07 mar Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 28. febrúar 2018
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18-74. fundur
haldinn að Laugarvatni, 28. febrúar 2018
og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu:
Davíð Sigurðsson Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa og Rúnar Guðmundsson Byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1.
Hrunamannahreppur: Galtaflöt 8: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1802048
Sótt er um leyfi til að flytja sumarhús 69,3 m2 og 205,7 m3 frá Ásabyggð 42 í Hrunamannahr. á Galtaflöt 8 og setja björgunarop á hús til að uppfylla núgildandi reglugerð. Samþykkt. 2. Jata: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús mhl 18 – 1801031 Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 46,7 fm2 og 132,9 m3 úr timbri í stað þess sem fyrir er Samþykkt. 3.
Grímsnes- og Grafningshreppur: Farbraut 19: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1802024
Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 88,4 fm2 og 327,4 m3 úr timbri. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. 4. Ásabraut 44: Tilkynningarskyld framkvæmd: Bílgeymsla – 1802037 Tilkynnt er bygging á bílgeymslu 39,5 fm2 og 136,9 m3 á Ásubraut 44 úr timbri. Synjað, þar sem einungis má vera með eitt aukahús á lóð. 5. Ásborgir 9: Umsókn um byggingarleyfi: Gistihús – breyting – 1802042 Sótt er um leyfi til að setja björgungarop í herbergi Samþykkt
6. Ásborgir 15: Umsókn um byggingarleyfi: Gisihús – breyting – 1802043 Sótt er um leyfi til að setja björgunarop í herbergi Samþykkt. 7. Ásborgir 17: Umsókn um byggingarleyfi: Gistihús – breyting – 1802044 Sótt er um leyfi til setja björgunarop á herbergi Samþykkt. 8. Suðurbakki 12: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1708009 Erindið sett að nýju fyrir fund þar sem sótt er um að byggja sumarhús og geymslu 186,1 fm2 úr forsteyptum einingum í samræmi við innsenda umsókn 1/08 2017. Fundarbókun 9. ágúst 2017 er því ógild Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. 9. Stóra-Borg lóð 11: Stöðuleyfi: Íbúðargáma – 1802046 Sótt er um stöðuleyfi fyrir íbúðargámum Samþykkt að veita stöðuleyfi til 1. júlí 2018. 10.
B-Gata 23: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1802023
Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhúsið 87,5 fm2 og 326 m3 úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 122,2 fm2 og 442 m3 Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. 11.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Minni-Mástunga 7: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1712038
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús á einni hæð 89,9 fm2 og 311,7 m3 úr timbri Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
12.
Bláskógabyggð: Heiðarbær lóð (223275): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1710010
Óskað er eftir endurupptöku á byggingarmáli þar sem sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 98,2 ferm og 301,6 rúmm á Heiðarbæ lóð (170211) en nú á nýju landnmúmeri, Heiðarbær lóð 223275 Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. 13.
Flóahreppur: Fljótshólar IV land: Umsókn um byggingarleyfi: Íbúðarhús – 1802036
Sótt er um leyfi til að byggja íbúðarhús með svefnlofti 119,4 fm2 og 316 m3 úr timbri. Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012. 14.
Umsögn um rekstrarleyfi: Eiríksbraut 3: Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1802049
Móttekin var tölvupóstur þann 27/02 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður án veitinga – frístundahús (G) Umsókn um rekstrarleyfi í fl. II er synjað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30
___________________________ ___________________________