Afgreiðslur byggingarfulltrúa fundur nr. 130 – 4. nóvember 2020

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 20 – 130. fundur haldinn  með fjarfundarbúnaði, 4. nóvember 2020 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson byggingarfulltrúi, Stefán Short aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Lilja Ómarsdóttir aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Guðmundur G. Þórisson áheyrnarfulltrúi og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Davíð Sigurðsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá:

Ásahreppur – Almenn mál
1. Ásmúli Ássel (L165327); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2011002
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Hjaltasonar fyrir hönd Axels Nikolaisons, móttekin 02.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 15,9 m2 á sumarbústaðalandinu Ásmúli Ássel (L165327) í Ásahreppi. Heildarstærð eftir stækkun á sumarbústaði verður 55,9 m2.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
2. Lækjartún II tengivirki (L230714); umsókn um byggingarleyfi; tengivirki – 2011003
Fyrir liggur umsókn Andra M. Sigurðarsonar fyrir hönd Landsnet hf., móttekin 02.11.2020 um byggingarleyfi til að byggja tengivirki sem samanstendur af rofahúsi 226,4 m2 og afgirtu spennarými á iðnaðar- og athafnalóðinni Lækjartún II tengivirki (L230714) í Ásahreppi.
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús.
Hrunamannahreppur – Almenn mál
3. Unnarholtskot 1C (L226793); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2009001
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Hafsteins Jónssonar og Guðrúnar Böðvarsdóttur, móttekin 28.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 36,1 m2 á íbúðarhúsalóðinni Unnarholtskot 1C (L226793) í Hrunamannahreppi.
Samþykkt
4. Steinahlíð (L166904); umsókn um byggingarleyfi; iðnaðarhús – viðbygging – 2010057
Fyrir liggur umsókn Guðmundar G. Magnússonar fyrir hönd Hús og stigar ehf., móttekin 18.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja við iðnarhúsnæði 98,6 m2 á lóðinni Steinahlíð (L166904) í Hrunamannahreppi. Heildarstærð á iðnaðarhúsnæði eftir stækkun verður 331,4 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
5. Syðra-Langholt 4 (L166821); umsókn um byggingarleyfi; vélageymsla – 2010096
Fyrir liggur umsókn Helga Kjartanssonar fyrir hönd Bholt fasteignir ehf.,móttekin 29.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja vélageymslu 420 m2 á jörðinni Syðra-Langholt 4 (L166821) í Hrunamannahreppi.
Vísað til skipulagsnefndar þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.
 Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál
6. Kaldárhöfði lóð (L168932); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2008036
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Gunnars Guðnasonar fyrir hönd Björns Gunnlaugssonar og Stefáns H. Jónssonar, móttekin 13.08.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað 35,4 m2 á sumarbústaðalandinu Kaldárhöfða lóð (L168932) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður 81,7 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
7. Skyggnisbraut 32 (L224346); tilkynningarskyld framkvæmd; geymsla og sauna – 2010027
Fyrir liggur umsókn Inga G. Friðrikssonar, móttekin 09.10.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja geymslu og sauna 39,6 m2 á sumarbústaðalandinu Skyggnisbraut 32 (L224346) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgeiðslu máls er frestað.
8. Brekkur 19 (L225996); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með innbyggðri geymslu og útigeymslu – 2010047
Erindi sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Höllu H. Hamar fyrir hönd Ernu D. E. C. Geirdal, móttekin 13.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með millilofti og útigeymslu á sumarbústaðalandinu Brekkur 19 (L225996) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði ásamt geymslu er 148,6 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9. Stangarbraut 3 (L2020461); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með kjallara og svefnlofti – 2010082
Fyrir liggur umsókn Jóns S. Einarssonar fyrir hönd Sigríðar Sigurðardóttur og Bjarna Þ. Gunnlaugssyni móttekin 22.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja sumarbústað með kjallara að hluta og svefnlofti 174,9 m2 á sumarbústaðalandinu Stangarbraut 3 (L202461) í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
10. Bústjórabyggð 12 (L220888); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður með steyptan kjallara og risi – 2010080
Fyrir liggur umsókn Samúels S. Hreggviðssonar fyrir hönd Sigurbjörns L. Guðmundssonar og Halldóru S. Sigurþórsdóttur, móttekin 21.10.2020 um endurnýjun á byggingarleyfi samþykkt 24.07.2013 til að byggja sumarbústað með risi, ofan á þegar byggðan steyptan kjallara, á sumarbústaðalandinu Bústjórabyggð 12 (L220888) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð á sumarbústaði verður 164 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur – Almenn mál
11. Klettar (L166589); umsókn um byggingarleyfi; geymsla mhl 07 – breyting á notkun – 1501091
Erindið sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi sem var samþykkt 23.07.2015 til að breyta notkun á geymslu mhl 07 í yoga- og gistiaðstöðu á jörðinni Klettar (L166589) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Samþykkt
12. Áshildarvegur 7 (L230355); umsókn um stöðuleyfi; gámur – 2009008
Fyrir liggur umsókn Skúla Baldurssonar og Ingunnar Magnúsdóttur, móttekin 11.08.2020 um stöðuleyfi fyrir gám á lóðinni Áshildarvegur 7 (L230355) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Engar byggingarframkvæmdir standa yfir á lóðinni. Íbúðarhúsalóðir eru ekki ætlaðar fyrir geymslu á gámum. Byggingarfulltrúi bendir á að til eru svæði sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.
