27 ágú Skipulagsnefnd fundur nr. 222 – 25. ágúst 2021
Fundargerð skipulagsnefndar UTU
222. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn þ. 25. ágúst 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Halldóra Hjörleifsdóttir, Árni Eiríksson, Ása Valdís Árnadóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Björn Kristinn Pálmarsson, Guðmundur J. Gíslason, Helgi Kjartansson, Ingvar Hjálmarsson, Vigfús Þór Hróbjartsson, Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.
Fundargerð ritaði: Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi
Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til nefndarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og svo til rafrænnar undirritunar.
Dagskrá:
1. |
Ásahreppur:
Námur og efnislosunarsvæði við Þórisós; Ný svæði; Aðalskipulagsbreyting – 2011057 |
|
Lögð er fram tillaga vegna breytingar á aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst skilgreining á fjórum nýjum efnistökusvæðum og einu efnislosunarsvæði í nágrenni við Þórisós. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og brugðist hefur verið við umsögnum innan tillögunnar þar sem við á. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. | ||
2. | Kálfholt K4a; Upprunaland Kálfholt L165294; Stofnun lóðar – 2108031 | |
Lögð er fram umsókn frá Ísleifi Jónssyni er varðar stofnun 13,4 ha landspildu úr landi Kálfholts L165294. Spildunni er ætlað að sameinast Laufbrekku (áður Kálfholt k1b) L219273. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til þess að hreppsnefnd Ásahrepps samþykki erindið með fyrirvara um að samhliða verði unnin breyting á deiliskipulagi svæðisins sem gerir grein fyrir breyttri legu og stærð lóðarinnar. Breyting á deiliskipulagi fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins. | ||
3. | Sauðholt A og Sauðholt B; Upprunaland Sauðholt L165313; Stofnun lóða – 2107070 | |
Lögð er fram umsókn Kristjönu Ragnarsdóttur er varðar stofnun tveggja lóða úr landi Sauðholts, L165313. Umsóknin byggir á gildandi deiliskipulagi svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðanna á grundvelli fyrirliggjandi umsóknar að undangenginni óverulegri breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem lega vegar innan svæðisins er lagfærð og stærð og staðsetning lóðanna er skýrð og samræmd í takt við framlagt lóðarblað. Deiliskipulagsbreyting fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem engir aðrir hagsmunaaðilar eru innan svæðisins en umsækjandi er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Nefndin mælist til þess við hreppsnefnd Ásahrepps að erindið verði samþykkt með ofangreindum fyrirvara ásamt fyrirvara um uppfært lóðablað m.a. til samræmis við breytt deiliskipulag. | ||
|
||
4. |
Bláskógabyggð:
Syðri-Reykir 2 L167163; Deiliskipulag – 2101037 |
|
Lögð er fram tillaga deiliskipulags í landi Syðri-Reykja 2 L167163 eftir kynningu. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarreita og byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, gróðurhúsi, vélaskemmu og byggingar sem ætluð er fyrir ferðaþjónustu. Umsagnir og athugasemdir bárust við tillöguna og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Nefndin mælist til þess að þeim sem athugasemdir gerðu við kynningu deiliskipulagsins verði tilkynnt sérstaklega um auglýsingu deiliskipulagsins. Nefndin vísar framlögðum athugasemdum varðandi vatnsveitu svæðisins til sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. | ||
5. | Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045 | |
Lagt er fram deiliskipulag frá Kvótasölunni ehf. er varðar nýtt deiliskipulag á landinu Brúarhvammur L167071 eftir auglýsingu. í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreita og skipulagsskilmála fyrir hótel og gistihús. Samkvæmt deiliskipulagi verður heimilt að byggja allt að 100 herbergja hótel ásamt veitingastað. Hótelið yrði á 2 hæðum og allt að 3.000 fm að stærð. Einnig verði heimilt að byggja allt að 10 gistihús, hvert gistihús verður allt að 45 fm að stærð. Málið var auglýst frá 16.12.2020 til 29.1.2021. Athugasemdir og umsagnir bárust á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Brugðist hefur verið við athugasemdum að hluta innan greinargerðar af skipulagshönnuði. Fyrir liggur mat Skipulagsstofnunar á matsskyldu verkefnisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu með fyrirvara um aðra yfirferð umsagnaraðila á framlögðum gögnum. Komi engar eða óverulegar athugasemdir fram við skoðun umsagnaraðila mælist nefndin til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þeim sem athugasemdir gerðu við skipulagið verði kynnt niðurstaða sveitarfélagsins. | ||
6. | Skálabrekka-Eystri L224848; Skálabrekka lóð L170768; Breytt afmörkun lóða – 2107087 | |
Lögð er fram umsókn frá Steinunni Halldórsdóttir er varðar breytta skráningu lóðar Skálabrekku-Eystri L224848. Í breytingunni felst stofnun 500 fm skika úr Skálabrekku-Eystri sem ætlað er að sameinast við Skálabrekku lóð L170768. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki erindið. | ||
7. | Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna lóðarinnar Eyjarland L167649. Í breytingunni felst að notkun lóðarinnar er breytt úr landbúnaðarlandi í iðnaðarsvæði til samræmis við núverandi notkun lóðarinnar. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð með framleiðslugetu fyrir um 20 tonn af seiðum. Tillaga aðalskipulagsbreytingar var í kynningu frá 30. júní-23. júlí, engar athugasemdir bárust á kynningartíma málsins. | ||
Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykki fyrirliggjandi tillögu um breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna skilgreiningar á iðnaðarsvæði á lóð Eyjarlands í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 31 sömu laga að undangenginni samþykkt Skipulagsstofnunar. | ||
8. | Hrosshagi 5 L228433; Hrosshagi 5b; Smábýli; Deiliskipulag – 2105097 | |
Lögð er fram að nýju tillaga er varðar nýtt deiliskipulag í landi Hrosshaga 5 L228433. Í deiliskipulaginu felst að landinu er skipt upp í tvær landeignir þar sem m.a. er gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsum, úthúsum, hesthúsum og gestahúsum. Tillaga var í kynningu frá 30. júní-23. júli, engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. | ||
9. | Framafréttur L223995; Skálpanesvegur; Efnistaka; Námur E129 og E130; Framkvæmdaleyfi – 2108021 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E129 og E130 við Skálpanesveg. Efnistakan er ætluð til viðhalds Skálpanesvegar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að framkvæmdaleyfi verði samþykkt samhliða gildistöku breytinga á aðalskipulagi Bláskógabyggðar þar sem viðkomandi námur sem efnistakan tekur til eru skilgreindar. | ||
10. | Heiðarbær lóð (L170255); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2108020 | |
Fyrir liggur umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Boga Hjámtýssonar, Steinunnar Hjálmtýsdóttur og Hjálmtýs B. Dagbjartssonar, móttekin 29.07.2021, um byggingarleyfi til að byggja 29,6 m2 geymslu á sumarbústaðalandinu Heiðarbær lóð L170255 í Bláskógabyggð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
11. | Skálabrekka-miðhluti L170163; Úr landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2006052 | |
Lögð er fram að nýju tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Skálabrekku L170163 og Skálabrekku-Eystri L224848 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði auk þess sem skilgreindir flákar frístundasvæðis innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. Umsagnir sem borist hafa vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. | ||
12. | Skálabrekka-Eystri L224848; breytt lega frístundasvæðis ; Aðalskipulagsbreyting – 2003004 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Skálabrekku L170163 og Skálabrekku-Eystri L224848 eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að landbúnaðarsvæði innan jarðarinnar breytist í frístundasvæði auk þess sem skilgreindir flákar frístundasvæðis innan jarðarinnar Skálabrekku-Eystri L224848 eru sameinaðir í eitt samfellt svæði. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsins. Umsagnir sem borist hafa vegna málsins eru lagðar fram við afgreiðslu þess. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. | ||
