01 des Skipulagsauglýsing sem birtist 1. desember 2021
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Samkvæmt 30. gr. og 40. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar skipulags-og matslýsingar vegna aðal- og deiliskipulagsáætlana auk tillagna deiliskipulagsáætlana.
- Laugarás – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 – 2027 og nýs deiliskipulags vegna þéttbýlisins að Laugarási.
- Bergsstaðir L167202 og L167201 – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu sem tekur til breytingar á landnotkun innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015 – 2027 í landi Bergsstaða. Fyrirhugað er að frístundabyggðin F84 taki breytingum og stækki til norðurs á landi Bergsstaða L167202 en minnki til suðurs á landi Bergsstaða L167201. Landbúnaðarsvæði tekur breytingum samhliða.
- Selhöfðar í Þjórsárdal – Skipulagslýsing aðal- og deiliskipulags
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. nóvember að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 – 2029 og nýs deiliskipulags vegna ferðamannasvæðis Sandártungu í Þjórsárdal. Skipulagssvæðið afmarkast af tjaldsvæði við Sandártungu til suðvesturs, Sandá til norðvesturs, Selhöfðum til norðausturs og Þjórsárdalsvegi til suðausturs.
- Aðalskipulag Flóahrepps 2017-2019; Íbúðasvæði; Arnarstaðakot og Skálmholt; Skilmálabreyting – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 9. nóvember 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu sem tekur til breytingar á landnotkun innan aðalskipulags Flóahrepps 2017 – 2029. Breytingin snýr að skilmálum aðalskipulagsins er varðar íbúðarsvæði í sveitarfélaginu. Fyrirhugað er að breyta skilmálum á þann hátt að heimiluð verði ný íbúðarsvæði í dreifbýli vegna sýnds áhuga landeigenda og eftirspurnar eftir slíkum lóðum. Einnig nær breytingin til tveggja nýrra íbúðarsvæða. Annars vegar í landi Arnarstaðakots L166219 þar sem fyrirhuguð er uppbygging búgarðabyggðar og hins vegar í landi Skálmholts land L186111 þar sem núverandi frístundasvæði og landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar verði skilgreind sem íbúðarsvæði.
- Kringla 2 og 9; Kringlugil 1 og 2 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. nóvember 2021 að kynna deiliskipulag sem tekur til skipulags tveggja lóða, Kringlugils 1 og 2, úr Kringlu 2 og 9. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhús og útihús.
- Úthlíð; Frístundabyggð – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2021 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til frístundabyggðar í Úthlíð. Svæðið er nánast fullbyggt og er í gildi deiliskipulag frá árinu 1993. Vegna fjölda breytinga á því skipulagi, breyttum kröfum til skipulags frá því gildandi deiliskipulag var gert og frekari fyrirhugaðra breytinga er áætlað að skipta skipulagssvæðinu í 5 svæði og gera nýjar skipulagstillögur fyrir hvert svæði fyrir sig. Gildandi deiliskipulag mun falla úr gildi að hluta við gildistöku þegar tillaga fyrir hvern áfanga hefur verið samþykkt og í heild þegar öllum áföngunum er lokið. Svæðið er um 430 ha að stærð og liggur vestan Laugarvatnsvegar og er innan jarðanna Úthlíðar I og Úthlíðar II.
- Hrunamannaafréttur L223267; Kerlingarfjöll; Landvarðaskáli – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2021 að kynna skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á deiliskipulagi að Kerlingafjöllum. Í breytingunni felst að fyrirhugað er að stofna nýja lóð og reisa landvarðarskála skammt norðan Kerlingafjallavegar.
- Ásgarður; Kerlingarfjöll – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu sem tekur til breytingar á deiliskipulagi að Kerlingarfjöllum. Í gildi er deiliskipulag, Svæði Fannborgar, Ásgarði Kerlingarfjöllum, sem tók gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 24.03.2014. Unnið er nýtt deiliskipulag á grunni gildandi skipulags af svæðinu.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Breyting á skilmálum fyrir frístundasvæði – Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember 2021 að auglýsa aðalskipulagsbreytingu sem tekur til breytingar á skilmálum aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015 – 2027. Tilgangur breytinganna er endurbót á reglum er varðar hámarksbyggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5.000 -10.000 fm að stærð.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Hraunhólar L166567; Íbúða- og frístundabyggð; Stækkun svæðis og fjölgun lóða – Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember 2021 að auglýsa deiliskipulag sem tekur til deiliskipulagsbreytingar í landi Hraunhóla L166567 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Breytingin felur í sér að íbúðarhúsalóðum er fjölgað úr 4 í 10. Fyrri gildandi deiliskipulög fyrir svæðið falla úr gildi við gildistöku þess nýja.
- Vatnsleysa L167184 – Deiliskipulag
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember 2021 að auglýsa deiliskipulag í landi Vatnsleysu L167184. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á byggingarreit þar sem gert er ráð fyrir nýju fjósi allt að 2000 fm.
- Röðull L198895 – Deiliskipulag
Hreppsnefnd Ásahrepps samþykkti á fundi sínum þann 17. nóvember 2021 að auglýsa deiliskipulag vegna Röðuls í Ásahreppi. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining lóðar og byggingarreitar auk byggingarheimilda innan lóðar.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is. Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.asahreppur.is/, https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.floahreppur.is/, https://www.fludir.is/, https://www.gogg.is/ og https://www.skeidgnup.is/
Mál nr. 1 – 9 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu frá 1. desember til og með 24. desember 2021.
Mál nr. 10 – 13 innan auglýsingar eru auglýst frá 1. desember 2021 til og með 14. janúar 2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU