21 apr Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 141 – 21. apríl 2021
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-141. fundur haldinn að Laugarvatni, 21. apríl 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
1. | Smiðjustígur 7 (L167028); umsókn um niðurrif; niðurfelling á raðhúsi – 2104060 | |
Fyrir liggur umsókn B.R. Sverrisson ehf., móttekin 15.04.2021 um niðurrif á fasteign á íbúðarhúsalóðinni Smiðjustígur 7 í Hrunamannahreppi, afskrá á þrjár íbúðir í raðhúsi (F220 4220), (F220 4221) og (F220 4222), stærðir 39,6 m2, 59 m2 og 24,1 m2 og byggingarár 1989. | ||
Heimilað að rífa húsið. Farga skal efni á viðurkenndan hátt. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
2. | Ferjubraut 11 (L224508); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2007009 | |
Fyrir liggur umsókn Andra G. L Andréssonar fyrir hönd Andrésar B. L. Sigurðssonar og Önnu Valdimarsdóttur, móttekin 02.07.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 206,8 m2 á sumarbústaðalandinu Ferjubraut 11 (L224508) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
3. | Höfðabraut 1 (L196603); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gróðurhús – 2102069 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru 07.04.2021 nýjar aðalteikningar frá hönnuði, sótt er um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 103,8 m2 og gróðurhús 18,8 m2 á sumarbústaðlandinu Höfðabraut 1 (L196603) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
4. | Kiðjaberg lóð 102 (L215467); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með kjallara að hluta og innbyggðri bílageymslu – 2103080 | |
Fyrir liggur umsókn Gunnars Sigurðssonar fyrir hönd Eignatak ehf., móttekin 21.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með kjallara að hluta og innbyggðri bílageymslu 334,5 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 102 (L215467) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
5. | Kambsbraut 11 (L202416); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2103093 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs M. Birgissonar og Helgu Þ. Guðmundsdóttur, móttekin 23.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 107,8 m2 og gestahús 25 m2 á sumarbústaðalandinu Kambsbraut 11 (L202416) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
6. | Stóra-Borg lóð 13 (L218057); stöðuleyfi; frístundahús til flutnings – 2103029 | |
Fyrir liggur umsókn Ögmundar Gíslasonar, móttekin 05.03.2021 um stöðuleyfi fyrir frístundahús í smíðum til flutnings á lóðina Stóra-Borg lóð 13 (L218057) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 20.04.2022. | ||
7. | Þverholtsvegur 4 (L169590); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2103103 | |
Fyrir liggur umsókn Árna H. Árnasonar, móttekin 26.03.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað 11,1 m2 á sumarbústaðalandinu Þverholtsvegur 4 (L169590) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 55 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
8. | Hrauntröð 40 (L221150); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2103104 | |
Fyrir liggur umsókn Haraldar Ingvarssonar fyrir hönd Magna Má Bernhardssonar og Hrafnhildar Gísladóttur, móttekin 26.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 130,9 m2 á sumarbústaðalandinu Hrauntröð 40 (L221150) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
9. | Hestur lóð 32 (L168541); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2104007 | |
Fyrir liggur umsókn Guðrúnar B. Skúladóttur, móttekin 06.04.2021 um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir sumarbústað 95,7 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 32 (L168541) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt. | ||
10. | Hestur lóð 54 (L168563); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu – 2104029 | |
Fyrir liggur umsókn Gunnlaugs Jónassonar fyrir hönd Valdimars Ó. Óskarssonar og Kristínar S. Guðmundsdóttur, móttekin 08.04.2020 um byggingarleyfi til að byggja 161,5 m2 sumarbústað með innbyggðri geymslu á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 54 (L168563) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
11. | Hestur lóð 132 (L168638); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2103056 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns M. Halldórssonar fyrir hönd Sigurðar Á. Hjartarsonar, móttekin 15.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 40 m2 á sumarbústaðalandinu Hestur lóð 132 (L168638) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
12. | Kringla 2 lóð 11 (L191501); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla – 2103083 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, hönnuður óskar eftir breytingu á máli, móttekin 09.04.2021. Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hreinssonar fyrir hönd Ib Hansen Göttler, um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu 40 m2 á sumarbústaðalandinu Kringla 2 lóð 11 (L191501) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
