19 feb Skipulagsauglýsing sem birtist 20. febrúar 2019
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi
Aðalskipulagsmál
Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
1. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, Leynir Rimatjörn
Kynnt er skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 þar sem frístundasvæðið F42 í Leyni Rimatjörn er minnkað um u.þ.b. 7 ha og þeim breytt í landbúnaðarland.
2. Breyting á aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027, Vatnsleysa land B L188581
Kynnt er skipulags- og matslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Bláskógabyggðar 2015-2027 þar sem lóðin Vatnsleysa land B L188581, sem nú er skilgreind sem frístundalóð, verði breytt í landbúnaðarland þar sem fyrirhugað er að stofna lögbýli. Lóðin er innan frístundasvæðis F67. Lóðan er rétt rúmir 2 ha að stærð en áætlað er að hún verði sameinuð aðliggjandi 4ra ha landbúnaðarspildu.
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu:
3. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, landbúnaðarsvæði í Efra-Langholti.
Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, þar sem verið er að breyta nýtingu 10 ha spildu á skilgreindu landbúnaðarsvæði í Efra-Langholti, Hrunamannahreppi. Spildan liggur að skipulögðu frístundasvæði úr landi Efra-Langholts, Sunnuholti og Lindarseli, merkt F16. Breytingin felur í sér að spildunni verði breytt í frístundasvæði og þar með mynda samfellu með frístundasvæðinu merkt F16.
4. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, Grafarbakki II spilda 1.
Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, þar sem fyrirhuguð er breyting á nýtingu lóðarinnar Grafarbakki II spildu 1 í Hrunamannahreppi. Breytingin felur í sér að norðurhluti lóðarinnar, um 2,6ha, verði skilgreindur sem afþreyingar- og ferðamannasvæði en lóðin er á skilgreindu landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi.
5. Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, ný íbúðarsvæði á Flúðum.
Kynnt er tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2016-2032, þar sem fyrirhugað er að um 4 ha landbúnaðarlandi innan þéttbýlisins á Flúðum yrði breytt í svæði fyrir íbúðarbyggð. Um er að ræða þrjú svæði, 1,3 ha svæði, Sandskarðs, sem liggur að íbúðarbyggðinni ÍB3 við Vesturbrún, um 2,5 ha svæði úr landi Hrafnkelsstaða 2 og um 1 ha lóð við Garðastíg. Með uppbyggingunni er verið að þétta byggðina og blanda atvinnustarfsemi og tengja við íbúðarbyggð.
Deiliskipulagsmál
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt skipulags- og matslýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:
6. Endurskoðað deiliskipulag fyrir Miklholtshelli 2 L223302, Flóahreppi.
Kynnt er skipulags- og matslýsing vegna endurskoðaðs deiliskipulags fyrir Miklholtshelli 2 L223302 en þar er verið að stækka núverandi alifuglabú. Áætlað er að byggja tvö 1.500m2 hús fyrir lífræna eggjaframleiðslu. Í gildandi deiliskipulagi er heimild fyrir 18.000 varphænum á lóðinni en með áætlaðri viðbót yrði heimild fyrir allt að 36.000 fugla alls.
Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
7. Deiliskipulag fyrir 9,8 ha landbúnaðarspildu úr landi Grænhóla, Flóahreppi.
Kynnt er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 9,8 ha spildu (lnr. 218185) úr landi Grænhóla í Flóahreppi þar sem fyrirhugað er að byggja íbúðarhús, skemmu og allt að þrjú lítil gistihús. Gert er ráð fyrir að stofnað verði lögbýli á spildunni.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:
8. Deiliskipulagsbreyting fyrir Torfastaðaheiði, 1. og 2. áfanga, í Bláskógabyggð.
Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. og 2. áfanga frístundabyggðar í landi Torfastaða í Bláskógabyggð. Breytingin felur í sér að heimilt verði að veita rekstrarleyfi í fl. II og gert verði ráð fyrir að á hverri lóð yrði heimilt að veita gistingu í atvinnuskyni fyrir allt að 10 manns.
9. Deiliskipulag fyrir Svarfhólsvöll, golfvöll í landi Laugardæla, Flóahreppi.
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir svæði undir golfvöll Golfklúbbs Selfoss. Um er að ræða stækkun á núverandi golfvelli úr 9 holum í 18 holur ásamt tilheyrandi æfingasvæðum og völlum. Skipulagssvæðið er um 70,3 ha svæði meðfram Ölfusá sem afmarkast af helgunarsvæði fyrirhugaðs nýs þjóðvegar nr. 1 til suðurs, bökkum Ölfusár til vesturs og skilgreindum landamörkum að landi Laugardæla til norðurs og austurs.
10. Deiliskipulagsbreyting fyrir Öldubyggð, frístundasvæði í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Auglýst er tillaga að skilmálabreytingu deiliskipulags frístundasvæðisins Öldubyggð í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breytingin felst í því að nýtingarhlutfall lóða verði 0,03, að aukahús/gestahús eða geymsla verði allt að 40m2 ásamt því að þakgerð, mænisstefna og efnisval húsa verði frjálst.
11. Deiliskipulag fyrir Þingás L224358 og Efri-Gróf 5 L223471 úr landi Efri-Grófar í Flóahreppi.
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir tvær spildur úr landi Efri-Grófar í Flóahreppi, annars vegar Þingás L224358 sem er 10,42 ha og hins vegar Efri-Gróf 5 L223471 sem er 30 ha. Alls er gert ráð fyrir 5 byggingarreitum (B1-B5) á skipulagssvæðinu þar sem heimilað verður að byggja íbúðarhús með bílskúr auk hesthúss/skemmu auk gestahúsa og heildarbyggingarmagn verði leyfilegt samanlagt allt að 1.640m2.
12. Deiliskipulag fyrir Efra-Sel, ferðaþjónusta. Hrunamannahreppur.
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til 2,8 ha svæðis á Efra-Seli, sem afmarkast af landmörkum milli Syðra-Sels og Efra Sels til vesturs. Innan reitsins er gert ráð fyrir uppbyggingu hótels en fyrir er golfskáli með veitingasal, tvær skemmur og fjögur íbúðarhús.
13. Deiliskipulagsbreyting fyrir athafnasvæði í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Auglýst er tillaga að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis í Árnesi. Breytingin verður vegna ákvörðunar um að landamarkalína séreignalands ráði lóðamörkum á athafnalóðum við Suðurbraut. Myndar þessi breyting 10-30m breitt belti milli núverandi athafnalóða og skipulagðra lóða við Þingbraut sem ekki hafa verið stofnaðar. Við breytingu minnka því einstaka lóðir, lóðum fækkar á skipulagssvæðinu og númering lóða breytist.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.
Skipulagstillögur nr. 1-7 eru í kynningu frá 20. febrúar til 6. mars 2019 en tillögur nr. 8-13 eru í auglýsingu frá 20. febrúar til 3. apríl 2019. Athugasemdir og ábendingar við tillögum nr. 1-7 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 6. mars 2019 en 3. apríl 2019 fyrir tillögur nr. 8-13. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Rúnar Guðmundsson
Skipulagsfulltrúi
runar@utu.is