Skipulagsnefnd fundur nr. 209 – 13. janúar 2021

209. fundur skipulagsnefndar UTU haldinn þ. 13. janúar 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Árni Eiríksson , Björgvin Skafti Bjarnason , Helgi Kjartansson , Halldóra Hjörleifsdóttir , Guðmundur J. Gíslason , Ása Valdís Árnadóttir , Vigfús Þór Hróbjartsson , Davíð Sigurðsson og Elísabet D. Erlingsdóttir.

Fundargerð ritaði:  Vigfús Þór Hróbjartsson, skipulagsfulltrúi

Fundarmenn tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað. Fundargerð verður send til fundarmanna í tölvupósti til yfirlestrar og staðfestingar og verður svo formlega undirrituð síðar.

 

Dagskrá:

 

1.

Bláskógabyggð:

Hrísbraut 2 L218845; Skipting lóðar og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2101010

Lögð er fram umsókn frá Ragnheiði Sveinsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi að Hrísbraut 2. Fyrirspurn vegna sama máls var vísað til heildar endurskoðunar deiliskipulags á svæðinu á fundi skipulagsnefndar 29. apríl 2020. Umsækjandi óskar eftir því að framlögð deiliskipulagsbreyting vegna Hrísbrautar 2 verði samþykkt með sambærilegum hætti og gert var fyrir lóð 4 með það að markmiði að gæta samræmis við deiliskipulagsskilmála svæðisins. Haft hefur verið samráð við aðliggjandi lóðir vegna heildar endurskoðunar deiliskipulags og hafa aðrir lóðarhafar ekki áhuga á að vinna viðlíka breytingar á sínum lóðum. Umsækjandi telur að samþykkt á uppskiptingu lóðar Hrísbrautar 2 hafi ekki fordæmisgefandi áhrif þar sem sveitarfélagið hafi áður ekki lagst gegn uppskiptingu lóða í kringum fleiri en eina fasteign eða byggingarrétt sbr. gildandi skipulagi þar sem gert er ráð fyrir byggingarreitum fyrir 3 hús innan lóðar. Í breytingunni felst því uppskipting lóðar Hrísbrautar 2 og skilgreining byggingarheimilda fyrir svæðið í heild sinni. Gert verði ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða verði 0,03 og heimild verði fyrir einu 40 fm auka húsi á lóð í takt við heimildir aðalskipulags. Byggingarreitir annarra lóða haldast óbreyttir en byggingarheimildir eru auknar á svæðinu í heild. Umsækjandi telur að komið sé á móts við fyrri bókun skipulagsnefndar með þessum hætti.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um lagfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa. Skýra skal betur skilmála er varðar auka hús á lóð gagnvart lóðum innan svæðisins sem taka ekki breytingum. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi og verði sérstaklega kynnt öðrum lóðarhöfum innan frístundasvæðisins.
 2. Ketilvellir lóð (L167815); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2009086
Útgáfa byggingarleyfis fyrir viðbyggingu á Ketilvöllum lóð L167815 var samþykkt til grenndarkynningar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga á 203. fundi skipulagsnefndar þann 14. október 2020. Málið var grenndarkynnt og athugasemdir bárust. Athugasemdir lagðar fram til afgreiðslu skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd telur ástæðu til að bregðast við athugasemdum sem bárust er varðar afmörkun lóðar. Afgreiðslu málsins er frestað. Umsækjanda gert að skilgreina hnitsetta legu lóðarinnar í samráði við nágranna í takt við þinglýst gögn og leiðbeiningar landeigenda upprunalands. Nefndin tekur ekki afstöðu til athugasemda er varðar skerðingu á útsýni að svo stöddu.
3. Drumboddsstaðir lóð 10 (L167235); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101007
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Baldvins Valgarðssonar og Kristínar Bj. Ármanns Guðbjörnsdóttur, móttekin 04. janúar 2021 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 26,2 m2 á sumarbústaðalandinu Drumboddsstaðir lóð 10 (L167235) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 69,7 m2.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa
4. Miðdalur L167644; Skilmálabreyting; Aðalskipulagsbreyting – 2012037
Lögð er fram umsókn Landforms ehf. f.h. Grafíu er varðar breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027. Í breytingunni felst endurbót á reglum er varðar hámarks byggingarmagn innan frístundalóða sem falla utan þess að vera á bilinu 5-10.000 fm. að stærð. Í tillögunni felst að breyting er gerð á lið 2.3.2 frístundabyggð innan aðalskipulags þar sem segir m.a.
„Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu 0.5 – 1 ha og nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni og nýtingarhlutfall allt
að 0,05.“
Verður eftir breytingu:
„Á frístundasvæðum skulu lóðir að jafnaði vera á stærðarbilinu 5000 – 10.000 m2 og nýtingarhlutfall ekki hærra en 0,03. Í ákveðnum tilfellum geta frístundalóðir þó verið minni eða stærri og fer þá hámarks byggingarmagn eftir töflu x.x. Falli lóðarstærð á milli flokka reiknast byggingarheimild hlutfallslega jafnt m.v. lóðarstærð.“

