirspurn – 1505022
Lögð fram fyrirspurn dags. 30. apríl 2015 þar sem óskað er eftir að landnotkun aðalskipulags sem nær til jarðarinnar Sturluholt (lnr. 189339), í Grímsnes- og Grafningshreppi, verði breytt í blandaða landnotkun frístundabyggðar og landbúnaðarsvæðis í stað frístundabyggðar. Jafnfram er óskað eftir breytingum á deiliskipulagi þriggja frístundahúsalóða á þann veg að í stað frístundahúsalóðarinnar Stekkjardalur verði byggingarreitur fyrir íbúðarhús og vélageymslu jarðarinnar. Í staðinn verði 2 óbyggðar frístundahúsalóðir annarsstaðar en þær eru núna.
Afgreiðslu málsins frestað og því vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
6.   Kerbyggð: Klausturhólar: Deiliskipulagsbreyting – 1502062
Lögð fram að nýju tillaga að endurskoðun deiliskipulags fyrir Kerbyggð úr landi Klausturhóla í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. apríl 2015 og ný umsögn Minjastofnunar dags. 30. apríl. Til að koma til móts við athugasemdir í umsögn Minjastofnunar er lagður fram lagfærður uppdráttur þar sem sett eru ákveðin skilyrði á tvær lóðir. Fyrir liggur tölvuskeyti frá Minjastofnun þar sem ekki er gerð athugasemd við þessa útfærslu.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki deiliskipulagstilöguna að nýju með breytingum til að koma til móts við athugasemdir Minjastofnunar Íslands.
7.   Hrútur 2: Hrútshagi: Deiliskipulag – 1505032
Lögð fram umsókn Egg arkitektar ehf. dags. 6. maí 2015, f.h. landeigenda Hrútshaga lnr. 172701, þar sem lögð fram tillaga að deiliskipulagi spildu sem kallast á Hrútur 2 og er 22,7 ha að stærð og liggur upp að Bugavegi. Í deiliskipulaginu er afmarkaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús, gestahús, bílgeymslu, skemmu, gróðurhús og hesthús. Heildarflatarmál mannvirkja yrði allt að 1.000 fm.
Að mati skipulagsnefndar er ekki æskilegt að gera ráð fyrir að byggingarreitur fyrir íbúðarhús og gestahús sé nær þjóðvegi en 50 m, sbr. kröfur skipulagsreglugerðar. Nefndin gerir ekki athugasemd við að kynnt verði lýsing deiliskipulags ef byggingarreitur fyrir íbúðarhús og gestahús er í a.m.k. 50 m fjarlægð. Þá telur nefndin ekki heppilegt að gera ráð fyrir svona mörgum húsum á einum byggingarreit.
8.   Sigöldulína 3: Ásahreppur: Framkvæmdaleyfi – 1505017
Lögð fram umsókn Landsnets dags. 6. maí 2015 um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun tveggja mastra Sigöldulínu 3 í tengslum við aukningu á flutningsgetu línunnar. Núverandi möstur verða tekin niður og ný sett upp sem eru eins að útliti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við ofangreinda umsókn.
9.   Sigöldulína 3: Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Framkvæmdaleyfi – 1505016
Lögð fram umsókn Landsnets dags. 6. maí 2015 um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun mastra Sigöldulínu 3 í tengslum við aukningu á flutningsgetu línunnar. Núverandi möstur verða tekin niður og ný sett upp sem eru eins að útliti.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við ofangreinda umsókn.
