21 des Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 19. desember 2018
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 92. fundur
haldinn að Laugarvatni, 19. desember 2018
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson byggingarfulltrúi, Stefán Short embættismaður, Lilja Ómarsdóttir embættismaður og Halldór Ásgeirsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Davíð Sigurðsson, aðstoðarmaður byggingarfulltrúa
Dagskrá:
Hrunamannahreppur – Almenn mál | ||
1. | Birkibyggð 8 (L224618): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og gestahús – 1808039 | |
Lögð er fram umsókn JR smíði ehf. dags. 08.08.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 135,1 m2 og gestahús 30,5 m2 á sumarhúsalóðinni Birkibyggð 8 (L224618) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
2. | Sóleyjarbakki (L166830); Umsókn um byggingarleyfi; Skemma – 1811036 | |
Fyrir liggur umsókn Guðmundar Kristinssonar dags. 15.nóvember 2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi fyrir skemmu 200 m2 á jörðinni Sóleyjarbakki (L166830) í Hrunamannahreppi. | ||
Samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Grímsnes- og Grafningshreppur – Almenn mál | ||
3. | Farbraut 3 (169416); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús stækkun og saunahús – 1812027 | |
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 05.12.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Ólafi Tage Bjarnasyni til að byggja við sumarhús 8,6 m2 og byggja saunahús 22,6 m2 á sumarhúsalóðinni Farbraut 3 (L169416) í Grímsnes- og Grafningshreppi. Heildarstærð sumarhúss verður 59,3 m2 | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv. gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
4. | Kjarrbraut 9 (L190734); Umsókn um takmarkað byggingarleyfi; Graftarleyfi – 1812030 | |
Fyrir liggur umsókn Þorvarðar G. Hjaltasonar og Guðrúnar Einarsdóttur dags. 11.12.2018 móttekin sama dag um takmarkað byggingarleyfi, leyfi til að jarðvegsskipta undir fyrirhuguðu sumarhúsi auk leggja vegslóða á lóðinni Kjarrbraut 9 (L190734) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingarfulltrúi samþykkir að veita takmarkað byggingarleyfi, sem einskorðast við jarðvegsskipti vegna aðkomu og jarðvegsskipti undir hús. Kalla skal eftir botnúttekt vegna jarðvegsskipta. | ||
5. | Klausturhólar C-gata 20 (L176843); Stöðuleyfi; Vinnuskúr – verkfærageymsla – 1812033 | |
Lögð er fram umsókn Fagraþings ehf. dags. 29.11.2018 móttekin 10.12.2018 um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr/verkfærageymslu á sumarhúsalóðinni Klausturhólar C-Gata 20 (176843) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1.12.2019 | ||
6. | Klausturhólar C-gata 18 (201840); Stöðuleyfi; Vinnuskúr-verkfærageymsla – 1811029 | |
Erindi er sett að nýju fyrir afgreiðslufund af beiðni eiganda/umráðanda lóðar, Fagraþing ehf. Óskað er eftir að stöðuleyfi fyrir vinnuskúr/verkfærageymslu á lóðinni Klausturhólar C-gata 18 (L201840) í Grímsnes- og Grafningshreppi verði fellt úr gildi sem fékk samþykkt stöðuleyfi á afgreiðslufundi þann 21.11.2018. | ||
Samþykkt. | ||
7. | Bústjórabyggð 8 (L221731) Umsókn um byggingarleyfi Sumarhús – 1708047 | |
Fyrir liggur ný umsókn frá e-gull dags. 03.12.2018 móttekin 04.12.2018 með uppfærðum aðalteikningum um byggingarleyfi til að flytja sumarhús 54,3 m2 á lóðina Bústjórabyggð 8 (L221731) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Málinu er frestað. Óskað er eftir gæðavottun byggingarhluta ásamt álagsforsendum og útreikningum á hliðarfærslum fyrir veggi, þak og gólf. | ||
8. | Minni-Borg 2 (L226996); Umsókn um byggingarleyfi; Viðbygging og breytt notkun mhl 01 – 1811064 | |
Fyrir liggur umsókn Þrastar Sigurjónssonar og Hildar Magnúsdóttur dags. 22.10.18 mótt. 28.11.18 um byggingarleyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í gistihúsnæði og að byggja við húsið 33,5 m2 á Minni-Borg 2 (L226996) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
Bláskógabyggð – Almenn mál | ||
9. | Tunguholt 1 (L227467); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús – 1812029 | |
Fyrir liggur umsókn Þóru Bjarkar Kristjánsdóttur dags. 12.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja sumarhús 130,6 m2 á sumarhúsalóðinni Tunguholt 1 (227467) í Bláskógabyggð. | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
10. | Efri-Reykir lóð (L180194); Umsókn um byggingarleyfi; Sumarhús með geymslu – 1810035 | |
Lögð er fram ný umsókn Ingunnar H. Þóroddsdóttur dags. 12.10.2018 móttekin 29. nóvember 2018 um byggingarleyfi til að byggja sumarhús með risi og áfastri geymslu 142,6 m2 á sumarhúsalóðinni Efri-Reykir lóð (L180194) í Bláskógabyggð. | ||
