Skipulagsauglýsing sem birtist 7.október 2020

AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur og Skeiða-og Gnúpverjahreppur

 

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr.123/2010 eru kynntar skipulagslýsingar eftirfarandi skipulagsáætlana.

  1. Torfastaðir 1 L170828 – Breytt landnotkun – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. september að kynna lýsingu fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Í breytingunni felst skilgreining á 25 ha. svæði fyrir frístundabyggð innan jarðarinnar Torfastaðir 1 vestan Álftavatns.

Lýsing 

  1. Borg í Grímsnesi – Land sveitarfélags norðan Biskupstungnabrautar – Þéttbýli – Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti á fundi sínum þann 16. september að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna fyrirhugaðrar breytinga á þéttbýlisuppdrætti sem tekur til þéttbýlisins að Borg í Grímsnesi. Í breytingunni felst m.a. skilgreining iðnaðarsvæðis vegna fyrirhugaðs hreinsivirkis fyrir fráveitu með minnkun íbúðasvæðis Íb4, skilgreining útvistarsvæðis norðan þéttbýlisins og minnkun íbúðasvæðis Íb2 á sama svæði, skilgreining á íþróttasvæði Í1 og minnkun íbúðasvæðis Íb4, skilgreining tjaldsvæðis T6 og niðurfelling A2 sem verður skilgreint sem útivistarsvæði Ú8 auk skilgreiningar á íbúðasvæðis sem var áður blandað svæði íbúðar- og athafnasvæði AT1.

Lýsing 

 

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:

  1. Kjarnholt 2 L205291; Sameining lóða; Deiliskipulag – 2008099

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 17.9.2020 deiliskipulag að Kjarnholti 2. Deiliskipulagið tekur til tveggja lóða L192978 og L205291. Innan deiliskipulags er gert ráð fyrir byggingarheimildum fyrir íbúðarhúsi, bílskúr, gróðurhúsi og hesthúsi.

Uppdráttur, tillaga 

  1. Laugarvatn – þéttbýli L224243 – Deiliskipulag, heildar endurskoðun

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 2.9.2020 heildar endurskoðun deiliskipulags að Laugarvatni. Deiliskipulagið tekur til þéttbýlisins í heild ef frá eru talin tjaldsvæði, hjólhýsasvæði og svæði merkt ÍB19 á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulags. Frá gildistöku núgildandi deiliskipulags hafa verið gerðar 12 breytingar og eru þær teknar inn í heildar endurskoðun skipulagsins.

 Skilmálar

Uppdráttur 1

Uppdráttur 2

Uppdráttur 3

  1. Stöng og Gjáin í Þjórsárdal – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16.9.2020 deiliskipulag fyrir Stöng og Gjána í Þjórsárdal. Deiliskipulagssvæðið er í tvennu lagi og er um 11 ha. að stærð,  annarsvegar er um að ræða Stöng og nágrenni og hins vegar Gjána. Innan skipulagsins er m.a. gert grein fyrir stígum, heimildum fyrir stækkun núverandi húss sem byggt var yfir rústir Stangarbæjarins, aðgengi fyrir hreyfihamlaða innan svæðisins og skilgreiningu bílastæða. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á salernisaðstöðu og geymslu auk göngubrúar yfir Rauðá. Gert er ráð fyrir hringleið um Gjána með brúm yfir ár og læki auk útsýnispalla og áningarstaða.  Skilgreindur er tröppustígur niður í Gjána að austanverður.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Sæluvellir (áður Réttarholt land) L189447 – Sælugrund, Leiti – Verslunar- og þjónustulóðir og landbúnaðarland – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti á fundi sínum þann 16.9.2020 deiliskipulag fyrir Sæluvelli, Sælugrund og Leiti.  Í Skipulaginu felst skilgreining lóða og byggingarheimilda innan svæðisins sem tekur til 9 byggingarreita þar sem m.a. er gert ráð fyrir gistiþjónustu í landi Réttarholts, á verslunar- og þjónustusvæði og íbúðarhúsum á landbúnaðarlandi í landi Leitis og Réttarholts.

Greinargerð

Uppdráttur 

  1. Syðra-Langholt 6 – Deiliskipulag

Sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkti á fundi sínum þann 30.9.2020 deiliskipulag að Syðra-Langholti 6, L223470. Í skipulaginu felst skilgreining byggingarheimilda innan lóðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir sambyggðri reiðskemmu og hesthúsi, heimild fyrir bílskúr við núverandi íbúðarhús auk heimilda fyrir allt að 5 litlum gistihýsum auk þjónustuhúss og skemmu.

Uppdráttur 

 

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma embættisins. Að auki er hægt að nálgast tillögur á vefslóðinni http://www.utu.is . Þá eru gögnin aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna:  https://www.blaskogabyggd.is/, https://www.gogg.is, https://www.fludir.is/ og https://www.skeidgnup.is/

Skipulagslýsingar eru í kynningu frá 7.10.2020 til og með 28.10.2020 og skulu athugasemdir og ábendingar berast eigi síðar en 28.10.2020

Deiliskipulagstillögur eru auglýstar með athugasemdafresti frá 7.10.2020 til og með 20.11.2020. Athugasemdir og ábendingar skulu berast eigi síðar en 20.11.2020.

Athugasemdum og ábendingum skal skila skriflega á skrifstofu UTU Dalbraut 12, Laugarvatni eða með tölvupósti á netfangið vigfus@utu.is

Vigfús Þór Hróbjartsson
Skipulagsfulltrúi UTU