17 feb Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 137 – 17. febrúar 2021
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21-137. fundur haldinn með fjarfundarbúnaði, 17. febrúar 2021 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
Ásahreppur – Almenn mál | ||
1. | Reykás (L230348); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – 2102012 | |
Fyrir liggur umsókn Eyjólfs Valgarðssonar fyrir hönd Halldórs Ólafssonar og Soffíu K. Guðmundsdóttir, móttekin 03.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús 75,7 m2 á íbúðarhúsalóðinni Reykás (L230348) í Ásahreppi. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
2. | Tungufell (L166833); umsókn um byggingarleyfi; bogaskemma – 2101066 | |
Fyrir liggur umsókn Birkis K. Péturssonar fyrir hönd Félagsbúið Tungufelli, móttekin 28.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja bogaskemmu 144 m2 á jörðinni Tungufell (L166833) í Hrunamannahreppi. Fyrirspurn um erindið hefur farið fyrir fund sveitarstjórnar, tilmæli þeirra er að umrædd bygging falli vel að umhverfi og landslagi varðandi litaval og frágang á húsinu. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
3. | Syðra-Langholt 6 (L223470); umsókn um byggingarleyfi; hesthús – 2102033 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Sigurjóns Kristinssonar og Önnu L. Jóhannesdóttur, móttekin 10.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja hesthús 291,2 m2 á íbúðarhúsalóðinni Syðra-Langholt 2 (L223470) í Hrunamannahreppi. | ||
Við afgreiðslu máls vék Davíð Sigurðsson af fundi og setur Lilju Ómarsdóttur og Stefán Short sem staðgengla sína við afgreiðslu máls. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. |
||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
4. | Kiðjaberg lóð 54 (L212506); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður ásamt gestahúsi og geymslu – 2012015 | |
Fyrir liggur umsókn Samúels Kristjánssonar fyrir hönd Hamla ehf. og Sammi ehf., móttekin 08.12.2020 um endurnýjun á byggingarleyfi til að byggja sumarbústað, gestahús og geymslu 158 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 54 (L212506) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt | ||
5. | Kiðjaberg lóð 100 (L212610); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með svefnlofti og geymslu – 2101034 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Davíð K. C. Pitt fyrir hönd Ágústs H. Leóssonar, móttekin 14.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með svefnlofti og geymslu 135,3 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 100 (L212610) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
6. | Hlíðarhólsbraut 10 (L230453); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2010024 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Emils Þ. Guðmundssonar fyrir hönd Bergs Konráðssonar, móttekin 07.02.2021 um byggingarleyfi til að breyta fyrri samþykkt, sótt er um leyfi til að byggja opið skýli og opna geymslu 50 m2 við áður samþykktan sumarbústaðinn 149 m2, Heildarstærð á byggingu er 199 m2 Hlíðarhólsbraut 10 (L230453) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Umsókn er synjað þar sem heildarbyggingarmagn fer yfir 3% af stærð lóðar. | ||
7. | Hlíð (L170821); umsókn um byggingarleyfi; véla- og verkfærageymsla – 2102030 | |
Fyrir liggur umsókn Vals Arnarssonar fyrir hönd K.J. ehf., móttekin 10.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja véla- og verkfærageymslu 378 m2 á jörðinni Hlíð (L170821) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
8. | Suðurbakki 20 (L212144); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2101046 | |
Fyrir liggur umsókn Jeannot A. Tsirenge fyrir hönd Grétars Sölvarssonar, móttekin 18.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja 150 m2 sumarbústað á sumarbústaðalandinu Suðurbakki 20 (L212144) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
9. | Hamrahlíð 8 (L230891); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu – 2101048 | |
Fyrir liggur umsókn Baldurs Ó. Svavarssonar fyrir hönd Halldóru Káradóttur, móttekin 18.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með innbyggðri geymslu 143 m2 á sumarbústaðalandinu Hamrahlíð 8 (L226949) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
10. | Undirhlíð 2 (L207484); tilkynningarskyld framkvæmd; sólskáli – 2102031 | |
Fyrir liggur umsókn Ögmundar Jónassonar, móttekin 10.02.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja sólskála 14,6 m2 á sumarbústaðalandinu Undirhlíð 2 (L207484) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt. | ||
11. | Stóra-Borg lóð 13 (L218057); umsókn um byggingarleyfi; gistihús – kúluhús með svefnlofti – 2102039 | |
Fyrir liggur umsókn Sigurðar U. Sigurðssonar fyrir hönd Ögmundar Gíslasonar, móttekin 11.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja gistihús/kúluhús með svefnlofti 66,4 m2 á lóðinni Stóra-Borg lóð 13 (L218057) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