Umsókn um byggingarleyfi er hafnað þar sem vafi er um eignarrétt og umráð umsækjanda að viðkomandi lóð. | ||
11. | Haukadalur 4 (167101); Umsókn um byggingarleyfi; viðbygging við Hótel. – 1501045 | |
Fyrir liggja breyttar aðalteikningar dags. 28.11.2018 móttekið 29.11.2018 með breytingu frá fyrri samþykkt dags. 16.04.2015. Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á hótel Geysir á jörðinni Haukadalur 4 (L167101) í Bláskógabyggð. Heildarstærð eftir stækkun er 9.422,6 m2 | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
12. | Stóranefsgata 5 (L191270); Tilkynningarskyld framkvæmd; Sumarhús – viðbygging – 1812037 | |
Lögð er fram tilkynning um tilkynningarskylda framkvæmd dags. 17.12.2018 móttekin sama dag frá löggildum hönnuði Ellerti Hreinssyni til að byggja við sumarhús 26,5 m2 á sumarhúsalóðinni Stóranefsgata 5 (L191270) í Bláskógabyggð. Heildastærð eftir stækkun á sumarhúsi verður 98 m2. Þinglýstir eigendur skv. Þjóðskrá Ísland eru Guðfinna Nanna Gunnarsdóttir og Jóhann Ingi Gunnarsson. | ||
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012. Samþykkt. Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum. |
||
Flóahreppur – Almenn mál | ||
13. | Þingborg (166286); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr mhl 02 – viðbygging, geymsla – 1811066 | |
Fyrir liggur umsókn Flóahrepps dags. 29.11.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að byggja geymslu við bílskúr mhl 02 skv. Þjóðskrá Íslands á lóðinni Þingborg (L166286) í Flóahreppi (Krakkaborg). | ||
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. | ||
14. | Langholt 2 (L166249); Umsókn um byggingarleyfi; Bílskúr – breyting – 1812040 | |
Fyrir liggur umsókn Ragnars Vals Björgvinssonar dags. 18.12.2018 móttekin sama dag um byggingarleyfi til að breyta bílskúr mhl 16 í gistiaðstöðu á jörðinni Langholt 2 (L166249) í Flóahreppi | ||
Vísað til skipulagsnefndar. | ||
Ásahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
15. | Miðás (l211096); Umsögn um rekstrarleyfi; Gisting – 1811048 | |
Móttekinn var tölvupóstur 19.11.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, minna gistiheimili (C) frá Ástu B. Ólafsdóttur á jörðinni Miðás (L211096), fasteignanúmer F231033, matseining 010103 gistiheimili í Ásahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II flokkur C Minna gistiheimili. Gestafjöldi allt að 10 manns. | ||
16. | Kálfholt (L2198029); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1812026 | |
Móttekinn var tölvupóstur 10.12.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga, íbúðir (F) frá Ísleyfi Jónssyni á jörðinni Kálfholt (L165294), Ásahreppi, mhl 040101 (véla/verkfæra geymsla) skv. Þjóðskrá Íslands. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II flokkur F. Gestafjöldi allt að 6 manns. | ||
Hrunamannahreppur – Umsagnir og vísanir | ||
17. | Syðra-Langholt (L207348); Umsögn um rekstrarleyfi, gisting – 1810044 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 22.10.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. II, stærra gistiheimili (B) frá Riding Tours South Iceland ehf. kt. 430616-1450, fasteignanúmer F2203704 að Syðra-Langholti (L207348) í Hrunamannahreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II flokkur B í fasteign F2203704. Gestafjöldi allt að 23 manns. | ||
18. | Syðra-Langholt 3 lóð (L198343); Umsögn um rekstrarleyfi, frístundahús – 1811017 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 27.08.2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar án veitingar í fl. II, frístundahús (G) frá Riding Tours South Iceland ehf. kt. 430616-1450, fasteignanúmer F2224481 að Syðra-Langholti 3 lóð (L198343) í Hrunamannahreppi. | ||
Lagst er gegn útgáfu rekstrarleyfis í frístundarhúsum að Syðra-Langholti 3 lóð (L198343). | ||
Grímsnes- og Grafningshr. – Umsagnir og vísanir | ||
19. | Þrastalundur lóð 1 (L201043); Umsögn um rekstrarleyfi, veitingar – 1812032 | |
Móttekinn var tölvupóstur þann 11.12.2018 frá fulltrúa Sýslumanns á Suðurlandi þar sem óskað er eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi í fl. II, veitingahús (A) frá Celio veitingum í Þrastalundi lóð 1 (F2274872) í Grímsnes- og Grafningshreppi. | ||
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við að veitt sé rekstrarleyfi í fl. II. Veitingahús fyrir allt að 120 manns. | ||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30
Davíð Sigurðsson | Rúnar Guðmundsson | |
Stefán Short | Lilja Ómarsdóttir | |
Halldór Ásgeirsson |