28 feb Skipulagsauglýsing sem birtist 28. febrúar 2018
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni:
1. Deiliskipulag fyrir 9,8 ha landbúnaðarspildu úr landi Grænhóla, Flóahreppi.
Kynnt er lýsing vegna deiliskipulags sem nær til 9,8 ha spildu (lnr. 218185) úr landi Grænhóla í Flóahreppi þar sem fyrirhugað er að byggja íbúðarhús, skemmu og allt að þrjú lítil gistihús. Gert er ráð fyrir að stofnað verði lögbýli á spildunni.
2. Deiliskipulag fyrir 15,7 ha landbúnaðarspildu úr landi Einiholts í Bláskógabyggð.
Kynnt er lýsing vegna deiliskipulags sem nær til 15,7 ha spildu (lnr. 222396) úr landi Einiholts í Bláskógabyggð. Landið er norðan bæjartorfu Einiholts og liggur milli Einiholtslækjar og Einiholtsvegar. Gert er ráð fyrir að stofnað verði lögbýli á spildunni og að þar verði heimilt að byggja íbúðarhús, landbúnaðarbyggingar og lítil gestahús.
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum:
3. Deiliskipulag fyrir iðnaðarlóð úr landi Kópsvatns í Hrunamannahreppi. Heitavatnsborhola.
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi sem nær til um 2 ha svæðis úr landi Kópsvatns, utan um núverandi heitavatnsborholu. Í tillögunni er afmörkuð um 1,3 ha lóð auk byggingarreitar þar sem heimilt verður að byggja aðstöðuhús, borholuhús og hús fyrir rafala, samtals allt að 500 fm.
4. Deiliskipulag fyrir nýtt lögbýli sem kallast Leyndarholt á 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Auglýst er tillaga að deiliskipulagi fyrir nýtt lögbýli sem kallast Leyndarholt á 7,5 ha spildu úr landi Brjánsstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi. Stofnað hefur verið lögbýli á landinu og samkvæmt deiliskipulagstillögunni er þar gert ráð fyrir byggingu íbúðarhús, hesthúss og skemmu.
Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.utu.is.
Skipulagstillögur 1-2 eru í kynningu frá 28. febrúar til 16. mars 2018 en tillögur 3-4 frá 28. febrúar til 12. apríl. Athugasemdir og ábendingar við tillögur 1-2 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 16. mars en 12. apríl fyrir tillögur 3-4. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi
petur@utu.is