Bætt er við töflu:
Stærð lóða Hámarks bygginarmagn
200 – 1000 m2 75 m2
2000 – 3000 m2 100 m2
3500 – 5000 m2 150 m2
5000 – 10.000 m2 Nh.0,03
10.000 -> 10.000 m2 400 m2

Skipulagsnefnd UTU vísar málinu til yfirferðar sveitarstjórnar þar sem umsótt breyting hefur stefnumarkandi áhrif á aðalskipulag sveitarfélagsins.
Skipulagnefnd mælist til þess að öll aðildarsveitarfélög UTU fjalli um framlagða skilmála er varðar byggingarheimildir innan frístundasvæða.
5. Lindargata 7 (L186575); umsókn um byggingarleyfi; sumarhús – stækkun (sólskáli) – 1805031
Útgáfa byggingarleyfis fyrir stækkun á sólskála að Lindargötu 7, L186575 var samþykkt til grenndarkynningar á grundvelli 44. gr. skipulagslaga á 204. fundi skipulagsnefndar þann 21. október 2020. Málið var grenndarkynnt og athugasemdir bárust. Í athugasemdinni felst að nágranni lóðar Lindargötu 12 telur að hús Lindargötu 7 sé byggt mjög nálægt Lindargötu 12. Verði byggður sólskáli með gleri megi ætla að framkvæmdin verði komin ofan í húsið hjá þeim og kunni að valda ónæði. Farið er fram á að sett verði einhverskonar kvöð sem tryggi að ekki hljótist ónæði af viðbyggingu t.d. með gerð skjólveggs.
Skipulagsnefnd telur að umrædd framkvæmd sé ekki líkleg til að valda auknu ónæði á milli lóða og telur því ekki ástæðu til að bregðast við framlögðum athugasemdum. Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að byggingarfulltrúa verði falið að gefa út byggingarleyfi í takt við framlagða umsókn. Skipulagsfulltrúa falið að tilkynna þeim sem athugasemdir gerðu um niðurstöðu málsins.
6.
Brattholt lóð (Gullfosskaffi) 193452; Spennistöðvarlóð, byggingarreitir fyrir skolphreinsistöð og sorpgáma, stækkun núverandi byggingarreits og sameining lóða; Deiliskipulagsbreyting – 1708076
Lögð er fram að nýju umsókn frá Svavari Njarðarsyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Brattholti lóð (Gullfosskaffi) L193452 ásamt uppfærðri tillögu að skipulagsbreytingu. Í breytingunni felst skilgreining á byggingarreitum fyrir skolphreinsistöð og sorpgáma, stækkun á núverandi byggingareit og sameiningu lóða auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri lóð fyrir spennistöð.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
7. Eyjarland L167649; Landbúnaðarland í iðnaðarlóð; Aðalskipulagsbreyting – 2101017
Lögð er fram umsókn frá Veiðifélagi Eystri-Rangá um breytingu á aðalskipulagi Bláskógabyggðar á lóð Eyjarlands 167649. Á lóðinni er starfrækt seiðaeldisstöð. Eftir samskipti við skipulagsfulltrúa er óskað eftir því að svæðinu verði breytt úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði í takt við notkun þess.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Bláskógabyggðar að samþykkja gerð skipulagslýsingar vegna umsóttrar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagslýsing verði kynnt og send til umsagnar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 8.

