Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 14. febrúar 2018

Afgreiðslur byggingarfulltrúa 18 – 73

haldinn að Laugarvatni, 14. febrúar 2018

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Davíð Sigurðsson, Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa, Rúnar Guðmundsson, Byggingarfulltrúi og Guðmundur Þórisson, Áheyrnarfulltrúi.

 

Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, byggingarfulltrúi

Dagskrá: 

 

1.  

Hrunamannahreppur:

Birkibyggð 2 (Birkibyggð 5): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – 1802021

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 72,1 fm2 og 225,5 m3 úr timbri.
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
 

2.  

Grímsnes- og Grafningshreppur:

Langamýri 1: Stöðuleyfi: Gámur – 1802015

Sótt er um stöðuleyfi fyrir gám
Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám er synjað.
3.    

Ásborgir 5: Umsókn um byggingarleyfi: Einbýlishús breyting á bílgeymslu – 1801034

Sótt er um leyfi að breyta núverandi bílgeymslu í gistirými
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
4.    

Ásborgir 32: Umsókn um byggingarleyfi: Bílgeymsla – breytt notkun – 1801035

Sótt er um leyfi til að breyta notkun á bílgeymslu
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.

 

 

5.    

Þórsstígur 32: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – stækkun og geymsla – 1801038

Sótt er um leyfi til að byggja við sumarhús 43,6 fm2 og geymslu 40,4 fm2 úr timbri. Heildarstærð sumarhúss verður 135,2 fm2
Samþykkt.
6.    

Kerhraun C 98: Tilkynningarskyld framkvæmd: Sumarhús – viðbygging – 1711066

Tilkynnt er stækkun á sumarhúsi, 23,9 fm2 og 93,6 m3 úr timbri á Kerhrauni C 98. Heildarstærð eftir stækkun er 81,5 fm2
Tilkynningarskyld framkvæmd skv.gr. 2.3.5 og 2.3.6 nr. 360/2016, sem er breyting á byggingarreglugerð 112/2012.
Samþykkt.
Meðfylgjandi gögn uppfylla gr. 2.3.5 byggingarreglugerðar 112/2012, og samræmast skipulagsáætlunum.
7.   Bláskógabyggð:

Rjúpnavegur 10: Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús – viðbygging – 1801077

Sótt er um leyfi til að fjarlægja kalt fordyri og byggja við sumarhúsið 53,3 fm2 og 288,5 m3 úr timbri. Heildarstærð eftir stækkun er 93,1 fm2 og 395,5 m3
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
8.    

Heiðarbær lóð (170211): Umsókn um byggingarleyfi: Sumarhús og geymsla – 1709009

Sótt er um leyfi til að byggja sumarhús 198,2 ferm á einni hæð auk kaldrar útigeymslu 13,9 fm2 í kjallara
Byggingaráform eru samþykkt, þau uppfylla ákvæði mannvirkjalaga nr. 160/2010 og gr. 2.4.2 í byggingarreglugerð 112/2012. Byggingarleyfi verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð 112/2012.
9.   V-Gata 32: Umsókn um byggingarleyfi: Gestahús – 1802025
Sótt er um leyfi til að byggja gestahús 21 fm2 og 56,9 m3 úr timbri
Vísað til skipulagsnefndar.
10.   Refabraut 10: Umsókn um byggingarleyfi: Geymsla/Bílageymsla – 1802017
Sótt er um leyfi til að byggja geymslu/bílageymslu 96 fm2 og 432,8 m3 úr timbri.
Synjað, húsið samræmist ekki skilmálum deiliskipulags.
11.    

Friðheimar: Umsókn um byggingarleyfi: Viðbygging – móttaka (mhl 15) – 1712041

Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu við aðalinngang (mhl 15) 18 fm2. Heildarstærð eftir stækkun verður 52,2 fm2 og 206,3 m3.
Samþykkt.
 

12.  

Flóahreppur:

Breiðholt land: Umsókn um byggingarleyfi: Skemma óeinangruð – 1801023

Sótt er um leyfi til að byggja óeingraða skemmu 338,9 fm2 og 1.785,2 m3 með braggalagi
Samþykkt.
 

13.  

Umsögn um rekstrarleyfi:

Skyggnir: Umsögn um rekstrarleyfi: Gisting – 1802019

Móttekin var tölvupóstur þann 7/2 2018 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. II, gististaður – gistiskáli (D)
Byggingarfulltrúi samþykkir rekstrarleyfi í Fl. II Gististaður án veitinga.
Hámarksfjöldi gesta allt að 15 manns.
14.   Steinsholt 2 lóð: Umsögn um rekstrarleyfi – 1709132
Móttekin var tölvupóstur þann 20/09 2017 frá fulltrúa Sýslumanns Suðurlands þar sem óskað er eftir umsögn um rektstarleyfi í fl. III, gististaður – stærra gistiheimili (B). Þann 13/10 2017 var móttekin tölvupóstur frá fulltrúa Sýslumanns Suðurland þar sem tilkynnt var að umsækjandi væri hættur við fyrri umsókn en sækir nú um rekstrarleyfi í fl. II, gististaður – minna gistiheimili (C)
Byggingarfulltrúi samþykkir rekstrarleyfi í fl. II, Gististaður með veitingum. Gisting fyrir allt að 10 manns. Rekstrarleyfið gildir fyrir eldhús , matsal, afgreiðslu og miðhæð húss.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

 

 

___________________________                       ___________________________