10.   Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079
Lögð fram lýsing deiliskipulagstillögu sem nær til núverandi Búrfellsvirkjunar og fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Skipulagssvæðið er um 1.500 ha og nær yfir núverandi stöðvarhús, starfsmanna- og þjónustuhús, hesthús, golfvöll, tengivirki og Bjarnalón, sem er miðlunarlón virkjunarinnar. Skilgreindar eru námur og haugsvæði, núverandi og nýir vegir, byggingareitir fyrir vinnubúðir,veitu og stöðvarmannvirki. Einnig er gert ráð fyrir lóð fyrir léttan iðnað, t.d. verkstæði, smiðju eða gagnaver en sú framkvæmd er ekki háð stækkun virkjunar. Gert er ráð fyrir að vatn verði tekið úr inntakslóni Búrfellsvirkjunar og leitt um aðrennslisskurð fram á brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki. Þaðan verða göng að neðanjarðarstöðvarhúsi og frárennslisgöng og frárennslisskurður frá stöðvarhúsi út í Fossá.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi lýsingu og mælir með að sveitarstjórn samþykki að fela skipulagsfulltrúa að kynna lýsingina skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga og leita umsagnar umsagnaraðila sem tilgreindir eru í lýsingunni.
11.   Tjarnarver 166707: Umsókn um byggingarleyfi: Fjallaskáli – 1504059
Sótt er um leyfi til að byggja fjallaskála úr timbri sambyggðan við núverandi hesthús og svefnskála. Stærð stækkunar er 39,6 ferm og 158 rúmm.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda umsókn með fyrirvara um samþykki Forsætisráðuneytisins.
12.   Hlemmiskeið 5 166468: Stækkun lóðar Hlemmiskeið lóð 6 191254 – 1505033
Lögð fram umsókn Benedikts Hjörvars Ingvarssonar dags. 5. maí 2015 þar sem óskað er eftir að lóðin Hlemmiskeið 6 lóð (lnr. 191254) sem í dags er skráð 2.064 fm verði stækkuð í um 1,1 ha og er stækkunin tekin úr landinu Hlemmiskeið 5 166468 (lnr. 166468.)
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar.
13.   Hnaus II: Deiliskipulag – 1505020
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 23. september 2010 var tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á jörðinni Hnaus II. Samþykkt var að auglýsa tillöguna með fyrirvara um breytingu á stærð einnar lóðarinnar. Tillagan var aldrei auglýst þar sem ekki bárust gögn í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar. Nú er deiliskipulagið lagt fram að nýju með þeirri breytingu á sú lóð sem minnst var á í fyrri afgreiðslu nefndarinnar árið 2010 hefur verið felld út. Deiliskipulagið nær til 38 ha spildu og eru þar innan 6 frístundahúsalóðir innan um skógræktarreiti.
Skipulagsnefnd mælir með að sveitarstjórn samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
14.   Skotlandsferð 2014: Vindmyllur – 1503070
Lögð fram til kynningar drög að yfirliti um Skotlandsferð sem farinn var til að skoða reynslu Skota í málefnum er varða vindmyllur.
Samþykkt að stefna að því að klára gerð skýrslu um Skotlandsferðina fyrir lok maí mánaðar.
15.   Hvannalundur 8: Úrskurður UUA – 1505031
lögð fram til kynningar niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á veitingu byggingarleyfis fyrir stækkun á sumarhúsi á Hvannalundi 8 í Miðfellshverfi. Byggingarleyfið var samþykkt af byggingarfulltrú 13. september 2011 eftir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar á athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu. Er byggingarleyfið fellt úr gildi þar sem í aðalskipulagi kemur fram að fjórum árum eftir staðfestingu skuli eingöngu gefa út byggingarleyfi á grundvelli deiliskipulags og einnig er vísað í ákvæði þáverandi skipulagsreglugerðar um að þau svæði sem eru undir hverfisvernd gildi að deiliskipulag sé forsenda byggingarleyfa.
16.   Heiðarbær lóð 170227: Fyrirspurn – 1501020
Á fundi skipulagsnefndar 8. janúar 2015 var samþykkt að grenndarkynna umsókn um byggingu 90-110 fm frístundahúss á lóðinni Heiðarbær 170227. Nú er lögð fram fyrirspurn dags. 17. apríl 2015 þar sem óskað er að húsið verði stærra, þ.a. á bilinu 120 til 140 fm.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
17.   Skálabrekka lóð: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og bátaskýli – 1504021
Sótt er um að fá að endurnýja samþykkt byggingaráform 5. apríl 2011. Sumarhús 126,7 ferm og bátaskýlið 30 ferm. Heildarstærð er 156,7 ferm og 554,1 rúmm.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
18.   Borgarhólsstekkur 1: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1501075
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir gestahús úr timbri 25,8 ferm. Byggingarleyfi hússins var fellt úr gildi með úrskurði UUA, dags. 19/09/2014.
