03 nóv Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 152 – 3. nóvember 2021
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-152. fundur haldinn að Laugarvatni, miðvikudaginn 3. nóvember 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og
Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál
|
||
1. | Smiðjustígur 7 (L167028); umsókn um byggingarleyfi; parhús með innbyggðum bílskúrum – 2110022 | |
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd B.R. Sverrisson ehf., móttekin 07.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 308 m2 parhús með innbyggðum bílskúrum á íbúðarhúsalóðinni Smiðjustígur 7 (L167028) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
|
||
2. | Hallkelshólar 17 (L228423); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108008 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Elínar Ó. Guðmundsdóttur, móttekin 03.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 45,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar 17 (L228423) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
3. | Hallkelshólar 17 (L228423); umsókn um stöðuleyfi; vinnuskúr – 2108083 | |
Fyrir liggur umsókn Elínar Ó. Guðmundsdóttur, móttekin 26.08.2021 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr meðan á byggingartíma á sumarbústaði stendur yfir á landinu Hallkelshólar 17 (L228423) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 2.11.2022. | ||
4. | Litlabraut 2 (Ll190146); umsókn um byggingarleyfi; bílageymsla – 2108047 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Reynis Kristjánssonar fyrir hönd Helgu K. Hauksdóttur og Reynis Kristjánssonar, móttekin 17.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 39,9 m2 bílageymslu á sumarbústaðalandinu Litlabraut 2 (L190146) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
5. | Öndverðarnes 2 lóð (L170129); Umsókn um leyfi fyrir garðskála – 2109101 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Magnúsar Sveinssonar og Katrínar S. Sigurbjörnsdóttur, móttekin 27.09.2021, sótt er um leyfi til að byggja 24,5 m2 garðskála við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Öndverðarnes 2 lóð (L170129) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 71,4 m2. | ||
Samþykkt. | ||
6. | Sogsbakki 7 (L202465); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús-geymsla – 2109102 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Jóns Þ. Þorvaldssonar fyrir hönd F7172, móttekin 30.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 137,9 m2 sumarbústað og 25 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalandinu Sogsbakki 7 (L202465) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
7. | Álfabyggð 15 (L230885); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2110050 | |
Fyrir liggur umsókn Björgvins Snæbjörnssonar fyrir hönd Bjarklindar Sigurðardóttur og Sigmundar Bjarnasonar, móttekin 19.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 114,8 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Álfabyggð 15 (L230885) í Grímsnes- og Grafningshreppi | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
8. | Þerneyjarsund 8 (L168682); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging og geymsla – 2110064 | |
Fyrir liggur umsókn Kjartans Sigurðssonar fyrir hönd Bylgju B. Bragadóttur, móttekin 20.10.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja
30,2 m2 viðbyggingu við sumarbústað og 7,5 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Þerneyjarsund 8 (L168682) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 67 m2. |
||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
9. | Þórsstígur 28 (L178482); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2110065 | |
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, móttekin 21.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 148,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Þórsstígur 28 (L178482) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
|
||
10. | Skaftholt (L166592); umsókn um byggingarleyfi; vistheimili mhl 17 – breyting – 2110057 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sjálfseignarstofnunin Skaftholt, móttekin 19.10.2021 um byggingarleyfi til að breyta notkun á jarðhæð úr geymslu í tvær íbúðir á vistheimili mhl 17 á jörðinni Skaftholt (L166592) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
11. | Árholt 2 (L219577); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2110066 | |
Fyrir liggur umsókn Einars Ingimarssonar fyrir hönd Árna Guðmundssonar, móttekin 21.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 63,9 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Árholt 2 (L219577) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
12. | Breiðanes (L201727); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2110068 | |
Fyrir liggur umsókn Bergs Steingrímssonar fyrir hönd Eignarhaldsfélagið Vöðlar ehf., móttekin 22.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Breiðanes (L201727) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar. | ||
13. | Skáldabúðir (L166594); umsókn um niðurrif; niðurfelling á mhl 02 íbúðarhús – 2110089 | |
Fyrir liggur umsókn Berglindar Bjarnadóttur fyrir hönd Gunnbjörn ehf., móttekin 27.10.2021 um niðurfellingu á skráningu á fasteign á Skáldabúðir (L166594) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, afskrá mhl 02 íbúðarhús 195,6 m2, byggingarár 1967. | ||
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál
|
||
14. | Lækjarhvammur (L167924); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2102073 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Þorkels Magnússonar fyrir hönd Karenar Lindu K. Eiríksdóttur, móttekin 24.02.2021 um byggingarleyfi fyrir 49,7 m2 viðbyggingu. Heildarstærð sumarbústaðs verður 94,8 m2 á sumarbústaðalandinu Lækjarhvammur (L167924) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
15. | Lyngholt 9 (L214926); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109055 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Ó. Unnarssonar fyrir hönd Maríu Guðmundsdóttur, móttekin 14.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 113,4 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Lyngholt 9 (L214926) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
16. | Efri-Reykir varmaver (L230456); umsókn um byggingarleyfi; skemma – 2009043 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Ríkharðs Oddssonar fyrir hönd Reykjaorka ehf., móttekin 10.09.2020 um breyting á byggingarleyfi fyrir 128,6 m2 skemmu á iðnaðar- og athafnalóðinni Efri-Reykir varmaver (L230456) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
17. | Útey 1 lóð (L168171); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2110025 | |
Fyrir liggur umsókn Hjörleifs Sigurþórssonar fyrir hönd Gunnars Þ. Gunnarssonar og Bryndísar B. Guðjónsdóttur, móttekin 08.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 64,5 m2 við sumarbústaðinn á sumarbústaðalandinu Útey 1 lóð (L168171) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 104,5 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
18. | Melur (L224158); umsókn um byggingarleyfi; bílskúr mhl 12 – viðbygging geymsla – 2110052 | |
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Geysisholt ehf., móttekin 19.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 26,6 m2 kalda geymslu við bílskúr
mhl 12 á viðskipta- og þjónustulóðina Melur (L224158) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á mhl 12 eftir stækkun verður 106,4 m2. |
||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu. | ||
19. | Miðhús (L167415); umsókn um byggingarleyfi; miðlunartankur – 2110082 | |
Fyrir liggur umsókn Arnars I. Ingólfssonar fyrir hönd VR, móttekin 26.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja miðlunartank fyrir hitaveituvatn á sumarbústaðalandinu Miðhús (L167415) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
Flóahreppur – Almenn mál
|
||
20. | Skógsnes 1 (L219842); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – endurbætur – 2110040 | |
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Tómasar Þóroddssonar, móttekin 14.10.2021 um byggingarleyfi til að fara í endurbætur á íbúðarhúsinu að Skógsnes 1 (L219842) í Flóahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
21. | Rimar 19 (L212363); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2110076 | |
Fyrir liggur umsókn Guðna Þ. Svavarssonar og Margrétar E. Ólafsdóttur, móttekin 26.10.2021 um byggingarleyfi til að byggja 195,6 m2 íbúðarhús með innbyggðum bílskúr á íbúðarhúsalóðinni Rimar 19 (L212363) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
22. | Rimar 19 (L212363); umsókn um stöðuleyfi; vinnuskúr – 2110090 | |
Fyrir liggur umsókn Guðna Þ. Svavarssonar og Margréti E. Ólafsdóttur, móttekin 29.10.2021 um stöðuleyfi fyrir 15 m2 vinnuskúr meðan á byggingartíma á íbúðarhúsi stendur yfir á íbúðarhúsalóðinni Rimar 19 (L212363) í Flóahreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 2.11.2022. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30