Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 134 – 6. janúar 2021

 

 

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 21 – 134. fundur  haldinn með fjarfundarbúnaði, 6. janúar 2021 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og

Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1.  Ásmúli Ássel (L165327); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2011002
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Axels Nikolaisons, móttekin 02.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 15,9 m2 á sumarbústaðalandinu Ásmúli Ássel (L165327) í Ásahreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústaði verður 55,9 m2.
Samþykkt
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
2.  Giljatunga 18 (L216345); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2006070
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin voru ný gögn frá Þorgeiri Jónssyni hönnuði þann 30.12.2020 fyrir hönd Gests Ó. Auðunssonar um breytingu á þakgerð frá fyrri samþykkt á sumarbústaðnum Giljatunga 18 (L216345) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
3.  Selhólsbraut 15 (L170050); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með bílgeymslu – 2012026
Fyrir liggur umsókn Önnu B. Sigurðardóttur fyrir hönd Helga R. Rafnssonar, móttekin 15.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 118,5 m2 með áfastri bílgeymslu 18,6 m2 á sumarbústaðalandinu og fjarlægja eldri sumarbústað 29,5 m2, byggingarár 1984 á Selhólsbraut 15 (L170050) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði verður 137,1 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4. Eyvík 1 (L225230); umsókn um byggingarleyfi; garðstofa – 2012041
Fyrir liggur umsókn Smára B. Kolbeinssonar og Írisar Gunnarsdóttir, móttekin 30.12.2020 um byggingarleyfi að byggja garðstofu 37,5 m2 á íbúðarhúsalóðinni Eyvík 1 (L225230) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á íbúðarhúsi eftir stækkun verður 207,1 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
5.  Sólheimar (L168279) – Fagrabrekka mhl 23; umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús – breyting í sambýli – 2012020
Fyrir liggur umsókn Helga M. Halldórssonar fyrir hönd Sólheimar ses., móttekin 11.12.2020 um byggingarleyfi að breyta íbúðarhúsinu Fagrabrekka mhl 23 í sambýli á jörðinni Sólheimar (L168279)) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað og sent til umsagnar hjá eftirlits og viðbragðsaðilum.
6.  Ásabraut 24 (L194479); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með áföstu gestahúsi – 2011078
Erindi sett að nýju fyrir fund, lagfærð gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Páls V. Bjarnasonar fyrir hönd Baldurs Þ. Davíðssonar og Kolbrúnar Gísladóttur, móttekin 24.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 145 m2 ásamt 35 m2 gestahúsi á sumarbústaðalandinu Ásabraut 24 (L194479) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt.
7.  Kiðjaberg lóð 54 (L212506); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður ásamt gestahúsi og geymslu – 2012015
Fyrir liggur umsókn Samúels Kristjánssonar fyrir hönd Hamla ehf. og Sammi ehf., móttekin 08.12.2020 um endurnýjun á byggingarleyfi til að byggja sumarbústað, gestahús og geymslu 158 m2 á sumarbústaðalandinu Kiðjaberg lóð 54 (L212506) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir verða sendar á hönnuð.
8.  Kerhraun C 88 (L197677); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – 2012042
Fyrir liggur umsókn Sveins Ívarssonar fyrir hönd E. Sigurðsson ehf., móttekin 31.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað 98,3 m2 á sumarbústaðalandinu Kerhraun C 88 í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.  Borgarleynir 17 (L198210); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – geymsla og sumarbústaður – breyting á innra skipulagi – 2012009
Fyrir liggur umsókn Braga Hjartarsonar, móttekin 04.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús/geymslu 40 m2 og breyta innra skipulagi á sumarbústaði á sumarbústaðalóðinni Borgarleynir 17 (L198210) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Samþykkt
10.  Farbraut 13 (L169470); tilkynningarskyld framkvæmd; sumarbústaður – viðbygging – 2010022
Erindið sett að nýju fyrir fund, ný gögn hafa borist frá hönnuði. Fyrir liggur umsókn Gríms Þ. Valdimarssonar, móttekin 08.10.20 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja við sumarbústað á sumarbústaðalandinu Farbraut 13 (L169470) í Grímsnes- og Grafningshreppi og leiðréttingu á eldri skráningu. Heildarstærð á sumarbústaði verður 79,7 m2.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
11. Hólabraut 3 (L215758); umsókn um byggingarleyfi; skemma – 2012034
Fyrir liggur umsókn Hauks Ásgeirssonar fyrir hönd Húsmót ehf., móttekin 16.12.2020 um byggingarleyfi til að byggja skemmu 526,3 m2 á lóðinni Hólabraut 3 (L215758) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12. Miðhús 2 (L166580); umsókn um byggingarleyfi; geymsla – 2101004
Fyrir liggur umsókn Svavars M. Sigurjónssonar fyrir hönd eigenda á Miðhús 2 (L166580) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um byggingarleyfi til að byggja óeinangraða og óupphitaða geymslu 61,4 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Bláskógabyggð – Almenn mál
13.  Lækjargata 8 (L189712); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting á notkun og viðbygging – 2012027
Fyrir liggur umsókn Þorleifs Jónassonar og Ástu H. Bragadóttur um að byggja við geymslu 23,5 m2 og breyta notkun í sumarbústað á sumarbústaðalandinu á Lækjargötu 8 (L189712) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 44 m2.
Samþykkt
14.  Drumboddsstaðir lóð 10 (L167235); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2101007
Fyrir liggur umsókn Eiríks V. Pálssonar fyrir hönd Baldvins Valgarðssonar og Kristínar Bj. Ármanns Guðbjörnsdóttur, móttekin 04.01.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 26,2 m2 á sumarbústaðalandinu Drumboddsstaðir lóð 10 (L167235) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 69,7 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30