Flóahreppur:

Dalsmynni L166326; Skógrækt; Framkvæmdaleyfi – 2101009

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi frá Telmu Halldórsdóttur og Ágústi Hjálmarssyni er varðar skógrækt í landi Dalsmynnis í Flóahreppi. Í framkvæmdinni felst ræktun skógar á um 34 ha. svæði á holti norð vestur af bænum sbr. meðfylgjandi yfirlitsmynd. Suður kantur landsins liggur að landamerkjum Breiðholts og norðurhluti liggur að landamerkjum Hurðarbaks. Lagt er fram mat á svæðinu frá Skógræktinni.
Skipulagsnefnd UTU telur að framlögð umsókn um skógrækt í land Dalsmynnis falli ágætlega að markmiðum aðalskipulags Flóahrepps er varðar skógrækt á landbúnaðarlandi. Þar segir m.a. að skógrækt verði efld innan sveitarfélagsins. Skipulagsnefnd mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að málið verði samþykkt til grenndarkynningar skv. 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Nefndin telur framkvæmdina ekki tilkynningarskylda samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 viðauka 1.
9. Merkurhraun 9 (L166428); fyrirspurn um byggingarleyfi; sumarbústaður á tveimur hæðum – 2010095
Lögð er fram beiðni frá Edgars Zikmanis er varðar heimild fyrir að byggja 182 fm sumarhús á 4.000 fm. lóð Merkurhrauni 9. Vísað er til heimilda aðalskipulags Flóahrepps þar sem segir að notast megi við nýtingarhlutfall 0,05 þegar lóðir á frístundasvæðum eru minni en 5.000 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Flóahrepps að fyrri bókun vegna málsins standi. Innan svæðisins eru lóðir almennt um og yfir 5.000 fm. Hámarks byggingarmagn innan svæðisins verði skilgreint 150 fm. Nefndin telur ekki forsendur fyrir því að samþykkja meira byggingarmagn innan 4.000 fm lóðar en 5.000 fm lóðar á sama svæði vegna heimilda aðalskipulags er varðar nýtingarhlutfall 0,05. Unnin verði deiliskipulagsbreyting fyrir svæðið þar sem m.a. verði gert grein fyrir nýtingarhlutfalli lóða innan svæðisins og hámarks byggingarmagni. Nefndin gerir ekki athugasemd við grenndarkynningu málsins á grundvelli 44. gr. skipulagslaga með fyrirvara um uppfærðar teikningar sem gera ráð fyrir því að stærð hússins falli að viðkomandi skilmálum.
 

10.

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Grænahlíð; Efri-Brú; Hliðrun lóða og skilmálabreyting; Deiliskipulagsbreyting – 2012039

