Skipulagsfulltrúi starfar í umboði sveitarstjórnar. Hans hlutverk er afar umfangsmikið en meginhlutverkið er að hafa umsjón með skipulagsgerð innan marka sveitarfélagsins og hafa eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum. Í því skyni ber honum gæta þess að framkvæmdir séu í samræmi við gildandi skipulag hvers svæðis um sig en að öðrum kosti að móttaka og koma í skipulagsferli beiðnum um breytingar á gildandi skipulagi.
Stór hluti af starfi skipulagsfulltrúa er að veita leiðbeiningar og svara fyrirspurnum íbúa, sveitarstjórnarmanna, hönnuða og verktaka um ýmis mál er varða skipulagsmál, framkvæmdaleyfi og lóða- og landamerkjamál.
Skipulagsfulltrúi er jafnframt faglegur ráðgjafi skipulagsnefndar og situr fundi hennar með málfrelsi og tillögurétt. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. (UTU) fundar reglulega 2. og 4. miðvikudag í mánuði nema í júlí vegna sumarleyfa.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs Uppsveita bs. (UTU) er Vigfús Þór Hróbjartsson, netfang: vigfus@utu.is og starfar hann í umboði eftirtalinna sveitarstjórna:
- Ásahrepps
- Bláskógabyggðar
- Flóahrepps
- Grímsnes- og Grafningshrepps
- Hrunamannahrepps
- Skeiða- og Gnúpverjahrepps