16 mar Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 161 – 16. mars 2022
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 22-161. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 16. mars 2022 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál
|
||
1. | Birkihlíð 11-15 (L232274); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2202022 | |
Fyrir liggur umsókn Vals Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Flott mál ehf., móttekin 06.02.2022 um byggingarleyfi til að byggja 403,9 m2 þriggja íbúðar raðhús með bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Birkihlíð 11-15 (L232274) í Hrunamannahreppi. | ||
Í deiliskipulagsbreytingu dags 1.07.2021 kemur fram að á lóðinni er heimilt að byggja 365,1 m2 raðhús. Umsókn samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og er synjað. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
|
||
2. | Tjarnholtsmýri 3A (L203193); umsókn um byggingarheimild; véla- og tækjageymsla – 2109054 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Þorgeirssonar fyrir hönd Bryndísar Ævarsdóttur, móttekin 25.11.2021, sótt er um byggingarheimild til að byggja 118,2 m2 véla- og tækjageymslu á Tjarnholtsmýri 3A (L203193) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
3. | Hallkelshólar lóð (L168499); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2112017 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Halls Kristmundssonar fyrir hönd Birgis Emils J. Egilssonar og Guðbjargar S. Guðlaugsdóttur, móttekin 09.12.2021 um byggingarheimild til að byggja 33,1 m2 við sumarbústað og byggja 16,9 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð (L168499) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 95,7 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
4. | Efri-Markarbraut 6 (L194032); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2202045 | |
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Hreins Jakobssonar og Aðalheiðar Ásgrímsdóttur, móttekin 16.02.2022 um byggingarheimild fyrir 201,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Efri-Markarbraut 6 (L194032) í Grímsnes- og Grafningshreppur. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
5. | Kiðjaberg lóð 134 (L208285); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting – 2202064 | |
Fyrir liggur umsókn Ragnars A. Birgissonar fyrir hönd Ólafs A. Sigurðssonar og Kristínar B. Eysteinsdóttur, móttekin 24.02.2022 um byggingarheimild að stækka um 29,8 m2 og sameina mhl 01 og mhl 02 í einn matshluta. Núverandi geymslu verður jafnframt breytt í gestarými á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 134 (L208285) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði mhl 01 eftir stækkun verður 141,4 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
6. | Klapparhólsbraut 16 (L170045); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – 2203028 | |
Fyrir liggur umsókn Þorgeirs Jónssonar fyrir hönd Friðriks R. Hansen, móttekin 11.03.2022 um byggingarheimild fyrir 135 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Klapparhólsbraut 16 (L170045) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
7. | Ferjubraut 11 (L224508); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – breyting – 2007009 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, breytt aðalteikning móttekin 14.03.2022. Sótt er um byggingarheimild fyrir staðsteyptan sumarbústað, annað óbreytt frá fyrri samþykkt á sumarbústaðalandinu Ferjubraut 11 (L224508) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
|
||
8. | Áshildarvegur 43 (L222563); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með sambyggðri bílageymslu – 2203014 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Jóns Bjarnasonar og Margrétar Lilliendahl, móttekin 02.03.2022 um byggingarleyfi til að byggja 169,6 m2 íbúðarhús með sambyggðri bílageymslu á lóðinni Áshildarvegur 43 (L222563) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012 liggja fyrir. -Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Ábyrgðaryfirlýsing iðnmeistara skal hafi verið skilað inn. – Hönnunarstjóri skal leggja fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða. – Byggingarleyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
9. | Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; geymsla mhl 07 – breyting í Yogastöð – 1501091 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknir nýir aðaluppdrættir 13.03.2022. Sótt er um breytingu á innra skipulagi í yogastöð á Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál
|
||
10. | Útey 1 lóð (L168171); umsókn um byggingarheimild; sumarbústaður – viðbygging – 2201036 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar fyrir hönd Gunnars Þ. Gunnarssonar og Bryndísar B. Guðjónsdóttur, móttekin 11.01.2022 um byggingarheimild til að byggja 63,2 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Útey 1 lóð (L168171) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 103,2 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
Flóahreppur – Almenn mál
|
||
11. | Þúfugarðar (L221679); umsókn um byggingarheimild; íbúðarhús – viðbygging – 2202001 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ólafs S. Gíslasonar og Hildar Bjarnadóttur, móttekin 31.01.2021 um byggingarheimilt að byggja 177,6 m2 við íbúðarhús á íbúðarhúsalóðinni Þúfugarðar (L221679) í Flóahreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 315,2 m2. | ||
Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð. Byggingaráformin samrýmast gildandi skipulagsáætlun og eru samþykkt. Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt: – Undirritaðir aðaluppdrættir þurfa að vera staðfestir og áritaðir hjá leyfisveitanda. – Byggingarstjóri þarf að staðfesta ábyrgð sína og afhenda staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni. – Leyfisgjöld þurfa að vera greidd. |
||
12. | Þingdalur (L166405); umsókn um niðurrif á mhl 02-08-12-13 og 14 – 2203004 | |
Fyrir liggur umsókn Jóhönnu E. Guðmundsdóttur og Árna G. Eyþórssonar, móttekin 01.03.2022 um niðurrif bygginga á jörðinni Þingdalur (L166405) í Flóahreppi, niðurrif er á mhl 02 einbýli 115,7 m2, byggingarár 1948, mhl 08 bogaskemma 77 m2, byggingarár 1958, mhl 12 véla/verkfæra geymsla 57,7 m2, byggingarár 1964, mhl 13 hlaða 25,7 m2, byggingarár 1960 og mhl 14 hlaða 33 m2, byggingarár 1966. | ||
Niðurrif mannvirkja fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2 og er háð byggingarheimild. Byggingarheimild til niðurrifs verður gefið út þegar yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð sína á framkvæmd liggur fyrir skv. 2.3.8 gr. byggingarreglugerðar. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. |
||
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir
|
||
13. | Langholt 2 (L166249); umsögn um breytingu á rekstrarleyfi; gisting – 2203025 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 03.03.2022 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um breytingu á rekstrarleyfi í fl.II, stærra gistiheimili (B) frá Fríði Sólveigu Hannesdóttur fyrir hönd Country Dream ehf., kt. 681011 – 0480 á jörðinni Langholt 2 (F220 0870) í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II fyrir 24 gesti sem sundurliðast þannig. Mhl 17 íbúðarhús 3 gestir Mhl 18 Gestahús 7 gestir Mhl 19 sumarhús 4 gestir Mhl 20 sumarhús 10 gestir |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:20