Í ljósi niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 17. apríl 2015 í máli nr. 71/2011 varðandi byggingarleyfi viðbyggingar á lóðinni Hvannalundur 8 að þá telur skipulagsnefnd að ekki sé hægt að gefa út byggingarleyfi á lóðum innan fyrrum Þingvallasveitar nema á grundvelli deiliskipulags eða þá að ákvæði aðalskipulags um að deiliskipulag þurfi að vera forsenda byggingarleyfa en ekki grenndarkynning skv. 44. gr. skipulagslaga verði fellt út. Afgreiðslu málsins er því frestað.
19.   Einiholt 1 land 1: Verslun- og þjónusta: Aðalskipulagsbreyting – 1502087
Lögð fram að lokinni kynningu lýsing skipulagsverkefnis vegna aðalskipulagsbreytingar á spildu úr landi Einiholts 1 í Bláskógabyggð. Lýsingin var kynnt með auglýsingu dags. 9. apríl auk þess sem hún var send til umsagnar Skipulagsstofnunar. Sameiginleg athugasemdarbréf dags. 20. apríl 2015 barst frá eigendum jarðanna Einiholt 1 og 2 og Kjarnholts 1 auk þess sem fyrir liggur umsögn frá Skipulagsstofnun. Þá liggur fyrir bréf umsækjenda dags. 28. apríl 2015 þar sem fram koma viðbrögð við efni athugasemdar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að tillaga að breytingu á aðalskipulagi svæðisins verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verður tillaga að deiliskipulagi svæðisins samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
20.   Einiholt 1 land 1: Deiliskipulag – 1505030
Lagt fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis á spildu úr landi Einiholts 1 og er í samræmi við aðalskipulagsbreytingu sem fjallað var um í máli nr. 17. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 10 allt að 60 fm gistihús auk allt að 160 fm þjónustubyggingar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda tillögu og mælir með að hún verði kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins.
21.   Frístundasvæði VM: Snorrastaðir: Deiliskipulagsbreyting – 1505015
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi orlofshúsahverfis VM á spildu úr landi Snorrastaða í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að bústöðum fækkar úr 16 í 12 auk breytinga á staðsetningu húsa. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir að 8 hús séu 100 fm og 8 allt að 50 fm. Nú er gert ráð fyrir að 6 hús verði allt að 95 fm auk 10 fm geymslu og 6 hús allt að 110 fm auk 10 fm geymslu.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi og mælir með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
22.   Efri-Reykir lóð 1: Deiliskipulagsbreyting – 1505021
Lögð fram umsókn dags. 4. maí 2015 um breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Efri-Reykja sem nær til lóðarinnar Efri-Reykir lóð 1. Lóðin er skráð 3 ha að stærð og í dag er á lóðinni 100 fm frístundahús og 39,6 fm baðhús. Samkvæmt uppdrætti sem fylgir með umsókn er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að tíu 60-65 fm hús til útleigu og komið verði fyrir allt að 15 bílastæðum við innkomu inn á lóðina. Fyrirhugað er að nýta núverandi hús sem þjónustuhús.
Að mati skipulagsnefndar er ekki mælt með að sveitarstjórn samþykki ofangreinda umsókn um breytingu á deiliskipulagi lóðar í grónu hverfi sem felur í sér umfangsmikla atvinnustarfsemi. Að mati nefndarinnar á svona starfsemi heima á svæðum sem í aðalskipulagi er skilgreind fyrir verslun- og þjónustu.