|
||
13. |
Flóahreppur:
Lækjarholt 1 L231163 og 2 L231164; Deiliskipulag – 2106068 |
|
Lögð er fram að nýju umsókn frá Landhönnun er varðar nýtt deiliskipulag í landi Lækjarholts 1 og Lækjarholts 2 í Flóahreppi. Innan skipulagsins er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir þremur íbúðarhúsum með bílskúr allt að 300 fm á 1-2 tveimur hæðum auk gestahúsa og skemma. Lækjarholt 1 er um 9 ha að stærð og Lækjaholt 2 um 2 ha. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir því að Lækjarholt 2 verði óbreytt en Lækjarholt 1 skiptist upp í 3 spildur á bilinu 2,19 – 3,60 ha að stærð. Málinu var synjað á 220 fundi skipulagsnefndar, framlögð gögn eru uppfærð frá fyrri umsókn. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | ||
14. | Skógsnes 2, L229833 og Lauftún, L230656; Deiliskipulag – 2106070 | |
Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulags sem tekur til lóða Skógsness 2 L229833 og Lauftúns L230656 úr landi Skógsness í Flóahreppi eftir kynningu. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á hvorum stað rísi íbúðarhús, gestahús, reiðhöll/skemma og vélaskemma. Hvort land fyrir sig er um 60 ha. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029. | ||
15. | Ásahraun L178801; Braggi 25 fm; Fyrirspurn – 2108035 | |
Lögð er fram fyrirspurn frá Súsönnu Björk Torfadóttur er varðar bragga á lóð Ásahrauns L178801. | ||
Skipulagsnefnd mælist til þess að byggingarfulltrúi fari í vettvangsferð á svæðið til að afla gagna er varðar skráningu núverandi húsa innan lóðarinnar áður en afstaða er tekin til fyrirspurnar. | ||
16. | Arnarstaðakot L166219; Nýtt deiliskipulag; Fyrirspurn – 2103037 | |
Lögð er fram til kynningar hugmyndartillaga sem tekur til deiliskipulags íbúðarbyggðar í landi Arnarstaðarkots í Flóahreppi. | ||
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlögð kynningargögn en mælist þó til þess að málið verði skoðað vel út frá hugmyndum um breikkun Suðurlandsvegar. | ||
17. | Hamar land 2, 212450 ; Deiliskipulag – 2106069 | |
Lögð er fram að nýju tillaga deiliskipulags er varðar land Hamars 2 L212450 í Flóahreppi. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining á byggingarheimildum innan land Hamars 2 þar sem gert er ráð fyrir núverandi aðstöðuhúsi, tveimur reið-/vélaskemmum allt að 800 fm, tveimur einbýlishúsum með bílskúr, allt að 200 fm auk fjögurra gestahúsa allt að 50 fm. Heildarstærð landsins er um 110 ha. Tillagan var kynnt frá 14. júlí – 6. ágúst. Ein athugasemd barst vegna tillögunnar sem brugðist hefur verið við innan gagnanna. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
|
||
18. |
Grímsnes- og Grafningshreppur:
Öndverðarnes 2 L170117; Deiliskipulag – 2106151 |
|
Lögð er fram umsókn frá Skarphéðni Kjartanssyni vegna deiliskipulags lóðar í landi Öndverðarness II L170117. Í deiliskipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda á 11.600 fm sumarhúsalóð. Gert er ráð fyrir að byggja megi, að hámarks nýtingarhlutfalli lóðar 0,03, eitt sumarhús og gestahús allt að 40 fm. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt með fyrirvara um lagfærð gögn og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
19. | Nesjavellir lóð 13 L202576; Aðstöðuhús; Deiliskipulagsbreyting – 2107090 | |
Lögð er fram umsókn frá Sigríði Arngrímsdóttur er varðar deiliskiuplagsbreytingu að Nesjavöllum á lóð Orkuveitu Reykjavíkur. Í breytingunni felst skilgreining byggingarheimildar fyrir aðstöðuhúsi á lóð. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. | ||
20. | Borg í Grímsnesi; Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar; Þéttbýli; Aðalskipulagsbreyting – 2009016 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi eftir auglýsingu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja breytingu á aðalskipulagi eftir auglýsingu. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að aðalskipulagsbreytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 3. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr.123/2010. | ||
21. | Dvergahraun 23 L202168; Stækkun byggingareits; Deiliskipulagsbreyting – 2107092 | |