13. | Lyngborgir 4 (L222608); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús-geymsla – 2104030 | |
Fyrir liggur umsókn Gísla G. Gunnarssonar fyrir hönd Guðrúnar H. Magnúsdóttir, móttekin 09.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja 93,4 m2 sumarbústað og 39,9 m2 gestahús/geymslu á sumarbústaðalandinu Lyngborgir 4 (L222608) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
14. | Giljatunga 33 (L221107); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2104037 | |
Fyrir liggur umsókn Guðsteins Halldórssonar og Guðlaugar B. Þórarinsdóttur, móttekin 13.04.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja gestahús 15 m2 á sumarbústaðalandinu Giljatunga 33 (L221107) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
15. | Þórisstaðir 2 lóð 14 (L212300); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2104040 | |
Fyrir liggur umsókn Stefáns Hallsonar fyrir hönd Baldurs F. Stefánssonar, móttekin 16.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 144,2 m2 á sumarbústaðalandinu Þórisstaðir 2 lóð 14 (L212300) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
16. | Göltur (L168244); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla mhl 18 breyting á notkun í gestahús – 2104047 | |
Fyrir liggur umsókn Jóns Guðmundssonar fyrir hönd Gunnlaugs Guðmundssonar, móttekin 16.04.2021 um byggingarleyfi til að breyta notkun á véla- og verkfærageymslu mhl 18, 116,3 m2, byggingarár 1985 í gestahús á jörðinni Göltur (L168244) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
17. | Eyvík 3 (L2311549); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðri geymslu – 2104049 | |
Fyrir liggur umsókn Bergs Þ. Briem, móttekin 15.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðri geymslu 215,9 m2 á íbúðarhúsalóðinni Eyvík 3 (L231154) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál | ||
18. | Setrið; Afréttur (L166521); umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi; skáli – viðbygging, – 2102068 | |
Fyrir liggur umsókn Sveinbjörns Halldórssonar fyrir hönd Ferðaklúbbsins 4×4, móttekin 19.02.2021 um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á skála, heildarstærð verður 265,6 m2, á lóð Seturs Afrétti (L166521) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
19. | Skólabraut 5A-5E (L231155); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2103094 | |
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Nýjatún ehf., móttekin 23.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja 5 íbúða raðhús 409,8 m2 á íbúðarlóðinni Skólabraut 5A-5E (L231155) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
20. | Bugðugerði 5A (L166534); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús, viðbygging – bílskúr – 2103119 | |
Fyrir liggur umsókn Ásdísar V. Pálsdóttur og Ástvalds Jóhannessonar, móttekin 29.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja 53,8 m2 bílskúr við íbúðarhúsið Bugðugerði 5A (L166534) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir sendar á hönnuð. | ||
21. | Hólaskógur afréttur (L186970); gistihús – breytingar innanhúss og svalir – 2103120 | |
Fyrir liggur umsókn Hartmanns Kárasonar, móttekin 30.03.2021 um að breyta innra skipulagi á fyrstu og annarri hæð og byggja svalir á gistihúsi í Hólaskógi afréttur (L186970) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt. | ||
22. | Brenna (L231150); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2104027 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs Tage Bjarnasonar fyrir hönd Huldu Finnsdóttur og Þórarins Ragnarssonar, móttekin 25.03.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 196,5 m3 á lóðinni Brenna (L231150) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
23. | Hæll 3 Ljóskolluholt (L166571); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2104033 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Höllu S. Bjarnadóttur, móttekin 13.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 143,4 m2 á jörðinni Hæll 3 Ljóskolluholt (L166571) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir sendar á hönnuð. | ||
24. | Hæll 3 Ljósukolluholt (L166571); umsókn um stöðuleyfi; gámar – 2104045 | |
Fyrir liggur umsókn Höllu S. Bjarnadóttur, móttekin 16.04.2021 um stöðuleyfi fyrir tvo gáma, vinnuskúr og verkfærageymsla á meðan á byggingartíma íbúðarhúss stendur yfir á jörðinni Hæll 3 Ljóskolluholt (L166571) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 20.04.2022. | ||
25. | Hrútalágar 11 (L166697); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla – 2104036 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Gunnlaugs Briem og Hönnu B. Marteinsdóttur, móttekin 13.03.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu 30 m2 á sumarbústaðalandinu Hrútalágar 11 (L166697) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