23.   Brekkugerði 1674060: Deiliskipulagsbreyting – 1505027
Lögð fram umsókn dags. 6. maí 2015 frá tilvonandi eigendum lóðarinnar Brekkugerði/Austurbyggð 20 í Laugárási, Bláskógabyggð, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta íbúðarhúsinu í gistiheimili. Húsið er 350 fm á tveimur hæðum og er hugmyndin að útbúa 8 herbergi á efri hæð hússins auk tveggja minni íbúða á neðri hæð. Miðað er við um 18-20 gesti að hámarki á nóttu. Lóðin er í aðal- og deiliskipulagi skilgreind sem íbúðarhúsalóð.
Að mati nefndarinnar samræmist ofangreind beiðni ekki gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins þar sem svæðið er skilgreint sem íbúðarsvæði. Þar sem um er að ræða mun umfangsmeiri starfsemi en heimagistingu þyrfti lóðin að vera á svæði sem skilgreint er sem verslunar- og þjónustusvæði. Erindinu er því hafnað.
24.   Brekka 167067: Lóð undir hesthús og reiðhöll: Stofnun lóðar – 1505029
Lögð fram umsókn dags. 8. maí 2015 ásamt meðfylgjandi uppdrætti þar sem óskað er eftir reisa 1300 fm reiðhöll á jörðinni Brekku í Bláskógabyggð. Gert er ráð fyrir að reiðhöllin verði reist rétt við núverandi hesthús sem stendur við Brekkulæk. Þá hefur verið afmörkuð lóð sem nær utan um hesthús og fyrirhugaða reiðhöll.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga. Þá er ekki gerð athugasemd við byggingu reiðhallar á þessum stað og Þar sem ekki er um aðra hagsmunaaðila að ræða en umsækjendur er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga.
25.   Aphóll 11 og 12: Apavatn 2 167621: Breytt afmörkun lóða – 1505034
Lögð fram umsókn dags. 8. maí 2015 þar sem óskað er eftir smávægilegri breytingu á afmörkun tveggja lóða úr landi Apavatns 2, lóðirnar Aphóll 11 og 12. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir breytingu á afmörkun en hún felur ekki í sér breytingu á stærð lóðanna. Lóðirnar tvær eru innan svæðis þar sem afmarkaðar hafa verið 13 lóðir og hefur afmörkun þeirra áður verið samþykkt.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreindar breytingar á afmörkun lóða 11 og 12. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
26.   Hvammsvegur: Hrunamannahreppur: Aðalskipulagsbreyting – 1505018
Lögð fram tillaga að lýsingu skipulagsverkefnis vegna breytingar á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna breytingar á Hvammsvegi á um 500 m kafla. Nær breytingin bæði til þéttbýlisuppdráttar fyrir Flúðir og sveitarfélagsuppdráttar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við ofangreinda lýsingu.
27.   Hrunamannaafréttur: Kerlingarfjöll: Lóðamál – 1505019
Lagt fram lóðablað sem sýnir afmörkun 6,14 ha lóðar undir hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum, Hrunamannahreppi.
Skipulugsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um samþykki Forsætisráðuneytisins. Ekki er gerð athugasemd við landsskipti skv. 13. gr. jarðalaga.
28.   Lindarsel: Deiliskipulagsbreyting – 1505026
Lögð fram umsókn dags. 8. maí 2015 um breytingu á deiliskipulagi lögbýlisins Lindarsels í Hrunamannahreppi, ásamt meðfylgjandi uppdrætti dags. 7. maí 2015. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrir hesthús/geymslu færist til suðvestur frá háspennulínum. Þá eru gerðar ýmsar breytingar á ákvæðum og þær helstu eru að auk hesthús er gert ráð fyrir fjárhúsi og að mannvirki byggingarreitar megi vera allt að 1.000 fm í stað 300 fm. Þá mega hús vera tvær hæðir en ekki ein og tekin eru út ákvæði um byggingarefni húsa, auk þess sem ekki er lengur gert ráð fyrir sameiginlegri rotþró fyrir öll hús innan deiliskipulagsins.
Að mati nefndarinnar er um óverulega breytingu að ræða og mælir með að sveitarstjórn samþykki ofangreinda tillögu skv. 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
29.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-06 – 1504002F
Lagðar fram til kynningar afgreiðslur byggingarfulltrúa frá 29. apríl 2015.