Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 10. febrúar 2015

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 15-0115-01. fundur  

haldinn  Laugarvatn, 10. febrúar 2015

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Helgi Kjartansson, Byggingarfulltrúi

Kristján Einarsson, Áheyrnarfulltrúi

 

Fundargerð ritaði: Helgi Kjartansson, byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:

 

1.   Stóru-Reykir 166275: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging við fjós. – 1501014
Sótt er um að byggja við fjós með haughúsi, um 630 ferm að grunnfleti og breyta innra fyrirkomulagi í eldra fjósi. Hlöðu einnig breytt í fjós, fóðuraðstöðu og hesthús.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.
2.   Ásmundarstaðir 2 165266: umsókn um byggingarleyfi: Eldishús Mhl 50 – 1501030
Sótt er um að byggja eldishús úr forsteyptum einingum með samlokueiningum í þaki og burðarvirki úr límtré. Stærð húss er 849,0 ferm og 3.162,5 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010 Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.
3.   Ásmundarstaðir 2 165266: umsókn um byggingarleyfi: Eldishús Mhl 51 – 1501031
Sótt er um að byggja eldishús úr forsteyptum einingum með samlokueiningum í þaki og burðarvirki úr límtré. Stærð húss er 849,0 ferm og 3.162,5 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.
4.   Sundlaugin Reykholti 167194: Umsókn um byggingarleyfi: Breyting í kjallara hús – 1501034
Granni mál nr. 201411835759 Sótt er um að breyta kjallara undir búningsklefum karla i líkamsræktarsal auk annara innri fyrirkomulags breytinga. Stærð hússins er óbreytt.
Máli frestað þar sem ekki liggja fyrir fullnægjandi teikningar.
5.   Kiðjaberg lóð 120: Umsókn um byggingarleyfi: viðbygging – 1501039
Granni mál nr. 201412715784 – viðbygging við sumarhús. Um er að ræða nýja álmu úr timbri sem tengist eldra húsi með þakskyggni. Stækkun er 80,4 ferm og 265,3 rúmm. Stærð hússins verður 383,8 ferm eftir stækkun.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010 Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.
6.   Illagil 2: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1501040
Sumarhús á einni hæð á steyptum sökkli. Stofa og eldhúshluti verður steinsteyptur og klædd timburklæðningu. Stærð 180,4 ferm. og 420,2 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.
7.   Laugardælur lóð 195801: Umsókn um byggingarleyfi: viðbygging-sólstofa – 1501042
Granni mál nr. 201412325783. Sótt er um leyfi til að byggja sólstofu við íbúðarhús. Stærð 32 ferm. og 115 rúmm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
8.   Haukadalur 4 167101: Umsókn um byggingarleyfi: viðbygging við Hótel. – 1501045
Granni mál nr. 201411155729. Sótt er um að byggja hótel á þremur hæðum auk kjallara sem tengist núverandi hóteli. Einnig stækka núverandi hótel um 315,7 ferm. og breyta útliti þess. Stærð þess verður 1476 ferm. eftir breytingar. Nýtt hótel verður 6835 ferm. Alls verður húsið 8311,0 ferm.
Frestað. Athugasemdir hafa verið sendar til hönnuða
9.   Brattholt lóð 193452:Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun – 1501043
Granni mál nr. 201412795782. Sótt er um að byggja verslunarhúsnæði,salernisaðstöðu,vörumóttöku og veitingarsal við húsnæði sem fyrir er. Viðbyggingar verða byggðar í þremur áföngum. Heildarstækkun er 1004,5 ferm og 3561,2 rúmm. Heildarstærð eftir stækkun verður 1822,3 ferm.
Frestað, vinna þarf brunahönnun af húsinu.
10.   Miðdalskot 167643: Umsókn um byggingarleyfi: gistihús – 1501047
Granni mál nr. 201411465725 – Miðdalskot 167643. Sótt er um leyfi til að byggja gistihús á einni hæð úr timbri (tvær íbúðir). Húsið er 99,8 ferm. og 337,2 m3
Umsókn um byggingarleyfi samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.
11.   Haukadalur 3 lóð 193030: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun á hóteli – 1501051
Hús flutt frá Haukadal 4 og stækkað. Húsið verður innréttað sem gistiheimili og er tengt við gistiheimili sem fyrir er með tengibyggingu. Stærð stækkunar er 325,0 ferm og 1236,3 rúmm. Húsið verður 936,2 ferm eftir stækkun.
Umsókn um byggingarleyfi er samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.
12.   Stóra-Ármót lóð 178683: Umsókn um byggingarleyfi: Stækkun – 1501053
Viðbygging við íbúðarhús um 104,1 ferm. Húsið verður alls 234,1 ferm. eftir stækkun.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
13.   Bjarkarbraut 5: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1501054
Granni mál 201412285786. Viðbygging á sumarhúsi 32,9 ferm. úr timbri. Heildarstærð 98,3 ferm.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
14.   Norðukot 13: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – 1501055
Granni mál 201501325788. Sótt er um viðbyggingu.
Frestað vegna ófullnægjandi gagna
15.   Skálabrekkugata 22: Umsókn um byggingarleyfi: tengibygging-geymsla – 1501048
Granni mál nr. 201410135691 – Skálabrekkugata 22. Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu ásamt tengibyggingu og geymslu. Stærð er 77,9 ferm og 244,8 rúmm.
Umsókn um byggingarleyfi samþykkt, uppfyllir ákvæði laga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum.