Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 149 – 15. september 2021

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-149. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, miðvikudaginn 15. september 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Þórarinn Magnússon áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
1.    Hraunkot (L168252); tilkynningarskyld framkvæmd; fjarskiptamastur – 2103091
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókna Gauta Þorsteinssonar fyrir hönd Míla ehf., móttekin 23.03.2021. Til stendur að setja fjarskiptamastur á jörðina Hraunkot (L168252) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
2.    Klausturhólar 2 (L168966); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með millilofti og niðurfelling á mhl 02 sumarbústaður – 2107075
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Erlu Magnúsdóttur, móttekin 13.07.2021 um byggingarleyfi til að byggja 118,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Klausturhólar 2 (L168966) í Grímsnes- og Grafningshreppi, einnig er sótt um á sömu lóð niðurfellingu á skráningu fasteignar, afskrá á mhl 02 sumarbústaður 41,2 m2, byggingarár 1986.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
3.   Klausturhólar 2 (L168966); umsókn um stöðuleyfi; gámur – 2107085
Fyrir liggur umsókn Erlu Magnúsdóttur, móttekin 12.07.2021 um stöðuleyfi fyrir gám meðan á byggingartíma á sumarbústaði stendur yfir á landinu Klausturhólar 2 (L168966) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 14.09.2022
4.   Gilvegur 3 (L194826); umsókn um stöðuleyfi; vinnuskúr – 2109035
Fyrir liggur umsókn Jóns I. Sigvaldssonar, móttekin 31.08.2021 um stöðuleyfi fyrir 31 m2 vinnuskúr meðan á byggingartíma stendur yfir á sumarbústaðalandinu Gilvegur 3 (L194826) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Ekkert samþykkt byggingarleyfi liggur fyrir á Gilvegi 3 og því ekki talin þörf á vinnuskúr á lóð. Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir byggingum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 ásamt áorðnum breytingum.

 

5.    Brúarey 3 (L225702); umsókn um byggingarleyfi; tengibygging fyrir sumarbústað og geymslu – 2108015
Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Ara Sigurðssonar, móttekin 09.08.2021 um byggingarleyfi til að sameina mhl 01 sumarbústað 32,6 m2 og mhl 02 geymslu 39,7 m2 með tengigangi á sumarbústaðalandinu Brúarey 3 (L225702) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á mhl 01 sumarbústaði verður 95,4 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
6.    Minni-Borg lóð 4 (L 221537); umsókn um byggingarleyfi; veitingahús – viðbygging – 2108028
Fyrir liggur umsókn Haralds Ingvarssonar fyrir hönd Minni Borgir ehf., móttekin 12.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 62,3 m2 við veitingahúsið á Minni-Borg lóð 4 (L221537) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á veitingahúsi eftir stækkun verður 307 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7.   Undirhlíð 1 (L207483); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109027
Fyrir liggur umsókn Erlings Jónssonar, móttekin 01.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 40 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Undirhlíð 1 (L207483) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
 8.   Hlíðarhólsbraut 18 (L229605); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109028
Fyrir liggur umsókn Svövu Bjarkar H. Jónsdóttur fyrir hönd Hörpu Þorláksdóttur og Sturla F. Birkissonar, móttekin 05.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 150 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hlíðarhólsbraut 18 (L229605) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.    Heiðarbraut 12 (L168452); umsókn um byggingarleyfi; gestahús-geymsla – 2109041
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Sævars Garðarssonar og Írisar D. Gísladóttur, móttekin 08.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 39,9 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalóðinni Heiðarbraut 12 (L168452) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
10.    Minni-Bær land (L169227); umsókn um stöðuleyfi; frístundahús í smíðum ætlað til flutnings. – 2109040
Fyrir liggur umsókn Jónínar H. Haraldsdóttur, móttekin 06.09.2021 um stöðuleyfi fyrir 60 m2 frístundahús í smíðum ætlað til flutnings á Minni-Bær land (L169227) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 15.01.2022.
11.    Neðan-Sogsvegar 40 (L169358); umsókn um niðurrif; niðurfelling á mhl 01 sumarbústaður og mhl 02 skúr – 2109044
Fyrir liggur umsókn Karitasar S. Hásler, móttekin 08.09.2021 um niðurfellingu á skráningu á fasteignum á sumarbústaðalandinu Neðan-Sogsvegar 40 (L169358) í Grímsnes- og Grafningshreppi, afskrá mhl 01, sumarbústaður 73,8 m2, byggingarár 1940 og mhl 02, skúr 11,2 m2, byggingarár 1940.
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt.

