15 sep Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 149 – 15. september 2021
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-149. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 15. september 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Þórarinn Magnússon áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál |
||
1. | Hraunkot (L168252); tilkynningarskyld framkvæmd; fjarskiptamastur – 2103091 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókna Gauta Þorsteinssonar fyrir hönd Míla ehf., móttekin 23.03.2021. Til stendur að setja fjarskiptamastur á jörðina Hraunkot (L168252) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
2. | Klausturhólar 2 (L168966); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með millilofti og niðurfelling á mhl 02 sumarbústaður – 2107075 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Erlu Magnúsdóttur, móttekin 13.07.2021 um byggingarleyfi til að byggja 118,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Klausturhólar 2 (L168966) í Grímsnes- og Grafningshreppi, einnig er sótt um á sömu lóð niðurfellingu á skráningu fasteignar, afskrá á mhl 02 sumarbústaður 41,2 m2, byggingarár 1986. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
3. | Klausturhólar 2 (L168966); umsókn um stöðuleyfi; gámur – 2107085 | |
Fyrir liggur umsókn Erlu Magnúsdóttur, móttekin 12.07.2021 um stöðuleyfi fyrir gám meðan á byggingartíma á sumarbústaði stendur yfir á landinu Klausturhólar 2 (L168966) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 14.09.2022 | ||
4. | Gilvegur 3 (L194826); umsókn um stöðuleyfi; vinnuskúr – 2109035 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns I. Sigvaldssonar, móttekin 31.08.2021 um stöðuleyfi fyrir 31 m2 vinnuskúr meðan á byggingartíma stendur yfir á sumarbústaðalandinu Gilvegur 3 (L194826) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Ekkert samþykkt byggingarleyfi liggur fyrir á Gilvegi 3 og því ekki talin þörf á vinnuskúr á lóð. Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir byggingum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 ásamt áorðnum breytingum.
|
||
5. | Brúarey 3 (L225702); umsókn um byggingarleyfi; tengibygging fyrir sumarbústað og geymslu – 2108015 | |
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Ara Sigurðssonar, móttekin 09.08.2021 um byggingarleyfi til að sameina mhl 01 sumarbústað 32,6 m2 og mhl 02 geymslu 39,7 m2 með tengigangi á sumarbústaðalandinu Brúarey 3 (L225702) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á mhl 01 sumarbústaði verður 95,4 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
6. | Minni-Borg lóð 4 (L 221537); umsókn um byggingarleyfi; veitingahús – viðbygging – 2108028 | |
Fyrir liggur umsókn Haralds Ingvarssonar fyrir hönd Minni Borgir ehf., móttekin 12.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 62,3 m2 við veitingahúsið á Minni-Borg lóð 4 (L221537) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á veitingahúsi eftir stækkun verður 307 m2. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
7. | Undirhlíð 1 (L207483); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109027 | |
Fyrir liggur umsókn Erlings Jónssonar, móttekin 01.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 40 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Undirhlíð 1 (L207483) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
8. | Hlíðarhólsbraut 18 (L229605); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109028 | |
Fyrir liggur umsókn Svövu Bjarkar H. Jónsdóttur fyrir hönd Hörpu Þorláksdóttur og Sturla F. Birkissonar, móttekin 05.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 150 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 18 (L229605) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
9. | Heiðarbraut 12 (L168452); umsókn um byggingarleyfi; gestahús-geymsla – 2109041 | |
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Sævars Garðarssonar og Írisar D. Gísladóttur, móttekin 08.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 39,9 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalóðinni Heiðarbraut 12 (L168452) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
10. | Minni-Bær land (L169227); umsókn um stöðuleyfi; frístundahús í smíðum ætlað til flutnings. – 2109040 | |
Fyrir liggur umsókn Jónínar H. Haraldsdóttur, móttekin 06.09.2021 um stöðuleyfi fyrir 60 m2 frístundahús í smíðum ætlað til flutnings á Minni-Bær land (L169227) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15.01.2022. | ||
11. | Neðan-Sogsvegar 40 (L169358); umsókn um niðurrif; niðurfelling á mhl 01 sumarbústaður og mhl 02 skúr – 2109044 | |
Fyrir liggur umsókn Karitasar S. Hásler, móttekin 08.09.2021 um niðurfellingu á skráningu á fasteignum á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 40 (L169358) í Grímsnes- og Grafningshreppi, afskrá mhl 01, sumarbústaður 73,8 m2, byggingarár 1940 og mhl 02, skúr 11,2 m2, byggingarár 1940. | ||
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.
|
||
12. | Tjarnholtsmýri 3A (L203193); fyrirspurn; véla- og tækjageymsla – 2109054 | |
Lögð er fram fyrirspurn frá Þorgeiri Þorgeirssyni fyrir hönd Bryndísar Ævarsdóttur, móttekin 10.09.2021 er varðar leyfi til að byggja 117,8 m2 véla- og tækjageymslu á Tjarnarholtsmýri 3A (L203193) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál
|
||
13. | Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 1911018 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Straumhvarf ehf. um byggingarleyfi til að byggja véla- og verkfærageymslu 169,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
14. | Hvammsholt 3 (L213479); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108039 | |
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur fyrir hönd S.Sigmundsson ehf., móttekin 16.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 117,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hvammsholt 3 (L213479) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
15. | Skálabrekkugata 6 (203325); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting – 2106140 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, breyting frá fyrri samþykkt, hús minnkað. Fyrir liggur umsókn Ólafs Ó. Axelssonar fyrir hönd Janusar Guðlaugssonar um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 57,2 m2 á sumarbústaðalandinu Skálabrekkugata 6 (L203325) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
Flóahreppur – Almenn mál
|
||
16. | Hnaus lóð (L178933); umsókn um stöðuleyfi; gámur – 2107039 | |
Fyrir liggur umsókn Andrzej Leszczynski, móttekin 06.07.2021 um stöðuleyfi fyrir gám á sumarbústaðalandinu Hnaus lóð (L178933) í Flóahreppi. | ||
Ekkert samþykkt byggingarleyfi liggur fyrir á sumarbústaðarlandinu Hnaus lóð L178933 og því ekki talin þörf á gám á lóð. Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir byggingum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 ásamt áorðnum breytingum.
|
||
17. | Skálateigur (L201303); umsókn um byggingarleyfi; hesthús-geymsla – 2109042 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Guðmundar J. Skúlasonar og Mia Pauliina Pellikka, móttekin 09.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 61,9 m2 hesthús/geymslu á íbúðarhúsalóðinni Skálateigur (L201303) í Flóahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
18. | Fornibær (L227146); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109053 | |
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Andréssonar fyrir hönd Arnars Þ. Gíslasonar, móttekin 13.09.2021 um byggingarleyfi til að flytja fullbúið 75,8 m2 hús á sumarbústaðalandið Fornibær (L227146) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir
|
||
19. | Hestheimar (L212134); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2106144 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 23.06.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, stærra gistiheimili (B) frá Sif Ólafsdóttur fyrir hönd Eignarhaldsfélagið Einhamar ehf., kt. 571014-1200, á mhl. 01 – gistihús og 03,04,05,07,08,09,10,11,12 – gestahús á lóðinni Hestheimar (F225 3008) í Ásahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 60 manns í gistingu og 68 í veitingar. | ||
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir
|
||
20. | Brúarholt I (L195623); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2108074 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 25.08.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, íbúðir (G) frá Kristjáni P. Rafnssyni fyrir hönd Fish Partner ehf., kt. 590913 – 0570 á íbúðarhúsalóðinni Brúarholt I (F227-4898) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30