Sveitarfélög bera ábyrgð á nafngiftum innan sinna staðarmarka. Ef breyta á heiti eða skrá ný þarf að sækja um það hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins. Sú breyting hefur tekið gildi á jarðalögum að ekki þarf álit Örnefnanefndar fyrirfram við upptöku nýrra eða breyttra heita. Sveitarfélög eru þó hvött til að leita álits hjá Stofnun Árna Magnússonar við nafngiftir og er það gert í mörgum tilvikum. Við nafngiftir eru umsækjendur hvattir til að styðjast við leiðbeiningar Örnefnanefndar. Við stafsetningu, beygingu, notkun greinamerkja, há- og lágstafa skal styðjast við almennar ritreglur Íslenskrar málnefndar.
Heiti sem ekki samræmast reglum um nafngiftir má vísa til Örnefnanefndar til úrskurðar.
Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs. sinnir beiðnum um breytingar á nafngiftum jarða og lóða fyrir eftirtalin sveitarfélög:
- Ásahrepp
- Bláskógabyggð
- Grímsnes- og Grafningshrepp
- Flóahrepp
- Hrunamannahrepp
- Skeiða- og Gnúpverjahrepp
Ef óskað er eftir stofnun lóðar sem mun fá sérstakt heiti við stofnun skal fylla út rafræna eyðublaðið „Umsókn um stofnun lóðar“ undir yfirflokk „07 Skipulags- og lóðamál“ á Þjónustugátt UTU. Á eyðublaðinu skal skrá nýtt heiti í athugasemd eyðublaðsins sem og í fylgigögnum.
Ef óskað er eftir breytingu á heiti lóðar sem þegar hefur verið stofnuð skal fylla út rafræna eyðublaðið „Umsókn um breytingu á skráningu lóðar“ undir yfirflokk „07 Skipulags- og lóðamál“ á Þjónustugátt UTU. Á eyðublaðinu skal haka við „Breyting á heiti“.