Lögð er fram umsókn frá Landhönnun slf. f.h. landeigenda Grænuhlíðar er varðar breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í breytingunum felst hliðrun á lóðum og grænum svæðum innan skipulagssvæðisins auk breytinga á greinargerð þar sem settar eru fram nánari kvaðir varðandi útlit og eðli bygginga og lóðaframkvæmda.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á deiliskipulagi.
11. Eyvík 1 (L225230); umsókn um byggingarleyfi; garðstofa – 2012041
Fyrir liggur umsókn Smára B. Kolbeinssonar og Írisar Gunnarsdóttir, móttekin 30. desember 2020 um byggingarleyfi að byggja garðstofu 37,5 fm á íbúðarhúsalóðinni Eyvík 1 (L225230) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 207,1 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
12. Stangarbraut 20 L202435; Breyting á byggingareit; Deiliskipulagsbreyting – 2011059
Lögð er fram umsókn frá Sigurði Halldórssyni er varðar breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Öndverðarness, Kambshverfi. Í breytingunni felst að byggingarreitur lóðarinnar er skilgreindur í 10 m fjarlægð frá lóðarmörkum til norðurs, að vegslóða í stað 20 m. Tilgangur stækkunar er m.a. að vernda hól sem er innan byggingarreits fyrir jarðraski.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps að samþykkja viðkomandi breytingar á deiliskipulagi svæðisins með fyrirvara um uppfærð gögn í samráði við skipulagsfulltrúa UTU. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi og verði grenndarkynnt.
13. Nesjar (Réttarháls 10) L170889; Staðfesting á afmörkun og breytt heiti lóðar – 2012035
Lögð er fram umsókn Einars S. Ingólfssonar, dags. 19. desember 2020, um staðfestingu á afmörkun og heiti lóðarinnar Nesjar L170889 skv. meðfylgjandi lóðablaði. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Réttarháls 10. Stærð lóðarinnar mælist 2.364 fm skv. afmörkun og er í samræmi við skráningu í fasteignaskrá. Þá er óskað eftir að ekki verði gerðar athugasemdir við landskipti skv. 13. gr. jarðarlaga.
Skipulagsnefnd UTU gerir ekki athugasemd við staðfestingu á legu lóðar og breytt staðfang skv. fyrirliggjandi umsókn. Ekki er gerð athugasemd við staðfestingu landskipta skv. 13. jarðalaga. Skipulagsnefnd mælist til að sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykki erindið með fyrirvara um samþykki á hnitsettri afmörkun þar sem við á.
 

 14.

Hrunamannahreppur:

Kluftir L166791; Efnistaka; Framkvæmdaleyfi – 2012040

Lögð er fram umsókn frá Jóhönnu Fríðu Róbertsdóttur vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi. Í framkvæmdinni felst efnistaka úr landi Klufta í Hrunamannahreppi námu E5. Stærð efnistökusvæðis verður allt að 2.500 fm, ummál 50 x 50 m og 3 m djúpt. Óskað er eftir heimild fyrir efnistöku að 5.000 m3 af möl sem verður notuð til vegagerðar.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að umsókn framkvæmdaleyfis verði synjað þar sem svæðið er ekki innan skilgreinds efnistökusvæðis E5 innan aðalskipulags.
15. Birkibyggð 4 L227460; Gröf; Göngustígur; Deiliskipulagsbreyting – 2101021
Lögð er fram umsókn frá SIAL ehf. er varðar breytingu á deiliskipulagi Birkibyggðar í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að skilgreindur er göngustígur um lóð 4 innan Birkibyggðar. Óskað er eftir því að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
16. Álftabyggð; Efra-Sel; Leikvöllur; Deiliskipulagsbreyting – 2101022
Lögð er fram umsókn frá Unnsteini Loga Eggertssyni og Halldóru Halldórsdóttur er varðar breytingu á deiliskipulagi Álftabyggðar í Hrunamannahreppi. Í breytingunni felst að skilgreindur er göngustígur um opið svæði innan deiliskipulagsins. Óskað er eftir því að málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Hrunamannahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á deiliskipulagi.
 

