28 apr Skipulagsauglýsing sem birtist 28.apríl 2021
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur.
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar tillögur aðalskipulagsbreytinga og skipulagslýsinga eftirfarandi skipulagsáætlana:
- Torfastaðir 1 L170828; Breytt landnotkun; Aðalskipulagsbreyting – 2003014 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 7. apríl 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar í landi Torfastaða. Í tillögunni felst að landnotkun á um 25 ha svæði innan jarðarinnar Torfastaða er breytt úr landbúnaðarlandi í frístundabyggð.
- Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Aðalskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl 2021 að kynna tillögu aðalskipulagsbreytingar í landi Kílhrauns sem tekur til Áshildarvegar 2-26. Í breytingunni felst að frístundasvæði breytist að hluta til í íbúðarsvæði.
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga eftirfarandi deiliskipulagsáætlunar:
- Kílhraun land L191805; Áshildarvegur 2-26; Úr frístundabyggð í íbúðabyggð; Deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl 2021 að kynna tillögu deiliskipulagsbreytingar í landi Kílhrauns sem tekur til Áshildarvegar 2-26. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að frístundalóðir breytist í íbúðarhúsalóðir.
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur eftirfarandi deiliskipulagsáætlana:
- Suðurhlið Langjökuls; Íshellir; Fyrirhuguð framkvæmd og skilmálar; Deiliskipulag
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 29. mars 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til íshellis í suðurhlið Langjökuls. Í deiliskipulaginu felst afmörkun lóðar fyrir íshelli auk þess sem gert er grein fyrir heimiluðum framkvæmdum innan svæðisins, aðkomu og viðhaldi hellisins, frágangi svæðisins og umhverfisáhrifum vegna framkvæmda. Samhliða er unnið að breytingu aðalskipulags á svæðinu.
- Syðra-Langholt 4 L166821; Grjótnáma; Deiliskipulag – 2103075
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 8. apríl 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til efnistöku úr skilgreindri námu E31 innan aðalskipulags sveitarfélagsins í landi Syðra-Langholts 4. Í deiliskipulaginu felst skilgreining á námusvæði sem nær yfir um 6.500 m2 og heildarefnistöku allt að 45.000 m2. Jafnframt er gert grein fyrir áfangaskiptingu efnistökunnar og umhverfisáhrifum.
- Leynir L230589; Miðengi; 8 frístundahúsalóðir; Deiliskipulag
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21 .apríl 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til 8 frístundalóða í landi Miðengis. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 8 frístundahúsalóðum að stærðinni frá 5.948 fm til 7.491 fm.
- Lundaeyjarsund 4 L168718; Skilmálar; Stálvirki; Deiliskipulagsbreyting Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. apríl 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu sem tekur til breytinga á skilmálum deiliskipulags að Hraunkoti, svæði A. Í breytingunni felst að krafa um að hús skuli byggð úr timbri verði felld út úr skipulagsskilmálum og gert verði ráð fyrir því að byggja megi hús úr stálvirki einnig.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna: https://www.blaskogabyggd.is/ , https://fludir.is , https://www.gogg.is/ og https://www.skeidgnup.is/
Skipulagstillögur og lýsingar mál nr. 1-3 eru í kynningu frá 28. apríl 2021 til og með 19. maí 2021 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 19. maí 2021
Deiliskipulagstillögur í liðum 4-7 eru auglýstar með athugasemdafresti frá 28. apríl 2021 til og með 11. júní 2021. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 11. júní 2021.
Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is
Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU