17 mar Skrifstofa Flóahrepps í Þingborg tekur við teikningum sem berast skulu UTU
Skrifstofa Flóahrepps í Þingborg tekur við skriflegum gögnum og teikningum sem berast eiga byggingar- eða skipulagsfulltrúa UTU á Laugarvatni. Þetta ætti að vera til hægðarauka fyrir íbúa og aðra viðskiptavini embættisins sem búa í neðri byggðum starfssvæðisins, s.s. í Flóahreppi, Ásahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Að sjálfsögðu er áfram tekið við gögnum á skrifstofu UTU að Dalbraut 12 á Laugarvatni en afgreiðslutími skrifstofunnar er milli kl. 09.00 og 12.00 alla virka daga.
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09.00 til 16.00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 09.00 til 13.00 á föstudögum. Athugið að starfsmenn Flóahrepps taka bara við gögnunum en geta ekki svarað fyrirspurnum vegna einstakra mála. Varðandi fyrirspurnir er bent á netfangið utu@utu.is eða síma 480-5550. Síma- og viðtalstími UTU er á milli kl. 09.00 – 12.00 alla virka daga nema miðvikudaga.