17.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur:

Hvammsvirkjun; Virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli; deiliskipulag – 2008048

Landsvirkjun heldur kynningu á virkjanaáformum í Þjórsá, Hvammsvirkjun í gegnum fjarfund. Á fundinn mæta Helgi Jóhannesson og Ólöf Rós Káradóttir frá Landsvirkjun ásamt Ásgeiri Jónssyni og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur frá EFLU verkfræðistofu.
Lögð er fram umsókn frá Landsvirkjun er varðar deiliskipulag virkjunar í neðanverðri Þjórsá. Í deiliskipulaginu felst skilgreining heimilda vegna framkvæmda og uppbyggingar á virkjun Þjórsár norður af Skarðsfjalli undir heitinu Hvammsvirkjun. Inntakslón hennar, Hagalón, verður í farvegi Þjórsár norður af Skarðsfjalli. Lónið verður í um 116 m y.s. og um 4 km2 að stærð og rúmmál lónsins verður um 13,2 milljón m3. Stöðvarhús verður að mestu leyti neðanjarðar við norðurenda Skarðsfjalls, í landi Hvamms 1 í Landsveit. Framkvæmdarsvæði Hvammsvirkjunar er í sveitarfélögunum Rangárþingi ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja deiliskipulagstillögu til kynningar í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna umfangs málsins. Nefndin mælist til þess að framlögð kynning Landsvirkjunar verði lögð fram á heimasíðum sveitarfélaganna og UTU.
18. Flatir lóð 17 L193908; Óveruleg breyting á aðalskipulagi – 2101011
Lögð er fram beiðni frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi varðandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst að lóð sem áður var frístundalóð en var færð undir landbúnaðarsvæði við heildar endurskoðun aðalskipulags verði færð til baka undir frístundanotkun. Óskað er eftir því að málið fái málsmeðferð á grundvelli 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi í samræmi við meðfylgjandi gátlista.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja viðkomandi breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Málið fái málsmeðferð á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar óverulega breytingu á aðalskipulagi. Málið verði sent Skipulagsstofnun til samþykktar áður en niðurstaða sveitarstjórnar verður kynnt.
19. Miðhús 2 (L166580); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2101004
Fyrir liggur umsókn Svavars M. Sigurjónssonar fyrir hönd eigenda á Miðhús 2 (L166580) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um byggingarleyfi til að byggja óeinangraða og óupphitaða geymslu 61,4 fm.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málið fái málsmeðferð á grundvelli 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar. Berist engar athugasemdir vegna grenndarkynningar skal málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
 20. Miðhús II L166580; Landbúnaðarsvæði í frístundasvæði; Aðalskipulagsbreyting – 2101012
Lögð er fram umsókn frá Valdemar Bragasyni er varðar breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Í breytingunni felst að afmörkun svæðis F39 er breytt og heimilt verði að lóðarstærðir innan breyttrar afmörkunar verði 0,25 ha.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að umsókn um breytingu á aðalskipulagi verði hafnað. Samkvæmt skilmálum aðalskipulags er gert ráð fyrir því að lóðir á frístundasvæðum séu alla jafna á bilinu 0,5-2 ha. Svæðið sem umsótt breyting tekur til telst auk þess vera ræktunarland í flokki II – gott akuryrkjuland. Innan aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, lið 2.3.1 er varðar landbúnaðarsvæði er gert ráð fyrir því að svæði sem flokkast sem gott landbúnaðarland (flokkur 1 og II) verði áfram nýtt til landbúnaða, einkum matvælaframleiðslu.
21. Hæll 3 Ljóskolluholt L166571 og Hæll 3 Norðlingaflöt L229847; Deiliskipulag – 2010018
Lagt er fram deiliskipulag fyrir Hæl 3, Ljóskolluholti og Hæl 3 Norðlingaflöt eftir auglýsingu. Umsagnir bárust vegna málsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins. Gögn hafa verið uppfærð í takt við umsagnir.
Skipulagsnefnd UTU mælist til þess við sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við athugasemdum og umsögnum sem bárust vegna málsins. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 

 

22.

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 20-134 – 2012004F

Fundargerð byggingarfulltrúa nr. 20-134 lögð fram til kynningar.

 

 

Árni Eiríksson   Björgvin Skafti Bjarnason
Helgi Kjartansson   Halldóra Hjörleifsdóttir
Guðmundur J. Gíslason   Ása Valdís Árnadóttir
     

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00