Lögð er fram umsókn frá Gunnari Stefánssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi Farborga í landi Miðengis. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit lóðar Dverghrauns 23 um sem nemur 5 metrum til suðurs. Fjarlægð byggingarreitar frá lóðarmörkum verður eftir sem áður 15 metrar. Samþykki aðliggjandi lóða liggur fyrir. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi. Þar sem skriflegt samþykki nágranna liggur fyrir er ekki talin þörf á grenndarkynningu. | ||
22. | Hestur L168251 (lóð 8); Ný lóðamörk og breytt lega byggingarreits; Deiliskipulagsbreyting – 2106009 | |
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar sem tekur lóðarmarka og legu byggingarreits lóðar 8, L168251 innan frístundabyggðar í landi Hests eftir grenndarkynningu. Athugasemdir bárust á kynnningartíma skipulagsbreytinga og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að afgreiðslu málsins verði frestað vegna framlagðra athugasemda sem bárust vegna málsins. Skipulagsfulltrúa falið að annast samskipti við umsækjanda varðandi framgang og lausn málsins. | ||
23. | Minni-Borg lóð B L198597; Byggingarreitur; Aðstöðuhús; Deiliskipulagsbreyting – 2108011 | |
Lögð er fram umsókn frá Minni Borgum ehf er varðar breytingu á deiliskipulagi Minni-Borgar lóð B L198597. Í breytingunni felst að skilgreindur er 600 fm byggingarreitur þar sem gert er ráð fyrir 130 fm aðstöðuhúsi/starfsmannahúsi fyrir starfsmenn ferðaþjónustunnar Minniborgir. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að viðkomandi breyting á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. | ||
24. | Sogsvegur 18C L169550; Sogsvegur 18B; Stofnun lóðar – 2108024 | |
Lögð er fram umsókn frá Önnu Margréti Ákadóttur er varðar stofnun 7.964 fm lóðar, Sogsvegur 18B, úr Sogsvegi 18C L169550 í takt við framlagða umsókn. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við stofnun lóðarinnar með fyrirvara um að unnin verði óveruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins þar sem gert er ráð fyrir að lóð Sogsvegar 18C verði tvær aðskildar lóðir líkt og afmörkun þeirra gerir ráð fyrir. Innan deiliskipulagsbreytingar sem tekur til viðkomandi svæðis og tók gildi þann 5.2.2021 er gert ráð fyrir að lóðir innan skipulagssvæðisins séu 7 í stað 16 áður. Með umsókn þessari er gert ráð fyrir að lóðir innan svæðisins verði 8 talsins. Engar breytingar eru gerðar á hnitsettri legu lóða samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og verði grenndarkynnt innan skipulagssvæðisins. | ||
25. | Nesjavallavirkjun L170925; Niðurrennslishola; Framkvæmdarleyfi – 2107044 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir niðurrennslisholu vegna Nesjavallarvirkunar sem staðsett verður á borsvæði við afleggjara að ION hóteli. Niðurrennslisholan er boruð til að draga úr losun vatns á yfirborði og minnka þannig umhverfisáhrif vegna jarðhitavinnslu og styðja við jarðhitageyminn. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfa framkvæmdarleyfis verði samþykkt. | ||
26. | Öndverðarnes 2 lóð (Laxabakki) L170095; Safn, ferða- og þjónustuhús; Deiliskipulag – 2107038 | |
Lögð er fram umsókn frá Íslenska bænum ehf. er varðar deiliskipulag Öndverðarness 2 lóð (Laxabakki) L170095. Í deiliskipulaginu felst m.a. skilgreining byggingarreits og byggingarheimilda þar sem gert er ráð fyrir heimild fyrir uppbyggingu þjónustu- og aðstöðuhúss sem ætlað er að þjóna þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar og umsagna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málið verði sérstaklega kynnt landeigendum Öndverðarnes II. Samhliða verði unnið að staðfestingu lóðarmarka lóðarinnar með útgáfu lóðarblaðs fyrir lóðina. | ||
27. | Jörfagerði 5 (L169286) og 6 (L169287); Mörk byggingareits; Fyrirspurn – 2107036 | |
Lögð er fram fyrirspurn til skipulagsnefndar er varðar stækkun byggingarreits á lóðum Jörfagerðis 5 og 6. Í breytingunni felst að byggingarreitur lóðarinnar er dreginn í 10 metra fjarlægð frá lóðarmörkum í stað 15 metra. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við framlagða fyrirspurn. Nefndin mælist til þess að fyrirspyrjanda verði kynntar leiðir til að sækja um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. | ||
28. | Klausturhólar 2 (L168966); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með millilofti og niðurfelling á mhl 01 sumarbústaður – 2107075 | |
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd Erlu Magnúsdóttur, móttekin 13.07.2021, um byggingarleyfi til að byggja 118,7 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Klausturhólar 2 L168966 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Einnig er sótt um á sömu lóð niðurfellingu á skráningu fasteignar, afskrá á mhl 01 sumarbústaður 41,2 m2, byggingarár 1986. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa | ||
29. | Nesjar (L170877); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2107079 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Halldórssonar fyrir hönd Klapparás ehf., móttekin 12.07.2021, um byggingarleyfi til að byggja 172,1 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Nesjar L170877 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Lóðin er ekki skráð með stærð í þjóðskrá Íslands og enginn byggingarreitur er skilgreindur innan hennar. Lóðin er ekki hnitsett og er vafi um hvort að lóðin teljist hluti af gildandi deiliskipulagi svæðisins. Eldra hús var á lóðinni áður sem nú hefur verið rifið. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að útgáfu byggingarleyfis verði synjað þar sem ekki er gert ráð fyrir byggingarreit innan lóðarinnar samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir Nesjar. Nefndin beinir því til umsækjanda að sótt verði um breytingu á deiliskipulagi svæðisins þar sem gert verði grein fyrir stærð og hnitsettri legu lóðarinnar ásamt byggingarreit og byggingarheimildum viðkomandi lóðar. | ||
30. | Oddsholt 33 (L202634); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2108007 | |
Fyrir liggur umsókn Hauks Vigfússonar og Guðbjargar V. Sigurbjarnardóttur, móttekin 25.07.2021, um byggingarleyfi til að byggja 19,5 m2 gestahús á sumarbústaðalandinu Oddsholti 33 L202634 í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
31. | Hallkelshólar 17 (L228423); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108008 | |
Fyrir liggur umsókn Svans Þ. Brandssonar fyrir hönd Elínar Ó. Guðmundsdóttur, móttekin 03.08.2021, um byggingarleyfi til að byggja 45,5 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar 17 L228423 í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa | ||
32. | Hallkelshólar lóð 69 (L186617); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2106125 | |
Fyrir liggur umsókn Arnars A. Gunnþórssonar og Þórhildar E. Sigurðardóttur, móttekin 15.06.2021, um byggingarleyfi til að byggja 95 m2 við núverandi sumarbústað á sumarbústaðalandinu Hallkelshólar lóð 69 L186617 í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústað eftir stækkun verður 165 m2. Umsóknin byggir á deiliskipulagi svæðisins. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar og eftir að staðfest lóðarblað liggur fyrir skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa. | ||
33. | Borg í Grímsnesi; Íbúðabyggð; Deiliskipulag – 2108030 | |
Lögð er fram tillaga að heildarendurskoðun deiliskipulags sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Á síðustu árum hefur atvinnutækifærum fjölgað í Grímsnes- og Grafningshreppi og er það forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Borg. Mikil ásókn hefur verið í nýjar lóðir og með nýju deiliskipulagi áformar sveitarfélagið að mæta vaxandi eftirspurn eftir íbúðarlóðum með áherslu á fjölbreytni í íbúðastærðum og húsagerðum. Einnig verða unnar ýmsar lagfæringar á lóðamörkum, stígakerfi, byggingaskilmálum og fleiru vegna breyttra aðstæðna og nýrri og nákvæmari kortagagna. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að deiliskipulagið verði samþykkt og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem allar meginforsendur liggi fyrir innan aðalskipulags sveitarfélagsins. | ||
34. | Nesjavallavirkjun L170925; Grenndarstöð; Framkvæmdarleyfi – 2108032 | |
Lögð er fram umsókn um framkvæmdarleyfi frá Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir gerð grenndarstöðvar. Gert er ráð fyrir gámum fyrir almennt sorp, gler, málma, plast, og pappa ásamt tunnum fyrir lífrænan úrgang. Olíuheldur dúkur verður lagður undir planið ef mengunarslys á sér stað. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir gerð grenndarstöðvar. | ||
35. | Nesjavellir L170825; Nesjavallavirkjun; Skiljuvatnslosun; Framkvæmdarleyfi – 2108034 | |
Orka náttúrunnar (ON) óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna breytinga og endurbóta á núverandi fyrirkomulagi skiljuvatnslosunar á Nesjavöllum, með það að markmiði að bæta kerfið, en núverandi kerfi skiljuvatnslosunar þarfnast viðgerðar og endurnýjunar. Um er að ræða varnarbúnað sem eingöngu er í notkun þegar frávik er í hefðbundnum rekstri varmastöðvar og niðurrennslisveitu. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis. | ||
36. | Ásgarður L168229; Hreinsistöð; Framkvæmdarleyfi – 2108033 | |
Lögð er fram umsókn frá Grímsnes- og Grafningshreppi er varðar framkvæmdarleyfi fyrir uppsetningu nýrrar þriggja þrepa 400 persónueininga hreinsistöð í stað núverandi rotþróar að Ásborgum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að ekki verði gerð athugasemd við uppsetningu hreinsistöðvar í landi Ásgarðs. Nefndin mælist til þess að framkvæmdin verði tilkynnt byggingarfulltrúa og lögð verði fram viðeigandi gögn vegna málsins og skráður verði iðnmeistari á verkið. | ||
37. | Hvammshraun; Hagavík C L231137; Stofnun lóðar – 2107076 | |
Lögð er fram umsókn frá Helga Þórssyni er varðar skiptingu á Hagavík B L231136 og Hagavík C L231137, sem birtast ekki í lista yfir lönd á vef UTU. Erfingjar jarðarhluta Ragnhildar Helgadóttur (f. 1930, d. 2016) í Hagavík hyggjast slíta sameign sinni að hluta með frekari skiptingu jarðarpartsins eins og lýst er í erindinu. Hvorki eru ráðagerðir um framkvæmdir né sölu á hlutunum. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að ekki verði gerð athugasemd við skiptingu landeignanna. | ||
38. | Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2003014 | |
Lögð er fram tillaga aðalskipulagsbreytingar vegna Torfastaða 1 L170828 í Grafningi. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð. Samhliða er lögð fram fornleifaúttekt innan svæðisins til kynningar. Óskað var eftir heimild Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu skipulagsbreytinga. Athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt viðbrögðum skipulagshöfundar. | ||
Skipulagsnefnd UTU telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar á fullnægjandi hátt þar sem við á. Að mati nefndarinnar er rökstuðningur fyrir breyttri landnotkun á svæðinu fullnægjandi. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn að framlögð breyting á aðalskipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps sem tekur til Torfastaða 1 verði samþykkt til auglýsingar. | ||
39. | Leynir L230589; Miðengi; 8 frístundahúsalóðir; Deiliskipulag – 2103106 | |
Lagt er fram deiliskipulag frístundahúsalóða eftir auglýsingu sem tekur til Leynis L230589 úr landi Miðengis. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum að stærðinni frá 5.948 fm til 7.491 fm. Umsagnir og athugasemdir bárust á kynningartíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Málinu var frestað á 221. fundi skipulagsnefndar þar sem mælst var til þess að brugðist væri við athugasemdum er varðar flóttaleið m.t.t. brunavarna. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins þar sem við á. Eftirfarandi athugasemdir komu m.a. fram frá Sveini Guðmundssyni hrl. hjá Juralis fh. Lóðarhafa innan Miðborga: Athugasemd: Gerðar eru athugasemdir við að svæðið sé deiliskipulagt á þeim forsendum að aðliggjandi deiliskipulag sem tekur til Miðborga sé ekki gert ráð fyrir því að viðkomandi svæði sé skipulags fyrir frístundalóðir.Svar: Skipulagsnefnd telur að framlagt deiliskipulag sé í takt við aðalskipulag sveitarfélagsins það sem gert er ráð fyrir að landnotkun svæðisins sé frístundabyggð. Svæðið sem um ræðir er nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Deiliskipulag Miðborga tekur ekki til viðkomandi svæðis. Ekki eru um breytingu á deiliskipulagi Miðborga að ræða. Hafi svæðið átt að vera opið svæði eða óbyggt hefði átt að gera grein fyrir því innan deiliskipulags fyrir Miðborgir að um opið svæði væri að ræða og að ekki væri gert ráð fyrir lóðum á svæðinu eða frekari uppbyggingu. Lóðarhöfum á svæðinu má vera ljóst að svæði utan deiliskipulags sem tekur til Miðborga geti til framtíðar hugsanlega verið deiliskipulögð í tak við þá landnotkun sem tiltekin er innan aðalskipulags sveitarfélagsins, óháð því hvort svæðið er upp að Miðborgum eða annarsstaðar innan ódeiliskipulagðra frístundasvæða. Aðkoma að svæðinu er um Bústjórabraut sem er ekki á forsvari sumarhúsafélags Miðborga samkvæmt framlögðu deiliskipulagi Leynis. Gera má ráð fyrir að stofnað verði sér sumarhúsafélag sem tekur til sameiginlegra framkvæmda innan deiliskipulagssvæðisins.Athugasemd: Bent er á að uppbygging á svæðinu geti haft áhrif á fuglalíf og varpstöðvar. Svar: Skipulagsnefnd telur að settir sé fram viðeigandi skilmálar er varðar neikvæð áhrif á ásýnd og landslag.Athugasemdir: Með framlögðu skipulagi raskist sú kyrrð sem aðliggjandi lóðarhafa máttu vænta á skipulagssvæðinu. Svar: Nefndin vísar til fyrra svars. Athugasemd: Nýjar reglur er varðar brunavarnir hafa litið dagsins ljós. Ekkert hafi verið kynnt sérstaklega eða gert ráð fyrir flóttaleiðum eða gerð rýmingaráætlana á svæðinu. Svar: Brugðist hefur verið við athugasemdum er varðar brunavarnir. Umsögn Brunavarna Árnessýslu liggur fyrir þar sem engar athugasemdir eru gerðar við uppfærð skipulagsgögn. Varðandi önnur atriði að þá vísar skipulagsnefnd til fyrri svara. Aðalskipulag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir því að landnotkun svæðisins sé frístundabyggð. Deiliskipulag Miðborga tekur ekki til umrædds skipulagssvæðið og því gilda ekki deiliskipulagsskilmálar þess svæðis á lóð Leynis. |
||
40. | Eldisstöð að Hallkelshólum; Matsskylda; Umsagnarbeiðni – 2108063 | |
Lögð er fram beiðni Skipulagsstofnunar er varðar umsögn sveitarfélagsins vegna eldis á laxaseiðum að Hallkelshólum í Grímnesi. Innan umsagnar skal koma fram eftir því sem við á, hvort Grímsnes- og Grafningshreppur telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Einnig óskar Skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila. | ||
Skipulagsnefnd UTU telur að innan fyrirspurnar um matsskyldu sé á fullnægjandi hátt gert grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun. Nefndin telur að uppbygging á grundvelli framlagðra gagna sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdir á grundvelli fyrirspurnar eru eftir atvikum háðar útgáfu bygginga- og/eða framkvæmdaleyfis af hálfu sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð starfsemi skuli falla undir landnotkunarflokk iðnaðarsvæðis í aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps og mælist nefndin til þess við sveitarstjórn að breyting verði gerð á landnotkun svæðisins innan heildarendurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú er í kynningu. | ||
41. |
Hrunamannahreppur:
Ásgarður L223398; Landmótun; Ráðstöfun uppgraftar; Framkvæmdarleyfi – 2107089 |
|
Lögð er fram niðurstaða sveitarstjórnar Hrunamannahrepps vegna landmótunar á lóð Ásgarðs L223398 í Kerlingarfjöllum. Lagt fram til kynningar. | ||
Lagt fram til kynningar. | ||
42. | Sunnuhlíð íbúðarbyggð; Breytt afmörkun lóðar og stofnun lóða; Deiliskipulagsbreyting – 2108019 | |
Lögð er fram umsókn frá Landslagi ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Sunnuhlíðar í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að afmörkun þriggja lóða á tanganum, syðst á deiliskipulagssvæðinu, er breytt til samræmis við afmörkun jarðarinnar sem nær út í miðja Litlu-Laxá og eru skipulagsmörk aðlöguð að lóðarmörkum. Einnig er afmörkun þessara þriggja lóða breytt og gert ráð fyrir tveimur minni lóðum sem eru flokkaðar sem B – Einbýlishús á 1 hæð. Vegtenging er framlengd til suðurs til að ná inn á allar þær þrjár lóðir sem er verði að breyta. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins haldast óbreyttir. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að viðkomandi breytinga á deiliskipulagi svæðisins verði samþykkt. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingar á deiliskipulagi. | ||
43. | Klettakot (L232046); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2108013 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar fyrir hönd Hermanns Stefánssonar, móttekin 09.08.2021, um byggingarleyfi til að byggja 38,2 m2 sumarbústað á lóðinni Klettakot L232046 í Hrunamannahreppi. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykki aðliggjandi jarðeigenda liggur fyrir og telur nefndin því ekki þörf á grenndarkynningu. | ||
44. | Hólakot L166762; Náma E19 Hólakotsbrúnir; Efnistaka; Framkvæmdarleyfi – 2108048 | |
Lögð er fram umsókn frá Landslagi ehf. þar sem óskað er eftir heimild til að nýta námu E19- Hólakotsbrúnir, gert er ráð fyrir að taka um 4.000-6.000 m3 úr námunni. Náman hefur þegar verið nýtt að einhverju leyti en umsækjandi hefur ekki upplýsingar um hve mikið hafi verið nýtt. Áætlað er að nýta efnið úr námunni frá ágúst 2021 til nóvemberloka 2021. Efnið verður nýtt við framkvæmdir við Auðsholtsveg nr. 340 og Langholtsveg nr. 341. Við lok efnistöku verður gengið frá því svæði sem raskað verður svo það líkist sem mest aðliggjandi landi. | ||
Skipulagsnefnd UTU leggur til við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr námu E19 með fyrirvara um skriflegt samþykki landeiganda fyrir efnistökunni. | ||
45. | Hólakot L166762; Hólakot vegsvæði; Stofnun lóðar – 2108057 | |
Lögð er fram umsókn frá Direktu lögfræðiþjónustu fh. Vegagerðarinnar og landeigenda, dags. 14. júlí 2021, er varðar stofnun 19.707 fm vegsvæðis úr landi Hólakots L166762 í Hrunamannahreppi í tengslum við Skeiða- og Hrunamannaveg skv. meðfylgjandi lóðablaði. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykki erindið | ||
|
||
46. |
Skeiða- og Gnúpverjahreppur:
Brautarholt; Færsla Vallarbrautar og þétting byggðar; Deiliskipulagsbreyting – 2104010 |
|
Lögð er fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar deiliskipulag Brautarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst færsla á Vallarbraut til austurs og þétting byggðar. Athugasemdir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. | ||
Skipulagsnefnd UTU tekur að hluta til undir athugasemdir íbúa er varðar skilgreiningu opinna útivistarsvæða innan deiliskipulagsins og vöntunar á betri skilgreiningu opinna svæða innan þess. Skilgreint útivistarsvæði á núverandi skipulagi hefur verið nýtt sem tjaldsvæði en telst, eftir að jarðvegskönnun var gerð á svæðinu, nýtast betur sem byggingarland. Að mati nefndarinnar eru möguleikar á skilgreiningu fyrir opið svæði í tengslum við núverandi lóð leikskólans á svæði sunnan og austan við sundlaugina þar sem er um 2.600 fm óbyggt svæði sem ætti að vera vel nýtanlegt mestan part ársins. Nefndin mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að deiliskipulagstillagan verði uppfærð með það að markmiði að skilgreina opið svæði hentugt til útivista og leikja barna með tengsl við lóð leikskólans í huga í góðum tengslum við núverandi byggð. Nefndin leggur til að málið verði auglýst á nýjan leik og kynnt sérstaklega þeim sem athugasemdir gerðu við áður auglýsta deiliskipulagstillögu. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. | ||
47. | Ásar L166523; Ásar spennistöð; Stofnun lóðar – 2108059 | |
Lögð er fram umsókn eigenda jarðarinnar Ásar L166523 þar sem óskað er eftir að stofna 56 fm lóð úr jörðinni undir spennistöð fyrir dreifikerfi RARIK. | ||
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Skipulagsnefnd mælist til þess að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki erindið. | ||
48. | Löngudælaholt frístundasvæði; Breyting og samræming deiliskipulags – 2104081 | |
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Löngudælaholts eftir auglýsingu. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Brugðist hefur verið við umsögnum með uppfærslu breytingartillögunnar. | ||
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 | ||
49. |
Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 21-147 – 2107026F |
|
Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 21-147. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30