26. | Skálabrekkugata 18 (L197194); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging og gestahús – 2104050 | |
Fyrir liggur umsókn Guðjóns Þ. Sigfússonar fyrir hönd BHC fasteignir ehf., móttekin 16.04.2021 um byggingarleyfi til að fjarlægja hluta af núverandi sumarbústaði og byggja við hús, ásamt að byggja gestahús á sumarbústaðalandinu Skálabrekkugata 18 (L197194) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að niðurrif hefjist á hluta hússins. Samþykkt byggingaráforma verður tekið fyrir þegar endanlegar teikningar liggja fyrir. | ||
27. | V-Gata 30 (L170752); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2102026 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Andrésar Úlfarssonar og Steinunnar M. Sigurðardóttur, móttekin 09.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 58,3 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 30 (L170752) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
28. | Lambhagi 11B (L226906); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2103026 | |
Fyrir liggur umsókn Hinriks Laxdals og Bergþóru Ólafsdóttur, móttekin 03.03.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja 23,6 m2 við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Lambhagi 11B (L226906) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 49,2 m2. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
29. | Apavatn 2 lóð (L167665); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2104032 | |
Fyrir liggur umsókn Róberts Arnar Jónssonar, móttekin 09.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 83,3 m2 á sumarbústaðalandinu Apavatn 2 lóð (L167665) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 128,7 m2. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
30. | Drumboddsstaðir land (L175133); umsókn um byggingarleyfi; opnir útibúningsklefar og heitar laugar – 2104048 | |
Fyrir liggur umsókn Friðriks Friðrikssonar fyrir hönd Arctic Rafting ehf., móttekin 14.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja opna búningsklefa og gera heitar laugar á lóðinni Drumboddsstaðir land (L175133) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
31. | Skólatún 1 (L227723); umsókn um byggingarleyfi; íbúð og skóli, breyting og endurbætur – 2104026 | |
Fyrir liggur umsókn Viggó Magnússonar fyrir hönd Ríkiseignir, móttekin 23.03.2021 um byggingarleyfi að breyta íbúð í kjallara 02001, 194,9 m2, byggingarár 1948 í skólastofu og einnig er sótt um leyfi til að endurnýja gluggar og hurðir á útvegg ásamt klæðningu á íbúð og skóla á viðskipta- og þjónustulóðinni á Skólatún 1 menntaskólinn í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir sendar á hönnuð. | ||
32. | Reynivellir 9 (L212330); umsókn um endurnýjun á byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti að hluta og sambyggðri geymslu – 2104064 | |
Fyrir liggur umsókn Lindu R. Guðmundsdóttur, móttekin 20.04.2021 um endurnýjun á byggingarleyfi fyrir 74,2 m2 sumarbústaði með svefnlofti að hluta og sambyggðri geymslu á sumarbústaðalandinu Reynivellir 9 (L212330) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
33. | Merkurhraun 9 (L166428); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum – 2010095 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Guðmundar Jónssonar fyrir hönd ED smíði ehf., móttekin 15.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja tvílyftan sumarbústað 149,7 m2 á sumarbústaðalandinu Merkurhraun 9 (L166428) 4.000 m2 að stærð í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
34. | Hróarsholt (L192451); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með innbyggðum bílskúr – 2104038 | |
Fyrir liggur umsókn Óskars Þ. Óskarssonar fyrir hönd Dako ehf., móttekin 14.04.2021 um byggingarleyfi til að byggja 291,3 m2 íbúðarhús með innbyggðum bílskúr á jörðinni Hróarsholt (L192451) í Flóahreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
Bláskógabyggð – Umsagnir og vísanir | ||
35. | Drumboddsstaðir land (L175133); umsögn um rekstrarleyfi; veitingar – 2102051 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 15.02.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, veitingastofa og greiðasala (C) frá Tinnu Sigurðardóttur fyrir hönd Arctic Rafting ehf., á lóðinni Drumboddsstaðir land (F222 3064) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 100 manns. | ||
Flóahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
36. | Klettholt (L193698); umsögn um rekstrarleyfi; gisting – 2103086 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 18.03.2021 frá fulltrúa sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Petra Louise Mazetti fyrir hönd Klettahlíð ehf., á íbúðarhúsalóðinni Klettholt (F219 7199) í Flóahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 3 gesti. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00