 

 
12.   Tjarnholtsmýri 3A (L203193); fyrirspurn; véla- og tækjageymsla – 2109054
Lögð er fram fyrirspurn frá Þorgeiri Þorgeirssyni fyrir hönd Bryndísar Ævarsdóttur, móttekin 10.09.2021 er varðar leyfi til að byggja 117,8 m2 véla- og tækjageymslu á Tjarnarholtsmýri 3A (L203193) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 Bláskógabyggð – Almenn mál

 

13.    Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 1911018
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Straumhvarf ehf. um byggingarleyfi til að byggja véla- og verkfærageymslu 169,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Drumboddsstaðir 1 lóð 1 (L221321) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
14.    Hvammsholt 3 (L213479); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108039
Fyrir liggur umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur fyrir hönd S.Sigmundsson ehf., móttekin 16.08.2021 um byggingarleyfi til að byggja 117,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hvammsholt 3 (L213479) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15.    Skálabrekkugata 6 (203325); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting – 2106140
Erindi sett að nýju fyrir fund, breyting frá fyrri samþykkt, hús minnkað. Fyrir liggur umsókn Ólafs Ó. Axelssonar fyrir hönd Janusar Guðlaugssonar um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 57,2 m2 á sumarbústaðalandinu Skálabrekkugata 6 (L203325) í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
Flóahreppur – Almenn mál

 

16.   Hnaus lóð (L178933); umsókn um stöðuleyfi; gámur – 2107039
Fyrir liggur umsókn Andrzej Leszczynski, móttekin 06.07.2021 um stöðuleyfi fyrir gám á sumarbústaðalandinu Hnaus lóð (L178933) í Flóahreppi.
Ekkert samþykkt byggingarleyfi liggur fyrir á sumarbústaðarlandinu Hnaus lóð L178933 og því ekki talin þörf á gám á lóð. Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Sækja skal um byggingarleyfi fyrir byggingum og skulu þau uppfylla skilyrði byggingarreglugerðar nr. 112/2012 ásamt áorðnum breytingum.

 

17.    Skálateigur (L201303); umsókn um byggingarleyfi; hesthús-geymsla – 2109042
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Guðmundar J. Skúlasonar og Mia Pauliina Pellikka, móttekin 09.09.2021 um byggingarleyfi til að byggja 61,9 m2 hesthús/geymslu á íbúðarhúsalóðinni Skálateigur (L201303) í Flóahreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
18.   Fornibær (L227146); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2109053
Fyrir liggur umsókn Kristjáns Andréssonar fyrir hönd Arnars Þ. Gíslasonar, móttekin 13.09.2021 um byggingarleyfi til að flytja fullbúið 75,8 m2 hús á sumarbústaðalandið Fornibær (L227146) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir

 

19.   Hestheimar (L212134); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2106144
Móttekinn var tölvupóstur þann 23.06.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. IV, stærra gistiheimili (B) frá Sif Ólafsdóttur fyrir hönd Eignarhaldsfélagið Einhamar ehf., kt. 571014-1200, á mhl. 01 – gistihús og 03,04,05,07,08,09,10,11,12 – gestahús á lóðinni Hestheimar (F225 3008) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki IV. Gestafjöldi allt að 60 manns í gistingu og 68 í veitingar.
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir

 

20.   Brúarholt I (L195623); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2108074
Móttekinn var tölvupóstur þann 25.08.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, íbúðir (G) frá Kristjáni P. Rafnssyni fyrir hönd Fish Partner ehf., kt. 590913 – 0570 á íbúðarhúsalóðinni Brúarholt I (F227-4898) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns.

       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30