13. Áshildarvegur 6 (L210290); stöðuleyfi; gámur – 2011001
Fyrir liggur umsókn Guðlaugar F. Þorsteinsdóttur, móttekin 28.10.2020 um stöðuleyfi, til að setja 40 feta gám fyrir búslóð á sumarbústaðalandið Áshildarvegur 6 (L210290) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Umsókn um stöðuleyfi er synjað. Engar byggingarframkvæmdir standa yfir á lóðinni. Sumarhúsalóðir eru ekki ætlaðar fyrir geymslu á gámum. Byggingarfulltrúi bendir á að til eru svæði sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.
Bláskógabyggð – Almenn mál
14. V-Gata 36 (L170755); umsókn um byggingarleyfi; gestahús – 2009007
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Ívars Haukssonar fyrir hönd Gunnarsfell ehf., móttekin 01.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja gestahús 39,9 m2 á sumarbústaðalandinu V-Gata 36 (L170755) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
15. Torfastaðakot 13 (L205126); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður og gestahús – 2010073
Fyrir liggur umsókn Stefán Hallsonar fyrir hönd SVK ehf., móttekin 19.10.2020 um byggingarleyfi að byggja sumarbústað 108 m2 og gestahús 39,6 m2 á sumarbústaðalandinu Torfastaðakot 13 (L205126) í Bláskógabyggð.
Afgreiðslu máls er frestað. Athugasemdir hafa verið sendar á hönnuð.
16. Kriki (L188581) (var áður Vatnsleysa land B); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – breyting á notkun í íbúðarhús – 1703071
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Hjartar Bergstað, móttekin 22.10.2020 um byggingarleyfi, sótt er um leyfi til að breyta notkun á sumarhúsi 185,7 m2 sem er í byggingu í íbúðarhús á Krika (L188581) var skráð áður Vatnsleysa land B í Bláskógabyggð.
Samþykkt.
17. Birkilundur 9 -13 (L205492); umsókn um byggingarleyfi; gróðurhús – tengibygging – 2005091
Erindið sett að nýju fyrir fund, mótteknar voru breyttar aðalteikningar frá hönnuði 06.10.2020. Sótt er um byggingarleyfi fyrir tengibyggingu 55.5 m2 á milli gróðurhúss (mhl 07) á viðskipta- og þjónustulóðinni Birkilundur 9 – 13 (L205492) og gróðurhúss (mhl 06) á jörðinni Friðheimar (L167088) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á gróðurhúsi (mhl 07) með tengibyggingu verður 5612.5 m2
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
18. B-Gata lóð 19 (L167998); umsókn um byggingarleyfi; sumarbústaður – viðbygging – 2010086
Fyrir liggur umsókn Svavars M. Sigurjónssonar fyrir hönd
Aðalsteins Jónssonar, móttekin 26.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja við sumarbústað (16,5 m2) á sumarbústaðalandinu (L167998) í Bláskógabyggð. Heildarstærð á sumarbústaði eftir stækkun verður (64,9 m2).
Umsókn er synjað. Skv. skilmálum deiliskipulags svæðisins skal grunnflatarmál húsa ekki vera meira en 60 m2.
19. Dalsholt (L209270); umsókn um byggingarleyfi; geymsla viðbygging við reiðskemmu – 2009095
Fyrir liggur umsókn Bent L. Fróðasonar fyrir hönd Kjarnveig ehf., móttekin 28.09.2020 um byggingarleyfi að byggja 200 m2 geymslu við mhl 04 reiðskemmu á jörðinni Dalsholt (L209270) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
20. Sandamýri (L223807); umsókn um byggingarleyfi; einbýlishús – 2010044
Erindið sett að nýju fyrir fund. Fyrir liggur umsókn Valdimars Harðarsonar fyrir hönd Björgvins Þórissonar og Rögnu E. Simson, móttekin 13.10.2020 um byggingarleyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðri geymslu 91,3 m2 á lóðinni Sandamýri (L233807) í Bláskógabyggð.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
21. Efri-Reykir spennistöð (L230457); tilkynningarskyld framkvæmd; spennistöð – 2010092
Fyrir liggur umsókn Sigurðar Þ. Jakobssonar fyrir hönd Rarik ohf., móttekin 28.10.2020 um tilkynningarskylda framkvæmd. Til stendur að byggja spennistöð 9,9 m2 á viðskipta- og þjónustulóðinni Efri-Reykir spennistöð (L230457) í Bláskógabyggð.
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
Flóahreppur – Almenn mál
22. Kirkjuholt (L230716) var áður (Súluholt (L216736)); umsókn um byggingarleyfi; frístundahús – breyting – 1709005
Erindi sett að nýju fyrir fund, móttekin var ný umsókn og aðalteikning frá Victori B. Victorssyni og Sigrúnu H. Arnarsdóttur, stækkun á húsi frá fyrri samþykkt. Sótt um leyfi til að byggja frístundahús 33 m2.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
23. Hróarsholt land H (L197781); umsókn um byggingarleyfi; íbúðarhús með bílskúr – 2009023
Erindi sett að nýju fyrir fund, grenndarkynningu er lokið. Fyrir liggur umsókn Ólafs T. Bjarnasonar fyrir hönd Helga Eyjólfssonar og Elísabetar R. Ágústsdóttur, móttekin 03.09.2020 um byggingarleyfi til að byggja íbúðarhús með innbyggðum bílskúr 191,1 m2 á lóðinni Hróarsholt land H (L197781) í Flóahreppi.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00