12. | Biskupstungnabraut 3 (L169583); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús-geymsla – 2002033 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar aðalteikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Gunnlaugar Jónassonar fyrir hönd Ísleifar Ottesen og Svölu Ólafsdóttur, móttekin 15.02.2021 um byggingarleyfi til að breyta fyrri samþykkt, sótt er um leyfi til að byggja gestahús 20,5 m2 var áður 40 m2 og byggja bílgeymslu 39,2 m2, óbreytt stærð á sumarbústaði á sumarbústaðalandinu Biskupstungnabraut 3 (169583) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
13. | Selhólsvegur 10 (L169406); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum að hluta – 2102052 | |
Fyrir liggur umsókn Pálmars Kristmundssonar fyrir hönd Helga R. Ólafssonar og Bjarneyjar Harðardóttur, um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað á tveimur hæðum að hluta 237,8 m2 á sumarbústaðalóðinni Selhólsvegur 10 (L169406) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Vísað til skipulagsnefndar til afgreiðslu þar sem ekki er fjallað um mænishæð húsa í deiliskipulagi fyrir svæðið. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
14. | Sólbraut 7 (L188593); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – viðbygging – 2011043 | |
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Espiflöt ehf., móttekin 13.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við íbúðarhús 136 m2 á íbúðarhúsalóðinni Sólbraut 7 (L188593) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun á íbúðarhúsi verður 264,8 m2. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. | ||
15. | Stakkholt 6 (L177623); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2102018 | |
Fyrir liggur umsókn Vigfúsar Halldórssonar fyrir hönd Einars B. Sveinssonar og Erlu M. Skaptadóttir, móttekin 07.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 48,6 m2 á sumarbústaðalóðinni Stakkholt 6 (L177623) í Bláskógabyggð. | ||
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð. | ||
16. | V-Gata 30 (L170752); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2102026 | |
Fyrir liggur umsókn Andrésar Úlfarssonar og Steinunnar M. Sigurðardóttur, móttekin 09.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 58,3 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 30 (L170752) í Bláskógabyggð. | ||
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. | ||
17. | Syðri-Reykir lóð (L167465); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2004028 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar teikningar frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Aðalsteins Snorrasonar fyrir hönd Páls Gunnars Pálssonar, móttekin 11.02.2021 um byggingarleyfi til að breyta fyrri samþykkt, sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi, stærð á húsi helst óbreytt á sumarbústaðalandinu Syðri-Reykir lóð (L167465) í Bláskógabyggð. | ||
Samþykkt. | ||
18. | Miðholt 24A-24C (L229714); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2007001 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin var aðalteikning frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn frá Bent L. Fróðason fyrir hönd Geysir ehf., móttekin 29.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja raðhús með þremur íbúðum 191 m2 á íbúðarhúsalóðinni Miðholt 24A – 24C (L229714) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
19. | Miðholt 37A-37C (L203065); umsókn um byggingarleyfi; raðhús – 2007002 | |
Erindið sett að nýju fyrir fund, móttekin var aðalteikning frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn frá Bent L. Fróðason fyrir hönd Geysir ehf., móttekin 29.01.2021 um byggingarleyfi til að byggja raðhúsi með þremur íbúðum 191 m2 á íbúðarhúsalóðinni Miðholt 37A – 37C (L203065) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
20. | Eiríksbraut 2 (L218744); tilkynningarskyld framkvæmd; gestahús – 2101027 | |
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin voru ný gögn frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Hrafnhildar Arnarsdóttur, móttekin 09.02.2021 um tilkynningarskylda framkvæmd, til stendur að byggja gestahús 39,8 m2 á sumarbústaðalandinu Eiríksbraut 2 (L218744) í Bláskógabyggð. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
21. | Urriðafoss 1 (L225291); umsókn um byggingarleyfi; gistihús – 2102027 | |
Fyrir liggur umsókn Ólafs Ó. Axelssonar fyrir hönd Haralds Einarssonar, móttekin 09.02.2021 um byggingarleyfi til að byggja gistihús 45,5 m2 á Urriðafossi 1 (L225291) í Flóahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
22. | Hróarsholt (L192451); umsókn um niðurrif; niðurfelling á fasteign á lóð – 2102036 | |
Fyrir liggur umsókn Gunnars Jóhannssonar fyrir hönd DAKO ehf., móttekin 11.02.2021 um niðurfellingu á skráningu á fasteign á jörðinni Hróarsholt (L192451) í Flóahreppi, afskrá á íbúð mhl 07, stærð 81,4 m2 og byggingarár 2005 vegna flutnings af lóð. | ||
Samþykkt. | ||
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
23. | Syðra-Langholt 3 lóð (L198343); Umsögn um rekstrarleyfi, frístundahús – 1811017 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 27.08.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar án veitingar í fl. II, frístundahús (G), frá Örnu Þ. Sigmundardóttur fyrir hönd Riding Tours South Iceland ehf., á íbúðarhúsalóðinni Syðra-Langholti 3 lóð (F222 4481), séreign 02 0101 í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. Gestafjöldi allt að 6 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00