06 okt Skipulagsauglýsing sem birtist 6. október 2021
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytingar vegna eftirfarandi skipulagsáætlana :
- Úthlíð 2 L167181; Úr frístundasvæði í verslunar- og þjónustusvæði; Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 16. september 2021 að kynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 – 2027. Í breytingunni felst að landnotkun lóða nr. 5, 7 og 9 við Vörðuás er breytt úr frístundabyggð í verslun- og þjónustu.
- Skollagróf L166828; Efnistaka; Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 5. október 2021 að kynna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016 – 2032. Innan tillögu er gert ráð fyrir að skilgreint verði 2 ha efnistökusvæði með heimild til að vinna allt að 40.000 m3 af efni og haugsetja samsvarandi magn af jarðvegi.
Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru auglýstar tillögur aðalskipulagsbreytinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Hraunhólar L166567; Íbúða- og frístundabyggð; Stækkun svæðis og fjölgun lóða; Aðalskipulagsbreyting.
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 10. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 – 2029. Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt íbúðarsvæði sem verður um 12 ha fyrir 8 lóðir auk þess sem frístundasvæði F42 stækkar sem nemur um 3 ha með möguleika á 4 lóðum til viðbótar
- Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 1. september 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015 – 2027. Í breytingunni felst að notkun lóðarinnar er breytt úr landbúnaðarlandi í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum.
- Loftsstaðir-Vestri lnr 165512; Ferðaþjónusta; Tjöld og þjónustuhús; Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. júní 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Flóahrepps 2017 – 2029. Í breytingunni fellst að skilgreint er verslunar- og þjónustusvæði innan jarðar Loftsstaða-Vestri.
- Sogsvirkjanir; H20 og H22; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 18. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem tekur til Sogsvirkjanna. Í aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2008-2020 falla stöðvarnar þrjár og háspennulína í tengslum við virkjanir undir landnotkun iðnaðarsvæðis. Í aðalskipulagsbreytingunni er reiknað með að svo verði áfram og þar verði einnig gerð grein fyrir opnum svæðum, stofnanasvæðum, íbúðasvæðum, golfvelli, hverfisverndarsvæði og svæðum á náttúruminjaskrá. Í aðalskipulagsbreytingunni er almenn stefna og markmið varðandi Sogsvirkjanir og umhverfi þeirra óbreytt frá núverandi aðalskipulagi þar sem um er að ræða í meginatriðum nánari og nákvæmari útfærsla á því sem fyrir er á svæðunum.
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Lækjarholt 1 L231163 og 2 L231164; Deiliskipulag – 2106068
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. september 2021 að kynna tillögu deiliskipulags í landi Lækjarholts 1 og 2 í Flóahreppi. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þremur íbúðarhúsum með bílskúr allt að 300 fm á 1-2 tveimur hæðum auk gestahúsa og skemma. Lækjarholt 1 er um 9 ha að stærð og Lækjarholt 2 um 2 ha. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir því að Lækjarholt 2 verði óbreytt en Lækjarholt 1 skiptist upp í 3 spildur á bilinu 2,19 – 3,60 ha að stærð.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Frístundabyggð; Deiliskipulag – 2103061
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 15. september 2021 að auglýsa deiliskipulag sem tekur til frístundabyggðar í landi Torfastaða 1, L170828. Í deiliskipulaginu felst skilgreining frístundalóða á um 25 ha svæði innan jarðarinnar. Samhliða er unnið að breytingu á aðalskipulagi.
- Skógsnes 2, L229833 og Lauftún, L230656; Deiliskipulag – 2106070
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. september 2021 að auglýsa deiliskipulag sem tekur til lóða Skógsness 2 L229833 og Lauftúns L230656 í landi Skógsness. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað rísi íbúðarhús, gestahús, reiðhöll/skemma og vélaskemma. Hvort land fyrir sig er um 60 ha.
- Hamar land 2, 212450 ; Deiliskipulag – 2106069
Sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. september 2021 að auglýsa deiliskipulag sem tekur til lands Hamars 2 L212450. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á byggingarheimildum innan lands Hamars 2 þar sem gert er ráð fyrir núverandi aðstöðuhúsi, tveimur reið-/vélaskemmum allt að 800 fm, tveimur einbýlishúsum með bílskúr allt að 200 fm auk fjögurra gestahúsa allt að 50 fm. Heildarstærð landsins er um 110 ha
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is/ , https://www.floahreppur.is/, https://www.fludir.is/, https://www.gogg.is/ og https://www.skeidgnup.is/
Mál nr. 1, 2 og 7 innan auglýsingar eru skipulagsmál í kynningu með athugasemdafresti til 29. október 2021. Önnur mál innan auglýsingar eru auglýst frá 6. október 2021 til og með 19. nóvember 2021, og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 19.nóvember 2021.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU